Henjo skrifaði:Er enginn hérna búna gera sér leið þangað, anda að sér smá eiturgasi og sjá aðstæður?
Ég er búinn að lurka þennan þráð nógu lengi til að vita að allir eru með sínar skoðanir og segja það sem þeir vilja, þannig nú er minn tími kominn.
Skellti mér í þessa HRIKALEGU erfiðu göngu og fór eins nálægt og ég gat til að anda öllu eiturgasinu að mér og er líklegast að fara deyja í nótt.
jonfr1900 skrifaði:Þetta eru fjórir klukkutímar í göngu aðra leiðina yfir erfitt landslag. Þannig að ég ætla að sleppa því að fara þetta. Það koma eldgos á næstu árum sem verða nær vegnum og einfaldara að komast að þeim þá.
Ertu að skríða á fjórum fótum eða genguru í alvörunni svona hægt að segja að þetta taki fjóra klukkutíma, hlýtur að vera búinn að fá eitthverjar rangar upplýsingar þannig gott að það sé kominn annar eldfjallafræðingur í þennan þráð loksins!! Og að segja að þetta sé erfitt landslag er bara grín, Leggur í bílastæði 2, og gengur bókstaflega á veg / utanvegaslóða mjög góðum. Seinustu 1-1.7km voru mögulega á eitthverju sem ég myndi kalla erfitt landslag..
jonfr1900 skrifaði:GuðjónR skrifaði:4-5 km hvor leið
Ekki séns að ég geti það..
Er engin Vaktari að fljúga þyrlu?
Þetta er víst 9 km eða 10 km aðra leiðina. Hátt í 20 km báðar leiðir. Erfitt landslag og reykur og gas frá eldgosinu. Einnig sem að hraunflæðið er allt suður núna og það gæti lokað leiðum fljótlega.
Enn og aftur er eldfjallafræðingurinn með vitlausar upplýsingar. Ég hefði getað stoppað eftir 6.14km göngu og sest niður og sagt jæja þetta er nóg og horft á eldgosið þaðan, en maður svosem sá ekkert alveg 100% einsog ég vill hafa þetta, ég vildi helst koma nær og alveg ofaní þetta til að safna öllum eiturgösunum, Eftir 7.79km var ég kominn nógu nálægt til að geta stoppað, Það væri þá 12.28-15.58km Báðar leiðir, eftir hversu nálægt þú vilt fara.
Ég fór reyndar nær en það og endaði gangan mín á 17.19km báðar leiðir og þá var ég kominn mjög nálægt gosinu, Þessa leið gekk ég á 3:14:40 eða kílometerinn á 11:19min/km pace sem er gönguhraði og jafnvel hægar. Það eru tvær brekkur sem varla er hægt að kalla brekkur á þessari leið, ég er reyndar í góðri hreyfingu, hleyp reglulega ofl. Fór með vini mínum sem er ekki jafn virkur og við vorum báðir sammála að eftir að lesa allar þessar fréttir um hvað þetta væri hryllilega erfitt, "Ganga frá seltjarnanesi og í moso" og fleiri fréttir að þetta væri ekkert mál fyrir hvern sem er að labba þessa leið, því jú eina sem þú þarft að gera er að labba. Ekki flókið.
Ég er á því að allar þessar hræðsluáróðurs fréttir er út af því að það er ekki nóg fólk til að manna þetta svæði, ég er búinn að fara á öll 3 gosin og jú fyrsta gosið var villta vestrið á degi tvö, lagt á grindarvíkurvegi og labbað í átt að eldi, en núna eru komnir slóðar og stígar og vegir og eina sem fólk þarf er að nenna þessu. Fréttirnar hafa ýkt vegalengdina í allavegna þetta skipti og síðasta um amk 3-5km sem er náttúrulega fáranlegt, það hlýtur eitthver að vera búinn að mæla þetta fyrst það tók mig nú 3klst og 14min báðar leiðir, t.d fyrirsögn núna ""Þrjá og hálfan tíma að gosinu"" Þetta fólk hlýtur að hafa villst eða farið eitthverja fáranlega leið, eða skriðið nú einsog þú... Þetta er allt svo ótrulega vel merkt að ég fatta þetta ekki alveg. Einnig var ég greinilega á hættusvæði og það hafi verið gasmengun, þetta var mikið talað um í seinna gosinu og núna, enn og aftur hef ég ekki fundið neitt og ekki heyrt um neitt tilfelli þar sem eitthver hefur veikst alvarlega útaf þessari gríðarlega hættulega gasi.
Þannig ég segi bara reymið á ykkur gönguskónna, takið nesti og vatn, það er bongó úti og skellið ykkur á gosstöðvarnar! Þetta er ótrúlegt sjónarspil og að setjast niður og finna jörðina nötra meðan þú borðar, það er fátt sem toppar það. Þið þurfið bara að nenna.
Kærar kveðjur,
EldgosMaster