Er Indó ekki með lausn ready?
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 7582
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1191
- Staða: Ótengdur
Er Indó ekki með lausn ready?
Indó keyrir á finnskri eða sænskri lausn ef ég man rétt, gæti Indó ekki fengið að reka instanxe af henni hér heima og leysa úr þessum einokunarvanda once and for all?
Síðast breytt af Viktor á Þri 01. Ágú 2023 18:47, breytt samtals 1 sinni.
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1034
- Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
- Reputation: 132
- Staða: Ótengdur
Re: Er Indó ekki með lausn ready?
Málið strandar ekki á tæknilegri innleiðingu heldur markaðslegri.
Bankarnir hafa mjög mikin fjárhagslegan ávinning á notkun debet- og kreditkorta (sjá t.d. Indó) því þeir taka prósentu af veltu (þurfa samt að greiða fyrir ákveðna þjónustu s.s. apple pay/google wallet/innlend kerfi en þeir eru samt í miklum plús). Þeir vilja því ekki svona lausn.
Markaðurinn fyrir smágreiðslur á Íslandi mjög fragmentaður (s.s. aur, kass, netgíró, pei, síminn pay o.fl) og ekkert af þeim hefur náð markaðsstöðu (allir að keppa sín á milli sem þýðir að enginn nær network effect).
Seðlabankinn er með ágætt sérrit sem kafar ofaní þetta mál.
Bankarnir hafa mjög mikin fjárhagslegan ávinning á notkun debet- og kreditkorta (sjá t.d. Indó) því þeir taka prósentu af veltu (þurfa samt að greiða fyrir ákveðna þjónustu s.s. apple pay/google wallet/innlend kerfi en þeir eru samt í miklum plús). Þeir vilja því ekki svona lausn.
Markaðurinn fyrir smágreiðslur á Íslandi mjög fragmentaður (s.s. aur, kass, netgíró, pei, síminn pay o.fl) og ekkert af þeim hefur náð markaðsstöðu (allir að keppa sín á milli sem þýðir að enginn nær network effect).
Seðlabankinn er með ágætt sérrit sem kafar ofaní þetta mál.
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 663
- Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
- Reputation: 61
- Staðsetning: 107
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Er Indó ekki með lausn ready?
Eru ekki fleiri vinklar sem þarf að skoða líka?
T.d. hvaða vandamál er verið að leysa og betri þarfagreiningu.
Þessi umræða kemur í beinu framhaldi af umræðu um að öll kreditkortafyrirtækin séu komin í erlenda eigu og í einhverjum tilfellum eru heimildarfærslur sem áður voru innanlands framkvæmdar í gegnum infrastructure erlendis.
Og hvað gerist ef að "vondikallinn" myndi eyðileggja alla strengi Íslands við umheiminn.
Sumar af þessum smágreiðslulausnum sem vitnað er í keyra líka á infrastructure sem er erlendis, og leysa því ekki vandamálið sem um er rætt.
Smágreiðslulausnirnar eru heldur ekki keyrðar áfram á hugsjóninni einni saman, allir vilja fá sinn skammt af færslunni, enda snýst þetta ekki um að vinda ofan af einhverri einokun.
Ef að hugmyndin er að við eigum að geta farið "út í búð" og greitt fyrir vörur ef að samband við útlönd er með öllu niðri, þá þarf miklu meiri þarfagreiningu og skoðun, og að útloka aðra möguleika eins og að setja hamlandi lög á "innlenda" kortaútgefendur og svo framvegis.
Og svo er hægt að fara inn í þá umræðu hvort að það sé yfir höfuð raunhæft að keyra slíka lausn, og hvork hún myndi virka í raun ef ísland er með öllu netsambandslaust við umheiminn. Flestar nálganir á einhvernsskonar "app" eru mjög brothættar í þessu samhengi.
T.d. hvaða vandamál er verið að leysa og betri þarfagreiningu.
Þessi umræða kemur í beinu framhaldi af umræðu um að öll kreditkortafyrirtækin séu komin í erlenda eigu og í einhverjum tilfellum eru heimildarfærslur sem áður voru innanlands framkvæmdar í gegnum infrastructure erlendis.
Og hvað gerist ef að "vondikallinn" myndi eyðileggja alla strengi Íslands við umheiminn.
greinin sem vitnað er í skrifaði:Á hitt er að líta að fyrir hendi er greiðslulausn tryggir að hægt er að inna af hendi greiðslur þrátt að samband við útlönd rofni af einni eða annarri ástæðu
Sumar af þessum smágreiðslulausnum sem vitnað er í keyra líka á infrastructure sem er erlendis, og leysa því ekki vandamálið sem um er rætt.
