Tesla Y vs Peugeot e-2008 GT vs ?
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16575
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2137
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Tesla Y vs Peugeot e-2008 GT vs ?
Jæja, ekki merkilegt fyrir flesta en stórmerkilegt fyrir mig. Prófaði rafmangsbíl í fyrsta sinn í vikunni og það var skemmtileg upplifun.
Prófaði fyrst Peugeot-2008 GT, frábær bíll. Mælaborðið dálítið retro í bland við high-tech. Fínt pláss afturí fyrir mig með framsætið í öftustu stöðu, er 190cm á hæð. Hraðamælirinn er einhverskonar þrívíddar með maps í bakgrunni, virkilega flott. Kom mér á óvart að það var ekkert veghljóð í bílnum. Mjög hljóðlátur. Tilboð á þessum bílum núna, kosta frá c.a. 5.2m - 5.6m með 500k sumarafslætti.
https://nyirbilar.brimborg.is/is/nyir-b ... fueltype=2
Prófaði svo Teslu Y short-range í gær, það var virkilega skemmtileg upplifun. Margt sem kom mér á óvart, fyrsta hvað bíllinn er tæknilegur og stór og aflmikill, einnig var glerþakið frábært. En á sama tíma skrítið að hafa ekkert mælaborð fyrir framan sig, bara skjá til hliðar. Fannst bíllinn skemmtilegur í akstri, en það kom mér samt á óvart hvað það var mikið veghljóð inn í honum, mun meira en í Peugeot 2008 bílnum og svipað eða meira en í gamla Skódanum mínum, einnig fannst mér marra í bílnum þegar ég keyrði hægt niður Laugaveginn, vegurinn í hólum og hæðum og þegar billinn liðaðist þar niður þá marraði í honum, gruna að marrið hafi tengst glerþakinu. Beygjuradíusinn var ekkert til að hrópa húrra fyrir, átti von á liprari beygjuradíus á bíl sem er afturhjóladrifinn.
Hef ekki prófað Teslu 3 sem er minnigerðin af Y, kannski er hann skemmtilegri akstursbíll? Hvað segði þið sem hafið reynslu af báðum?
Og hvort eru betri kaup í 5.5M Peugeot eða 6.2M í Tesla Y? ... já eða í einhverju öðru?
https://www.tesla.com/is_is/modely/design#overview
Prófaði fyrst Peugeot-2008 GT, frábær bíll. Mælaborðið dálítið retro í bland við high-tech. Fínt pláss afturí fyrir mig með framsætið í öftustu stöðu, er 190cm á hæð. Hraðamælirinn er einhverskonar þrívíddar með maps í bakgrunni, virkilega flott. Kom mér á óvart að það var ekkert veghljóð í bílnum. Mjög hljóðlátur. Tilboð á þessum bílum núna, kosta frá c.a. 5.2m - 5.6m með 500k sumarafslætti.
https://nyirbilar.brimborg.is/is/nyir-b ... fueltype=2
Prófaði svo Teslu Y short-range í gær, það var virkilega skemmtileg upplifun. Margt sem kom mér á óvart, fyrsta hvað bíllinn er tæknilegur og stór og aflmikill, einnig var glerþakið frábært. En á sama tíma skrítið að hafa ekkert mælaborð fyrir framan sig, bara skjá til hliðar. Fannst bíllinn skemmtilegur í akstri, en það kom mér samt á óvart hvað það var mikið veghljóð inn í honum, mun meira en í Peugeot 2008 bílnum og svipað eða meira en í gamla Skódanum mínum, einnig fannst mér marra í bílnum þegar ég keyrði hægt niður Laugaveginn, vegurinn í hólum og hæðum og þegar billinn liðaðist þar niður þá marraði í honum, gruna að marrið hafi tengst glerþakinu. Beygjuradíusinn var ekkert til að hrópa húrra fyrir, átti von á liprari beygjuradíus á bíl sem er afturhjóladrifinn.
Hef ekki prófað Teslu 3 sem er minnigerðin af Y, kannski er hann skemmtilegri akstursbíll? Hvað segði þið sem hafið reynslu af báðum?
Og hvort eru betri kaup í 5.5M Peugeot eða 6.2M í Tesla Y? ... já eða í einhverju öðru?
https://www.tesla.com/is_is/modely/design#overview
- Viðhengi
-
- Screenshot 2023-07-29 at 13.53.01.png (536.2 KiB) Skoðað 6773 sinnum
-
- Screenshot 2023-07-29 at 13.53.52.png (933.74 KiB) Skoðað 6773 sinnum
Re: Tesla Y vs Peugeot e-2008 GT vs ?
Án þess að skoða þetta nánar, án þess að vita mikið um Pusjóin, þá myndi ég taka Tesluna allan daginn. Mun haldast mun betur í verði og er alvöru rafmagsbíll, ekki retrofitaður bensínbíll eins og pusjóin.
Tesla er samt ekki ennþá að smíða bíla í sama quality og eldri bílaframleiðendur. Það er fullt af hlutum sem vantar uppá, eins og hljóðeinangrun, allskonar víbringur og skrítin hljóð eru algeng. Lélegt build quality. Þetta er samt ekki hlutir sem nútíma bluetooth spjaldtölvu "tiktok" kynslóðin er að spá mikið í þannig þeir virðast komast upp með þetta.
*bætt við: eitthv sem ég hef tekið eftir með Teslur sem böggar mig gígantísklega mikið, og er algjört smáatriði. En það eru einmitt þessi smátriði sem skipta máli: ljósin sem lýsa upp númeraplöturnar. Þeir hafa ennþá ekki lært að gera svoleiðis. Á venjulegum bílum situr ljósið uppí stuðaranum fyrir ofan plöturnar og lýsa þær upp. Á Teslum eru perurnar sjálfar sýnilegar og því sér maður bara tvö skær ljós. alveg fáránlegt.
