Hátalari fyrir heimilið


Höfundur
ColdIce
Bara að hanga
Póstar: 1578
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Reputation: 95
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Hátalari fyrir heimilið

Pósturaf ColdIce » Sun 20. Ágú 2023 09:48

Daginn

Langar í hátalara til að hafa heima til að streyma tónlist úr símanum. Hef ekki hundsvit á þessu og yrði mjög þakklátur öllum ráðleggingum.

Ideally væri minn “drauma” hátalari svona:

Bluetooth og wifi
Möguleiki á rafhlöðu uppá útilegurnar
IP rating X4-7
Raddstjórn(skipta um lag, spila ákveðið lag, hvernig er veðrið, hvernig bý ég til vöfflur, hvað er Yaris mörg hestöfl) auðvitað bara rugl dæmi.
Mjög gott sound, vil gæði, vil “oumph” en hann yrði ekki notaður sem 1000db partýgræja. Vil bara geta hækkað aðeins(samt hægt að geta talað saman) og fengið flottan hljóm og gæða bassa. Vil ekki einhverja tóma-tunnu-bassa-bergmáls dæmi.

Hef verið að skoða Sonos Roam/Move/One gen 2

Sem iNotandi horfi ég auðvitað á Homepod uppá Siri, en geri mér fulla grein fyrir að ég fæ mun betra sound úr öðru fyrir eflaust minni pening. Einnig er hann ekki IP rated og ekki með rafhlöðu.
IP og rafhlaða er samt ekki algjört must, en mikill kostur.


Eplakarfan: Apple Watch S8 | iPad Pro M1 | Macbook Pro 14” M3 | Apple TV 4K | iPhone 16 Pro Max | Airpods Pro | Airpods Pro 2 | iMac 27”
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | ThinkPad T14
Útiveran: Honda CR-V 2021 | Land Cruiser 150 | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Hátalari fyrir heimilið

Pósturaf appel » Sun 20. Ágú 2023 10:11

Ég fékk einu sinni Sonos Move lánaðan yfir eina helgi, og það er alveg þrusufín græja, gæti alveg ímyndað mér að kaupa þannig.

Veit ekki með þessa smart-ai-voice fídusa, notaði þá aldrei.

Sonos one gen 2 er ekki með rafhlöðum sýnist mér.


*-*

Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 761
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 179
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Hátalari fyrir heimilið

Pósturaf russi » Sun 20. Ágú 2023 14:03

Það er að koma Move gen2 líklega núna í sept, betri rafhlaða og allskonar.

Þú ert að tala um One, þú ættir kannski að kanna Era100 eða Era300 frá Sonos. Það er í raun arftaki One og þeir hafa BT möguleika




Höfundur
ColdIce
Bara að hanga
Póstar: 1578
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Reputation: 95
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Re: Hátalari fyrir heimilið

Pósturaf ColdIce » Sun 20. Ágú 2023 14:17

Sölumenn vilja endilega selja mér þessa þrjá
https://elko.is/samanburdur?product=JBL ... 10G1EU1BLK


Eplakarfan: Apple Watch S8 | iPad Pro M1 | Macbook Pro 14” M3 | Apple TV 4K | iPhone 16 Pro Max | Airpods Pro | Airpods Pro 2 | iMac 27”
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | ThinkPad T14
Útiveran: Honda CR-V 2021 | Land Cruiser 150 | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |


Höfundur
ColdIce
Bara að hanga
Póstar: 1578
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Reputation: 95
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Re: Hátalari fyrir heimilið

Pósturaf ColdIce » Sun 20. Ágú 2023 15:56

Keypti Sonos era100. Notfæri mér 30 daga skilaréttinn ef þetta er prump. Uppfæri þennan þráð með áliti síðar fyrir aðra sem gætu verið í þessum pælingum.


Eplakarfan: Apple Watch S8 | iPad Pro M1 | Macbook Pro 14” M3 | Apple TV 4K | iPhone 16 Pro Max | Airpods Pro | Airpods Pro 2 | iMac 27”
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | ThinkPad T14
Útiveran: Honda CR-V 2021 | Land Cruiser 150 | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |

Skjámynd

hfwf
Vaktari
Póstar: 2026
Skráði sig: Sun 16. Okt 2011 20:29
Reputation: 79
Staða: Ótengdur

Re: Hátalari fyrir heimilið

Pósturaf hfwf » Sun 20. Ágú 2023 17:20

Er með Google Nest, þrusu hátalari á því miðað við smæð.