Rafmagn í gamalli byggingu

Athvarf handlagna heimilisnördsins
Skjámynd

Höfundur
Langeygður
Nörd
Póstar: 131
Skráði sig: Fim 12. Des 2019 00:04
Reputation: 33
Staðsetning: 101
Staða: Ótengdur

Rafmagn í gamalli byggingu

Pósturaf Langeygður » Mán 19. Jún 2023 22:09

Bleaaðir,
Málið er að ég bý í gamalli byggingu með járn rörum og 70 ára rafmagnsleyðslum og mig langar að setja aðeins meiri spennu á það (er með 10B öryggi). langar að fara í venjulegt 13B. Þar sem ég þarf að skipta út gömlu leyðslunum er það ráðlegt, eru eitthvað sem ég þarf að varast? Allt að sjálfsögðu svo klárað af rafmeistara, tengingar í töflu og svoleiðis. Ætla bara að draga allt sjálfur.


Fractal Design Pop Air - Intel I9-9900K - 32GB DDR4 3600Mhz - ASUS TUF Z390M-PRO GAMING - Asus TUF RTX4080 OC 16GB Gaming - Samsung 970 PRO 500GB M.2 - Samsung 990 EVO 2TB M.2 - Samsung 870 EVO 4TB SSD - Seagate 4TB HDD

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagn í gamalli byggingu

Pósturaf jonsig » Þri 20. Jún 2023 07:48

Langeygður skrifaði:Bleaaðir,
Málið er að ég bý í gamalli byggingu með járn rörum og 70 ára rafmagnsleyðslum og mig langar að setja aðeins meiri spennu á það (er með 10B öryggi). langar að fara í venjulegt 13B. Þar sem ég þarf að skipta út gömlu leyðslunum er það ráðlegt, eru eitthvað sem ég þarf að varast? Allt að sjálfsögðu svo klárað af rafmeistara, tengingar í töflu og svoleiðis. Ætla bara að draga allt sjálfur.


Hvernig ætlaru að setja "meiri" spennu á rafmagnsleiðslurnar heima hjá þér ?

Þú virkar ekki með mikið vit á rafmagni, hvernig færðu þá út 13B sé besti kosturinn ?

Það á að hafa fagmenn að leggja nýja víra í eldra húsnæði sérstaklega þegar það eru mjúk járnrör í veggjunum fyrir rafmagn, það er mjög auðvelt að skræla og særa vírana þegar maður dregur í rörin. Síðan er það mjög erfitt miðað við allavegana síðast þegar ég gerði það.

Sjálfur er ég rafvirkjameistari (ekki rafmeistari ?) og myndi aldrei kvitta uppá rafvirkjavinnu sem hefur verið unnin af leikmanni. Þeir sem gera það eiga að sjálfsögðu að missa réttindin.




jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagn í gamalli byggingu

Pósturaf jonfr1900 » Þri 20. Jún 2023 23:51

Þú talar við sérfræðinga og færð álit þeirra. Það á ekki að vera með svona gamalt rafmagnskerfi í notkun (helst ekki) í dag vegna brunahættu.



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2859
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagn í gamalli byggingu

Pósturaf CendenZ » Mið 21. Jún 2023 09:53

jonsig skrifaði:Hvernig ætlaru að setja "meiri" spennu á rafmagnsleiðslurnar heima hjá þér ?


nú...einfalt mál.. hann skrúfar bara einn gaffalskó beint á dreifikerfið útí móa. bingó, heilu kV mætt inn í húsið :D :D :D




Peacock12
Fiktari
Póstar: 70
Skráði sig: Fim 17. Des 2020 13:25
Reputation: 22
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagn í gamalli byggingu

Pósturaf Peacock12 » Mið 21. Jún 2023 15:16

Spurningin er sennilega gölluð og bendir til að best væri fyrir þig að tala við fagmann (sem ég er pottþétt ekki…).
Ef þú ert að tala um að auka straum inn í húsið þá er það kassi út í götu sem stýrir því frekar en aðalöryggið hjá þér. AMK alveg pottþétt að það eitt að skipta um aðalöryggi er ekkert endilega að tryggja þér meira rafmagn. Þjónustuaðilinn er ekkert að opna þann kassa fyrir annað en beiðni fagmanns.
Þegar rafmagnið er komið inn eru öryggi á hverri grein sem segja til hversu mikið hver grein má fá.

