Skortur á ADHD lyfjum á Íslandi

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Skortur á ADHD lyfjum á Íslandi

Pósturaf jonsig » Þri 29. Ágú 2023 19:14

Ég er að pæla, ef maður þarf að keyra til Hvolsvallar til að ná í "lyf" sem er ekki lífsnauðsynlegt.. getur ekki tekið svokallaða lyfjapásu frá svona örvandi efni... er maður þá ekki bara dópisti sem þarf að fara í meðferð ?

Þessar lýsingar í þessari grein eru ekkert ósvipaðaðar þeim og ef einhverjir væru að kvarta yfir contalgin skorti.

Bara svo ég tali bara Íslensku þá er þetta bara spítt. En nefnist eitthvað annað því virðulegt fólk í jakkafötum selur þetta.

Ég sjálfur hef fengið ADD greiningu sem er næsti bær við og settur á svona stuff. Svo ég tel mig ekki vera básúna eitthvað rugl. Það eru til lyf eins og strattera sem vinna á þessu "heilkenni" en það er kannski óvinsælt að fá ekki smá spítt áhrif líka.

https://www.mannlif.is/frettir/innlent/ ... standandi/
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023 ... a_islandi/
Síðast breytt af jonsig á Þri 29. Ágú 2023 19:16, breytt samtals 1 sinni.




Swanmark
Tölvutryllir
Póstar: 643
Skráði sig: Sun 11. Mar 2012 21:57
Reputation: 22
Staðsetning: ~/
Staða: Ótengdur

Re: Skortur á ADHD lyfjum á Íslandi

Pósturaf Swanmark » Þri 29. Ágú 2023 19:31

Þetta finnst mér leiðindarpóstur. Þessi lyf eru ekki spítt, þó svo að það sé vissulega hægt að líkja saman eitthvað af áhrifunum þá er þetta ekki það sama. Þetta eru lyf sem hjálpa fólki með ADHD að fúnkera "eðlilega" (ekki það að fólk með ADHD sé óeðlilegt, en það eru einhverjar tengingar og dót í heilanum sem virkar ekki eins og hjá öðrum (er ekki læknir)). Lengi var litið niður á þessi lyf og foreldrar vildu ekki að börnin sín væru á svona lyfjum út af einhverju samfélagslegu "stigma" (eins og að þú ert að ýta undir). Þessum börnum gengu illa í skóla vegna þess og bara sögð vera löt því að þau geta ekki einbeitt sér að því að læra. Eftir grunnskólagöngu þá hafa þau engann áhuga a því að fara í áframhaldandi nám því að þau halda að nám sé of erfitt.. því þau hafa ekki kynnst því að geta lært eins og "venjulegt fólk".

Finnst bara frábært að það sé orðið svona algengt að börn fái greiningu snemma og fái lyf sem hjálpar þeim í bókstaflega öllu í lífinu.

Á fólk sem er að díla við öfgaþunglyndi og tekur lyf við því að vera stimplað sem dópistar og sent í meðferð?

Frekar asnalegur póstur tbh.


Desktop
| i7 3770k @4.7GHz 1.35v | Corsair H100i | Corsair Vengeance CL9 4x4GB | MSI GeForce GTX 980 Twin Frozr V | MSI Z77A-G43 | Corsair GS 700w | Samsung 840 Evo 120GB | Seagate 5TB 7200rpm |

Server
| i7 920 @2.66GHz | Corsair Vengeance 4x4GB | Seagate 3TB 7200rpm | XFX R9 280x


Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 960
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Reputation: 25
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skortur á ADHD lyfjum á Íslandi

Pósturaf Icarus » Þri 29. Ágú 2023 19:57

Þessi póstur lyktar af fáfræði og fordómum. Elvanse er frábært líf, ástæða fyrir því að það er svona vinsælt.

PS. Strattera er hætt í sölu.