Tesla er samt ekki ennþá að smíða bíla í sama quality og eldri bílaframleiðendur. Það er fullt af hlutum sem vantar uppá, eins og hljóðeinangrun, allskonar víbringur og skrítin hljóð eru algeng. Lélegt build quality. Þetta er samt ekki hlutir sem nútíma bluetooth spjaldtölvu "tiktok" kynslóðin er að spá mikið í þannig þeir virðast komast upp með þetta.
*bætt við: eitthv sem ég hef tekið eftir með Teslur sem böggar mig gígantísklega mikið, og er algjört smáatriði. En það eru einmitt þessi smátriði sem skipta máli: ljósin sem lýsa upp númeraplöturnar. Þeir hafa ennþá ekki lært að gera svoleiðis. Á venjulegum bílum situr ljósið uppí stuðaranum fyrir ofan plöturnar og lýsa þær upp. Á Teslum eru perurnar sjálfar sýnilegar og því sér maður bara tvö skær ljós. alveg fáránlegt.
Síðast breytt af Henjo á Lau 29. Júl 2023 14:38, breytt samtals 2 sinnum.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16575
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2137
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Tesla Y vs Peugeot e-2008 GT vs ?
@Henjo, gott svar!
Og rímar alveg við mína upplifun þrátt fyrir að hafa bara prófað bílana í c.a. 30 mínútur hvorn.
Peugeot virkaði á mig eins og vandaður bensínbíll sem búið var að skipta út vélinni fyrir rafmótor.
Virkaði í akstri eins og venjuelgur bíll nema hljóðlátari, var eins og að sitja heima í stofu í akstri.
Teslan virkaði eins og tækniundur, myndavélakerfið og allar tölvustillingarnar til að fikta í. Flott að bíllinn muni eftir manni og stillir sætið og annað eftir því. Á þessum hálftíma sem ég keyrði Tesluna þá steig ég einu sinni á bremsuna, Peugeot var ekki þannig. Batteríð er stór partur af svona bíl og þar hefur Tesla líklega höfuð og herðar yfir aðra framleiðendur. Svo hef ég líka á tilfinningunni eins og þú að Tesla haldi betur verðgildi, Peugeot er líklega ekki besta fjárfestingin.
Og rímar alveg við mína upplifun þrátt fyrir að hafa bara prófað bílana í c.a. 30 mínútur hvorn.
Peugeot virkaði á mig eins og vandaður bensínbíll sem búið var að skipta út vélinni fyrir rafmótor.
Virkaði í akstri eins og venjuelgur bíll nema hljóðlátari, var eins og að sitja heima í stofu í akstri.
Teslan virkaði eins og tækniundur, myndavélakerfið og allar tölvustillingarnar til að fikta í. Flott að bíllinn muni eftir manni og stillir sætið og annað eftir því. Á þessum hálftíma sem ég keyrði Tesluna þá steig ég einu sinni á bremsuna, Peugeot var ekki þannig. Batteríð er stór partur af svona bíl og þar hefur Tesla líklega höfuð og herðar yfir aðra framleiðendur. Svo hef ég líka á tilfinningunni eins og þú að Tesla haldi betur verðgildi, Peugeot er líklega ekki besta fjárfestingin.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 312
- Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
- Reputation: 64
- Staða: Ótengdur
Re: Tesla Y vs Peugeot e-2008 GT vs ?
GuðjónR skrifaði:Beygjuradíusinn var ekkert til að hrópa húrra fyrir, átti von á liprari beygjuradíus á bíl sem er afturhjóladrifinn.
Einn sem ég þekki sem á Módel Y sagði að bíllinn sinn væri með beygjuradíus á við hús
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16575
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2137
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Tesla Y vs Peugeot e-2008 GT vs ?
B0b4F3tt skrifaði:GuðjónR skrifaði:Beygjuradíusinn var ekkert til að hrópa húrra fyrir, átti von á liprari beygjuradíus á bíl sem er afturhjóladrifinn.
Einn sem ég þekki sem á Módel Y sagði að bíllinn sinn væri með beygjuradíus á við hús
LOL já ég upplifði það dálítið þannig, þurfti að bakka og hagræða til að komast í stæði. Gamli framdrifni Skódinn er með betri radíus og er hann eins og trukkur.
-
- Geek
- Póstar: 837
- Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
- Reputation: 146
- Staðsetning: Reykjanesbær
- Staða: Tengdur
Re: Tesla Y vs Peugeot e-2008 GT vs ?
Strákurinn minn á svona Peugeot e-2008 GT og þetta er fínasti bíll en raundrægni er allt of lítil. Mig grunar samt að Teslan hafi yfirhöndina í öllu öðru en útlitinu, hún er helvíti ljót.
Síðast breytt af Hrotti á Lau 29. Júl 2023 21:32, breytt samtals 1 sinni.
Verðlöggur alltaf velkomnar.
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1578
- Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
- Reputation: 95
- Staðsetning: 600
- Staða: Ótengdur
Re: Tesla Y vs Peugeot e-2008 GT vs ?
Hvorugt. Fáðér Polestar.
Eplakarfan: Apple Watch S8 | iPad Pro M1 | Macbook Pro 14” M3 | Apple TV 4K | iPhone 16 Pro Max | Airpods Pro | Airpods Pro 2 | iMac 27”
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | ThinkPad T14
Útiveran: Honda CR-V 2021 | Land Cruiser 150 | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | ThinkPad T14
Útiveran: Honda CR-V 2021 | Land Cruiser 150 | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16575
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2137
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Tesla Y vs Peugeot e-2008 GT vs ?
ColdIce skrifaði:Hvorugt. Fáðér Polestar.
Takk fyrir að minna mig á að kaupa Lottó miða
https://nyirbilar.brimborg.is/is/nyir-bilar/bill/134744
- Viðhengi
-
- Screenshot 2023-07-29 at 17.39.13.png (1012.72 KiB) Skoðað 6614 sinnum
-
- Fiktari
- Póstar: 85
- Skráði sig: Sun 22. Jan 2017 03:42
- Reputation: 33
- Staða: Ótengdur
Re: Tesla Y vs Peugeot e-2008 GT vs ?