Smágreiðslulausnirnar eru heldur ekki keyrðar áfram á hugsjóninni einni saman, allir vilja fá sinn skammt af færslunni, enda snýst þetta ekki um að vinda ofan af einhverri einokun.
Ef að hugmyndin er að við eigum að geta farið "út í búð" og greitt fyrir vörur ef að samband við útlönd er með öllu niðri, þá þarf miklu meiri þarfagreiningu og skoðun, og að útloka aðra möguleika eins og að setja hamlandi lög á "innlenda" kortaútgefendur og svo framvegis.
Og svo er hægt að fara inn í þá umræðu hvort að það sé yfir höfuð raunhæft að keyra slíka lausn, og hvork hún myndi virka í raun ef ísland er með öllu netsambandslaust við umheiminn. Flestar nálganir á einhvernsskonar "app" eru mjög brothættar í þessu samhengi.
Mkay.
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 7582
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1191
- Staða: Ótengdur
Re: Er Indó ekki með lausn ready?
Ég hef aldrei skilið af hverju RB fær að sleppa við VSK á þeirri forsendu að vera fjármálafyrirtæki, þetta er bara rekstrar og hýsingaraðili í beinni samkeppni við alla aðra innlenda aðila.
Þetta fyrirkomulag viðheldur þessari einokun og skemmir mikið fyrir þróun mála.
Þetta fyrirkomulag viðheldur þessari einokun og skemmir mikið fyrir þróun mála.
Re: Er Indó ekki með lausn ready?
Seðlabankinn á að taka yfir Reiknistofu Bankanna.
Seðlabankinn á líka að koma upp á greiðslumiðlun sem valkost við erlenda greiðslumiðlun.
Ef sambærilegt fjármálahrun myndi gerast í dag og gerðist 2008 og það myndi lokast á okkur, lönd myndu setja okkur í bann, þá gætum við ekki lengur keypt vörur og þjónustu, allt landið myndi lamast, engar matvörur lengur, olía eða neitt.
Þetta er hrikalega áhættusamt að vera með alla þessa greiðslumiðlun á hendi annrra landa. Veit ekki um ykkur, en ég myndi nú alveg vilja geta keypt mér mat þó eitthvað erlent ríki beiti okkur viðskiptaþvingunum, t.d. Ísrael sem beitir okkur þvingunum því við erum jú gyðingahatarar víst skv. þeim fyrir að styðja palestínumenn, en ein af greiðslumiðlunum er ísraelskt fyrirtæki.
Önnur erlend greiðslumiðlun er víst brasílískt fyrirtæki, og Brasilía er hluti af BRICS löndunum, sem er ekkert vel við vesturlönd. Ímyndið ykkur einn daginn að það myndist slík gjá á milli vestrænna landa og þessa landa að það lokist á svona samskipti.
Þetta er vá sem er hægt að fyrirbyggja fyrir. Það er glæpur að koma ekki á koppinn innlendri greiðslumiðlun, dæmin síðustu ár sýna að þörf er á því.
Þetta er því þjóðaröryggismál og kostnaður við slíkt kerfi er aukaatriði.
En ég nefni að þetta eigi að vera valkostur. Enginn að tala um að fara banna þér að nota VISA kortið þitt í gegnum brasilískt fyrirtæki. En allir ættu helst einnig að hafa þó það sé ekki nema rafrænt innlent greiðslumiðlunarkort í appi.
Seðlabankinn á líka að koma upp á greiðslumiðlun sem valkost við erlenda greiðslumiðlun.
Ef sambærilegt fjármálahrun myndi gerast í dag og gerðist 2008 og það myndi lokast á okkur, lönd myndu setja okkur í bann, þá gætum við ekki lengur keypt vörur og þjónustu, allt landið myndi lamast, engar matvörur lengur, olía eða neitt.
Þetta er hrikalega áhættusamt að vera með alla þessa greiðslumiðlun á hendi annrra landa. Veit ekki um ykkur, en ég myndi nú alveg vilja geta keypt mér mat þó eitthvað erlent ríki beiti okkur viðskiptaþvingunum, t.d. Ísrael sem beitir okkur þvingunum því við erum jú gyðingahatarar víst skv. þeim fyrir að styðja palestínumenn, en ein af greiðslumiðlunum er ísraelskt fyrirtæki.