Skjámynd

Höfundur
jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Skortur á ADHD lyfjum á Íslandi

Pósturaf jonsig » Þri 29. Ágú 2023 20:14

Ég var á umræddu lyfi, hélt ég hefði komið því til skila. Og fyrir ykkur sem eru á þessu ætti að vera ljóst að þetta er heldur sterkara heldur en kaffibolli..
Miðað við lýsingarnar í umræddum blaðagreinum virkar þetta lyf á mig sem eitthvað meira en bara meðferð við heilkenni. Þetta er akkúrat það sem ég hélt að myndi henda mig ef ég hætti ekki á þessu..
Lyfjaþol,, og þurfa að taka þetta inn reglulega til að krassa ekki..

Má ekki ræða þetta ?



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7513
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1177
Staða: Tengdur

Re: Skortur á ADHD lyfjum á Íslandi

Pósturaf rapport » Þri 29. Ágú 2023 20:59

Ég var svona on/off með fordóma fyrir þessum lyfjum þar til allt í einu, ein besta vinkona konunar minnar fékk greiningu 40 ára gömul og fór á lyf og hreinlega fór loksins að njóta lífins.

Holy shitfokk hvað þetta breytti miklu fyrir hana.

Það er bara virkilega sorglegt að hugsa til þess að þetta tók 40 ár... og hún er hjúkrunarfræðingur...

En að sjálfsögðu vill fólk halda í þessi gæði sem lyfin veita því, að það geti hugsað og sé tengt sínum nánasta umhverfi betur.

Ömurlegt að þetta sé ástandið hér á Íslandi, ömurlegt.

Fyrir þá sem þurfa á þessu að halda þá skilst mér að áhrifin sé önnur en hjá þeim sem þurfa ekki á þessu að halda.

s.s. þetta yrði til að gera mig skrítinn og mína framkomu óeðlilegri... en hún verður eðlilegri og líður betur.



Skjámynd

Höfundur
jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Skortur á ADHD lyfjum á Íslandi

Pósturaf jonsig » Þri 29. Ágú 2023 22:10

Það er einmitt málið með þetta lyf. Allir svífa um á bleiku skýi fyrstu mánuðina og missa jafnvel nokkur kíló. Síðan kemur þetta blessaða lyfjaþol og útkoman sama og með allt annað dóp. Annaðhvort hækkar þú skammtinn eða ferð í krass.




oon
Græningi
Póstar: 47
Skráði sig: Mið 19. Jan 2011 15:52
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Skortur á ADHD lyfjum á Íslandi

Pósturaf oon » Þri 29. Ágú 2023 22:10

Það ætti bara að eyða svona vitleysisinnleggjum.

Já, þetta eru meira og minna allt einhvers konar amfetamín afleiður. Mismunandi tegundir þessara afleiða virka á mismunandi máta — sumar eru betri við hvatvísi, aðrar virka betur gegn einbeitingarskorti og sumar eru líklegri til að valda kvíða. Ég þekki marga sem gátu fyrst farið að nota lyf við ADHD eftir að Elvanse kom vegna þess hversu litlar aukaverkanir fylgdu því samanborið við önnur lyf.

Sleppimekkanisminn í Elvanse er hannaður þannig að þú getur erfiðlega misnotað það með því því að taka það í nefið eða sprauta því. Auðvitað er hægt að misnota þetta lyf þannig að þú tekur það þegar þú þarft þess í raun ekki og ert að sækjast í jákvæðu áhrif þess, auknum fókus o.þ.h.

Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem nota þetta lyf er bara hefðbundið fólk í alls konar störfum.

Aukaverkanir ADHD lyfja eru mestar fyrst þegar þú byrjar að taka þau. Sumir taka skipulagt lyfjafrí, t.d. þegar þeir byrja í sumarfríi, en en það eru deildar meiningar um þetta og gerir það oft að verkum að þú ferð aftur í gegnum aukaverkanirnar þegar þú byrjar aftur. Þetta er auðvitað einstaklingsbundið en það eru eflaust ekki margir sem vilja taka lyfjafrí núna þegar skólar og vinna eru að fara á fullt.