Ég lét vaða á Model Y long range í maí eftir mikla yfirlegu á þessu. Það sem ég tók eftir með minn bíl sem er 23 módel og reynsluakstursbílinn sem var 22 módel er að 23 bíllinn mýkri (ný fjöðrun á 23 módelinu). Overall er ég mjög sáttur, fór norður um daginn, komst frá Reykjavík í Varmahlíð á 58% batterýi (hlóð í 98% og hann var kominn í 40% á leiðarenda). Hlóð svo í Staðarskála í supercharger stöð frá Teslu á leiðinni til baka, tók 21mín frá 35% upp í 90% og ég borgaði 413kr fyrir...
CPU: Intel Core i7 6700 @ 3.4Ghz MB: Gigabyte Z170X Gaming 5 GPU: Gigabyte GTX1070 G1 Gaming RAM: Corsair Vengeance LPX 4x8GB 3200Mhz CPU Cooler: Cooler Master Hyper T4 PSU: Phanteks Revolt Pro 850W Case: NZXT H440W Silent
Re: Tesla Y vs Peugeot e-2008 GT vs ?
GuðjónR skrifaði:ColdIce skrifaði:Hvorugt. Fáðér Polestar.
Takk fyrir að minna mig á að kaupa Lottó miða
https://nyirbilar.brimborg.is/is/nyir-bilar/bill/134744
Þeir hljóta að taka Skódann upp í er það ekki?
Leikjavél | ROG Strix X570-E | 5800x3D | LF II 240| RTX 3090 | G.Skill 32GB Flare X 3200Mhz | RM850x | Pure Base 500
Server | ASRock H610M-ITX/ac | i5 12400 | Dark Rock TF2 | 32GB | 14 TB | Unraid Basic
Server | ASRock H610M-ITX/ac | i5 12400 | Dark Rock TF2 | 32GB | 14 TB | Unraid Basic
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16575
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2137
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Tesla Y vs Peugeot e-2008 GT vs ?
Hrotti skrifaði:Strákurinn minn svona Peugeot e-2008 GT og þetta er fínasti bíll en raundrægni er allt of lítil. Mig grunar samt að Teslan hafi yfirhöndina í öllu öðru en útlitinu, hún er helvíti ljót.
Já sammála, ef maður kaupir Teslu þá er það ekki útlitsins vegna, svo mikið er víst.
Peugeot er með 50kWh batterí sem gefið er upp í 345km ætli 50% af því sé ekki nær lagi yfir köldustu vetrarmánuðina?
Teslan er áætluð 450km en hér er síða sem gefur upp rauntölur og segir 250 - 510 km sé eitthvað sem reikna má með.
https://ev-database.org/car/1743/Tesla-Model-Y
p.s. þið sem hafið átt bæði Model 3 og Y hvor bíllinn er skemmtilegri að ykkar mati?
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16575
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2137
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Tesla Y vs Peugeot e-2008 GT vs ?
agnarkb skrifaði:GuðjónR skrifaði:ColdIce skrifaði:Hvorugt. Fáðér Polestar.
Takk fyrir að minna mig á að kaupa Lottó miða
https://nyirbilar.brimborg.is/is/nyir-bilar/bill/134744
Þeir hljóta að taka Skódann upp í er það ekki?
Þú meinar að ég væri kannski til í að tala Polestar upp í Skóda?
Annars þá sel ég ekki Skódann, gott að eiga alvöru bíl ef batterísdótið beilar
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1780
- Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
- Reputation: 142
- Staða: Ótengdur
Re: Tesla Y vs Peugeot e-2008 GT vs ?
Er með 2023 Model Y LR.
Fór norður um daginn í góðu veðri - drægnikvíði er ekki hugtak sem Teslu eigendur þurfa að spá í - kom til Akureyrar með rúm 18% eftir. Tesla supercharger kerfið er svo mikil snilld.
Var á 2023 VW Tiguan í Þýskalandi um daginn - ég saknaði infotainment kerfisins úr Teslunni gríðarlega, leið eins og að ég væri kominn aftur til ársins 2010!
Fór norður um daginn í góðu veðri - drægnikvíði er ekki hugtak sem Teslu eigendur þurfa að spá í - kom til Akureyrar með rúm 18% eftir. Tesla supercharger kerfið er svo mikil snilld.
Var á 2023 VW Tiguan í Þýskalandi um daginn - ég saknaði infotainment kerfisins úr Teslunni gríðarlega, leið eins og að ég væri kominn aftur til ársins 2010!
PS4
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3750
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Reputation: 474
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Tesla Y vs Peugeot e-2008 GT vs ?
Henjo skrifaði:Tesla er samt ekki ennþá að smíða bíla í sama quality og eldri bílaframleiðendur. Það er fullt af hlutum sem vantar uppá, eins og hljóðeinangrun, allskonar víbringur og skrítin hljóð eru algeng. Lélegt build quality. Þetta er samt ekki hlutir sem nútíma bluetooth spjaldtölvu "tiktok" kynslóðin er að spá mikið í þannig þeir virðast komast upp með þetta.
Getur vel verið að tiktok kynslóðin sé ekki mikið að spá í því.
En tiktok kynslóðin er bara ekki þeir sem að eru aðalega að kaupa þessa bíla.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Re: Tesla Y vs Peugeot e-2008 GT vs ?
GuðjónR skrifaði:Hrotti skrifaði:Strákurinn minn svona Peugeot e-2008 GT og þetta er fínasti bíll en raundrægni er allt of lítil. Mig grunar samt að Teslan hafi yfirhöndina í öllu öðru en útlitinu, hún er helvíti ljót.
Já sammála, ef maður kaupir Teslu þá er það ekki útlitsins vegna, svo mikið er víst.
