PC Audiophile entry combo á geggjuðu verði - Made in USA

Skjámynd

Höfundur
Templar
Kerfisstjóri
Póstar: 1219
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 414
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

PC Audiophile entry combo á geggjuðu verði - Made in USA

Pósturaf Templar » Fös 04. Ágú 2023 11:58

Sælir

Það er verulega gott verð á pakka fyrir DAC og headphone amp frá Schiit og svo heyrnartól frá Dan Clark.
Fyrir þá sem meta hljóðgæði þá er þetta verð alveg meiriháttar gott. Það er mjög oft að menn kaupa flottar tölvur en vanrækja svo hljóðupplifunina.
https://danclarkaudio.com/aeon-2-noire- ... undle.html

Bæði DAC og heyrnartólin eru framleidd í USA, keypti svona sett og get staðfest að þetta er einstakt, fyrir aðeins 10-15 árum hefði sambærilegt hljóð kostað 10x meira.
Mig grunar þó að flestir PC nördar hérna eru að nota innibyggt með Razer eða Logitech t.d. en ef menn hafa áhuga þá er þetta geggjað start og allir heyra muninn um leið en þetta er allt önnur upplifun.


--
|| Core Ultra 9 - Z890 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||


mikkimás
Gúrú
Póstar: 594
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 113
Staða: Ótengdur

Re: PC Audiophile entry combo á geggjuðu verði - Made in USA

Pósturaf mikkimás » Fös 04. Ágú 2023 12:13

Örugglega 10 ár síðan ég keypti mér JDS Labs heyrnatólamagnara. Hólí sjitt hvað það var stórt stökk á þeim tíma. Þarf að fara að uppfæra magnarann, en veit ekki hvort ég vil eyða svona miklum pening.



Skjámynd

Höfundur
Templar
Kerfisstjóri
Póstar: 1219
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 414
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: PC Audiophile entry combo á geggjuðu verði - Made in USA

Pósturaf Templar » Fös 04. Ágú 2023 12:15

Vel gert að hafa uppfært í JDS Labs, allt of margir sem aldrei hafa tekið þetta stökk frá basic Logitech, Corsair og razer etc.
Já þetta kostar sitt og skil ég að menn hugsi sig vel um.


--
|| Core Ultra 9 - Z890 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||


drengurola
has spoken...
Póstar: 156
Skráði sig: Fös 24. Apr 2020 16:00
Reputation: 43
Staða: Ótengdur

Re: PC Audiophile entry combo á geggjuðu verði - Made in USA

Pósturaf drengurola » Sun 20. Ágú 2023 20:25

Ég get vottað að DC Æon 2 Noire eru príma. Nota þau daglega. Ég er reyndar með Topping L30 og E30.



Skjámynd

Höfundur
Templar
Kerfisstjóri
Póstar: 1219
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 414
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: PC Audiophile entry combo á geggjuðu verði - Made in USA

Pósturaf Templar » Sun 20. Ágú 2023 21:06

Gaman að heyra að þú ert ánægður og Topping eru alveg geggjaðir líka. Gaman að vita að það eru fleiri hérna sem hugsa um hljóðgæðin en þau skipta miklu máli, menn eru með allt high end en svo að nota dósir á eyrun :)


--
|| Core Ultra 9 - Z890 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||

Skjámynd

Frost
Besserwisser
Póstar: 3206
Skráði sig: Sun 16. Ágú 2009 02:30
Reputation: 61
Staða: Tengdur

Re: PC Audiophile entry combo á geggjuðu verði - Made in USA

Pósturaf Frost » Sun 20. Ágú 2023 21:19

Geri ráð fyrir að þetta sé búið.
Ég er búinn að vera með Schiit Dac&Amp setup í að verða 10 ár, gæti ekki verið ánægðari. Er að bíða eftir afsökun að uppfæra í nýjasta dótið.
Er með jafngömul Beyerdynamics DT990 Pro 600 ohm og mig langar að prófa önnur heyrnatól.


Tölva, 2 skjáir, Alltof mörg lyklaborð, þráðlaus mús og næs heyrnatól

Skjámynd

Höfundur
Templar
Kerfisstjóri
Póstar: 1219
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 414
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: PC Audiophile entry combo á geggjuðu verði - Made in USA

Pósturaf Templar » Sun 20. Ágú 2023 22:28

DT990 eru enn geggjuð, hvaða Schiit ertu með?


--
|| Core Ultra 9 - Z890 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||

Skjámynd

Frost
Besserwisser
Póstar: 3206
Skráði sig: Sun 16. Ágú 2009 02:30
Reputation: 61
Staða: Tengdur

Re: PC Audiophile entry combo á geggjuðu verði - Made in USA

Pósturaf Frost » Sun 20. Ágú 2023 23:19

Templar skrifaði:DT990 eru enn geggjuð, hvaða Schiit ertu með?