Skjámynd

Höfundur
jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Skortur á ADHD lyfjum á Íslandi

Pósturaf jonsig » Þri 29. Ágú 2023 22:34

Amfetamínafleiða á ég að gapa núna ?

Hvað af póstinum mínum fyrir ofan vandlætingar póstinn þinn er vitleysa ?

Það var svipaðri vitleysu haldið framm með að conta, pillan átti að duga í 30klst og því vart teljandi líkur á að fólk ánetjaðist lyfinu. Raunin var önnur.




Swanmark
Tölvutryllir
Póstar: 643
Skráði sig: Sun 11. Mar 2012 21:57
Reputation: 22
Staðsetning: ~/
Staða: Ótengdur

Re: Skortur á ADHD lyfjum á Íslandi

Pósturaf Swanmark » Mið 30. Ágú 2023 00:03

jonsig skrifaði:Ég var á umræddu lyfi, hélt ég hefði komið því til skila. Og fyrir ykkur sem eru á þessu ætti að vera ljóst að þetta er heldur sterkara heldur en kaffibolli..
Miðað við lýsingarnar í umræddum blaðagreinum virkar þetta lyf á mig sem eitthvað meira en bara meðferð við heilkenni. Þetta er akkúrat það sem ég hélt að myndi henda mig ef ég hætti ekki á þessu..
Lyfjaþol,, og þurfa að taka þetta inn reglulega til að krassa ekki..

Má ekki ræða þetta ?


Ég held að þú hafir þá annaðhvort verið á röngum skammti af þessu lyfi, eða bara alfarið á röngu lyfi. Já eða bara mis-greindur og áttir aldrei að vera á svona lyfi. Þetta hefur önnur áhrif á ADHD fólk og annað fólk.

Kom eitthvað upp á sem veldur þessari skoðun hjá þér?


Desktop
| i7 3770k @4.7GHz 1.35v | Corsair H100i | Corsair Vengeance CL9 4x4GB | MSI GeForce GTX 980 Twin Frozr V | MSI Z77A-G43 | Corsair GS 700w | Samsung 840 Evo 120GB | Seagate 5TB 7200rpm |

Server
| i7 920 @2.66GHz | Corsair Vengeance 4x4GB | Seagate 3TB 7200rpm | XFX R9 280x

Skjámynd

Höfundur
jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Skortur á ADHD lyfjum á Íslandi

Pósturaf jonsig » Mið 30. Ágú 2023 08:11

Swanmark skrifaði:Ég held að þú hafir þá annaðhvort verið á röngum skammti af þessu lyfi, eða bara alfarið á röngu lyfi. Já eða bara mis-greindur og áttir aldrei að vera á svona lyfi. Þetta hefur önnur áhrif á ADHD fólk og annað fólk.

Kom eitthvað upp á sem veldur þessari skoðun hjá þér?


Takk fyrir svarið :). Mér leið eins og ég væri að rústa trippinu hjá vinum okkar sem svöruðu mér fyrst.

Þetta er nú engin áfallasaga hjá mér :)
Svona til að hafa langa sögu stutta, þá fór ég upprunalega á concerta eftir minniháttar bakslag í námi hérna í den. Þetta var kannski meira fullkomnunaráráttu að kenna frekar en eitthvað annað, en var á þessu concerta í 2-3ár þá mest af tímanum eftir útskrift. En hætti á þessu lyfi því mér fannst ég vera hægt og rólega að breytast í zombie.

Elvans var frábær tilbreyting nokkrum árum eftir að ég hætti á concerta, til að eiga við vinnuálag og var fyrst settur á 30mg.
Hálfu ári seinna var skammtur hækkaður í 50mg og kannski eftir 12-15 mánuði settur á 30mg+50mg skipt yfir daginn þegar lyfjaþolið byggðist upp.
Á 30+50mg Missti ég 15kg af líkamsþyngd á mjög stuttum tíma og svefninn var farinn úr 7-8klst niður í 5-6klst "no problem"
Gat unnið frá 8-21 á kvöldin án þess að borða neitt sem kom sér mjög vel þegar ég var sendur einn útá land í einstaka verkefni sem voru undir 3dögum.
Þetta var samt fljótt farið að snúast um að vera algerlega háður þessu lyfi, ég tók eftir minniháttar persónuleikabreytingum ,krónískum pirring , algerum uber fókus og jafnvel furðulegum vöðvakipp í öðru auganu sem var frekar steikt.

