Löggæslumyndavélin við sæbraut

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2553
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 475
Staða: Ótengdur

Löggæslumyndavélin við sæbraut

Pósturaf Moldvarpan » Mán 28. Ágú 2023 16:09

Nú var ég á ferðinni þarna áðan og flassið kom.

Þá fór ég að hugsa, var það ég eða bílinn á undan mér sem var myndaður við of hraðan akstur?

Er radar í þessari myndavél eða eru skynjarar í malbikinu sem reikna hraðann og smella mynd í kjölfarið ef of hratt er farið?

Hversu langt nær myndavélin? Ég var á svona ca 70km hraða, var að fara hægja á mér því ég vissi af henni, en var rúmlega 200metra frá henni.

Það var annar bíll mikið nær henni,svona á þeim stað þar sem maður sér svona búið að skera einhvað ofaní malbikið.

Var verið að mynda mig eða bílinn fyrir framan mig?



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2852
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Tengdur

Re: Löggæslumyndavélin við sæbraut

Pósturaf CendenZ » Mán 28. Ágú 2023 17:04

bílinn fyrir framan, þessar camerur eru að taka mynd nánast við línuna



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Löggæslumyndavélin við sæbraut

Pósturaf appel » Mán 28. Ágú 2023 21:44

Kemur í ljós :)


*-*

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Löggæslumyndavélin við sæbraut

Pósturaf jonsig » Þri 29. Ágú 2023 22:39

Hef tvisvar verið flassaður á 18árum.. bæði skiptin á sæbraut

Líklega segulþéttleikamæling grafin undir malbikinu. Ættir að sjá fína línu í malbikinu við stöðvunarlínuna.
Stundum notaður ljósleiðari í meira fancy mælingar
Síðast breytt af jonsig á Þri 29. Ágú 2023 22:42, breytt samtals 1 sinni.




Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Löggæslumyndavélin við sæbraut

Pósturaf Dúlli » Þri 29. Ágú 2023 22:57

Heyrðu var með sömu pælingar og henti fyrirspurn á lögregluna, þessar myndavélar eru með skynjara og eru stilltar eftir X margar akreinar, það er að segja 1 myndavél nær að fylgjast með 1-6 akreinum og í raun þeir sem eru mældir við að keyra of hratt eru teknir.




Semboy
1+1=10
Póstar: 1144
Skráði sig: Lau 05. Maí 2007 22:28
Reputation: 111
Staða: Ótengdur

Re: Löggæslumyndavélin við sæbraut

Pósturaf Semboy » Mið 30. Ágú 2023 00:17

Ég hef einu sinni verið tekin fyrir ofsákstur. Það var fyrir utan höfuðborgarsvæði. Ég reyndi að athuga hversu hratt Honda Jazz-inn mundi ná, ég var kominn upp í 140 km/klst og allt var að titra, mér leið eins og rær og boltar væru að losna. Þegar ég var að hægja á mér vegna titrings, var löggan á móti mér og strax ljósið blikka á baksýnisspegill. Ég beið eftir honum þangað til hann náði u-beygju. Var látin borga 30 þúsund krónur á staðnum og ég gerði það stað þess að borga hærra næsta dag.


hef ekkert að segja LOL!

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Löggæslumyndavélin við sæbraut

Pósturaf appel » Mið 30. Ágú 2023 00:27

Fyrst við erum komnir á trúnó hér þá hef ég verið stoppaður fyrir .... of hægan akstur.
Einnig stoppaður fyrir að vera á .... of flottum bíl, löggan vildi skoða hvaða hvítflibbi væri þarna á ferð.


*-*


Sinnumtveir
Gúrú
Póstar: 504
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 163
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Löggæslumyndavélin við sæbraut

Pósturaf Sinnumtveir » Mið 30. Ágú 2023 01:17

appel skrifaði:Fyrst við erum komnir á trúnó hér þá hef ég verið stoppaður fyrir .... of hægan akstur.
Einnig stoppaður fyrir að vera á .... of flottum bíl, löggan vildi skoða hvaða hvítflibbi væri þarna á ferð.


