Stærri felgur
-
Höfundur - Of mikill frítími
- Póstar: 1860
- Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
- Reputation: 219
- Staða: Ótengdur
Stærri felgur
Sælir bílakallar.
Ég er með VW Polo mk4 (9N) 2007 módel sem er á 14" stálfelgum með 175/65 dekkjum. Hraðamælirinn sýnir aðeins of háan hraða í dag.
Mér áskotnuðust 15" álfelgur með 195/65 dekkjum (sem eru allt of stór). Hvað þarf ég að hafa í huga við að velja dekk á nýju felgurnar?
Ég er með VW Polo mk4 (9N) 2007 módel sem er á 14" stálfelgum með 175/65 dekkjum. Hraðamælirinn sýnir aðeins of háan hraða í dag.
Mér áskotnuðust 15" álfelgur með 195/65 dekkjum (sem eru allt of stór). Hvað þarf ég að hafa í huga við að velja dekk á nýju felgurnar?
AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED
Re: Stærri felgur
Nariur skrifaði:Sælir bílakallar.
Ég er með VW Polo mk4 (9N) 2007 módel sem er á 14" stálfelgum með 175/65 dekkjum. Hraðamælirinn sýnir aðeins of háan hraða í dag.
Mér áskotnuðust 15" álfelgur með 195/65 dekkjum (sem eru allt of stór). Hvað þarf ég að hafa í huga við að velja dekk á nýju felgurnar?
Ég myndi skoða wheel-size.com setja inn árgerð og tegund og skoða. Getur séð orginal dekkjastærðir osfr, líka mikilvægt að "offset" á nýju felgunum sé innan viðmiða, oft líka kallað "ET". Því hærra sem offsettið er, því innar standa felgurnar og gæti rekist allskyns í hjólabúnaði jafnvel legið utan í bremsudælum. Því lægra sem offsettið er, því utar er felgan, og gæti því verið að nuddast í brettið við fjöðrun.
Svo má líka ekki gleyma því að gatnadeiling ásamt miðjugati þarf að vera rétt fyrir bílinn.
Síðast breytt af thor12 á Lau 26. Ágú 2023 17:05, breytt samtals 1 sinni.
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 641
- Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
- Reputation: 112
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Stærri felgur
Þarftu ekki að fara í 195/50 til að halda í núverandi stærð?
17.5 × 0.65 + 7 × 2.54 = 29.155 núverandi radíus í cm
Dregur frá (15/2) * 2.54 = 19.05
Eftir standa 10.105 cm
Miðað við 195 dekk (19.5cm) þá má hæðin ekki vera meiri en 10.105 / 19.5 = 0.52 þannig að 195/50 ætti að sleppa með 15" felgum
17.5 × 0.65 + 7 × 2.54 = 29.155 núverandi radíus í cm
Dregur frá (15/2) * 2.54 = 19.05
Eftir standa 10.105 cm
Miðað við 195 dekk (19.5cm) þá má hæðin ekki vera meiri en 10.105 / 19.5 = 0.52 þannig að 195/50 ætti að sleppa með 15" felgum
ps5 ¦ zephyrus G14
Re: Stærri felgur
thor neglir þetta, þetta eru þeir þættir sem þarf að pæla í.
Hef reyndar aldrei pælt í offset og sloppið við vesen með mína bíla/dekkja tilraunir.
185/55 R15 er sama ummál og 1cm breiðari.. ætti að virka án vandræða.
https://tiresize.com/comparison/
Hef reyndar aldrei pælt í offset og sloppið við vesen með mína bíla/dekkja tilraunir.
185/55 R15 er sama ummál og 1cm breiðari.. ætti að virka án vandræða.
https://tiresize.com/comparison/
Síðast breytt af rapport á Lau 26. Ágú 2023 17:13, breytt samtals 1 sinni.
Re: Stærri felgur
thor12 skrifaði:Nariur skrifaði:Sælir bílakallar.
Ég er með VW Polo mk4 (9N) 2007 módel sem er á 14" stálfelgum með 175/65 dekkjum. Hraðamælirinn sýnir aðeins of háan hraða í dag.