Önnur erlend greiðslumiðlun er víst brasílískt fyrirtæki, og Brasilía er hluti af BRICS löndunum, sem er ekkert vel við vesturlönd. Ímyndið ykkur einn daginn að það myndist slík gjá á milli vestrænna landa og þessa landa að það lokist á svona samskipti.
Þetta er vá sem er hægt að fyrirbyggja fyrir. Það er glæpur að koma ekki á koppinn innlendri greiðslumiðlun, dæmin síðustu ár sýna að þörf er á því.
Þetta er því þjóðaröryggismál og kostnaður við slíkt kerfi er aukaatriði.
En ég nefni að þetta eigi að vera valkostur. Enginn að tala um að fara banna þér að nota VISA kortið þitt í gegnum brasilískt fyrirtæki. En allir ættu helst einnig að hafa þó það sé ekki nema rafrænt innlent greiðslumiðlunarkort í appi.
Síðast breytt af appel á Þri 01. Ágú 2023 17:21, breytt samtals 2 sinnum.
*-*
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6799
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Er Indó ekki með lausn ready?
Skil ekki hvernig Indó tengist þessu.
Vandamálið er að þegar þú greiðir í posa fer færslan til útlanda og er staðfest þar.
Það að innleiða eitthvað séríslenskt app inn í öll kassakerfi landsins er risastórt verkefni.
Það er engin einföld lausn á þessu. Einfaldast er líklega að skylda kortafyrirtæki til að hafa þessi kerfi innanlands.
Vandamálið er að þegar þú greiðir í posa fer færslan til útlanda og er staðfest þar.
Það að innleiða eitthvað séríslenskt app inn í öll kassakerfi landsins er risastórt verkefni.
Það er engin einföld lausn á þessu. Einfaldast er líklega að skylda kortafyrirtæki til að hafa þessi kerfi innanlands.
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
Re: Er Indó ekki með lausn ready?
Viktor skrifaði:Skil ekki hvernig Indó tengist þessu.
Vandamálið er að þegar þú greiðir í posa fer færslan til útlanda og er staðfest þar.
Það að innleiða eitthvað séríslenskt app inn í öll kassakerfi landsins er risastórt verkefni.
Það er engin einföld lausn á þessu. Einfaldast er líklega að skylda kortafyrirtæki til að hafa þessi kerfi innanlands.
Þetta var allt saman innanlands, en svo voru þessi fyrirtæki seld.
Dæmigert fyrir sinnuleysi íslenskra stjórnvölda að pæla ekkert í þessu fyrr en mörgum árum seinna. Auðvitað hefði átt einfaldlega að setja reglur eða lög þegar ljóst var að þessi fyrirtæki voru komin í söluferli að skilyrða það að greiðslukerfið yrði innanlands. Samkeppnisyfirvöld setja sem dæmi stundum ýmis skilyrði þegar fyrirtæki er að kaupa annað fyrirtæki, og erlendis tíðkast ýmis svona skilyrði, í Evrópu og BNA, t.d. núna þegar Microsoft vill kaupa Activision, þá fylgir því ýmis skilyrði yfirvalda.
Það er miklu erfiðara að breyta þessu til baka þegar þetta er komið allt erlendis. Fyrirhyggjan er engin á Íslandi. Jafnvel þó varað séð við því, þá er ekkert gert.
*-*
-
- /dev/null
- Póstar: 1453
- Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
- Reputation: 226
- Staðsetning: In the forest
- Staða: Tengdur
Re: Er Indó ekki með lausn ready?
Skil þetta vandamál ekki alveg, ef það þarf að tryggja netsamband betur, af hverju þá ekki að gera það í stað þess að þurfa að búa til nýja stofnun.
Hvað verður þá um ferðamenn sem borga í gegnum innlent kerfi þegar sambandið er niðri.
Hvað verður þá um ferðamenn sem borga í gegnum innlent kerfi þegar sambandið er niðri.
Re: Er Indó ekki með lausn ready?
nidur skrifaði:Skil þetta vandamál ekki alveg, ef það þarf að tryggja netsamband betur, af hverju þá ekki að gera það í stað þess að þurfa að búa til nýja stofnun.
Hvað verður þá um ferðamenn sem borga í gegnum innlent kerfi þegar sambandið er niðri.
Var ég ekki nógu skýr? Viltu kaupa mat? Þá viltu hafa greiðslukerfið innanlands ef eitthvað kemur upp á. Get ekki hraðsoðið þetta betur fyrir börnin hérna.