Ég er ekki tiltakanlega hrifinn af hraðasektum en það er of lítið sektað fyrir of hægan akstur. Ég veit að það hefur einhverntíma verið gert á Íslandi, en ég held að það sé í miklu minni mæli en vestra td. Þetta er stórmál. Hve oft hafið þið verið föst bak við sauð sem við bestu aðstæður ekur langt undir venjulegum/löglegum umferðarhraða. Svo rétt í endann gefur sauðurinn í (eða ekkI), skilur ykkur eftir öfugum megin við umferðarljós og veldur ykkur óþarfa 1.5-3 mínútna bið.

1.5 - 3 mínútur í bið? Ertu að kvarta yfir þvÍ? Ehhh, já. Hvaða fokkings ókurteisi er í gangi að hirða mínútur af lífi samborgara þinna án þeirra samþykkis að óþörfu. Gleymum ekki að þetta getur gerst ítrekað í einni og sömu ferðinni og þetta gæti og er að gerast dag eftir dag eftir dag. Ég ætla ekki eini sinni að nefna lífshættulegar tafir sem falla innan þessara tímamarka.

Svo mætti alveg kenna fólki að nýta/aka þrengingar af skynsemi. Að síðustu (í bili): bilið í næsta bíl, sérstaklega á gatnamótum er ekki rétt og slétt prívatmál, sé það mikið, getur það verið óþörf hindrum fyrir þá sem aftar eru. Slíkt eyðir þeirra tíma til einskis (orðin yfir slíka hegðun eru frekja og ófyrirleitni) og dregur úr þegar slakri skilvirkni umferðarmannvirkja.




Mossi__
vélbúnaðarpervert
Póstar: 922
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 404
Staða: Ótengdur

Re: Löggæslumyndavélin við sæbraut

Pósturaf Mossi__ » Mið 30. Ágú 2023 10:40

Sinnumtveir skrifaði:
appel skrifaði:Fyrst við erum komnir á trúnó hér þá hef ég verið stoppaður fyrir .... of hægan akstur.
Einnig stoppaður fyrir að vera á .... of flottum bíl, löggan vildi skoða hvaða hvítflibbi væri þarna á ferð.


Ég er ekki tiltakanlega hrifinn af hraðasektum en það er of lítið sektað fyrir of hægan akstur. Ég veit að það hefur einhverntíma verið gert á Íslandi, en ég held að það sé í miklu minni mæli en vestra td. Þetta er stórmál. Hve oft hafið þið verið föst bak við sauð sem við bestu aðstæður ekur langt undir venjulegum/löglegum umferðarhraða. Svo rétt í endann gefur sauðurinn í (eða ekkI), skilur ykkur eftir öfugum megin við umferðarljós og veldur ykkur óþarfa 1.5-3 mínútna bið.

1.5 - 3 mínútur í bið? Ertu að kvarta yfir þvÍ? Ehhh, já. Hvaða fokkings ókurteisi er í gangi að hirða mínútur af lífi samborgara þinna án þeirra samþykkis að óþörfu. Gleymum ekki að þetta getur gerst ítrekað í einni og sömu ferðinni og þetta gæti og er að gerast dag eftir dag eftir dag. Ég ætla ekki eini sinni að nefna lífshættulegar tafir sem falla innan þessara tímamarka.

Svo mætti alveg kenna fólki að nýta/aka þrengingar af skynsemi. Að síðustu (í bili): bilið í næsta bíl, sérstaklega á gatnamótum er ekki rétt og slétt prívatmál, sé það mikið, getur það verið óþörf hindrum fyrir þá sem aftar eru. Slíkt eyðir þeirra tíma til einskis (orðin yfir slíka hegðun eru frekja og ófyrirleitni) og dregur úr þegar slakri skilvirkni umferðarmannvirkja.



Svo við minnumst nú ekki á bankið í ofnunum.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16517
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2115
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Löggæslumyndavélin við sæbraut

Pósturaf GuðjónR » Mið 30. Ágú 2023 11:12

Finnst líklegt að það sé bíllinn fyrir framan. Lenti í því fyrir 2 árum að ég var að koma að norðan þegar ég sé hraðamyndavél, ég leit á hraðamælinn sem sýndi 88kmh, þegar svona 20-30 metrar eru í myndavélina ákveður einn óþolinmóður á Audi sportbíl að fræsa frammúr mér og það með látum. Hann er kominn svona hálfa bílbreidd fram fyrir mig (samt á vinstri helmingi ennþá) þegar blossinn kemur.

