Timbursalinn ósáttur við dóminn sinn
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5592
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1053
- Staða: Ótengdur
Timbursalinn ósáttur við dóminn sinn
Fjölmiðlar hafa coverað þetta og maðurinn fékk drottningarviðtal á RÚV.
https://www.visir.is/g/20232427520d/pal ... l-fimm-ar-
Maður sem er ábyrgur fyrir að flytja inn nægilega mikið af eiturlyfjum til að drepa mörg hundruð segist ósáttur við refsinguna. Hví er verið að veita honum athygli?
Hvað er eiginlega í gangi í þessu íslenska hugarfari? Erum við að finna sorrí fyrir honum? "Æi greyið"? Afhverju eru þessir fjölmiðlar að veita honum aðgang til að væla svona? Hvað er í gangi hjá þessu fréttafólki sem ákveður að leyfa þetta? Það á bara að hunsa þennan mann sem hugsar bara um eigin rass og gæfu og gæti ekki verið meira sama um aðra og lög.
Það er einsog allir eigi meðaumkum skilið. Finn ekki neitt til með þessum manni, og held að það ætti bara að tvöfalda dóminn yfir honum útaf þessu væli.
https://www.visir.is/g/20232427520d/pal ... l-fimm-ar-
Maður sem er ábyrgur fyrir að flytja inn nægilega mikið af eiturlyfjum til að drepa mörg hundruð segist ósáttur við refsinguna. Hví er verið að veita honum athygli?
Hvað er eiginlega í gangi í þessu íslenska hugarfari? Erum við að finna sorrí fyrir honum? "Æi greyið"? Afhverju eru þessir fjölmiðlar að veita honum aðgang til að væla svona? Hvað er í gangi hjá þessu fréttafólki sem ákveður að leyfa þetta? Það á bara að hunsa þennan mann sem hugsar bara um eigin rass og gæfu og gæti ekki verið meira sama um aðra og lög.
Það er einsog allir eigi meðaumkum skilið. Finn ekki neitt til með þessum manni, og held að það ætti bara að tvöfalda dóminn yfir honum útaf þessu væli.
*-*
-
- Nörd
- Póstar: 134
- Skráði sig: Mið 01. Júl 2020 18:48
- Reputation: 35
- Staða: Ótengdur
Re: Timbursalinn ósáttur við dóminn sinn
Finnst reyndar fyrir neðan hellur 10 ára dóm fyrir þetta miðað við hvað ofbeldismenn og barnanauðgara fá í dóm.
Re: Timbursalinn ósáttur við dóminn sinn
Það virðist sem að mótívið sé að hann sé svo gamall og hefði átt að vera að slagga og njódda á Tene en ekki dúsa í fangelsi.
Mér finnst í raun sorglegra þegar ungt fólk er dæmt og það nær sér ekki á strik í lífinu og þarf að lifa með afleiðingum gjörða sinna út lífið, hann sleppur líklega beint af Hólmsheiði til Tene á eftirlaun og eftir 5 ár.
Eldra fólk á að vita betur og það á ekki að sýna því linkind í svona málum.
En það er náttúrulega skelfilega sorglegt yfir höfuð að það sé ekki búið að lögleiða neysluskammta og að innflutningur eða framleiðsla sé jafnvel leyfð að einhverju leiti og undir virku gæðaeftirliti.
Peningarnir yrðu svo notaðir til að veita þessum hópi betri heilbrigðisþjónustu.
Mér finnst í raun sorglegra þegar ungt fólk er dæmt og það nær sér ekki á strik í lífinu og þarf að lifa með afleiðingum gjörða sinna út lífið, hann sleppur líklega beint af Hólmsheiði til Tene á eftirlaun og eftir 5 ár.
Eldra fólk á að vita betur og það á ekki að sýna því linkind í svona málum.
En það er náttúrulega skelfilega sorglegt yfir höfuð að það sé ekki búið að lögleiða neysluskammta og að innflutningur eða framleiðsla sé jafnvel leyfð að einhverju leiti og undir virku gæðaeftirliti.
Peningarnir yrðu svo notaðir til að veita þessum hópi betri heilbrigðisþjónustu.
Re: Timbursalinn ósáttur við dóminn sinn
og siðan ganga barnaperrar laus - þetta fking land má fara brenna til kaldra kola.
finnst alveg allt í lagi að dæma manninn en miðað við önnur glæp er þetta því míður ekki í samræmi við neitt.
finnst alveg allt í lagi að dæma manninn en miðað við önnur glæp er þetta því míður ekki í samræmi við neitt.
Síðast breytt af gotit23 á Lau 17. Jún 2023 22:26, breytt samtals 1 sinni.
-
- Skrúfari
- Póstar: 2400
- Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
- Reputation: 153
- Staðsetning: Árbærinn
- Staða: Ótengdur
Re: Timbursalinn ósáttur við dóminn sinn
Gamal maður með innflutnings fyrirtæki fær til sín viðskiptavin sem vill panta vörur. Stuttu síðar vill viðskiptavinurinn bæta við pöntunina. Að lokum bætir viðskiptavinurinn því við að honum langi að setja öööörrrrlítið kókaín í gáminn svona í leiðinni.
Og gamli maðurinn skilur svo bara ekkert í því að allt í einu var bara meira kókaín en talað var um í upphafi. Hvernig átti hann að vita að það væri verið að plata hann svona? Skandall að dæma hann fyrir eitthvað sem hann vissi ekkert af.
