Verð á 4090 rog korti


Höfundur
Maggibmovie
Nörd
Póstar: 103
Skráði sig: Mið 02. Des 2020 12:49
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Verð á 4090 rog korti

Pósturaf Maggibmovie » Mið 12. Júl 2023 11:19

Er einhver sem er með info á af hverju asus kortið er 100k dýrara en hin kortin fáanleg á íslandi, ég finn ekkert um það online


Lian-Li O11 Evo XL | Asus ROG Maximus z790 Apex Encore | Intel i9-14900KS | Direct die kæling m/420mm rad | G-skill Trident Z5 48GB 8200 | Samsung 990 Pro 4tb | Palit RTX4090 GameRock OC 24GB | BeQuiet Darkpower Pro 1600w | Samsung Odyssey G9 240hz |

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Verð á 4090 rog korti

Pósturaf jonsig » Mið 12. Júl 2023 15:13

Útaf margir halda að asus sé undantekningalaust alltaf best. Bara eins og fólk kaupir alltaf toyota, sem eru good bet. En heilt yfir held ég að það sé voða lítil hugsun að baki.

Ef þú spyrð einhvern furðulegan sem þekkir skjákort niður á component level, myndi sá hinn sami segja þér að kaupa kortið sem hefur lægstu hitatölurnar í testum, laust við coil whine og hefur gott support / RMA.

Þekki sjálfur ekki asus af góðu technical supporti.
Síðast breytt af jonsig á Mið 12. Júl 2023 15:16, breytt samtals 1 sinni.




nonesenze
Kerfisstjóri
Póstar: 1251
Skráði sig: Fim 10. Des 2009 17:06
Reputation: 100
Staða: Ótengdur

Re: Verð á 4090 rog korti

Pósturaf nonesenze » Mið 12. Júl 2023 16:28

mjög skrítið að miða rog strix skjákort við toyota, en asus velja yfirleitt besta silicon í gpu sem þeir fá í rog strix og svo fer restin í tuf eða dual eða turbo, þú labbar svona að því vísu að þú ert að fá topp binned gpu og minnið sem klukkast best og overkill kælingu

t.d. 1000 línunni var alltaf samsung minni í rog strix sem klukkaðist yfirleitt +1000mhz á meðan margir voru með micron sem klukkaðist +500mhjz yfirleitt max


CPU: Intel i9-14900KS
Móðurborð: Asus z790 apex encore
Minni: G.skill 2x24gb 8400mhz cl40
Skjákort: RTX 4090 rog strix
Turn psu: lian li o11d xl rog, Dark Power Pro 1600w13xQL120
Kæling: EK CR360 direct die AIO
SSD: Samsung SSD 980 PRO 1TB x2
Skjár: asus pg32uqr
Lyklaborð Mús heyrnatól : Corsair k100 rgb, corsair Virtuos

Skjámynd

Benzmann
Bara að hanga
Póstar: 1570
Skráði sig: Þri 11. Nóv 2008 14:58
Reputation: 44
Staðsetning: Breiðholt
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Verð á 4090 rog korti

Pósturaf Benzmann » Mið 12. Júl 2023 18:32

Ég er sammála, mér finnst verið að smyrja dáltið vel á þessi kort hér á landi
kort sem kostar 450þús hér á landi, kostar 340þús hingað komið á erlendum síðum

4090 kortin eru listuð á milli 1400-1700 EUR á erlendum síðum t.d eins og www.computeruniverse.net
Hingað komið eftir VSK þá væru þau á 275-340þús c.a með sendingarkostnaði, eftir hversu dýrt kort þú kaupir.


Varðandi Asus kort, þá hafa Asus verið að nota betra silikon og high end japanaska þétta (capacitors).
Það eitt að vera með betri þétta, getur aukið endingartíma á kortum um 1-2 ár jafnvel lengur framyfir önnur kort með lélegri þéttum.
MSI hefur verið að nota sömu capacitors í high end kortin sem þeir eru að selja.