Er með Schiit Magni og Modi. Keyra heyrnatólin ótrúlega vel.
Er búinn að vera að horfa á Magnius og Modius stack núna í smá tíma...
Síðast breytt af Frost á Sun 20. Ágú 2023 23:26, breytt samtals 1 sinni.


Tölva, 2 skjáir, Alltof mörg lyklaborð, þráðlaus mús og næs heyrnatól


Televisionary
FanBoy
Póstar: 708
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Reputation: 123
Staða: Ótengdur

Re: PC Audiophile entry combo á geggjuðu verði - Made in USA

Pósturaf Televisionary » Mán 21. Ágú 2023 01:08

Ég kíkti á linkinn og jú þetta er flottur varningur en þetta er ekki í kortunum í augnablikinu að bæta við sig.

Gaman að sjá link á svona audio nörda stöff. Helgar prójektið var að fikta aðeins í hljóð dóti..............

Setti upp LMS (logiteck media server í docker) - víst þetta er testing þá eru þetta bara mp3 og m4a skrár. Les þetta af skráaþjónum (þeir eru efni í sér þráð síðar).
https://hub.docker.com/r/lmscommunity/logitechmediaserver

Setti upp Raspberry Pi (1 held ég að þetta s). FiiO E-7 dac sem lá hérna á lausu. Þetta Keyrir piCoreplayer. Þá er öll tónlistin indexuð af bakendakerfinu í Docker og clientinn þarf ekki að svitna við neitt. Þetta er mjög létt image í uppsetningu og einungis 64MB sem þarf að skrifa á SD kortið.
https://www.picoreplayer.org/

Setti upp Squeezelite-X á Windows og er þar með nuforce DAC sem getur spilað út á Focal Studio monitora sem ég er með eða beint út í heyrnartól.

Ég er einnig með SMSL SU-8 DAC hérna og balanceraðan heyrnartólamagnara (Monolith THX AAA Balanced Headphone Amplifier) + schiit SYS + LOKI. Þessi DAC flýtur á milli véla með KVM svissinum sem ég nota.

Einnig setti ég upp hérna HTPC kassa með Linux og keyri squeeze player lite. Er að fikta mig áfram með Creative Sound Blaster X-Fi HD í þessari vél. Planið er að koma þessari vél fyrir í stofu. Er að sjá hvaða möguleikar með Android eða iOS sem stýringu á þessu. Windows stýring á þetta er að ganga 100% en ekki alveg það sem ég vill nota þegar ég er að spila hljóð. Þetta keyrir á hundgömlu móðurborði sem er með 2 kjarna örgjörva. Keyri Docker þarna + xfce og einn backend process.

Þetta kom skemmtilega á óvart. Það sem stendur uppúr er að ég get látið hljóðið elta mig sem notanda á milli tækja það er í 100% synci. Get verið á mismunandi DAC eða útgang eða stýrikerfi eftir því hvað ég er að spá. Tækin birtast öll í valmynd og auðvelt að stilla þetta til.

Er með bland í poka af heyrnartólum Grado (búin að eiga þetta í mjög langan tíma 20+ +ar), DT1770 Pro *uppfært, B&W og fleira. Mesta notkunin er á snjáðum Sennheiser HD-215 heyrnartólum, þau endast ótrúlega vel.

Var búin að skoða mpd uppsetningu og einnig mopidy. Mopidy lofaði mjög góðu en það sem mig vantar er "now playing" á fullum skjá fyrir sjónvarp.

Hefði viljað vera með HTPC í stofunni og skila digital út og þaðan í DAC þar sem ég keyri út í kraftmagnara í tvo hátalar. Víðóma er ennþá svalt. Er að spila á Kef 105/2 í stofunni.

Mynd

Biðst velvirðingar á þráðaráninu.
Síðast breytt af Televisionary á Mán 21. Ágú 2023 01:29, breytt samtals 1 sinni.




drengurola
has spoken...
Póstar: 156
Skráði sig: Fös 24. Apr 2020 16:00
Reputation: 43
Staða: Ótengdur

Re: PC Audiophile entry combo á geggjuðu verði - Made in USA

Pósturaf drengurola » Mán 21. Ágú 2023 11:24

Geggjað.

Mæli náttúrulega með https://www.audiosciencereview.com fyrir alla sem hafa áhuga á því hvernig tækin eru að standa sig í raun og veru.

Ég rak sjálfur hljómtækjaverslun í meira en áratug, það gleður mig að það séu ekki allir tölvunördar búnir að gefast upp á þessum heimi sem er 99% vúdú og trúarbrögð.