Það kom aldrei nein sekt. Veit ekki hvort sá á Audi fékk sekt eða ekki en finnst frekar líklegt að hann hafi verið sektaður þar sem það var augljóst að hann var að fara framúr mér.

p.s. línurnar í götunum eru þær ekki eitthvað sem vegagerðin notar til að telja bíla í umferðinni?
Nota myndavélarnar ekki radar til að mæla? þ.e. allar nema meðalhraðamyndavélarnar.



Skjámynd

Henjo
Tölvutryllir
Póstar: 673
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 237
Staða: Ótengdur

Re: Löggæslumyndavélin við sæbraut

Pósturaf Henjo » Mið 30. Ágú 2023 12:40

Sinnumtveir skrifaði:
appel skrifaði:Fyrst við erum komnir á trúnó hér þá hef ég verið stoppaður fyrir .... of hægan akstur.
Einnig stoppaður fyrir að vera á .... of flottum bíl, löggan vildi skoða hvaða hvítflibbi væri þarna á ferð.


Ég er ekki tiltakanlega hrifinn af hraðasektum en það er of lítið sektað fyrir of hægan akstur. Ég veit að það hefur einhverntíma verið gert á Íslandi, en ég held að það sé í miklu minni mæli en vestra td. Þetta er stórmál. Hve oft hafið þið verið föst bak við sauð sem við bestu aðstæður ekur langt undir venjulegum/löglegum umferðarhraða. Svo rétt í endann gefur sauðurinn í (eða ekkI), skilur ykkur eftir öfugum megin við umferðarljós og veldur ykkur óþarfa 1.5-3 mínútna bið.

1.5 - 3 mínútur í bið? Ertu að kvarta yfir þvÍ? Ehhh, já. Hvaða fokkings ókurteisi er í gangi að hirða mínútur af lífi samborgara þinna án þeirra samþykkis að óþörfu. Gleymum ekki að þetta getur gerst ítrekað í einni og sömu ferðinni og þetta gæti og er að gerast dag eftir dag eftir dag. Ég ætla ekki eini sinni að nefna lífshættulegar tafir sem falla innan þessara tímamarka.

Svo mætti alveg kenna fólki að nýta/aka þrengingar af skynsemi. Að síðustu (í bili): bilið í næsta bíl, sérstaklega á gatnamótum er ekki rétt og slétt prívatmál, sé það mikið, getur það verið óþörf hindrum fyrir þá sem aftar eru. Slíkt eyðir þeirra tíma til einskis (orðin yfir slíka hegðun eru frekja og ófyrirleitni) og dregur úr þegar slakri skilvirkni umferðarmannvirkja.


Held að það sé mun meira vandamál að fólk veit ekki hvað hámarkshraði er og keyrir alltof hratt. Mörgum finnst eðliegt að keyra 60-70 jafnvel 80km/h í 50 götum. Eða útá landi þar sem allir taka framúr manni þó svo maður sé á 90km/h,



Skjámynd

jericho
Geek
Póstar: 824
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 152
Staða: Ótengdur

Re: Löggæslumyndavélin við sæbraut

Pósturaf jericho » Fim 31. Ágú 2023 10:42

GuðjónR skrifaði:p.s. línurnar í götunum eru þær ekki eitthvað sem vegagerðin notar til að telja bíla í umferðinni?
Nota myndavélarnar ekki radar til að mæla? þ.e. allar nema meðalhraðamyndavélarnar.


þar sem hraða- og rauðljósamyndavélar eru við ljósastýrð gatnamót, þá eru sagaðir tveir slaufuskynjarar (e. loop detectors) í malbikið á hverri akrein með stuttu millibili. Fyrri skynjarinn nemur ökutækið og skráir tímann (ég held upp á millisekúndu) og svo nemur seinni skynjarinn hið sama. Með því að vita vegalengdina á milli slaufuskynjaranna, þá er hægt að reikna hraðann.
Síðast breytt af jericho á Fim 31. Ágú 2023 10:43, breytt samtals 1 sinni.



5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q


KristinnK
Gúrú
Póstar: 564
Skráði sig: Sun 03. Apr 2011 00:28
Reputation: 94
Staða: Ótengdur

Re: Löggæslumyndavélin við sæbraut

Pósturaf KristinnK » Fim 31. Ágú 2023 12:14

jericho skrifaði:þar sem hraða- og rauðljósamyndavélar eru við ljósastýrð gatnamót, þá eru sagaðir tveir slaufuskynjarar (e. loop detectors) í malbikið á hverri akrein með stuttu millibili. Fyrri skynjarinn nemur ökutækið og skráir tímann (ég held upp á millisekúndu) og svo nemur seinni skynjarinn hið sama. Með því að vita vegalengdina á milli slaufuskynjaranna, þá er hægt að reikna hraðann.