Þú sérð kanski ekki mikinn mun í performance í leikjum á milli framleiðanda, á ódýru 4090 korti vs dýru 4090 korti
En þú ert að borga fyrir meiri gæði og endingu í dýrari kortunum, og ekki má gleyma meira RGB í sumum tilfellum :D


CPU: Intel i9 13900K | MB: Asus ROG Strix Z790-E Gaming| GPU: Asus TUF RTX 3080 OC 10gb | Case: Corsair 7000D| PSU: Corsair RM850x 850W | RAM: Kingston Fury 5600mhz 64gb |Storage: 2x Samsung 980Pro 2Tb| OS: Windows 11 Enterprise E5 64bit

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Verð á 4090 rog korti

Pósturaf jonsig » Mið 12. Júl 2023 19:00

Benzmann skrifaði:Varðandi Asus kort, þá hafa Asus verið að nota betra silikon og high end japanaska þétta (capacitors).
Það eitt að vera með betri þétta, getur aukið endingartíma á kortum um 1-2 ár jafnvel lengur framyfir önnur kort með lélegri þéttum.
MSI hefur verið að nota sömu capacitors í high end kortin sem þeir eru að selja.


Eru Asus með betra GPU bin heldur en Palit game rock ?
Síðan þessi "fróðleikur" um þéttana er eiginlega með því verra sem ég hef lesið á þessari ágætu síðu.




Höfundur
Maggibmovie
Nörd
Póstar: 103
Skráði sig: Mið 02. Des 2020 12:49
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Verð á 4090 rog korti

Pósturaf Maggibmovie » Mið 12. Júl 2023 19:05

Það er allavega ekki líklegt að maður fái performance fyrir þennan auka 100þ er það nokkuð?


Lian-Li O11 Evo XL | Asus ROG Maximus z790 Apex Encore | Intel i9-14900KS | Direct die kæling m/420mm rad | G-skill Trident Z5 48GB 8200 | Samsung 990 Pro 4tb | Palit RTX4090 GameRock OC 24GB | BeQuiet Darkpower Pro 1600w | Samsung Odyssey G9 240hz |

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Verð á 4090 rog korti

Pósturaf jonsig » Mið 12. Júl 2023 19:38

Maggibmovie skrifaði:Það er allavega ekki líklegt að maður fái performance fyrir þennan auka 100þ er það nokkuð?


Þú ert góður meðan þú kaupir ekki ódýrustu kortin almennt.
Þetta er allt mjög óljóst hvernig gæðin á gpu flögunum eru flokkuð og seld.

Ef þú ætlar að keppa við templar hérna á vaktinni eða missa þig í undervolting þá þarftu bestu gpu flögunar úr framleiðslunni hjá nvidia og helst hafa vatnskælingu.

Ef þú ætlar bara að nota kortið í tölvuleiki, þá er samt best að láta ódýrustu kortin eiga sig eins og zotac.
Síðan er gott að sjá reviews sem skoða hitatölur á hinum og þessum sortum á kortum. Góð kæling er bara lægri hiti,hávaði og meiri ending á kortinu.

Allt þetta skvaldur um þétta átti alveg rétt á sér um rafvökvaþétta kringum 2010. Hinsvegar hafa skjákort verið meira minna öll með polymer solid state þétta frá og með pascal línunni.
Made in japan hefur ekki alveg sömu þýðingu í því samhengi í dag þegar talað er um solid state þétta.
Þessi þétta plága var ekki einhverjum "kínverksum" þéttum að kenna per se, heldur voru fyrirtæki eins og dell í tilraunastarfssemi að spara sér með að kaupa under- spec þétta og spara nokkrar krónur á hverju raftæki.