Peugeot er með 50kWh batterí sem gefið er upp í 345km ætli 50% af því sé ekki nær lagi yfir köldustu vetrarmánuðina?
Teslan er áætluð 450km en hér er síða sem gefur upp rauntölur og segir 250 - 510 km sé eitthvað sem reikna má með.
https://ev-database.org/car/1743/Tesla-Model-Y
p.s. þið sem hafið átt bæði Model 3 og Y hvor bíllinn er skemmtilegri að ykkar mati?
Ég fékk mér Peugeot 2008 gt útgáfuna í byrjun mánaðar.
Gefin drægni var greinilega reiknuð niður í móti með vind því 345km er djöfulsins kjaftæði.
Ég næ 200km MAX á honum á einni hleðslu í þessu veðurfari sem er búið að vera sl mánuð. Hlakka ekkert til að hlaða hann á 40km fresti í vetur
-Need more computer stuff-
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16575
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2137
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Tesla Y vs Peugeot e-2008 GT vs ?
MrIce skrifaði:GuðjónR skrifaði:Hrotti skrifaði:Strákurinn minn svona Peugeot e-2008 GT og þetta er fínasti bíll en raundrægni er allt of lítil. Mig grunar samt að Teslan hafi yfirhöndina í öllu öðru en útlitinu, hún er helvíti ljót.
Já sammála, ef maður kaupir Teslu þá er það ekki útlitsins vegna, svo mikið er víst.
Peugeot er með 50kWh batterí sem gefið er upp í 345km ætli 50% af því sé ekki nær lagi yfir köldustu vetrarmánuðina?
Teslan er áætluð 450km en hér er síða sem gefur upp rauntölur og segir 250 - 510 km sé eitthvað sem reikna má með.
https://ev-database.org/car/1743/Tesla-Model-Y
p.s. þið sem hafið átt bæði Model 3 og Y hvor bíllinn er skemmtilegri að ykkar mati?
Ég fékk mér Peugeot 2008 gt útgáfuna í byrjun mánaðar.
Gefin drægni var greinilega reiknuð niður í móti með vind því 345km er djöfulsins kjaftæði.
Ég næ 200km MAX á honum á einni hleðslu í þessu veðurfari sem er búið að vera sl mánuð. Hlakka ekkert til að hlaða hann á 40km fresti í vetur
Úff hljómar ekki vel. Ég var búinn að sjá fyrir mér 200km miðað við verstu mögulegu aðstæður. Get þá gleymt þessari pælingu. Spurning hvort þú getir rift kaupunum ef drægnin er svona langt frá því sem auglýst er og það miðað við bestu aðstæður.
Re: Tesla Y vs Peugeot e-2008 GT vs ?
Ehh, ég ætla láta mig hafa þetta, ef ég þarf virkilega á meiri drægni þá hef ég ennþá good ol hilux backup.. var samt ekkert óþarflega sáttur með þetta :/ Ef veskið hefði leyft þá hefði ég líklegast farið í Polestar 4x4. Á eina frænku sem kemst yfir 300km á einni hleðslu án vandræða á einum þannig.
eða f150 lightning
eða f150 lightning
-Need more computer stuff-
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 387
- Skráði sig: Sun 08. Jan 2006 15:40
- Reputation: 83
- Staða: Ótengdur
Re: Tesla Y vs Peugeot e-2008 GT vs ?
Ég fékk mér Model 3 Performance til að leika mér á og nota hann sem daily driver.
Hann er uppgefinn með 600km drægni en ég næ því ekki.
Ég bý í vogum vatnsleysu og vinn í Reykjavík og keyri hann alltaf á milli og allt sem ég þarf að fara í vinnuni og ég þarf að hlaða 3-4 hvern dag.
Það var alltaf 3 hvern dag í vetur samt í kuldanum.
Kom mér samt á óvart um daginn þegar ég þurfti að fara vinnuferð á Akureyri þá fór ég með battery í 100% úr vogum og það var lítil umferð svo ég var duglegur að taka frammúr svo ég sá oft tölur yfir 200km á mælinum og þá bað hann um hleðslu í staðarskála.
Ég stakk í samband, fór inn og fékk mér pulsu og kók og settist niður og ég var rétt hálfnaður með pulsuna þegar bíllinn lét mig vita að núna vild hann halda áfram.
Ég kláraði þá pulsuna og fór á Akureyri og var síðan í 3 daga að þvælast þar án þess að hlaða.
Fór síðan í 100% á Akureyri og lagði af stað í bæinn og þá var svaka traffík svo ég hékk bara á cirka 1ookm í röð og þá bað hann ekki um hleðslu og ég fór þá alla leið í bæinn og inn í Voga vatnsleysu og átti þá 18% eftir.
Það skiptir þá greinilega miklu hvernig þetta er keyrt en mér sýndist sem ég hefði verið með um 25kw/100km á leiðinni norður en bara 16.5kw/100km á leiðinni heim.
Einn í fjölskyldunni fékk sér Peugeot 2008 og hann á bústað rétt fyrir utan Borgarnes og hann komst aldrei fram og til baka, þurfti alltaf að hlaða í Borgarnesi.
Hann er kominn á Y í dag og laus við drægniskvíðann.
Það eru fullt af göllum í Teslunni sem ég finn en kostirnir yfirgnæfa gallana finnst mér.
Ég var allavega að panta Y fyrir konuna núna sem sýnir kanski hvað maður er ánægður með þessa bíla.
Uppfærslurnar eru æðislegar. Ég er alltaf að fá eitthvað nýtt og skemmtilegt í bílinn.
Þjónustan er mjög góð. Varahlutaverð er algjörlega fáránlegt. þá á ég við að varahlutir séu svo ódýrir.
Gaman líka að svona hlutum eins og að ég t.d. hætti að fá straum í power outlettið svo það virkuðu ekki hlutir sem ég stakk í samband þar.