Þannig þú ert þá að segja að maður þarf að fá sér rafmagnsbíl sem er gerður úr kolefnistrefjum til að sleppa við þessar leiðinda hraðamyndavélar?


AMD Ryzen 5 5600X | 2x16GB DDR4 | 1TB Sata SSD | AMD Radeon RX 580

Skjámynd

jericho
Geek
Póstar: 824
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 152
Staða: Ótengdur

Re: Löggæslumyndavélin við sæbraut

Pósturaf jericho » Fim 31. Ágú 2023 12:23

KristinnK skrifaði:
jericho skrifaði:þar sem hraða- og rauðljósamyndavélar eru við ljósastýrð gatnamót, þá eru sagaðir tveir slaufuskynjarar (e. loop detectors) í malbikið á hverri akrein með stuttu millibili. Fyrri skynjarinn nemur ökutækið og skráir tímann (ég held upp á millisekúndu) og svo nemur seinni skynjarinn hið sama. Með því að vita vegalengdina á milli slaufuskynjaranna, þá er hægt að reikna hraðann.


Þannig þú ert þá að segja að maður þarf að fá sér rafmagnsbíl sem er gerður úr kolefnistrefjum til að sleppa við þessar leiðinda hraðamyndavélar?


Spurning hvort mótorinn yrði ekki skynjaður. Líka hægt að keyra á löglegum hraða. Þá sleppur þú líka við þessar leiðinda hraðamyndavélar. En ég ætla ekki að predika hér yfir neinum, bendi bara á þennan möguleika :)



5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q

Skjámynd

Höfundur
Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2553
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 475
Staða: Ótengdur

Re: Löggæslumyndavélin við sæbraut

Pósturaf Moldvarpan » Fim 31. Ágú 2023 12:33

Takk fyrir svarið.

Ég var ekki kominn að slaufuskynjaranum þannig þetta hefur verið á undan mér.



Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1859
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 218
Staða: Ótengdur

Re: Löggæslumyndavélin við sæbraut

Pósturaf Nariur » Fim 31. Ágú 2023 14:46

Eru myndavélarnar á gatnamótunum hérna hraðamyndavélar? Er ég bara ÞAÐ heppinn? Ég hef svo oft séð umferð á 80 á 60 svæði rúlla í gegn án vandræða að ég var búinn að ákveða að þetta væru eingöngu rauðuljósavélar, eða bara skraut.


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16517
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2115
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Löggæslumyndavélin við sæbraut

Pósturaf GuðjónR » Fim 31. Ágú 2023 14:59

Nariur skrifaði:Eru myndavélarnar á gatnamótunum hérna hraðamyndavélar? Er ég bara ÞAÐ heppinn? Ég hef svo oft séð umferð á 80 á 60 svæði rúlla í gegn án vandræða að ég var búinn að ákveða að þetta væru eingöngu rauðuljósavélar, eða bara skraut.

Einmitt, þær mæla bæði hraða og hvort þú farir yfir á rauðu eða ekki. Ef það er gult þá er varasamt að gefa allt í botn til að ná yfir.




Uncredible
Nörd
Póstar: 134
Skráði sig: Mið 01. Júl 2020 18:48
Reputation: 35
Staða: Ótengdur

Re: Löggæslumyndavélin við sæbraut

Pósturaf Uncredible » Fim 31. Ágú 2023 16:31

Nariur skrifaði:Eru myndavélarnar á gatnamótunum hérna hraðamyndavélar? Er ég bara ÞAÐ heppinn? Ég hef svo oft séð umferð á 80 á 60 svæði rúlla í gegn án vandræða að ég var búinn að ákveða að þetta væru eingöngu rauðuljósavélar, eða bara skraut.


Það eru ekki alltaf myndavélar í kassanum, þú getur oftast séð ef að svo er þá er neðrið hringurinn appelsínugulur þá veistu að þar er myndavél.