FIY þá eru APAQ, KEMET, LELON OG CAPXON notaðir í megnið af bæði high og low end skjákortum í dag (EKKI frá JAPAN)




Trihard
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 303
Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
Reputation: 57
Staða: Ótengdur

Re: Verð á 4090 rog korti

Pósturaf Trihard » Fim 13. Júl 2023 10:03

Kaupa ódýrasta kortið og vatnskæla það, mun endast forever svo lengi sem þú bræðir það ekki í 95+ gráðum
Sjálfur er ég með rog strix kort vatnskælt þannig ég bet búist við forever++ endingu :8)
Síðast breytt af Trihard á Fim 13. Júl 2023 10:05, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Templar
Kerfisstjóri
Póstar: 1221
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 414
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Verð á 4090 rog korti

Pósturaf Templar » Fim 13. Júl 2023 10:57

Var með Palit GameRock OC 4090 sem var með 0 coil whine, seldi það og sá sem keypti það vatnskældi það og náði enn meira úr því en ég, sá aðili var með MSI kort og það var líka vatnskælt en hann var aldrei að ná sama hraða úr því og Palit kortinu.
Dýru Asus og MSI kortin eru með hljóðlátari loftkælingu sem þú finnur fyrir ef þú ert ekki með 1-3 viftur á botni kassans að blása á kortið eða yfirburða loftflæði í kassanum almennt, þá virkilega virka þessar yfirstærðir af kælingu en annars ekki. En það munar ekki miklu og dýrari kortin eru jafnvel að fá meira coil whine en kortin með VRMs sem eru gerð fyrir lægri W svo þetta er ekki bara + við dýru kortin.

Hvert og eitt einasta 4090 kort er með PCB og hönnun sem er samþykkt af Nvidia, meira segja útlitið og kassinn sjálfur þarf samþykki Nvidia svo þú kaupir alltaf kort sem uppfyllir kröfur Nvidia um frammistöðu 4090 svo sama hvað þú kaupir þú færð það sem Nvidia lofaði.

Held að ódýrara kort í vatnskælingu sé toppurinn sbr. Andriki sem setti upp mjög flotta tölvu með full custom loop í mid tower, algjörlega top frammistaða í tölvunni og heyrist ekki í henni. Ég með custom vatnskælt CPU en keyri OEM kælingu á GPU því mér finnst gaman að skipta um GPU og nenni ekki að vera að rífa alltaf allt í sundur en ég kemst ekki nálægt GPU skorinu á vatnskældu korti með alvöru custom loop þó svo að ég sé búinn að repaste-a GPU og setja high end thermal pads.
Síðast breytt af Templar á Fim 13. Júl 2023 12:32, breytt samtals 2 sinnum.


--
|| Core Ultra 9 - Z890 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||


Frikkasoft
Nörd
Póstar: 117
Skráði sig: Fim 03. Feb 2005 14:14
Reputation: 6
Staðsetning: Ísland
Staða: Ótengdur

Re: Verð á 4090 rog korti

Pósturaf Frikkasoft » Fim 13. Júl 2023 19:43

Ég var að kaupa Asus Rog STRIX 4090 kortið frá Amazon (https://www.amazon.com/dp/B0BGT61797) á ca 350þ komið til Íslands með skatti og flutningskostnaði. Ég valdi þetta frekar en að kaupa á Íslandi þar sem mig langaði í eins hljóðlátt kort og mögulegt var og alls staðar sem ég las um hvaða kort eru best er þetta Asus kort að koma best út. Þetta sama kort var selt á íslandi (minnir mig í tölvulistanum) á 450þ en ég var ekki alveg tilbúinn í að borga auka 100þ fyrir það, þess vegna valdi ég frekar Amazon. Kortið tók um 5 daga að koma til mín (var heimsent) og ég heyri 0 í því þegar það er í gangi, jafnvel þegar ég spila leiki
Síðast breytt af Frikkasoft á Fim 13. Júl 2023 19:44, breytt samtals 1 sinni.