Ég fór í appið og pantaði þjónustu og sendi inn lýsingu á þessu.
3 dögum seinna var í á kaffistofunni í vinnunni og var að horfa yfir bílaplanið og bílinn minn þar og þá hrindi síminn og einhver gaur sagði "Sæll. stebbi hérna hjá Tesla. Ég er að vinna í bílnum þínum, hvernig lýsir þetta sér?. Ég lýsti þessu fyrir honum og þá sagði hann allt í einu, já heyrðu ég sé að það er enginn straumur á þessu. ég ætla að vinna eitthvað í þessu."
Það var síðan allt lagað án þess að ég þyrfti að fara með bílinn á verkstæði.
Það er rétt þetta með beygjurnar. þær bara rétt duga til að ná hringtorgi eða rétt rúmlega það.
Ég var búinn að lesa mér mér til um það og þá er málið að til þess að halda bílunum "maintenance free" varðandi öxla og drifbúnað þá eru sömu svakalega sveru öxlarnir notaðir í alla bílana sama hvort það sé standard bíll eða 540 hestafla performance bíll og þegar þú ert kominn með svona svera öxla og svera öxulliði þá bjóða þeir bara ekki uppá mikla beygju.
Ég get alveg horft framhjá því þótt það pirri mig stundum þegar ég legg í stæði.
Eins og ég sagði að þá eru þeir alls ekki fullkomnir þessir bílar en þeir eru tæknilega 5-7 árum á undan öllum hinum og þetta battery management system hjá þeim er geggjað.
Cirka 23% af akstrinum hjá þér er rafmagn sem þú færð út úr regen þegar þú hægir á þér eða bremsar. það er nokkuð impressive.
Fyrir mér er þetta alls ekki neitt val, ég mundi alltaf taka Tesluna.
Hann er uppgefinn með 600km drægni en ég næ því ekki.
Ég bý í vogum vatnsleysu og vinn í Reykjavík og keyri hann alltaf á milli og allt sem ég þarf að fara í vinnuni og ég þarf að hlaða 3-4 hvern dag.
Það var alltaf 3 hvern dag í vetur samt í kuldanum.
Kom mér samt á óvart um daginn þegar ég þurfti að fara vinnuferð á Akureyri þá fór ég með battery í 100% úr vogum og það var lítil umferð svo ég var duglegur að taka frammúr svo ég sá oft tölur yfir 200km á mælinum og þá bað hann um hleðslu í staðarskála.
Ég stakk í samband, fór inn og fékk mér pulsu og kók og settist niður og ég var rétt hálfnaður með pulsuna þegar bíllinn lét mig vita að núna vild hann halda áfram.
Ég kláraði þá pulsuna og fór á Akureyri og var síðan í 3 daga að þvælast þar án þess að hlaða.
Fór síðan í 100% á Akureyri og lagði af stað í bæinn og þá var svaka traffík svo ég hékk bara á cirka 1ookm í röð og þá bað hann ekki um hleðslu og ég fór þá alla leið í bæinn og inn í Voga vatnsleysu og átti þá 18% eftir.
Það skiptir þá greinilega miklu hvernig þetta er keyrt en mér sýndist sem ég hefði verið með um 25kw/100km á leiðinni norður en bara 16.5kw/100km á leiðinni heim.
Einn í fjölskyldunni fékk sér Peugeot 2008 og hann á bústað rétt fyrir utan Borgarnes og hann komst aldrei fram og til baka, þurfti alltaf að hlaða í Borgarnesi.
Hann er kominn á Y í dag og laus við drægniskvíðann.
Það eru fullt af göllum í Teslunni sem ég finn en kostirnir yfirgnæfa gallana finnst mér.
Ég var allavega að panta Y fyrir konuna núna sem sýnir kanski hvað maður er ánægður með þessa bíla.
Uppfærslurnar eru æðislegar. Ég er alltaf að fá eitthvað nýtt og skemmtilegt í bílinn.
Þjónustan er mjög góð. Varahlutaverð er algjörlega fáránlegt. þá á ég við að varahlutir séu svo ódýrir.
Gaman líka að svona hlutum eins og að ég t.d. hætti að fá straum í power outlettið svo það virkuðu ekki hlutir sem ég stakk í samband þar.
Ég fór í appið og pantaði þjónustu og sendi inn lýsingu á þessu.
3 dögum seinna var í á kaffistofunni í vinnunni og var að horfa yfir bílaplanið og bílinn minn þar og þá hrindi síminn og einhver gaur sagði "Sæll. stebbi hérna hjá Tesla. Ég er að vinna í bílnum þínum, hvernig lýsir þetta sér?. Ég lýsti þessu fyrir honum og þá sagði hann allt í einu, já heyrðu ég sé að það er enginn straumur á þessu. ég ætla að vinna eitthvað í þessu."
Það var síðan allt lagað án þess að ég þyrfti að fara með bílinn á verkstæði.
Það er rétt þetta með beygjurnar. þær bara rétt duga til að ná hringtorgi eða rétt rúmlega það.
Ég var búinn að lesa mér mér til um það og þá er málið að til þess að halda bílunum "maintenance free" varðandi öxla og drifbúnað þá eru sömu svakalega sveru öxlarnir notaðir í alla bílana sama hvort það sé standard bíll eða 540 hestafla performance bíll og þegar þú ert kominn með svona svera öxla og svera öxulliði þá bjóða þeir bara ekki uppá mikla beygju.
Ég get alveg horft framhjá því þótt það pirri mig stundum þegar ég legg í stæði.
Eins og ég sagði að þá eru þeir alls ekki fullkomnir þessir bílar en þeir eru tæknilega 5-7 árum á undan öllum hinum og þetta battery management system hjá þeim er geggjað.
Cirka 23% af akstrinum hjá þér er rafmagn sem þú færð út úr regen þegar þú hægir á þér eða bremsar. það er nokkuð impressive.
