Gamaldags rakvélar

Allt utan efnis

Peacock12
Fiktari
Póstar: 70
Skráði sig: Fim 17. Des 2020 13:25
Reputation: 22
Staða: Ótengdur

Re: Gamaldags rakvélar

Pósturaf Peacock12 » Mán 09. Okt 2023 15:16

Í yfir áratug hef ég notað raksápustauka – svona grjótharða sem þú nuddar á skeggrótina og ferð svo með bursta yfir. Kaupi staukana á Tene á undir 2 evrur stykkið og einn staukur endist um hálft ár (nánast dagleg notkun). Yfirleitt þegar ég fer til Spánar kaupi ég 5-6 stk og á því orðið lager sem endist mér sennilega út 2025. Ef ég verð lens þá er oft hægt að finna svona sambærilega stauka í Hagkaup (kosta þá þúsundkall) eða skálar með sápu í apótekun (2000 kall). Þar sem þetta endist frekar lengi þá er það ekkert svo slæmt.
https://www.productoslea.com/en/product ... oap-stick/

Varðandi bursta: Var að endurnýja eftir að hafa notað sama burstann í yfir áratug. Af tilviljun sá ég að Verkfæralagerinn var með rakbursta í málningardeildinni hjá sér á innan við þúsundkall.

Varðandi sköfur…
Hef prófað þetta allt nánast, þar á meðal gamaldags sköfu. Datt inn á ódýr rakvélablöð í Apotekaranum fyrir nokkrum árum (undir 500 kall 5 stk) og keypti heilan helling. Næst þegar ég leit við var búið að hækka verðið upp úr öllu. Notaði sköfu með blaði í nokkur ár, en skipti svo yfir í einnota BIC þar til gerðin sem ég notaði hækkaði svakalega í verði.
Núna nota ég Gillete Mach3 og þarf ekki að skipta um blað nema á 4-5 vikna fresti, þrátt fyrir nánast daglegan rakstur. Finnst það alveg ásættanlegt mtt kostnað. Maður finnur alveg í restina að þurfa kannski að sápa sig aftur og taka seinni slátt, en þá bara skiptir maður um blað fyrir næsta rakstur.

Það sem ég geri til að láta blaðið endast er:
1) Raka mig í sturtu. Hitinn og rakinn hjálpa mikið til.
2) Gef mér tíma í að nudda raksápuna á mig og læt hana standa í 1-2 mín áður en ég raka mig.
3) Þríf sköfuna vel eftir rakstur.




G3ML1NGZ
Græningi
Póstar: 47
Skráði sig: Fim 22. Sep 2022 21:21
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: Gamaldags rakvélar

Pósturaf G3ML1NGZ » Mán 09. Okt 2023 20:43

Hef notað 1964 Gillette superspeed sem ég erfði eftir afa minn í örugglega 15 ár núna. Góð skafa en ekki beint eitthvað sem þú færð útí búð en eru nokkuð fair á Ebay ennþá.

Hef notast við hníf en þar sem ég snyrti aðallega núna frekar en taka allt nota ég bara safety razor.

Fyrir ári síðan keypti ég svo pakka sem heitir King C Gillette á 20EUR meðan ég var erlendis.(6000kr í hagkaup because YAY ÍSLAND!) og það er núna uppáhalds skafan mín by far. Hef enn ekki prufað blöðin sem fylgja henni í öðrum sköfum til að vera viss um að blöðin séu ekki bara svona góð en ég hef ekki lent í neinum erting eða skurðum eftir að ég byrjaði að nota hana. Mæli 100% með henni fyrir þá sem vilja bara tool for life

Vinstri. Winkinson sword (ekkert sérstök, myndi ekki kaupa hana aftur). PLast partar og ekkert sérstakt performance
Miðja. 1964 Gillette superspeed. Góð skafa sem hefur sinnst sínu hlutverki núna í 60 ár
Hægri. King C Gillette. Mjög góð og basic skafa. Solid build með engum movable parts. Hef enn ekki átt eitt slæmt experience með henni

Allar eru þær á stand sem ég teiknaði og prentaði og er með geymslu aftan á fyrir allt að 15 blöð

Mynd




thorhs
Nörd
Póstar: 114
Skráði sig: Mið 24. Feb 2021 20:53
Reputation: 33
Staða: Ótengdur

Re: Gamaldags rakvélar

Pósturaf thorhs » Mán 09. Okt 2023 22:31

G3ML1NGZ skrifaði:Allar eru þær á stand sem ég teiknaði og prentaði og er með geymslu aftan á fyrir allt að 15 blöð

Mynd


Uhhhh, nice, einhver séns að fá öryggis afrit af STL-inu? :)




Tonikallinn
Tölvutryllir
Póstar: 660
Skráði sig: Sun 12. Jún 2016 01:34
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Gamaldags rakvélar

Pósturaf Tonikallinn » Þri 10. Okt 2023 00:32

Ég var að taka sénsinn á að panta Yaqi Black Marble rakbursta með Tuxedo Knot á West Coast Shaving, finnst hann andskoti flottur. Skilst að þrátt fyrir verð, að hann sé með þeim betri synthetic burstum á markaðinum. Borgaði 15USD fyrir hann
Mynd
Pantaði einnig TOBS - Grapefruit (raksturskrem) og Stirling Soap Co - Barbershop (horð-ish raksápa)




bigggan
spjallið.is
Póstar: 456
Skráði sig: Fim 05. Maí 2011 17:43
Reputation: 34
Staða: Tengdur

Re: Gamaldags rakvélar

Pósturaf bigggan » Þri 10. Okt 2023 11:31

Hef alltaf verið með rakakrem (mjukt)en langar núna að prófa hörð raksápa istaðin og nota burstan bara beint í dollunni.




Tonikallinn
Tölvutryllir
Póstar: 660
Skráði sig: Sun 12. Jún 2016 01:34
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Gamaldags rakvélar

Pósturaf Tonikallinn » Þri 10. Okt 2023 13:55

bigggan skrifaði:Hef alltaf verið með rakakrem (mjukt)en langar núna að prófa hörð raksápa istaðin og nota burstan bara beint í dollunni.

Ég á Muhle raksápu, Sandalwood. Sem er svona alveg harður kubbur. Finnst það bera mjög fínt, hef heyrt að Sea Buckthorn á líka að vera geggjuð. Herramenn selja svona með skál, bæði postulín og úr við. Áfyllingin er á 1200 minnir mig. Svo er proraso á milli sápu og rakakrems. Svokallað "croap". Finnst ég sjálfur fara frelae fljótt í gegnum proraso, gæti svosem verið eitthvað hjá mér bara




G3ML1NGZ
Græningi
Póstar: 47
Skráði sig: Fim 22. Sep 2022 21:21
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: Gamaldags rakvélar

Pósturaf G3ML1NGZ » Þri 10. Okt 2023 17:09

thorhs skrifaði:
G3ML1NGZ skrifaði:Allar eru þær á stand sem ég teiknaði og prentaði og er með geymslu aftan á fyrir allt að 15 blöð

[img]https://i.imgur.com/7ld8GhX.jpg[img]


Uhhhh, nice, einhver séns að fá öryggis afrit af STL-inu? :)


Þetta er einn af þeim hlutum sem ég hef bara verið að prenta og selja sjálfur þannig að ég verð því miður að halda STL út af fyrir mig. Sendi þér skilaboð