i7-13700K | 64GB RAM | Asus ROG STRIX GeForce RTX 4090 OC | 2TB Firecuda | LINUX FOREVER

Skjámynd

Templar
Kerfisstjóri
Póstar: 1221
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 414
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Verð á 4090 rog korti

Pósturaf Templar » Fim 13. Júl 2023 20:57

Er akkurat þessa stundina enn með MSI Suprim X 4090 sem samkvæmt Techpowerup er hakinu hljóðlátara en Asus Strix kortið, munar samt engu, 1 db minnir mig. Þegar þú ert að spila leiki sem nota RTX eins og Witcher 3 í 4K þá heyrist alveg í kortinu, er samt með 80% power max en ef ég cappa ekki vifturnar þá hvín í kortinu. Er auk þess með Lian Li 011 turn sem er með 3 Noctua NF12 viftur á botninum sem blása beint á kortið sem er auk þess í vertical stöðu svo þetta er eins mikið loftflæði og hægt er að fá eitt kort sem er ekki vatnskælt...
Hins vegar ef ég er í rasteration leikjum þá heyrist ekkert svo kortið er hljóðlátt en leikur með RTX í 4K þó svo að DLSS sé í gangi og vifturnar fara af stað, mæli allan daginn með því að vatnskæla ef menn kaupa kort til lengri tíma, eina virkilega silent setupið.


--
|| Core Ultra 9 - Z890 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||


Frikkasoft
Nörd
Póstar: 117
Skráði sig: Fim 03. Feb 2005 14:14
Reputation: 6
Staðsetning: Ísland
Staða: Ótengdur

Re: Verð á 4090 rog korti

Pósturaf Frikkasoft » Fim 13. Júl 2023 21:20

Templar skrifaði:Er akkurat þessa stundina enn með MSI Suprim X 4090 sem samkvæmt Techpowerup er hakinu hljóðlátara en Asus Strix kortið, munar samt engu, 1 db minnir mig. Þegar þú ert að spila leiki sem nota RTX eins og Witcher 3 í 4K þá heyrist alveg í kortinu, er samt með 80% power max en ef ég cappa ekki vifturnar þá hvín í kortinu. Er auk þess með Lian Li 011 turn sem er með 3 Noctua NF12 viftur á botninum sem blása beint á kortið sem er auk þess í vertical stöðu svo þetta er eins mikið loftflæði og hægt er að fá eitt kort sem er ekki vatnskælt...
Hins vegar ef ég er í rasteration leikjum þá heyrist ekkert svo kortið er hljóðlátt en leikur með RTX í 4K þó svo að DLSS sé í gangi og vifturnar fara af stað, mæli allan daginn með því að vatnskæla ef menn kaupa kort til lengri tíma, eina virkilega silent setupið.


Ég hef prófað vatnskælingu fyrir löngu síðan (10 ár?), endaði á að skila henni þar sem ég var ekki ánægður með hljóðið sem það gaf frá sér, en líklega er það miklu betra í dag. En það sem gaf mesta hávaðan í tölvunni (sem ég keypti nýlega) var PSU og ég endaði á að skipta honum út fyrir silent 1000w PSU sem ég er mjög ánægður með (mikill munur). Þegar tölvan er á full blast þá er CPU viftann það sem ég heyri mest, mögulega ætti ég að skoða vatnskælingu aftur.


i7-13700K | 64GB RAM | Asus ROG STRIX GeForce RTX 4090 OC | 2TB Firecuda | LINUX FOREVER

Skjámynd

Templar
Kerfisstjóri
Póstar: 1221
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 414
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Verð á 4090 rog korti

Pósturaf Templar » Fim 13. Júl 2023 22:23

Þetta er rétt Frikkasoft, pumpurnar gátu verið mjög hávaðasamar og eru stundum enn.. Mín D5 á fullum krafti er hávaðsöm enda á 4000RPM, ég nota soft til að stilla hana niður í 1200-1500 og þá heyrist ekkert.