Fyrir mér er þetta alls ekki neitt val, ég mundi alltaf taka Tesluna.
Re: Tesla Y vs Peugeot e-2008 GT vs ?
Því hægar sem þú ferð á rafmagsbíll því lengra kemstu, ef þú ert á 100km/h+ og alltaf að taka frammúr þá dugan rafmagnið stutt. Fólk hefur verið að keyra yfir þúsund km á einni hleðslu á Teslum með því að keyra superhægt.
Væri áhugavert að sjá hvort þessi slæmi beygjuradíus eigi líka við um afturhjóladrifnu Teslurnar.
Væri áhugavert að sjá hvort þessi slæmi beygjuradíus eigi líka við um afturhjóladrifnu Teslurnar.
-
- FanBoy
- Póstar: 708
- Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
- Reputation: 123
- Staða: Ótengdur
Re: Tesla Y vs Peugeot e-2008 GT vs ?
Undirritaður sem aldrei hefur haft gaman af bílum. Fékk að prófa fyrstu rafmagnsbílana í fyrra. Prófaði þess bíla hérna:
Kia EV6
Nissan Leaf 40kW
BMW iX40
Tesla Model 3LR
Tesla Model 3 Performance
Tesla Model S P85
Tesla Model S P85D
Jaguar I-Pace
Ég keypti nýjan Leaf + Tesla Model 3 LR 2020 notaðan.
Eftir þrjá mánuði skipti ég út Leaf fyrir Tesla Model S Performance P85D, búin að keyra 30K á c.a. ári., eftir 6 mánuði pantaði ég Tesla Model 3 Performance og Tesla tók gamla bílinn upp í, frábær þjónusta.
Þetta hefur bara verið gaman að keyra. Þjónustan hefur verið framúrskarandi hjá Tesla. Ég ferðast bara bæði innan og utan bæjar á Tesla Model S, fyrir utan stöku Keflavíkur ferð á Model 3 Performance. Ég fer ekki malarvegi.
Model S hefur reynst frábærlega, ég hæghleð í hverju einasta krummaskuði á 22kW eins og Blönduós, Hveragerði, Borgarnes, Ólafsfjörður, Hrafnagil, Húsavík, Dalvík, Hella sem dæmi. Oftast er ég að hlaða frítt eða á mun lægra verði en þeir sem eru að bíða í röð eftir hraðhleðslunni. Keyrði 1600 km. í túr í fyrra haust. Borgaði 1000 kr. í hleðslukostnað. Hefði getað sloppið með 278 kr.
Heildarstærð á farangursrými í Model S er meiri heldur en í BMW iX40/50 sem dæmi.
Báðir þessir bílar eru asnalega snarpir. Model S er 2.8 sekúndur frá 0-100. Model 3P er 3.3. sekúndur í 0-100.
Ég myndi segja skráið ykkur í FB grúppurnar fyrir viðkomandi bíla og þið sjáið hverjir eru í vandræðum að gera sína viðskiptavini ánægða.
Það er hugmynd um að uppfæra báða bílana hérna og ég sé ekki annað en að Tesla sé málið. Allir fjölskyldumeðlimir kátir á aldrinum 18 og 4x að keyra þessa gripi.
Kia EV6
Nissan Leaf 40kW
BMW iX40
Tesla Model 3LR
Tesla Model 3 Performance
Tesla Model S P85
Tesla Model S P85D
Jaguar I-Pace
Ég keypti nýjan Leaf + Tesla Model 3 LR 2020 notaðan.
Eftir þrjá mánuði skipti ég út Leaf fyrir Tesla Model S Performance P85D, búin að keyra 30K á c.a. ári., eftir 6 mánuði pantaði ég Tesla Model 3 Performance og Tesla tók gamla bílinn upp í, frábær þjónusta.
Þetta hefur bara verið gaman að keyra. Þjónustan hefur verið framúrskarandi hjá Tesla. Ég ferðast bara bæði innan og utan bæjar á Tesla Model S, fyrir utan stöku Keflavíkur ferð á Model 3 Performance. Ég fer ekki malarvegi.
Model S hefur reynst frábærlega, ég hæghleð í hverju einasta krummaskuði á 22kW eins og Blönduós, Hveragerði, Borgarnes, Ólafsfjörður, Hrafnagil, Húsavík, Dalvík, Hella sem dæmi. Oftast er ég að hlaða frítt eða á mun lægra verði en þeir sem eru að bíða í röð eftir hraðhleðslunni. Keyrði 1600 km. í túr í fyrra haust. Borgaði 1000 kr. í hleðslukostnað. Hefði getað sloppið með 278 kr.
Heildarstærð á farangursrými í Model S er meiri heldur en í BMW iX40/50 sem dæmi.
Báðir þessir bílar eru asnalega snarpir. Model S er 2.8 sekúndur frá 0-100. Model 3P er 3.3. sekúndur í 0-100.
Ég myndi segja skráið ykkur í FB grúppurnar fyrir viðkomandi bíla og þið sjáið hverjir eru í vandræðum að gera sína viðskiptavini ánægða.
Það er hugmynd um að uppfæra báða bílana hérna og ég sé ekki annað en að Tesla sé málið. Allir fjölskyldumeðlimir kátir á aldrinum 18 og 4x að keyra þessa gripi.
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 961
- Skráði sig: Þri 18. Apr 2006 01:26
- Reputation: 71
- Staðsetning: Seltjarnarnes
- Staða: Ótengdur
Re: Tesla Y vs Peugeot e-2008 GT vs ?
Krakkar BYD, prófið BYD Han og þá eru þið sold. Langbesti rafmagnsbíll sem ég hef setið í.
LEGION 5 PRO | ASUSTOR NAS 26TB | LG B1 OLED | PS5 PRO | XBOX SX | Klipsch 5.0 | Yamaha |
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1903
- Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
- Reputation: 64
- Staðsetning: Reykjanesbær
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Tesla Y vs Peugeot e-2008 GT vs ?