Maggibmovie
Nörd
Póstar: 103
Skráði sig: Mið 02. Des 2020 12:49
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Löggæslumyndavélin við sæbraut

Pósturaf Maggibmovie » Fim 31. Ágú 2023 18:58

En hvað finnst ykkur um að fá sekt úr myndavél við 54kmh á 50 götu.
Þannig er það í nýju myndavélunum á akureyri.


Lian-Li O11 Evo XL | Asus ROG Maximus z790 Apex Encore | Intel i9-14900KS | Direct die kæling m/420mm rad | G-skill Trident Z5 48GB 8200 | Samsung 990 Pro 4tb | Palit RTX4090 GameRock OC 24GB | BeQuiet Darkpower Pro 1600w | Samsung Odyssey G9 240hz |

Skjámynd

roadwarrior
Gúrú
Póstar: 570
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Löggæslumyndavélin við sæbraut

Pósturaf roadwarrior » Fim 31. Ágú 2023 19:04

Held að þessar vélar séu með radar. Það er líka skynjari í götunni fyrir framan og aftan stöðvunarlínu. Þegar það kemur rautt ljós líður augnablik, kannski 50ms+/-, og þá verður skynjarinn virkur sem er fyrir framan stöðvunnarlínu. Þannig er vitað hvort bíll hafi farið yfir á rauðu ljósi. Slaufan fyrir aftan stöðvunnarlínu er í flestum tilfellum notaður til að skynja hvort bíll bíði á ljósum til að ákvarða hvort ljósið eigi að gefa grænt á ákveðnum tíma fyrir þann bíl/akrein, þess vegna er svo mikilvægt að fyrsti bíll stoppi á réttum stað við stöðvunarlínu. Hef lent í því að einhver pappakassi ákveður að stoppa eina og hálfa bílleingd frá stöðvunarlínu og skilja svo ekkert í því afhverju ekki kemur grænt á þá. Oftast nær er samt byggt inní kerfið ákveðiðinn varnagli, það kemur alltaf grænt eftir ca 2-3 mín óháð því hvort einhver bíll bíði. Held að þessir skynjarar séu of ónákæmir til að mæla hraða.

Hraði er oftast held ég mældur með radar og eru líka 2x línur málaðar á ákveðnum stað á götunni því vélin tekur 2x myndir með ákveðnnu millibili og ef viðkomandi ökumaður rengir radarmælingu þá er hægt að sjá hversu langt bíllin er búinn að fara miðað við þessar línur og reikna þannig út hraðan.

Gult ljós er alltaf túlkað sem rautt ljós ef eitthvað kemur uppá hvort það sem er tjón eða annað. Ef einhver er td stoppaður af lögreglu fyrir að hafa farið yfir á rauðu ljósi og viðkomandi ætlar að malda í móinn og talar um "að það var nú gult" þá virkar það ekki

Vegagerðin var svo að gera tilraunir með það þegar ég var að vinna hjá þeim fyrir ca 20 árum síðan að setja í göturnar vigt þannig að þeir gátu vigtað bíla á ferð, sérstaklega vörubílana, veit reyndar ekki hvernig sú tilraun endaði.

Það sem er svo farið að sárvanta í ljósakerfið hér í bænum er "AI (gervigreind)", kerfi sem skynjar hvað margir bílar eru á tilteknum stað á á tilteknum tíma og stýrir svo öllum ljósum í samræmi við það til að auka flæði þegar það er hægt td síðdegis og á morgnana




thorhs
Nörd
Póstar: 114
Skráði sig: Mið 24. Feb 2021 20:53
Reputation: 33
Staða: Ótengdur

Re: Löggæslumyndavélin við sæbraut

Pósturaf thorhs » Fim 31. Ágú 2023 20:54

Maggibmovie skrifaði:En hvað finnst ykkur um að fá sekt úr myndavél við 54kmh á 50 götu.
Þannig er það í nýju myndavélunum á akureyri.


Ég veit þetta er ekki vinsæl skoðun, en já. Það ætti að virða hámarkshraða og sekta um leið og farið er hraðar. Mér finnst það verulega slæmt fordæmi sem er alltaf verið að setja með því að hafa reglur en það þurfi ekki að fara eftir þeim.

Það er svo önnur umræða hvað ætti að vera eðlilegur hraði á hverjum stað, og breyta hámarkshraða í samræmi.

