CarPlay fyrir eldri bíla


Höfundur
dedd10
</Snillingur>
Póstar: 1056
Skráði sig: Fös 18. Des 2009 21:27
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

CarPlay fyrir eldri bíla

Pósturaf dedd10 » Mið 09. Ágú 2023 20:40

Nú er ég á eldri bíl sem er bara með útvarpi og CD.

Hef verið að nota Bluetooth FM sendi sem virkar fínt svosem en langar að hafa skjá, hef notað Ipad en hann er aupvitað ekki sérhannaður í svona.

Rakst á Carpuride á amazon:
https://www.amazon.com/Carpuride-W707-N ... B0BNDQVPJ9

Hefur einhver prufað þetta eða sambærilegt, getur mælt með eða á móti eða með einhverju sambærilegu?




Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 985
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 42
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: CarPlay fyrir eldri bíla

Pósturaf Hlynzi » Mið 09. Ágú 2023 22:04

Ég hef einusinni sett X-trons tæki í bíl hjá mér, keyrði win CE, var einmitt snertiskjár. Það svona hafði sýna galla...svo hætti bluetooth að virka og GPS var aldrei með garmin týpu af korti. Ég myndi hreinlega í dag íhuga að eyða í tækin hjá Hljóðlausnum, þau er oft hægt að fá sem passa beint í innréttingu eldri bíla, vönduð tæki og keyra Android.

Þessi ódýrari snjall-útvörp eru svolítið happa-glappa (ég persónulega skil ekki afhverju þau eru svona dýr þegar maður gæti fengið sér spjaldtölvu á 50 þús og mini jack audio út.


Hlynur


Höfundur
dedd10
</Snillingur>
Póstar: 1056
Skráði sig: Fös 18. Des 2009 21:27
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: CarPlay fyrir eldri bíla

Pósturaf dedd10 » Fös 11. Ágú 2023 21:41

Ég skil, ég er ekki að hugsa þetta sem mikla framtíðar lausn. Langaði bara að prufa og sjá hvort einhver myndi mæla með einhverju öðru.



Skjámynd

Prentarakallinn
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 315
Skráði sig: Mið 01. Jún 2011 13:22
Reputation: 21
Staða: Ótengdur

Re: CarPlay fyrir eldri bíla

Pósturaf Prentarakallinn » Lau 12. Ágú 2023 18:14

Hvernig bíl ertu með? Hellingur til af aftermarket android tækjum með carplay og android auto sem passa í 1din, 2din og gert sérstaklega fyrir ákveðin model sem ekki eru með 1 eða 2 din

edit: Hljóðlausnir í mosó eru umboðsaðilar fyrir smartytrend sem selja allskonar android tæki

https://hljodlausnir.is/
https://smarty-trend.com/
Síðast breytt af Prentarakallinn á Lau 12. Ágú 2023 18:16, breytt samtals 1 sinni.


TV: LG G4 | Soundbar: LG SNY7
Ryzen 5 2600X | GTX 1070 | Corsair Vengeance 16GB