Hef aldrei verið hrifinn af Frönskum bílum þannig að ég myndi velja Tesluna.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 383
- Skráði sig: Fim 26. Des 2002 23:38
- Reputation: 51
- Staða: Ótengdur
Re: Tesla Y vs Peugeot e-2008 GT vs ?
Þetta er ekki spurning.
Tekur Tesla Y standard range, getur hlaðið hann daglega í 100% án þess að rýra rafhlöðuendingu á einhvern mælanlegan máta.Í þessum bílum eru annaðhvort BYD eða CATL LFP rafhlöður í þessu sem eiga að þola 100% hleðslu daglega út líftíma ökutækis. Fróðir menn áætla 3000 cycles á slíkum rafhlöðum, sem þýðir að líftími pakka slagar hátt í 500k kílómetra. Einnig ertu því alltaf með 350-400 km drægni tilbúna til notkunar. Hátt í 250-290 hp á mótor, stærri og rýmri bíll að öllu leiti ásamt því að vera með farangurshólf að framan. Appupplifunin er á öðru leveli og önnur þægindi á borð við hljómtæki bera haus yfir herðar á Peugotinum. Nýtnin er líka mjög góð þrátt fyrir marga vankanta á orkurýmd rafhlöðu m.v þyngd og hafa prófanir sýnt að eyðsla per kílómetra á þessum bílum detti oft niður í 170 wh á km.
Peugotinn er með Lithium Ion pokasellum þar sem áætluð ending er í kringum 500 cycles. M.v að pakkinn á þeim bílum er í kringum 50kwh og nýtni per km er nálægt 230 wh á km þá má reikna að eðlileg ending sé í kringum 110 þúsund kílómetra á þeim pakka.
Þetta er auðvitað ofureinfaldaður útreikningur og má alveg búast við að báðir pakkar endist lengur m.t.t eðlilegrar rýrnunar. Staðreyndin er samt sú að í prófunum hefur það sýnt sig að Peugotinn eyðir hátt í 35% meiri orku við að keyra sömu vegalend og Teslan. Einnig er Peugotinn með 20% minni rafhlöðupakka, þ.e.a.s 50kWh vs 60kWh og passar það því við raunheimaprófanir í drægni.
Þú ert með minna en 10% verðmun á þessum bílum að því gefnu að þú notir referral kóða og kaupir úr inventory ( Ég skal glaður gefa þér referral kóða sem gefur að mig minnir 70k+ afslátt af verði bíls, sendu mér bara PM) þá ættir þú að getað verslað Tesluna að slefa rétt undir sex milljónir.
Þetta er mögulega fullnördaleg útlistun á allskonar atriðum en til þess er þetta spjallborð að mestu. Það eru reyndar allskonar teikn á lofti með allskonar mál og ég er enginn Tesla fanboy, margt í fari þessara ökutækja sem er einfaldlega ekki gott en breytir þó ekki þeirri staðreynd að þetta er eitt besta bang for the buck ökutæki á markaðnum í dag. Ef þú ert með einhverjar spurningar eða vangaveltur þá máttu líka senda mér skilaboð og ég reyni að svara um hæl af bestu getu.
Tekur Tesla Y standard range, getur hlaðið hann daglega í 100% án þess að rýra rafhlöðuendingu á einhvern mælanlegan máta.Í þessum bílum eru annaðhvort BYD eða CATL LFP rafhlöður í þessu sem eiga að þola 100% hleðslu daglega út líftíma ökutækis. Fróðir menn áætla 3000 cycles á slíkum rafhlöðum, sem þýðir að líftími pakka slagar hátt í 500k kílómetra. Einnig ertu því alltaf með 350-400 km drægni tilbúna til notkunar. Hátt í 250-290 hp á mótor, stærri og rýmri bíll að öllu leiti ásamt því að vera með farangurshólf að framan. Appupplifunin er á öðru leveli og önnur þægindi á borð við hljómtæki bera haus yfir herðar á Peugotinum. Nýtnin er líka mjög góð þrátt fyrir marga vankanta á orkurýmd rafhlöðu m.v þyngd og hafa prófanir sýnt að eyðsla per kílómetra á þessum bílum detti oft niður í 170 wh á km.
Peugotinn er með Lithium Ion pokasellum þar sem áætluð ending er í kringum 500 cycles. M.v að pakkinn á þeim bílum er í kringum 50kwh og nýtni per km er nálægt 230 wh á km þá má reikna að eðlileg ending sé í kringum 110 þúsund kílómetra á þeim pakka.
Þetta er auðvitað ofureinfaldaður útreikningur og má alveg búast við að báðir pakkar endist lengur m.t.t eðlilegrar rýrnunar. Staðreyndin er samt sú að í prófunum hefur það sýnt sig að Peugotinn eyðir hátt í 35% meiri orku við að keyra sömu vegalend og Teslan. Einnig er Peugotinn með 20% minni rafhlöðupakka, þ.e.a.s 50kWh vs 60kWh og passar það því við raunheimaprófanir í drægni.
Þú ert með minna en 10% verðmun á þessum bílum að því gefnu að þú notir referral kóða og kaupir úr inventory ( Ég skal glaður gefa þér referral kóða sem gefur að mig minnir 70k+ afslátt af verði bíls, sendu mér bara PM) þá ættir þú að getað verslað Tesluna að slefa rétt undir sex milljónir.
Þetta er mögulega fullnördaleg útlistun á allskonar atriðum en til þess er þetta spjallborð að mestu. Það eru reyndar allskonar teikn á lofti með allskonar mál og ég er enginn Tesla fanboy, margt í fari þessara ökutækja sem er einfaldlega ekki gott en breytir þó ekki þeirri staðreynd að þetta er eitt besta bang for the buck ökutæki á markaðnum í dag. Ef þú ert með einhverjar spurningar eða vangaveltur þá máttu líka senda mér skilaboð og ég reyni að svara um hæl af bestu getu.