Mér áskotnuðust 15" álfelgur með 195/65 dekkjum (sem eru allt of stór). Hvað þarf ég að hafa í huga við að velja dekk á nýju felgurnar?
Ég myndi skoða wheel-size.com setja inn árgerð og tegund og skoða. Getur séð orginal dekkjastærðir osfr, líka mikilvægt að "offset" á nýju felgunum sé innan viðmiða, oft líka kallað "ET". Því hærra sem offsettið er, því innar standa felgurnar og gæti rekist allskyns í hjólabúnaði jafnvel legið utan í bremsudælum. Því lægra sem offsettið er, því utar er felgan, og gæti því verið að nuddast í brettið við fjöðrun.
Svo má líka ekki gleyma því að gatnadeiling ásamt miðjugati þarf að vera rétt fyrir bílinn.
Þarf líka að passa að offsetið miðast við breidd felgu, þannig þó svo offsettið sé hærra þýðir ekki endilega að felgan standi innar. Offsetið er millimetrar frá miðju felgunar.
OP, dekkjastærð sem þú ert að leitast að er 185/55.
-
Höfundur - Of mikill frítími
- Póstar: 1860
- Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
- Reputation: 219
- Staða: Ótengdur
Re: Stærri felgur
Myndi 185/55 sem sagt ekki teljast sem full low-profile? Ætti ég ekki að vera að horfa á stærðir eins og 185/60 eða 195/55?
Ég mun þurfa að kaupa nýja felgubolta líka. Er eitthvað til að hafa í huga þar, eða bara nákvæmlega eins og er undir bílnum?
Mælið þið með einhverju dekkjaverkstæði sem myndi redda mér fyrir ekki mikið meira en að panta boltana á netinu og rúlla í Costco?
Ég mun þurfa að kaupa nýja felgubolta líka. Er eitthvað til að hafa í huga þar, eða bara nákvæmlega eins og er undir bílnum?
Mælið þið með einhverju dekkjaverkstæði sem myndi redda mér fyrir ekki mikið meira en að panta boltana á netinu og rúlla í Costco?
AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED
Re: Stærri felgur
Nariur skrifaði:Myndi 185/55 sem sagt ekki teljast sem full low-profile? Ætti ég ekki að vera að horfa á stærðir eins og 185/60 eða 195/55?
Ég mun þurfa að kaupa nýja felgubolta líka. Er eitthvað til að hafa í huga þar, eða bara nákvæmlega eins og er undir bílnum?
Mælið þið með einhverju dekkjaverkstæði sem myndi redda mér fyrir ekki mikið meira en að panta boltana á netinu og rúlla í Costco?
Fyrri talan er breiddin, seinni talan er hæðin í prósentum af breiddinni, ef þú vilt halda sömu dekkjastærð í heildina, en setja stærri felgur, þá verður prófíl hæðin á dekkinu að minnka á móti.
NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo
Re: Stærri felgur
Ef þú ætlar að láta stærri felgu undir bíllinn þá þarftu að fara í meira low profile. 185/55/R15 og 175/65/R14 er janfstórar stærðir.
Ég lendi í því sjálfur að kaupa bíll í byrjun árs þar sem gamli eigandin er nýbúin að kaupa ný dekk, svaka ánægður. Nema hann kaupir 185/65 en ekki 185/55. Væntanlega því 185/65 er ódýrari og algengari stærð. Nema hvað í hvert sinn sem ég er að beygja sæmilega mikið eða fara yfir miklar ójöfnur heyrir maður cling og crash þar sem dekkinn eru að rekast útaní. Reddaði mér 14 tommu stálfelgum og 175/65 dekkjum og bifreiðin er betri og þægilegri á allann hátt.
Gæti verið að 185/65 eða 195/55 passi undir hann, en myndi gúggla vel á undan. En það er alltaf best að láta þá stærð undir bíll sem bíllinn er hannaður fyrir.
