E10 eldsneyti

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2586
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 482
Staða: Ótengdur

E10 eldsneyti

Pósturaf Moldvarpan » Þri 12. Sep 2023 18:34

Nú er ég búinn að keyra þó nokkra tanka af E10 eins og eflaust margir aðrir.

Ég hef tekið eftir því að mér finnst Hyundai i10 bíllinn minn vera lenda í misfire af og til í akstri.
Gæti líkt þessu við óeðlilegt hjartaflökt, hann svona hikstar aðeins stundum við akstur.

Ég hef átt bílinn í eitt og hált ár, en bara nýlega byrjaður að taka eftir þessu.

Getur E10 verið að valda þessu?




Haflidi85
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 389
Skráði sig: Mán 27. Jún 2011 13:07
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: E10 eldsneyti

Pósturaf Haflidi85 » Þri 12. Sep 2023 18:40

Jebb, margir bílar eyða líka meira á þessu eldsneyti.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: E10 eldsneyti

Pósturaf jonsig » Þri 12. Sep 2023 19:10

Súkkan (2013) mín fór í rugl nýlega. Hefur aldrei bilað en af einhverri ástæðu voru o-hringirnir farnir á bensínspíssunum og bensín komið í tengin á þeim svo gangurinn var skelfilegur. Og 2ára iridium kertin svört af sóti.

Metanólið ryksugar allan raka í sig hvar sem það finnst.

Ertu ekki að fá check engine ef þú ert að fá misfire?
Síðast breytt af jonsig á Þri 12. Sep 2023 19:16, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Höfundur
Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2586
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 482
Staða: Ótengdur

Re: E10 eldsneyti

Pósturaf Moldvarpan » Þri 12. Sep 2023 19:47

Nei ekkert check engine ljós eða þannig. Þetta er mjög subtle, en hef tekið eftir þessu í nokkur skipti.
Og kannski er ég með tinfoilhat á mér, en mér finnst þetta gerast oftast þegar það er lítið eftir á tanknum. Rétt áður en bensín ljósið kemur.

Einnig finnst mér hann ööörlítið lengur að komast í gang, kannski einhverja hluta úr secúndu lengur að komast í gang. Tek hrikalega mikið eftir smá frávikum.

Kannski eru kertin eða eh orðin léleg sem gæti orsakað þetta. Eða bensínið?



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: E10 eldsneyti

Pósturaf jonsig » Þri 12. Sep 2023 20:36

Einhverstaðar las ég að það væri ekkert stupid að taka kertin úr á 10þ fresti. Reyna þrýfa sótið með að henda þeim td í hljóðbað til að fá meiri nýtingu úr þeim.

Léleg eða drullug kerti koma niður á öllu hjá manni.
Kertin gefa stundum í skyn með útlitinu ástand vélarinnar.

E10 rústar allskonar þéttingum , kannski o-hringjunum hjá mér ?
Ef E10 stendur lengi í tanknum getur bíllinn verið leiðinlegur í gang en orðið svo ok eftir nokkrar mínútur



Skjámynd

Henjo
Tölvutryllir
Póstar: 689
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 245
Staða: Ótengdur

Re: E10 eldsneyti

Pósturaf Henjo » Fim 14. Sep 2023 00:34

I10 hjá mér virkar mjög vél á þessu, ásamt öllum öðrum bílum á heimilinu.

Kannski eithv í kveikjukerfinu hjá þér orðið lélegt? Annars er 3cyl ekki mest smooth mótorar í heimi.




gunni91
Vaktari
Póstar: 2998
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 00:22
Reputation: 217
Staða: Ótengdur

Re: E10 eldsneyti

Pósturaf gunni91 » Fim 14. Sep 2023 03:54

Hvaða árgerð af i10 er þetta? Er þetta 3 cyl 1.000 cc mótorinn?
Það á að skipta um kertin í þessum í fjórðu hverri þjónustu skv framleiðanda ( 4 ár / 60.000 km). Það að hann sé að misfire-a og er leiðinlegur í gang gæti verið léleg kerti.

Ég er sjálfur með 2019 i10 á heimilinu sem runnar E10 án vandræða.



Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 130
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: E10 eldsneyti

Pósturaf audiophile » Fim 14. Sep 2023 06:56

Er með 2006 árgerð Subaru sem virðist ekkert kippa sér upp við þetta.


Have spacesuit. Will travel.