--
|| Core Ultra 9 - Z890 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||

Skjámynd

Drilli
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 356
Skráði sig: Þri 24. Sep 2013 21:31
Reputation: 19
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Verð á 4090 rog korti

Pósturaf Drilli » Fim 13. Júl 2023 23:50

Templar skrifaði:Er akkurat þessa stundina enn með MSI Suprim X 4090 sem samkvæmt Techpowerup er hakinu hljóðlátara en Asus Strix kortið, munar samt engu, 1 db minnir mig. Þegar þú ert að spila leiki sem nota RTX eins og Witcher 3 í 4K þá heyrist alveg í kortinu, er samt með 80% power max en ef ég cappa ekki vifturnar þá hvín í kortinu. Er auk þess með Lian Li 011 turn sem er með 3 Noctua NF12 viftur á botninum sem blása beint á kortið sem er auk þess í vertical stöðu svo þetta er eins mikið loftflæði og hægt er að fá eitt kort sem er ekki vatnskælt...
Hins vegar ef ég er í rasteration leikjum þá heyrist ekkert svo kortið er hljóðlátt en leikur með RTX í 4K þó svo að DLSS sé í gangi og vifturnar fara af stað, mæli allan daginn með því að vatnskæla ef menn kaupa kort til lengri tíma, eina virkilega silent setupið.


Áttu mynd af tölvunni þinni?


CPU: i9-13900K | CPUC: Aorus Waterforce x 360 | GPU: Gigabyte RTX 4090 24GB | MOB: Gigabyte Z790 Aorus Master | PSU: Corsair RM1000i | RAM: Corsair Dominator DDR5 6400MHz (2x32GB) | SDD M.2: Samsung 990 + 980 PRO 2 TB(4Gen) & 970 PRO 500GB & 970 EVO 500GB | SDD: Samsung 840 EVO 120GB & 500GB | PCC: Lian Li O11 Dynamic XL | Monitor: Philips 279M1RV (4K)

Skjámynd

Templar
Kerfisstjóri
Póstar: 1221
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 414
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Verð á 4090 rog korti

Pósturaf Templar » Fös 14. Júl 2023 00:37

Hérna.
20230714_003409.jpg
RIG
20230714_003409.jpg (489.16 KiB) Skoðað 6851 sinnum


--
|| Core Ultra 9 - Z890 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||

Skjámynd

Drilli
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 356
Skráði sig: Þri 24. Sep 2013 21:31
Reputation: 19
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Verð á 4090 rog korti

Pósturaf Drilli » Fös 14. Júl 2023 10:23

Templar skrifaði:Hérna. 20230714_003409.jpg

Mikið væri ég til í að fara í vatnskælingu á örgjörvann. Hann verður svaka heitur hjá mér, alveg sama hvað ég tjúna vifturnar upp, hann spikear alltaf rosalega nálægt 90°C í vinnslu.


CPU: i9-13900K | CPUC: Aorus Waterforce x 360 | GPU: Gigabyte RTX 4090 24GB | MOB: Gigabyte Z790 Aorus Master | PSU: Corsair RM1000i | RAM: Corsair Dominator DDR5 6400MHz (2x32GB) | SDD M.2: Samsung 990 + 980 PRO 2 TB(4Gen) & 970 PRO 500GB & 970 EVO 500GB | SDD: Samsung 840 EVO 120GB & 500GB | PCC: Lian Li O11 Dynamic XL | Monitor: Philips 279M1RV (4K)

Skjámynd

Templar
Kerfisstjóri
Póstar: 1221
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 414
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Verð á 4090 rog korti

Pósturaf Templar » Fös 14. Júl 2023 10:59

Settu upp Argus monitor, farðu í leik og komdu með skjaskot af cpu power og Core temps.

Ertu búin að breyta LLC og svid eitthvað?


--
|| Core Ultra 9 - Z890 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||