Skjámynd

Höfundur
Templar
Kerfisstjóri
Póstar: 1219
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 414
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: PC Audiophile entry combo á geggjuðu verði - Made in USA

Pósturaf Templar » Mán 21. Ágú 2023 20:49

Góður hlekkur sem þú deildir. Ég er bara byrjandi og fyrir þá sem þekkja enn minna þá er þetta combo sem ég hlekkjaði á aðeins entry level þegar kemur að alvöru græjum, menn eru að eyða mikið meira en þetta er dimissing returns.
Síðast breytt af Templar á Mán 21. Ágú 2023 22:18, breytt samtals 1 sinni.


--
|| Core Ultra 9 - Z890 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||


drengurola
has spoken...
Póstar: 156
Skráði sig: Fös 24. Apr 2020 16:00
Reputation: 43
Staða: Ótengdur

Re: PC Audiophile entry combo á geggjuðu verði - Made in USA

Pósturaf drengurola » Mán 21. Ágú 2023 21:30

Ég fór á High End München núna í maí. Þar voru fá hátalarapör sem kostuðu undir 20 milljónum króna. Get ekki sagt að þetta sé gáfulegt sport :D



Skjámynd

Höfundur
Templar
Kerfisstjóri
Póstar: 1219
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 414
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: PC Audiophile entry combo á geggjuðu verði - Made in USA

Pósturaf Templar » Þri 22. Ágú 2023 12:40

Tölvunördar þegar þeir vilja vera audiophile rated :sleezyjoe
Viðhengi
corsair_ca_9011170_na_hs50_stereo_gaming_headset_1384503.jpg
corsair_ca_9011170_na_hs50_stereo_gaming_headset_1384503.jpg (217.25 KiB) Skoðað 12714 sinnum


--
|| Core Ultra 9 - Z890 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||


drengurola
has spoken...
Póstar: 156
Skráði sig: Fös 24. Apr 2020 16:00
Reputation: 43
Staða: Ótengdur

Re: PC Audiophile entry combo á geggjuðu verði - Made in USA

Pósturaf drengurola » Fim 24. Ágú 2023 09:13

Þetta þarf svo sem ekki að kosta mikið í dag til að vera gott. Meira að segja hljóðið af flestum móðurborðum í dag er drullufínt, og ef menn para það með heyrnatólum sem eru létt í keyrslu og tiltölulega neutral m.v. Harman, þá er hægt að fá rosalega fínt hljóð fyrir engan pening - og það má komast langt á einföldu EQ-i ef maður ætlar ekki að hlusta hátt. Eins og þú sagðir áðan diminishing returns er súper-raunverulegt. Ég á t.d. AKG 361 sem kostuðu um 10.000 og þau eru betri en sum rándýr og þung headphone sem maður átti hérna í byrjun aldarinnar og þóttist vera nokkuð mikill gæi að eiga.



Skjámynd

Höfundur
Templar
Kerfisstjóri
Póstar: 1219
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 414
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: PC Audiophile entry combo á geggjuðu verði - Made in USA

Pósturaf Templar » Lau 26. Ágú 2023 11:32

Þvílíkar framfarir og verðlækkanir eða aukin gæði per borgaða krónu. Það var tímabil þegar framleiðendur töldu að gæðahljóð væri dautt þegar iPod kom út en svo byrjaði þetta að koma allt til baka með betri DACs og heyrnartólum. Góð heyrnartól beint í PC er lygilega gott í dag en það heyrist samt strax munur ef menn taka eitt skref ofar og fara í external USB DAC og ódýr BeyerDynamic heyrnartól. Hef spilað fyrir nokkra high Tidal straum vs. innibyggt Logitech Spotify og það kemur bros á alla og smá WTF augnablik þegar menn heyra í external DAC og Beyer, víddinn og áferðin í hljóðinu er áberandi meiri en einn getur keypt DAC og heyrnartól 50þ í dag sem hefði kostað 250 fyrir 10 árum, lygilegt bara.
Myndi segja að svo hoppa menn í svona 150-250þ pakkann fyrir annað hopp í gæðum sem allir geta heyrt, eftir þetta skref þarf einn að vera í alveg sérstöku rými og allt það til að geta fundið fyrir meiri hljógæðum en þau eru það samt. Hef séð skemmtileg myndbönd þegar menn fara í einangruð rými og hlusta á high end búnað, menn tárast bara haha :)
Ég byrjaði í Schiit Modi+VALI og Beyer combo en félagi minn benti mér á það og það var ekki aftur snúið.
viðbót: Að nördast aðeins í hljóðinu líka smá gaman, eins og smá framlenging á PC áhugamálinu. Munið svo að PC áhugamál er ekki sérlega dýrt áhugamál og passar íslenskum aðstæðum vel því veturnir eru dimmir og innivera mikil, ekkert að þessu áhugamáli.
Síðast breytt af Templar á Lau 26. Ágú 2023 13:00, breytt samtals 3 sinnum.