* https://tirewheelguide.com/sizes/volkswagen/polo/2007/
sakmvæmt þessu þá ætti 195/55 að passa. Það er líka gott að hafa í huga að núverandi stærð á bíll er ekki endilega rétt. Þannig 175/65 gæti verið alltof lítið hvorsumer.
* aftur edit, checkaðu i bensínlok eða hurðarsíls. Þar ætti að vera miði sem synir rettan loftþrysting dekkja. Þar ætti lika standa dekkjastærðir. Miðaðu við það.
Ég lendi í því sjálfur að kaupa bíll í byrjun árs þar sem gamli eigandin er nýbúin að kaupa ný dekk, svaka ánægður. Nema hann kaupir 185/65 en ekki 185/55. Væntanlega því 185/65 er ódýrari og algengari stærð. Nema hvað í hvert sinn sem ég er að beygja sæmilega mikið eða fara yfir miklar ójöfnur heyrir maður cling og crash þar sem dekkinn eru að rekast útaní. Reddaði mér 14 tommu stálfelgum og 175/65 dekkjum og bifreiðin er betri og þægilegri á allann hátt.
Gæti verið að 185/65 eða 195/55 passi undir hann, en myndi gúggla vel á undan. En það er alltaf best að láta þá stærð undir bíll sem bíllinn er hannaður fyrir.
* https://tirewheelguide.com/sizes/volkswagen/polo/2007/
sakmvæmt þessu þá ætti 195/55 að passa. Það er líka gott að hafa í huga að núverandi stærð á bíll er ekki endilega rétt. Þannig 175/65 gæti verið alltof lítið hvorsumer.
* aftur edit, checkaðu i bensínlok eða hurðarsíls. Þar ætti að vera miði sem synir rettan loftþrysting dekkja. Þar ætti lika standa dekkjastærðir. Miðaðu við það.
Síðast breytt af Henjo á Mán 28. Ágú 2023 18:05, breytt samtals 2 sinnum.
-
Höfundur - Of mikill frítími
- Póstar: 1860
- Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
- Reputation: 219
- Staða: Ótengdur
Re: Stærri felgur
Þetta er bara nákvæmlega svarið sem ég var að leita að. Takk!
AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED
Re: Stærri felgur
195/65r15 gætu vel gengið undir bílinn ef að offset er hentugt.
Það munar ekki nema 20mm á prófílnum á 195/55 og 195/65, eða 40mm í heildar hæð.
Prófaðu bara að setja þetta undir og sjá hvort dekkin rekast í. Gerist ekkert verra eða meira en akkúrat það, að þau rekist kannski aðeins í.
Það munar ekki nema 20mm á prófílnum á 195/55 og 195/65, eða 40mm í heildar hæð.
Prófaðu bara að setja þetta undir og sjá hvort dekkin rekast í. Gerist ekkert verra eða meira en akkúrat það, að þau rekist kannski aðeins í.
-
- Vaktari
- Póstar: 2012
- Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
- Reputation: 276
- Staðsetning: 110 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Stærri felgur
T-bone skrifaði:195/65r15 gætu vel gengið undir bílinn ef að offset er hentugt.
Það munar ekki nema 20mm á prófílnum á 195/55 og 195/65, eða 40mm í heildar hæð.
Prófaðu bara að setja þetta undir og sjá hvort dekkin rekast í. Gerist ekkert verra eða meira en akkúrat það, að þau rekist kannski aðeins í.
Nei !
| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |
Re: Stærri felgur
einarhr skrifaði:Nei !
Hvers vegna ekki? munar 6.6% á ummálinu sem er langt innan skekkjumarka fyrir hraðamælakvörðun til að mynda.
Það er nákvæmlega ekkert að því að máta þetta undir og sjá hvernig þetta passar.
Skil ekki þetta harðorða "Nei !"
Re: Stærri felgur
T-bone skrifaði:einarhr skrifaði:Nei !
Hvers vegna ekki? munar 6.6% á ummálinu sem er langt innan skekkjumarka fyrir hraðamælakvörðun til að mynda.
