Hver er staða GooglePay þjónustunar á íslandi?

Skjámynd

Höfundur
Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2593
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 486
Staða: Ótengdur

Hver er staða GooglePay þjónustunar á íslandi?

Pósturaf Moldvarpan » Mið 20. Sep 2023 21:13

Maður sér á nánast öllum posum allstaðar Apple pay merkið, en eiginlega aldrei G pay merkið.

Eru posarnir í Bónus, Krónunni og Nettó farnir að taka við GooglePay greiðslum?

Ég greiði enn alltaf með kortum frekar en símanum. En var svona að spá í þessu nýlega.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hver er staða GooglePay þjónustunar á íslandi?

Pósturaf Viktor » Mið 20. Sep 2023 21:29

Þetta er tengt við þitt greiðslukort, svo verslanir þurfa ekkert að “taka við Google Pay” ;)

Þau sem taka við snertilausum greiðslum geta tekið við Google Pay.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Höfundur
Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2593
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 486
Staða: Ótengdur

Re: Hver er staða GooglePay þjónustunar á íslandi?

Pósturaf Moldvarpan » Fim 21. Sep 2023 08:02

Ok ég vissi þetta ekki. Hélt að það þyrfti að vera stuðningur við hverja þjónustu fyrir sig, ekki bara snertilausar lausnir.



Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 130
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Hver er staða GooglePay þjónustunar á íslandi?

Pósturaf audiophile » Fim 21. Sep 2023 08:50

Virkar fínt í öllum verslunum. Búinn að nota þetta í nokkra mánuði með öll kortin mín í þessu.


Have spacesuit. Will travel.


Póstkassi
has spoken...
Póstar: 189
Skráði sig: Mið 03. Okt 2012 00:13
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Hver er staða GooglePay þjónustunar á íslandi?

Pósturaf Póstkassi » Fim 21. Sep 2023 09:11

Ég veit að Íslandsbanki nýtir sér Google Wallet.




mikkimás
Gúrú
Póstar: 594
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 113
Staða: Ótengdur

Re: Hver er staða GooglePay þjónustunar á íslandi?

Pósturaf mikkimás » Fim 21. Sep 2023 09:59

Póstkassi skrifaði:Ég veit að Íslandsbanki nýtir sér Google Wallet.

Og Landsbankinn.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3180
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 552
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Hver er staða GooglePay þjónustunar á íslandi?

Pósturaf Hjaltiatla » Fim 21. Sep 2023 10:16

Google Wallet er ljómandi gott og virkar alls staðar sem ég hef notað snertilausar greiðslur.
Virkar fyrir kortin mín hjá Arion og Indó bæði Hérlendis og Erlendis.
https://www.arionbanki.is/einstaklingar/fleira/arion-appid/google-wallet/

Einnig er hægt að nota Google Wallet fyrir Flugmiða. T.d gat ég vistað flugmiða frá Wizz air yfir í Google Wallet og gat checkað mig inn með þeim miða þegar ég var að ferðast seinustu vikunar.

Hef einnig bætt inn í Google Wallet gjafabréfakorti og það var ekkert mál.
Síðast breytt af Hjaltiatla á Fim 21. Sep 2023 10:17, breytt samtals 1 sinni.


Just do IT
  √