Skjámynd

Höfundur
Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2586
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 482
Staða: Ótengdur

Re: E10 eldsneyti

Pósturaf Moldvarpan » Fim 14. Sep 2023 07:44

gunni91 skrifaði:Hvaða árgerð af i10 er þetta? Er þetta 3 cyl 1.000 cc mótorinn?
Það á að skipta um kertin í þessum í fjórðu hverri þjónustu skv framleiðanda ( 4 ár / 60.000 km). Það að hann sé að misfire-a og er leiðinlegur í gang gæti verið léleg kerti.

Ég er sjálfur með 2019 i10 á heimilinu sem runnar E10 án vandræða.


Þetta er 2018 árgerð. Já 1000cc.

Hann er ekinn 152.000km, og ég búinn að keyra hann 30.000km.

Blue car rental átti þennan bíl og þeir þjónustuðu hann sjálfir, veit ekki hvenær var skipt um kerti síðast.

Ég hef látið MAX1 í hfj þjónusta bílinn. Hugsa að ég biðji um að láta skipta um kerti næst þegar hann fer þangað í smurningu/dekkjaskipti.

Er gott aðgengi að kertunum í i10? s.s. tekur það stutta stund að skipta um?
Síðast breytt af Moldvarpan á Fim 14. Sep 2023 07:45, breytt samtals 1 sinni.




ColdIce
Bara að hanga
Póstar: 1578
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Reputation: 95
Staðsetning: 600
Staða: Tengdur

Re: E10 eldsneyti

Pósturaf ColdIce » Fim 14. Sep 2023 07:48

audiophile skrifaði:Er með 2006 árgerð Subaru sem virðist ekkert kippa sér upp við þetta.

Allir Subaru eftir ‘91 eru E10 compatible

Edit
Annars er þetta ágætur listi, ef marka má þetta
https://www.acea.auto/files/E10_petrol_ ... update.pdf
Síðast breytt af ColdIce á Fim 14. Sep 2023 07:50, breytt samtals 1 sinni.


Eplakarfan: Apple Watch S8 | iPad Pro M1 | Macbook Pro 14” M3 | Apple TV 4K | iPhone 16 Pro Max | Airpods Pro | Airpods Pro 2 | iMac 27”
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | ThinkPad T14
Útiveran: Honda CR-V 2021 | Land Cruiser 150 | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |

Skjámynd

Henjo
Tölvutryllir
Póstar: 689
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 245
Staða: Ótengdur

Re: E10 eldsneyti

Pósturaf Henjo » Fim 14. Sep 2023 15:41

Ætti að vera mjög basic að skipta um kert í þessum bílum. Það er ekki sens að þessi bílaleiga hafi verið að gera þetta nema þeir hafi 100% þurft þess. Bílaleigur eru með sýnar eigin hugmyndir þegar kemur að viðhaldi bíla.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: E10 eldsneyti

Pósturaf jonsig » Fim 14. Sep 2023 17:32

Það er ekkert sniðugt að vesenast í kertum í dag nema hafa eitthvað verkvit og hafa átaksmælir. Þessi snitt í álblokkunum þola ekkert.

Minnir að snatt dollan mín hafi 12mm snitt f. kertin. Og átakið er 16-19Nm. Allt yfir og undir það getur kostað $$$$ heimsókn í kistufell.
Amk ódýrara að splæsa í átaksmælir og ekki 2-3 vikna bið eftir honum

Misfire ætti að koma út í check engine ljósi, jafnvel í gömlum bílum.
Síðast breytt af jonsig á Fim 14. Sep 2023 17:33, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Henjo
Tölvutryllir
Póstar: 689
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 245
Staða: Ótengdur

Re: E10 eldsneyti

Pósturaf Henjo » Fim 14. Sep 2023 17:36

*ætti að vera mjög basic fyrir þá sem vinna í þessu, samanborið við marga aðra bíla. Ekki vera vesenast í þessu sjálfur.

Er annars sammála, Jonsig. Oft betra að vera ekkert að fikta óþarflega í hlutunum.




jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: E10 eldsneyti

Pósturaf jonfr1900 » Fim 14. Sep 2023 18:27

E10 er vandamál fyrir flesta bíla.

E10 petrol: What is it and can my car run on it? (BBC News)



Skjámynd

Henjo
Tölvutryllir
Póstar: 689
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 245
Staða: Ótengdur

Re: E10 eldsneyti

Pósturaf Henjo » Fim 14. Sep 2023 19:10

jonfr1900 skrifaði:E10 er vandamál fyrir flesta bíla.