Það er nákvæmlega ekkert að því að máta þetta undir og sjá hvernig þetta passar.
Skil ekki þetta harðorða "Nei !"
Helvíti hart að spreða í dekkjagang til þess að "sjá hvernig þetta passar".
NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo
Re: Stærri felgur
OP talar um að fá felgur og það er nú þegar 195/65 á þeim sem fylgja. Ef það er málið þá er ekkert mál að máta og sjá hvernig þær passa.
Re: Stærri felgur
TheAdder skrifaði:T-bone skrifaði:einarhr skrifaði:Nei !
Hvers vegna ekki? munar 6.6% á ummálinu sem er langt innan skekkjumarka fyrir hraðamælakvörðun til að mynda.
Það er nákvæmlega ekkert að því að máta þetta undir og sjá hvernig þetta passar.
Skil ekki þetta harðorða "Nei !"
Helvíti hart að spreða í dekkjagang til þess að "sjá hvernig þetta passar".
Eins og Henjo bendir á og kemyr augljóslega fram í original póstinum þá eru þessi dekk á felgunum sem honum áskotnuðust.
Hví þá ekki að máta það undir og prófa?
Ekki nokkur skapaður hlutur að því.
-
Höfundur - Of mikill frítími
- Póstar: 1860
- Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
- Reputation: 219
- Staða: Ótengdur
Re: Stærri felgur
Fyrir áhugasama, þá eru þetta dekkin sem bensínlokið sýnir tölur fyrir.
165/70 R14
185/60 R14
195/55 R15
205/45 R16
Ég ætla að prófa að fleygja þessum 195/65 undir, eða allavega máta þau við. Þau eru svo mikið stærri en þessi 175/65 R14 sem eru undir, en þau eru líka frekar langt frá því að fylla upp í hlólaskálarnar.
Er 195/55 R15 algeng stærð?
165/70 R14
185/60 R14
195/55 R15
205/45 R16
Ég ætla að prófa að fleygja þessum 195/65 undir, eða allavega máta þau við. Þau eru svo mikið stærri en þessi 175/65 R14 sem eru undir, en þau eru líka frekar langt frá því að fylla upp í hlólaskálarnar.
Er 195/55 R15 algeng stærð?
AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED
-
- Fiktari
- Póstar: 85
- Skráði sig: Sun 22. Jan 2017 03:42
- Reputation: 33
- Staða: Ótengdur
Re: Stærri felgur
Nariur skrifaði:Fyrir áhugasama, þá eru þetta dekkin sem bensínlokið sýnir tölur fyrir.
165/70 R14
185/60 R14
195/55 R15
205/45 R16
Ég ætla að prófa að fleygja þessum 195/65 undir, eða allavega máta þau við. Þau eru svo mikið stærri en þessi 175/65 R14 sem eru undir, en þau eru líka frekar langt frá því að fylla upp í hlólaskálarnar.
Er 195/55 R15 algeng stærð?
Snögg leit leiðir í ljós að Nesdekk eiga til slatta í þessari stærð, Dekkjahöllin á eitthvað líka sem og eitthvað af þessari stærð hjá N1.
Svo er mikið til hjá Camskill líka ef þú ferð í flytja inn dekk sjálfur. Ég sparaði mér rúmlega 50 þúsund á að flytja mér inn vetrardekk í fyrra frá þeim.
Síðast breytt af RassiPrump á Þri 29. Ágú 2023 16:16, breytt samtals 1 sinni.
CPU: Intel Core i7 6700 @ 3.4Ghz MB: Gigabyte Z170X Gaming 5 GPU: Gigabyte GTX1070 G1 Gaming RAM: Corsair Vengeance LPX 4x8GB 3200Mhz CPU Cooler: Cooler Master Hyper T4 PSU: Phanteks Revolt Pro 850W Case: NZXT H440W Silent
-
- Gúrú
- Póstar: 511
- Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
- Reputation: 163
- Staðsetning: 105
- Staða: Ótengdur
Re: Stærri felgur
wheel-size.com segir að sumir þessara bíla hafi verið með 185/55R15 og 195/55R15.