Ferðamenn? Hvaða ferðamenn? Ef íslendingar geta ekki greitt fyrir neitt, geta ferðamenn það?
Ef rússar ákveða að sprengja upp sæstrengi til að hefna sín fyrir eitthvað þá erum við basically land sem er "dead in the water". Þrír, fjórir, tíu sæstrengir skipta ekki máli.
Ef settar eru á okkur viðskiptaþvinganir einsog 2008 þá hættir greiðslukerfið að virka. Við getum ekki keypt mat.
Síðast breytt af appel á Mið 02. Ágú 2023 01:07, breytt samtals 1 sinni.
*-*
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 7582
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1191
- Staða: Ótengdur
Re: Er Indó ekki með lausn ready?
Nota bara númeraða virtual seðla, fullkominn rekjanleika milli aðila, hægt að geyma seðla í veskjum á tækjum og hætta fractional banking, fara bara í fleiri aukastafi eins og Bitcoin.
-
- /dev/null
- Póstar: 1453
- Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
- Reputation: 226
- Staðsetning: In the forest
- Staða: Tengdur
Re: Er Indó ekki með lausn ready?
appel skrifaði:Var ég ekki nógu skýr? Viltu kaupa mat? Þá viltu hafa greiðslukerfið innanlands ef eitthvað kemur upp á. Get ekki hraðsoðið þetta betur fyrir börnin hérna.
Sorry ég fattaði ekki að netsamband á milli landa væri bara hægt með köplum. my bad.
-
- /dev/null
- Póstar: 1453
- Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
- Reputation: 226
- Staðsetning: In the forest
- Staða: Tengdur
Re: Er Indó ekki með lausn ready?
appel skrifaði:Ef settar eru á okkur viðskiptaþvinganir einsog 2008 þá hættir greiðslukerfið að virka. Við getum ekki keypt mat.
Ég væri smeikari með þetta en eitthvað netsamband. Ef við högum okkur ekki eins og alríkið vill þá verður bara slökkt á greiðslukerfinu.
-
- Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Er Indó ekki með lausn ready?
nidur skrifaði:appel skrifaði:Var ég ekki nógu skýr? Viltu kaupa mat? Þá viltu hafa greiðslukerfið innanlands ef eitthvað kemur upp á. Get ekki hraðsoðið þetta betur fyrir börnin hérna.
Sorry ég fattaði ekki að netsamband á milli landa væri bara hægt með köplum. my bad.
Það er ekkert varasamband yfir gervihnött á Íslandi eins og er. Það var allt saman lagt niður í kringum árið 1998 til 2005 þegar ljósleiðarar tóku við. Þetta var gert til þess að spara peninga í rekstrinum hjá Símanum og síðan hjá íslenska ríkinu.
Hérna er frétt um það frá árinu 2005.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3760
- Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
- Reputation: 123
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Er Indó ekki með lausn ready?
Það sem þarf basically er að fjármagna einhverja lausn eins og MobilePay eða Swish. Mér skilst að kerfin hjá RB styðji við það að smágreiðslukerfi sé byggt ofan á millibankakerfið, svo tæknilega útfærslan ætti ekki að vera svo erfið. Þá væru viðskiptin að fara beint á milli bankareikninga innanlands og snerta aldrei kortakerfin.
Vandamálið er að það er enginn sem getur komið sér saman um lausn. Aur/Kass eru bara kortakerfislausnir, Kvitt var síðsta tilraun RB til að koma þessu á fótinn sem var drepinn af bönkunum, því þeir sjá ekkert nema tap í því að opna fyrir ódýrari smágreiðslulausnir.
Ég held að það sé 100% rétt hjá ríkinu að þvinga þetta í gegn, koma einhverjum böndum á kostnað við greiðslulausnir og tryggja að greiðslulausnir séu ekki bara bundnar við Bandaríkin.
Vandamálið er að það er enginn sem getur komið sér saman um lausn. Aur/Kass eru bara kortakerfislausnir, Kvitt var síðsta tilraun RB til að koma þessu á fótinn sem var drepinn af bönkunum, því þeir sjá ekkert nema tap í því að opna fyrir ódýrari smágreiðslulausnir.
Ég held að það sé 100% rétt hjá ríkinu að þvinga þetta í gegn, koma einhverjum böndum á kostnað við greiðslulausnir og tryggja að greiðslulausnir séu ekki bara bundnar við Bandaríkin.
Síðast breytt af Pandemic á Sun 06. Ágú 2023 17:24, breytt samtals 1 sinni.