Aðalöryggið mitt t.d. er fyrir 60A, en engin grein fyrir meira en 32A (span og ofn), og flestar 8-10A. Var einmitt að slá út 10A grein hjá mér þar sem eldhúsið þoldi ekki örbylgjuofninn, brauðristina og kaffivél að sjóða vatn samtímis.
Vírarnir frá töflu að tengi/notkun segja síðan til hversu mikinn straum þau þola að bera.

Fáðu fagmann til að meta þetta. Hann gefur þér kannski leyfi til að draga úr og í. Það eitt að fjarlægja lok, tengla og annað eins getur sparað tíma og pening. En í gvuðanabænum ekki fikta í þessu eftirlitslaust!




Semboy
1+1=10
Póstar: 1156
Skráði sig: Lau 05. Maí 2007 22:28
Reputation: 112
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagn í gamalli byggingu

Pósturaf Semboy » Mið 21. Jún 2023 18:01

Ég skil ekki einusinni spurninguna.


hef ekkert að segja LOL!


Hizzman
Geek
Póstar: 836
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagn í gamalli byggingu

Pósturaf Hizzman » Mið 21. Jún 2023 20:09

held að hann sé að tala um að setja stærri útsláttarliða á greinar, 13A í stað 10A. sennilega er rafmagnið að slá út vegna staumfrekra tækja. venjulegir 1,5q vírar ættu að duga ef þeir eru í ok ástandi, ég er samt ekki að ráðleggja neitt. Fagmaður er rétta svarið!




sundhundur
Fiktari
Póstar: 52
Skráði sig: Mið 10. Maí 2023 18:01
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagn í gamalli byggingu

Pósturaf sundhundur » Mið 21. Jún 2023 20:28

#orkuskiptin




Semboy
1+1=10
Póstar: 1156
Skráði sig: Lau 05. Maí 2007 22:28
Reputation: 112
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagn í gamalli byggingu

Pósturaf Semboy » Mið 21. Jún 2023 23:23

Hizzman skrifaði:held að hann sé að tala um að setja stærri útsláttarliða á greinar, 13A í stað 10A. sennilega er rafmagnið að slá út vegna staumfrekra tækja. venjulegir 1,5q vírar ættu að duga ef þeir eru í ok ástandi, ég er samt ekki að ráðleggja neitt. Fagmaður er rétta svarið!


þá bara rafvirkin skiptir um það. Ég var með allt 10A sjálfvar fyrir ljós heima hjá mér fyrir 4árum og ég skipti þeim öll yifr á 13A.
1.5q mun standast allt uppi 16A en ekki sniðugt að halda þessa lestun.
Ég actually prófaði smá föndur, Setti SS púlsur sem viðnám og ég hleypti straum í gegnum það
það hæsta sem ég náði var 2.5A áðurin straumurin var að fara byrja skammhleypast í gegnum loftið. Þá slökkti ég á þessu, það tók 4sekúndur fyrir púlsuna að springa, allveg sjóðheitt.


hef ekkert að segja LOL!

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagn í gamalli byggingu

Pósturaf jonsig » Fim 22. Jún 2023 18:05

CendenZ skrifaði:
jonsig skrifaði:Hvernig ætlaru að setja "meiri" spennu á rafmagnsleiðslurnar heima hjá þér ?


nú...einfalt mál.. hann skrúfar bara einn gaffalskó beint á dreifikerfið útí móa. bingó, heilu kV mætt inn í húsið :D :D :D


Ég svo virkilega vona það að hann búi einn og ekki fjölbýli svona annarra vegna.

Svona félagar eru alveg líklegir að leita ekki langt yfir skammt og tengja bara L1 móti L2 til að fá 300VAC á tækin hjá sér og hlutastraum í málm raflagnirnar til að fá 100V spennufall til jarðar þar.
Síðast breytt af jonsig á Fim 22. Jún 2023 18:07, breytt samtals 1 sinni.