Þar sem ég er ágætlega meðvitaður um fíkla og hvernig þeir virka þá var ég fljótur að keyra niður skammtinn og loks hætta fljótlega sem betur fer þegar ég áttaði mig á þessu. Og tók þetta kannski 2mánuði að ganga yfir. Meðan það tók kannski 2 vikur að jafna sig á krassi eftir concerta.


Ég er hræddur um að þetta lyf sé mikið (ekki alltaf) notað í dag sem eitthvað fix, þegar fólk þarf í raun og veru að taka sig á í svefnvenjum (kæfisvefn?). Þetta kostar líka skattgreiðendur þvílíkar summur sem renna beint í vasan á dópsölum í jakkafötum. Síðan stendur mér ekki alveg á sama hvernig þetta lyf hefur áhrif á suma ökumenn..

Finnst það meigi alveg ræða þennan vinkil.
Síðast breytt af jonsig á Mið 30. Ágú 2023 08:42, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2553
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 474
Staða: Ótengdur

Re: Skortur á ADHD lyfjum á Íslandi

Pósturaf Moldvarpan » Mið 30. Ágú 2023 09:23

Þetta eru ekkert nema fordómar hjá þér. Efnaskiptin hjá fólki eru misjöfn.



Skjámynd

Höfundur
jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Skortur á ADHD lyfjum á Íslandi

Pósturaf jonsig » Mið 30. Ágú 2023 09:30

Moldvarpan skrifaði:Þetta eru ekkert nema fordómar hjá þér. Efnaskiptin hjá fólki eru misjöfn.


Það væri óskandi.



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2553
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 474
Staða: Ótengdur

Re: Skortur á ADHD lyfjum á Íslandi

Pósturaf Moldvarpan » Mið 30. Ágú 2023 10:00

jonsig skrifaði:
Moldvarpan skrifaði:Þetta eru ekkert nema fordómar hjá þér. Efnaskiptin hjá fólki eru misjöfn.


Það væri óskandi.


Ég er nokkuð viss um þú sért að gera þetta til að reyna æsa eh upp í rifrildi.

Kallandi þúsundir manna dópista útaf því þarf að keyra lengra útaf lyfjaskorti.

Smásálin.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16511
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2111
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skortur á ADHD lyfjum á Íslandi

Pósturaf GuðjónR » Mið 30. Ágú 2023 10:54

Það hefði mátt kalla þennan þráð "Skortur á lyfjum á Íslandi" ...
Ekki bara ADHD lyf sem skortir, á hverjum tíma eru hundruð lyfja á bið mörg hver með engin samheitalyf.
Ég veit ekki hvað veldur en þetta er óeðlilegt.

jonsig skrifaði:....og jafnvel furðulegum vöðvakipp í öðru auganu sem var frekar steikt.

Án þess að fullyrða eitt eða neitt þá finnst mér líklegt að þessir kippir tengist skort á magnesíum.
Það er þekkt að notkun margra lyfjategunda, alkóhól, koffín, streita og andlegt og líkamlegt álag getur valdið magnesíum skorti.
Og magnesíumskortur getur valdið taugakippum, m.a. í augum en algegnast er að fá sinadrátt og þá oftar en ekki i kálfa.
Mjög algengt er að ófrískar konur fái fótaóeirð sem lagast við inntöku á magnesíum.

p.s. það er búið að kalla eftir því að þessum þræði verði læst, ef hann á að haldast opinn áfram þá vinsamlegast haldið honum málefnalegum og án fordóma og leiðinda.