E10 petrol: What is it and can my car run on it? (BBC News)


Á þetta líka við um 2018 árgerð af bíll sem er uppgefinn að þola E10 bensín (eins og OP er með)?




jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: E10 eldsneyti

Pósturaf jonfr1900 » Fim 14. Sep 2023 19:18

Henjo skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:E10 er vandamál fyrir flesta bíla.

E10 petrol: What is it and can my car run on it? (BBC News)


Á þetta líka við um 2018 árgerð af bíll sem er uppgefinn að þola E10 bensín (eins og OP er með)?


Ég veit ekki. Þessir bílar eru víst mismunandi og mikið af misvísandi upplýsingum þetta. Einhverjir eru að segja þetta sé að eyðileggja sláttuorf og sláttuvélar sem eru bara með einn eða tvo ventla og keyra á blandbensíni með olíu (orf) eða sláttuvélar með frekar hefðbundnar vélar en með sérstaka olíu sem fer á vélina. Ég held að sláttuorf og sláttuvélar séu frekar bara að skemmast vegna þess að bensín breytist í drullu eftir sex mánuði og oxun við súrefni.

Ethanol (Wikipedia)



Skjámynd

Frost
Besserwisser
Póstar: 3206
Skráði sig: Sun 16. Ágú 2009 02:30
Reputation: 61
Staða: Ótengdur

Re: E10 eldsneyti

Pósturaf Frost » Fös 15. Sep 2023 16:00



Tölva, 2 skjáir, Alltof mörg lyklaborð, þráðlaus mús og næs heyrnatól


MuffinMan
Græningi
Póstar: 32
Skráði sig: Lau 03. Des 2016 21:55
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: E10 eldsneyti

Pósturaf MuffinMan » Fös 15. Sep 2023 16:51

Það eru allavega 10 ár síðan félögin byrjuðu að blanda etanól í bensín, það eru bara allir að tala um þetta núna því einhver bjó til mál úr þessu þegar han/nn komast að því og svo endaði að þessi merking á dælurnar. Etanól er ekki gott fyrri slöngur í bensínkerfi éta þær upp innan frá með tímanum, eiga til að stífla spíssa, jafnvel í einhverjum bílum eru kertin ekki nógu góð á móti etanóli og eiga til að ná ekki að kveikja í blönduni eins og einn hér fyrir ofan. E10 er nú samt bara 10% etanól en ekki 85% eins og e85 sem á það til að gera þessa hluti fljótt ef það eru ekki með hluti sem eru búnir til fyrir etanól sérstaklega, því held ég að þessi 10 % sé ekki eins slæmt eins og fólk heldur.

Ps. Ég er ekki menntaður bifvélavirki bara búinn að kynna mér mikið af þessum hlutum og var í torfæruni lengi í kringum t.d. E85 sem er etanól bensín.


I7 4790K 4.6ghz. RTX 2080 . Z97 Asus. Corsair 570x. Corsair H150I. SSD Samsung pro 2x raid 0. 2x hdd


Cozmic
Nörd
Póstar: 120
Skráði sig: Mið 20. Jún 2012 20:37
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: E10 eldsneyti

Pósturaf Cozmic » Lau 16. Sep 2023 11:04

jonfr1900 skrifaði:E10 er vandamál fyrir flesta bíla.

E10 petrol: What is it and can my car run on it? (BBC News)


Stórefast það.

E10 hefur verið frekar standar í t.d usa og ástralíu í 10+ ár.

Ef bíllinn þinn er ekki að nálgast 20 ár í aldri mun e10 vs e5 þýða voða lítið. Með undantekningum auðvitað.

Allir bílar framleiddir eftir 2016 nota e10 sem reference í performance og emmission þannig ég stórefast að e10 sé " vandamál fyrir flesta bíla "
Síðast breytt af Cozmic á Lau 16. Sep 2023 11:05, breytt samtals 2 sinnum.



Skjámynd

KaldiBoi
Ofur-Nörd
Póstar: 229
Skráði sig: Mið 17. Mar 2021 14:07
Reputation: 30
Staða: Ótengdur

Re: E10 eldsneyti

Pósturaf KaldiBoi » Sun 17. Sep 2023 08:39

Staðreyndin er sú að ef bíllinn/hjólið þitt er hreyft reglulega og fær að hitna upp í vinnsluhita þá er E10 ekki að fara hafa það mikil áhrif.