--
|| Core Ultra 9 - Z890 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||


mikkimás
Gúrú
Póstar: 594
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 113
Staða: Ótengdur

Re: PC Audiophile entry combo á geggjuðu verði - Made in USA

Pósturaf mikkimás » Fös 08. Mar 2024 21:33

Hvaða heyrnatólamagnara á maður að fara í fyrir ca. 80k?

Hef ekkert vit á þessu, en mér finnst eins og HD600 (1-2 ára gömul) heyrnatólin mín eigi meira inni. Hef aldrei verið sérstaklega hrifinn af hljóminum. Þau eru ekki slæm, mér finnst bara að það ætti að vera meira stökk frá 12 ára gömlu HD598 sem ég átti fyrir.

JDS magnarinn sem ég á núna er kannski barn síns tíma.



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6395
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 463
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: PC Audiophile entry combo á geggjuðu verði - Made in USA

Pósturaf worghal » Lau 09. Mar 2024 00:10

mikkimás skrifaði:Hvaða heyrnatólamagnara á maður að fara í fyrir ca. 80k?

Hef ekkert vit á þessu, en mér finnst eins og HD600 (1-2 ára gömul) heyrnatólin mín eigi meira inni. Hef aldrei verið sérstaklega hrifinn af hljóminum. Þau eru ekki slæm, mér finnst bara að það ætti að vera meira stökk frá 12 ára gömlu HD598 sem ég átti fyrir.

JDS magnarinn sem ég á núna er kannski barn síns tíma.

ég get alveg mælt með topping DX7s og allt þar fyrir ofan :D
er með einn þannig parað með sennheiser HD 380 Pro og þetta er geggjað, hef líka prufað hann með HD800s og það var líka geggjað.


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow


drengurola
has spoken...
Póstar: 156
Skráði sig: Fös 24. Apr 2020 16:00
Reputation: 43
Staða: Ótengdur

Re: PC Audiophile entry combo á geggjuðu verði - Made in USA

Pósturaf drengurola » Lau 09. Mar 2024 09:09

worghal skrifaði:
mikkimás skrifaði:Hvaða heyrnatólamagnara á maður að fara í fyrir ca. 80k?

Hef ekkert vit á þessu, en mér finnst eins og HD600 (1-2 ára gömul) heyrnatólin mín eigi meira inni. Hef aldrei verið sérstaklega hrifinn af hljóminum. Þau eru ekki slæm, mér finnst bara að það ætti að vera meira stökk frá 12 ára gömlu HD598 sem ég átti fyrir.

JDS magnarinn sem ég á núna er kannski barn síns tíma.

ég get alveg mælt með topping DX7s og allt þar fyrir ofan :D
er með einn þannig parað með sennheiser HD 380 Pro og þetta er geggjað, hef líka prufað hann með HD800s og það var líka geggjað.


Nýrri útgáfan af 600 er ekki alveg sú sama og eldri útgáfan, en þetta eru feykigóð heyrnatól engu að síður. Það sem gæti hjálpað þér væri hreinlega að EQ-a þetta og þú getur fundið t.d. harman-kúrvur fyrir nýju 600 á netinu ef þú leitar. JDS gerir mjög gott stöff, en 600 vilja alveg fullt af afli ef það er í boði - en bendi á að það þarf ekki að eyða mörgum krónum í öfluga HP-magnara í dag. Ég er sjálfur núna með alla 30 línuna frá Topping og er að keyra Dan Clarke Stealth Noire og magnarinn á svoleiðis yfirdrifið nóg eftir og eru þetta nú ekki léttustu heyrnatól í heimi. Félagi minn er að keyra Sennheiser 800 á sama drasli og telur sig himinn hafa höndum tekið.

Ég myndi sjálfur ekki eyða 80 kalli í HP magnara nema ég væri með a.m.k. 10x dýrari heyrnatól og myndi segja að Topping E30/E50 væri mikið meira en nóg. Minni á að hljóð er ekki háð neinum göldrum og sér í lagi með DAC-a og magnara þá er þetta aðallega spurning um að finna eitthvað sem mælist í lagi og hefur þá fúnksjóna og það afl sem þarf. Flestir HP-magnarar sem Topping, SMSL, Schiit og fleiri góðir eru að gera í dag fyrir 20-50 kallinn eru að gefa yfir watt í þessi venjulegu viðnámsþýðu heyrnatól sem flestir eru með... og fara reyndar létt með þyngstu heyrnatól. Á einhverjum tímapunkti eru líka heyrnatólin hreinlega illa hönnuð ef þau þurfa fleiri wött til að hljóma sómasamlega, tala nú ekki um ef pörun eftir ákveðnum tegundum fer að skipta máli... þá er maður kominn út í ruglið.