Strákurinn
Nörd
Póstar: 102
Skráði sig: Mið 25. Maí 2016 19:15
Reputation: 27
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skortur á ADHD lyfjum á Íslandi

Pósturaf Strákurinn » Mið 30. Ágú 2023 11:09

Að vissu leiti skil ég þessa hugsun varðandi lyfjum fyrir ADHD sjúkdóma meðað við núverandi greiningarferli, þeas í gegnum geðlækna og sálfræðinga, spurningalistar og álíka "óáreiðanleg" gögn.

Ég var sjálfur greindur með ADD þegar ég var 12 ára, var settur á rítalin og stuttu eftir hætti á því og lifði lífinu næstu 13 ár án lyfja og það gekk alveg "ágætlega" og endaði á góðum stað þá ekki án erfiðleika...

Síðan flyt ég út núna fyrr á árinu og ADHD tengd vandamál koma upp steraki en áður og ég fer í greiningu hérna.
Hvernig þetta ferli virkar hérna er að þú færð gigatískt magn af spurningalistum sem þú fyllir sjálfur inn, síðan ferð þú í EEG heilaskann þar sem þú átt að einbeita þér án nokkura hreyfinga bæði með augu opin og lokuð ásamt því að reyna á viðbragðstímann hjá þér.

Það góða við þessa leið er að þetta er ekki lengur "álit" eitthverns sérfræðings heldur sérð þú gögnin á blaði, gögnin ljúga ekki.
Þegar þú sérð nákvæmlega hvað er að gerast í hausnum á þér er ekki lengur hægt að tala um þetta sem eitthverja afsökun til þess að fá lyfseðilsskyld lyf, einnig sérð þú nákvæmlega hvaða lyf þú þarft þar sem þú virka mismunandi á heilann á þér.

Þetta er 62 blaðsíðna skýrsla sem er unnin af fyrirtækinu Brainarc í sviss, set inn hérna nokkrar stykk myndir úr minni skýrslu til að sýna hvað ég á við.
Það sem ég fékk einnig að vita frá þessu er að ég þarf frekar amfetamín heldur en metilfenidat sem er í concerta, því miður er einungis concerta til þar sem ég er svo við prufuðum það og það virkar ágætlega en breyti mögulega til þegar ég flyt.

Mynd
Mynd

Ef þú hefur þessa skoðun þá mæli ég með að afla þér gagna varðandi EEG rannsóknir á ADHD og sjá hvort þér snýst ekki um hugur.



Skjámynd

MatroX
Bannaður
Póstar: 3540
Skráði sig: Mið 17. Feb 2010 12:58
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Skortur á ADHD lyfjum á Íslandi

Pósturaf MatroX » Mið 30. Ágú 2023 11:47

GuðjónR skrifaði:Það hefði mátt kalla þennan þráð "Skortur á lyfjum á Íslandi" ...
Ekki bara ADHD lyf sem skortir, á hverjum tíma eru hundruð lyfja á bið mörg hver með engin samheitalyf.
Ég veit ekki hvað veldur en þetta er óeðlilegt.

jonsig skrifaði:....og jafnvel furðulegum vöðvakipp í öðru auganu sem var frekar steikt.

Án þess að fullyrða eitt eða neitt þá finnst mér líklegt að þessir kippir tengist skort á magnesíum.
Það er þekkt að notkun margra lyfjategunda, alkóhól, koffín, streita og andlegt og líkamlegt álag getur valdið magnesíum skorti.
Og magnesíumskortur getur valdið taugakippum, m.a. í augum en algegnast er að fá sinadrátt og þá oftar en ekki i kálfa.
Mjög algengt er að ófrískar konur fái fótaóeirð sem lagast við inntöku á magnesíum.

p.s. það er búið að kalla eftir því að þessum þræði verði læst, ef hann á að haldast opinn áfram þá vinsamlegast haldið honum málefnalegum og án fordóma og leiðinda.



Að þú læsir honum ekki núna segir allt sem segja þarf....
Fáfræði í hámarki hjá þér og magnað að þú skulir leyfa jonsig að drulla yfir stóran hóp fólks...