Ég er með strák í æfinga akstri og það er að verða ansi þreytt að segja að hann verði að fylgja reglunum, en aðrir ekki. Annars falli hann á bílprófinu. Do as I say, not as we do. Þetta er ekki góð lexía út í lífið. Kennir honum að það sé allt í lagi að brjóta reglurnar svo lengi sem þú ert ekki gripinn.




JReykdal
FanBoy
Póstar: 714
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 175
Staða: Ótengdur

Re: Löggæslumyndavélin við sæbraut

Pósturaf JReykdal » Fim 31. Ágú 2023 21:00

Kennir honum að það sé allt í lagi að brjóta reglurnar svo lengi sem þú ert ekki gripinn.

Kenna honum að beygla reglurnar...ekki brjóta :)


Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.


Maggibmovie
Nörd
Póstar: 103
Skráði sig: Mið 02. Des 2020 12:49
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Löggæslumyndavélin við sæbraut

Pósturaf Maggibmovie » Fim 31. Ágú 2023 21:26

thorhs skrifaði:
Maggibmovie skrifaði:En hvað finnst ykkur um að fá sekt úr myndavél við 54kmh á 50 götu.
Þannig er það í nýju myndavélunum á akureyri.


Ég veit þetta er ekki vinsæl skoðun, en já. Það ætti að virða hámarkshraða og sekta um leið og farið er hraðar. Mér finnst það verulega slæmt fordæmi sem er alltaf verið að setja með því að hafa reglur en það þurfi ekki að fara eftir þeim.

Það er svo önnur umræða hvað ætti að vera eðlilegur hraði á hverjum stað, og breyta hámarkshraða í samræmi.

Ég er með strák í æfinga akstri og það er að verða ansi þreytt að segja að hann verði að fylgja reglunum, en aðrir ekki. Annars falli hann á bílprófinu. Do as I say, not as we do. Þetta er ekki góð lexía út í lífið. Kennir honum að það sé allt í lagi að brjóta reglurnar svo lengi sem þú ert ekki gripinn.


Hraðamælirinn í bílnum sagði 50


Lian-Li O11 Evo XL | Asus ROG Maximus z790 Apex Encore | Intel i9-14900KS | Direct die kæling m/420mm rad | G-skill Trident Z5 48GB 8200 | Samsung 990 Pro 4tb | Palit RTX4090 GameRock OC 24GB | BeQuiet Darkpower Pro 1600w | Samsung Odyssey G9 240hz |

Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6377
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 459
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Löggæslumyndavélin við sæbraut

Pósturaf worghal » Fim 31. Ágú 2023 21:41

Maggibmovie skrifaði:En hvað finnst ykkur um að fá sekt úr myndavél við 54kmh á 50 götu.
Þannig er það í nýju myndavélunum á akureyri.

það er yfirleitt ekki sektað fyrr en að talan sé 5km/k yfir hámarkshraða í það minnsta fyrir skekkjumörk var mér sagt, þannig þessi sekt hefur komið frá því að aka á 57km/k þar sem skekkjumörk eru 3km/k ef það er verið að sekta án skekkjumarka þá mundi ég kæra það áfram þar sem niðurstaðan væri annars 51km/k í 50 götu.


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow


Maggibmovie
Nörd
Póstar: 103
Skráði sig: Mið 02. Des 2020 12:49
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Löggæslumyndavélin við sæbraut

Pósturaf Maggibmovie » Fim 31. Ágú 2023 22:22

worghal skrifaði:
Maggibmovie skrifaði:En hvað finnst ykkur um að fá sekt úr myndavél við 54kmh á 50 götu.
Þannig er það í nýju myndavélunum á akureyri.

það er yfirleitt ekki sektað fyrr en að talan sé 5km/k yfir hámarkshraða í það minnsta fyrir skekkjumörk var mér sagt, þannig þessi sekt hefur komið frá því að aka á 57km/k þar sem skekkjumörk eru 3km/k ef það er verið að sekta án skekkjumarka þá mundi ég kæra það áfram þar sem niðurstaðan væri annars 51km/k í 50 götu.


Þessar nýju vélar eru ekki með skekkjumörk... var svarið


Lian-Li O11 Evo XL | Asus ROG Maximus z790 Apex Encore | Intel i9-14900KS | Direct die kæling m/420mm rad | G-skill Trident Z5 48GB 8200 | Samsung 990 Pro 4tb | Palit RTX4090 GameRock OC 24GB | BeQuiet Darkpower Pro 1600w | Samsung Odyssey G9 240hz |