Því sem ég mæli með er þegar smurt er bílinn: https://www.stilling.is/vorulisti/vara/LM1803/ eða https://www.stilling.is/vorulisti/vara/LM2814/ hvort um er að ræða bensín eða dísil. Þetta er sett í tankinn þegar fyllt er.

Ásamt https://www.stilling.is/vorulisti/vara/LM2978/

Stórafsláttur af þessum vörum ef þið eruð síðan í FÍB.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: E10 eldsneyti

Pósturaf jonsig » Sun 17. Sep 2023 22:45

Svona stuff kostar kringum 1000kr hjá kemi frá valvoline og k2 með engum afslætti.

Kannski bara splæsa auka $$ fyrir 98oct til að sleppa við þetta rugl
Síðast breytt af jonsig á Sun 17. Sep 2023 22:53, breytt samtals 1 sinni.




vesley
Kóngur
Póstar: 4257
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 192
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: E10 eldsneyti

Pósturaf vesley » Mán 18. Sep 2023 23:25

jonsig skrifaði:Súkkan (2013) mín fór í rugl nýlega. Hefur aldrei bilað en af einhverri ástæðu voru o-hringirnir farnir á bensínspíssunum og bensín komið í tengin á þeim svo gangurinn var skelfilegur. Og 2ára iridium kertin svört af sóti.



Allar súkkur eftir 2011 eiga að höndla E10 eldsneyti fullkomnlega vandræðalaust. Tel ég nánast 100% öruggt að bíllinn þinn hafi einfaldlega bilað og þú fundið afsökun á eldsneytinu í stað þess að 10. ára gamall bíll á það til að bila.
Höfum keyrt í þónokkur ár á E5 eldsneyti og munurinn frá því yfir í E10 er ekki svona mikill að það rústi bílum hægri og vinstri. Megnið af allri Evrópu er á E10 og restin af heiminum jafnvel líka.

Þetta er blásið mikið upp og það að óþörfu. Þetta eldsneyti er ekki að fara að valda 95% af öllum bílum hér heima neinum vandræðum.
Hef mikið verið í samskiptum við fólk sem starfar í bílageiranum og fáir telja þetta raunverulegt vandamál.

Meira að segja 30 ára gamli Mitsubishi 3000gt hjá mér virðist bara skítsama um það að keyra á þessu og jafnvel standa í 2-3 mánuði með E10 í tankinum.
Þó ég tek fram að ég reyni nú að láta bílinn ekki standa svona lengi með E10 eldsneyti þá bara klikkaði ég á að setja 98 á tankinn í þetta skiptið og ekkert tjón var af. Hinsvegar er eingöngu Ethanol laust 98 oktana á tankinum þegar sá bíll fer í vetrageymslu í 6+ mánuði.


Þetta minnir mann á eiganda á umtalaðri Teslu sem keyrði í poll :lol:
Sagan er oft bara ekki rétt sögð.
Síðast breytt af vesley á Mán 18. Sep 2023 23:26, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7592
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: E10 eldsneyti

Pósturaf rapport » Mið 11. Okt 2023 17:23

https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023 ... gum-393781

Þessir bílbrunar eru að verða svo algengir, er metta nokkuð vegna E10?



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: E10 eldsneyti

Pósturaf jonsig » Mið 11. Okt 2023 19:57

rapport skrifaði:https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-10-11-mikill-eldur-logadi-i-bil-i-hvalfjardargongum-393781

Þessir bílbrunar eru að verða svo algengir, er metta nokkuð vegna E10?


Já, ef etanólið rústar einhverju í eldsneytislögninni og bensín sprautast á t.d. pústgrein, þá bara Púff!

En það er alveg áhættunnar virði svo pólitíkusarnir okkar geti sleikt brussel rassgöt af meiri sannfæringu.




G3ML1NGZ
Græningi
Póstar: 48
Skráði sig: Fim 22. Sep 2022 21:21
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: E10 eldsneyti

Pósturaf G3ML1NGZ » Mið 11. Okt 2023 20:20

Etanólið "þurrkar" gúmmíið. þannig að það eldist örlítið hraðar. En menn keyra oft í nokkur ár á E85 áður en það verður eitthvað vesen. þið finnið ekki fyrir þessu á e10. Fólk er bara að tapa sér í paranoiu og öskrar annaðhvort tesla eða e10 eftir því hvaða samsæriskenningar rúlla í hausnum á þeim þegar einhver bíll brennur.

Sjálfur smíðaði ég bara bensínkerfið í bílnum mínum til að höndla E85 því mig dreymir um að fá það á dælu hér heima