Síðast breytt af Sultukrukka á Sun 30. Júl 2023 12:16, breytt samtals 1 sinni.
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1578
- Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
- Reputation: 95
- Staðsetning: 600
- Staða: Ótengdur
Re: Tesla Y vs Peugeot e-2008 GT vs ?
Hefuru eitthvað skoðað MG? Þekki þá ekki sjálfur en væri til í fræðslu ef einhver þekkir þá. Myndi fá mér 4x4 bíl allavega Guðjón
https://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bi ... 58e8e3db89
Eða
https://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bi ... 2de8466f16
Jafnvel
https://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bi ... 2de8466f16
https://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bi ... 58e8e3db89
Eða
https://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bi ... 2de8466f16
Jafnvel
https://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bi ... 2de8466f16
Síðast breytt af ColdIce á Sun 30. Júl 2023 08:28, breytt samtals 1 sinni.
Eplakarfan: Apple Watch S8 | iPad Pro M1 | Macbook Pro 14” M3 | Apple TV 4K | iPhone 16 Pro Max | Airpods Pro | Airpods Pro 2 | iMac 27”
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | ThinkPad T14
Útiveran: Honda CR-V 2021 | Land Cruiser 150 | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | ThinkPad T14
Útiveran: Honda CR-V 2021 | Land Cruiser 150 | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 303
- Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
- Reputation: 57
- Staða: Ótengdur
Re: Tesla Y vs Peugeot e-2008 GT vs ?
Sultukrukka skrifaði:Þetta er ekki spurning.
Tekur Tesla Y standard range, getur hlaðið hann daglega í 100% án þess að rýra rafhlöðuendingu á einhvern mælanlegan máta.Í þessum bílum eru annaðhvort BYD eða CATL LFP rafhlöður í þessu sem eiga að þola 100% hleðslu daglega út líftíma ökutækis. Fróðir menn áætla 3000 cycles á slíkum rafhlöðum, sem þýðir að líftími pakka slagar hátt í 500k kílómetra. Einnig ertu því alltaf með 350-400 km drægni tilbúna til notkunar. Hátt í 250-290 hp á mótor, stærri og rýmri bíll að öllu leiti ásamt því að vera með farangurshólf að framan. Appupplifunin er á öðru leveli og önnur þægindi á borð við hljómtæki bera haus yfir herðar á Peugotinum. Nýtnin er líka mjög góð þrátt fyrir marga vankanta á orkurýmd rafhlöðu m.v þyngd og hafa prófanir sýnt að eyðsla per kílómetra á þessum bílum detti oft niður í 170 wh á km.
Peugotinn er með Lithium Ion pokasellum þar sem áætluð ending er í kringum 500 cycles. M.v að pakkinn á þeim bílum er í kringum 50kwh og nýtni per km er nálægt 230 wh á km þá má reikna að eðlileg ending sé í kringum 110 þúsund kílómetra á þeim pakka.
Þetta er auðvitað ofureinfaldaður útreikningur og má alveg búast við að báðir pakkar endist lengur m.t.t eðlilegrar rýrnunar. Staðreyndir er samt sú að í prófunum hefur það sýnt sig að Peugotinn eyðir hátt í 35% meiri orku við að keyra sömu vegalend og Teslan. Einnig er Peugotinn með 20% minni rafhlöðupakka, þ.e.a.s 50kWh vs 60kWh og passar það því við raunheimaprófanir í drægni.
Þú ert með minna en 10% verðmun á þessum bílum að því gefnu að þú notir referral kóða og kaupir úr inventory ( Ég skal glaður gefa þér referral kóða sem gefur að mig minnir 70k+ afslátt af verði bíls, sendu mér bara PM) þá ættir þú að getað verslað Tesluna að slefa rétt undir sex milljónir.
Þetta er mögulega fullnördaleg útlistun á allskonar atriðum en til þess er þetta spjallborð að mestu. Það eru reyndar allskonar teikn á lofti með allskonar mál og ég er enginn Tesla fanboy, margt í fari þessara ökutækja sem er einfaldlega ekki gott en breytir þó ekki þeirri staðreynd að þetta er eitt besta bang for the buck ökutæki á markaðnum í dag. Ef þú ert með einhverjar spurningar eða vangaveltur þá máttu líka senda mér skilaboð og ég reyni að svara um hæl af bestu getu.
Tek undir þetta, ef þú hlustar á menn eins og Electric Viking á youtube eða Bjørn Nyland þá veistu að afturhjóladrifnu model 3 og model Y Teslurnar eru bílarnir sem þú ættir að spá í því LFP rafhlöðurnar duga lengst, þ.a. eftir 10 ár gætir þú verið með svipaða raundrægni á LFP afturhjóladrifnum bíl og NCM/NCA Long range bíll.
LFP þolir hita betur þannig þú getur DC hlaðið það oftar en nikkel rafhlöðurnar, það kviknar ekki í því við hátt hitastig ólíkt hinum nikkel batteríunum og kviknar heldur ekki í því við stungu kraft
Overall 99% örugga batterí séð frá öllum sjónarmiðum
Getur líka kíkt á ev-database.org til að sjá orkunýtni bílanna þar sérðu á svart-hvítu að Tesla er með bestu nýtnina, þeir eru langt á undan í kunnáttu og framleiðslugetu miðað við risaeðlubílaframleiðendurna.
Bjørn Nyland er líka með google sheets hlekk á nokkra tugi rafbíla sem hann hefur prufukeyrt yfir árin við norskar aðstæður þar sem hann sýnir raundrægni, ábyggilega dýrmætustu gögnin sem þú getur skoðað fyrir rafbíla við íslenskar aðstæður finnuru þar.
Sure þú ert að versla þér bíl, en þú ert fyrst og fremst að versla þér batterí enda dýrasti íhluturinn.
Síðast breytt af Trihard á Sun 30. Júl 2023 11:42, breytt samtals 5 sinnum.