Panta frá Amazon í Þýskalandi til UK


Höfundur
dedd10
</Snillingur>
Póstar: 1067
Skráði sig: Fös 18. Des 2009 21:27
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Panta frá Amazon í Þýskalandi til UK

Pósturaf dedd10 » Mið 11. Okt 2023 19:44

Hefur einhver pantað á amazon.de og fengið sent til Bretlands?

Er að spá í tösku sem ég finn bara á þýsku siðunni og ætlaði að send til Bretlands þegar ég fer út.

Shipping er €5 ca en ekkert tekið fram með tolla/gjöld, veit einhver hvort maður þurfi að greiða eitthvað slíkt fyrir svona?

Einhver með reynslu af þessu?




forumgater
Nýliði
Póstar: 8
Skráði sig: Mið 13. Sep 2023 07:38
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Panta frá Amazon í Þýskalandi til UK

Pósturaf forumgater » Fim 12. Okt 2023 10:26

Reiknaðu bara með tollum og gjöldum eftir BREXIT.



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6497
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 315
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Panta frá Amazon í Þýskalandi til UK

Pósturaf gnarr » Fös 13. Okt 2023 16:08

Það er miklu auðveldara og að öllum líkindum ódýrara fyrir þig að fá þetta sent til Íslands heldur en Bretlands. Bretland er ekki í EES (EEA) og þar af leiðandi getur verið mikil bið eftir tollun og sköttun og líklegt að þú þurfir að borga meira heldur en ef þetta er sent til Íslands.


"Give what you can, take what you need."


dadik
Tölvutryllir
Póstar: 641
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 112
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Panta frá Amazon í Þýskalandi til UK

Pósturaf dadik » Fös 13. Okt 2023 16:19

Ég hef enga trú á öðru en að Amazon sé með sitt á hreinu varðandi sendingar á vörum frá DE til UK. Þau gjöld sem koma fram í pantanaferlinu ættu að ná yfir allan kostnað sem fylgir þessu. Sama varðandi afgreiðslutíma, afhendingardagsetningar sem eru gefnar upp við pöntun koma mjög líklega til með að standast.


ps5 ¦ zephyrus G14