Þú getur líka (á wheel-size) skoðað stærð dekkjanna (breidd of þvermál með tiltekinni
felgurstærð)og líklegast farið örlítið yfir stærstu dekkin sem uppgefin eru.
195/65R15 eru 635mm í þvermál en 195/55R15 eru 596mm í þvermál, munurinn er 4cm,
sem þannig séð getur verið heill hellingur.
Ég finn samt auglýsingar frá UK þar sem einmitt er verið að selja felgur/dekk á mk4 sem
eru 195/65R15. Þú ert viss um að það sé of mikð, þá það.
Prívat og persónuleg, þá myndi ég ekki eða einni örðu af púðri í Polo mk4, eða líklegast
bara skella þessu undir bílinn
Þú getur líka (á wheel-size) skoðað stærð dekkjanna (breidd of þvermál með tiltekinni
felgurstærð)og líklegast farið örlítið yfir stærstu dekkin sem uppgefin eru.
195/65R15 eru 635mm í þvermál en 195/55R15 eru 596mm í þvermál, munurinn er 4cm,
sem þannig séð getur verið heill hellingur.
Ég finn samt auglýsingar frá UK þar sem einmitt er verið að selja felgur/dekk á mk4 sem
eru 195/65R15. Þú ert viss um að það sé of mikð, þá það.
Prívat og persónuleg, þá myndi ég ekki eða einni örðu af púðri í Polo mk4, eða líklegast
bara skella þessu undir bílinn
-
Höfundur - Of mikill frítími
- Póstar: 1860
- Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
- Reputation: 219
- Staða: Ótengdur
Re: Stærri felgur
Sinnumtveir skrifaði:Ég finn samt auglýsingar frá UK þar sem einmitt er verið að selja felgur/dekk á mk4 sem
eru 195/65R15. Þú ert viss um að það sé of mikð, þá það.
Prívat og persónuleg, þá myndi ég ekki eða einni örðu af púðri í Polo mk4, eða líklegast
bara skella þessu undir bílinn
Ég er ekki þannig séð vissum að það sé of mikið. Bara að það sé mjög mikið við hliðina á því sem er undir bílnum. Þess vegna ætla ég að prófa að fleygja þeim undir með dekkjunum sem eru á..
Ég er búinn að eiga þennan bíl í 14 ár og þykir mjög vænt um hann. Svo myndi ég nú ekki kalla það voða mikið púður að setja felgur sem ég á nú þegar undir bílinn. Spurningin er eiginlega bara hvaða dekk set ég undir.
AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED
-
- Gúrú
- Póstar: 511
- Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
- Reputation: 163
- Staðsetning: 105
- Staða: Ótengdur
Re: Stærri felgur
Nariur skrifaði:Sinnumtveir skrifaði:Ég finn samt auglýsingar frá UK þar sem einmitt er verið að selja felgur/dekk á mk4 sem
eru 195/65R15. Þú ert viss um að það sé of mikð, þá það.
Prívat og persónuleg, þá myndi ég ekki eða einni örðu af púðri í Polo mk4, eða líklegast
bara skella þessu undir bílinn
Ég er ekki þannig séð vissum að það sé of mikið. Bara að það sé mjög mikið við hliðina á því sem er undir bílnum. Þess vegna ætla ég að prófa að fleygja þeim undir með dekkjunum sem eru á..
Ég er búinn að eiga þennan bíl í 14 ár og þykir mjög vænt um hann. Svo myndi ég nú ekki kalla það voða mikið púður að setja felgur sem ég á nú þegar undir bílinn. Spurningin er eiginlega bara hvaða dekk set ég undir.
Flott! Skella þessu undir, það kemur þá í ljós hvort þetta er ekki bara hið besta mál.
Svo skil ég hinn punktinn því mér hefur stundum þótt næstum óeðlilega vænt um sumar
druslur sem ég hef átt. Það er rétt eins og maður fái eitthvað eftirsóknarvert úr þjáningunum,
sennilega drama