Intel i7 13700k | Artic Freezer II 240 | Gigabyte ud4 | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |

Skjámynd

Höfundur
jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Skortur á ADHD lyfjum á Íslandi

Pósturaf jonsig » Mið 30. Ágú 2023 12:06

MatroX skrifaði:Að þú læsir honum ekki núna segir allt sem segja þarf....
Fáfræði í hámarki hjá þér og magnað að þú skulir leyfa jonsig að drulla yfir stóran hóp fólks...


Ég er ekki að drulla yfir neinn. Eða ertu að meina eiturlyfjasalana ? Það er bara persónulegt álit mitt og þú getur ekkert gert í því.

1.Búinn að taka það framm að þetta á ekki við um alla.
2.Núna er í tísku að tala um "upplifun" og hún var ekkert annað hjá mér en þarna væri eiturlyf sem ég var að taka inn smkv.læknisráði.
3.Læsa þessum þræði lætur þessa umræðu hverfa og allir happy ? Þetta er örugglega eitthvað málefni sem mun blossa upp á næstu árum, en þá líklega of seint.
4.Að lesa þessar greinar sem ég vitna í sjokkeraði mig það mikið að ég varð að segja eitthvað því einkennin sem fólk var að lýsa koma ADHD ekkert við heldur krassi á eiturlyfi.



Skjámynd

MatroX
Bannaður
Póstar: 3540
Skráði sig: Mið 17. Feb 2010 12:58
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Skortur á ADHD lyfjum á Íslandi

Pósturaf MatroX » Mið 30. Ágú 2023 12:17

jonsig skrifaði:
MatroX skrifaði:Að þú læsir honum ekki núna segir allt sem segja þarf....
Fáfræði í hámarki hjá þér og magnað að þú skulir leyfa jonsig að drulla yfir stóran hóp fólks...


Ég er ekki að drulla yfir neinn. Eða ertu að meina eiturlyfjasalana ? Það er bara persónulegt álit mitt og þú getur ekkert gert í því.

1.Búinn að taka það framm að þetta á ekki við um alla.
2.Núna er í tísku að tala um "upplifun" og hún var ekkert annað hjá mér en þarna væri eiturlyf sem ég var að taka inn smkv.læknisráði.
3.Læsa þessum þræði lætur þessa umræðu hverfa og allir happy ? Þetta er örugglega eitthvað málefni sem mun blossa upp á næstu árum, en þá líklega of seint.
4.Að lesa þessar greinar sem ég vitna í sjokkeraði mig það mikið að ég varð að segja eitthvað því einkennin sem fólk var að lýsa koma ADHD ekkert við heldur krassi á eiturlyfi.




Stærsta vandamálið hérna er að þú hefur ekki hunds vit á hvað adhd fer misjafnt í fólk, það eru ekki allir sem geta bara tekið lyfjapásur... fólk á í hættu að missa vinnuna og andlega heilsu ef það tekur bara dry cut lyfjapásur, ekkert af þessu er eiturlyf nema það sé misnotað og að þú skulir halda því fram gerir þig stærstan part af vandamálinu sem fólk með adhd hefur hér á landi, lokaðu bara tölvunni og hættu að tjá þig um hluti sem þú hefur ekki hundsvit á...


Intel i7 13700k | Artic Freezer II 240 | Gigabyte ud4 | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |

Skjámynd

Höfundur
jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Skortur á ADHD lyfjum á Íslandi

Pósturaf jonsig » Mið 30. Ágú 2023 12:24

Það hefur amk ekkert uppá sig að ræða eitthvað við einhvern sem veit allt.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16511
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2111
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skortur á ADHD lyfjum á Íslandi

Pósturaf GuðjónR » Mið 30. Ágú 2023 12:37

MatroX skrifaði:Að þú læsir honum ekki núna segir allt sem segja þarf....
Fáfræði í hámarki hjá þér og magnað að þú skulir leyfa jonsig að drulla yfir stóran hóp fólks...


Þú með þína fortíð ættir að hafa vit á því að halda kjafti þegar við á og sleppa því að henda grjóti í glerhúsi.
En talandi um fáfræði...

Þræði læst og MatroX bannaður.