Það er ekki hægt að taka þetta bull alvarlega. Og svo vill hann líka afslátt á dóminn af því að hann var svo samvinnuþýður eftir að það er búið að góma hann. Og enginn fyrri brotaferill. Þvæla
Og gamli maðurinn skilur svo bara ekkert í því að allt í einu var bara meira kókaín en talað var um í upphafi. Hvernig átti hann að vita að það væri verið að plata hann svona? Skandall að dæma hann fyrir eitthvað sem hann vissi ekkert af.
Það er ekki hægt að taka þetta bull alvarlega. Og svo vill hann líka afslátt á dóminn af því að hann var svo samvinnuþýður eftir að það er búið að góma hann. Og enginn fyrri brotaferill. Þvæla
i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6798
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Timbursalinn ósáttur við dóminn sinn
Hann er augljóslega burðardýr. Heldur fólk að það að það geri eitthvað gagn að dæma burðardýr í langa fangelsisvist?
Það er löngu ljóst að þetta stríð er löngu tapað og gerir bara illt verra.
Á meðan lögreglan sóar tíma sínum í þessa vitleysu ganga ofbeldismenn sem eiga ekkert erindi í mannlegu samfélagi lausir.
Ef það næst í þá eru þeir svo komnir á götuna 1-2 árum síðar og halda áfram að misþyrma fólki.
Svo er fátt bjánalegra en þegar fólk gagnrýnir fjölmiðla fyrir að ræða við fólk sem er því ekki þóknlanlegt.
Þá endum við bara með fjölmiðla eins og RÚV þar sem við fáum bara að heyra skoðun prófessora í háskólanum sem ríma nógu vel við sjónarmið starfsmanna RÚV.
Það er löngu ljóst að þetta stríð er löngu tapað og gerir bara illt verra.
Á meðan lögreglan sóar tíma sínum í þessa vitleysu ganga ofbeldismenn sem eiga ekkert erindi í mannlegu samfélagi lausir.
Ef það næst í þá eru þeir svo komnir á götuna 1-2 árum síðar og halda áfram að misþyrma fólki.
Svo er fátt bjánalegra en þegar fólk gagnrýnir fjölmiðla fyrir að ræða við fólk sem er því ekki þóknlanlegt.
Þá endum við bara með fjölmiðla eins og RÚV þar sem við fáum bara að heyra skoðun prófessora í háskólanum sem ríma nógu vel við sjónarmið starfsmanna RÚV.
Síðast breytt af Viktor á Sun 18. Jún 2023 08:19, breytt samtals 1 sinni.
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
-
- /dev/null
- Póstar: 1476
- Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
- Reputation: 304
- Staðsetning: Rvk
- Staða: Ótengdur
Re: Timbursalinn ósáttur við dóminn sinn
rapport skrifaði:Það virðist sem að mótívið sé að hann sé svo gamall og hefði átt að vera að slagga og njódda á Tene en ekki dúsa í fangelsi.
Mér finnst í raun sorglegra þegar ungt fólk er dæmt og það nær sér ekki á strik í lífinu og þarf að lifa með afleiðingum gjörða sinna út lífið, hann sleppur líklega beint af Hólmsheiði til Tene á eftirlaun og eftir 5 ár.
Eldra fólk á að vita betur og það á ekki að sýna því linkind í svona málum.
En það er náttúrulega skelfilega sorglegt yfir höfuð að það sé ekki búið að lögleiða neysluskammta og að innflutningur eða framleiðsla sé jafnvel leyfð að einhverju leiti og undir virku gæðaeftirliti.
Peningarnir yrðu svo notaðir til að veita þessum hópi betri heilbrigðisþjónustu.
Hérna er klassískt dæmi um alvarlega meðvirkni.
Það er ansi oft sagt "don´t do the crime if you can´t do the time".
Þetta á við alla, hvort sem þú ert ungur eða gamall.
En venjulega bullið er að fólk er veikt eða hugsaði ekki út í afleiðingarnar.
Til að kóróna er farið í bullið um neysluskammta.
Ef fólk vill sjá hvernig þetta gengur þá er hægt að skoða borgirnar á vesturströnd ameríku sem er stjórnað af því sem er kallað "liberal left".
Ekki tekið á neinu, búðarþjófnaðir leyfðir og fleira.
-
- /dev/null
- Póstar: 1476
- Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
- Reputation: 304
- Staðsetning: Rvk
- Staða: Ótengdur
Re: Timbursalinn ósáttur við dóminn sinn
Viktor skrifaði:Hann er augljóslega burðardýr. Heldur fólk að það að það geri eitthvað gagn að dæma burðardýr í langa fangelsisvist?
Það er löngu ljóst að þetta stríð er löngu tapað og gerir bara illt verra.
Á meðan lögreglan sóar tíma sínum í þessa vitleysu ganga ofbeldismenn sem eiga ekkert erindi í mannlegu samfélagi lausir.
Ef það næst í þá eru þeir svo komnir á götuna 1-2 árum síðar og halda áfram að misþyrma fólki.
Svo er fátt bjánalegra en þegar fólk gagnrýnir fjölmiðla fyrir að ræða við fólk sem er því ekki þóknlanlegt.
Þá endum við bara með fjölmiðla eins og RÚV þar sem við fáum bara að heyra skoðun prófessora í háskólanum sem ríma nógu vel við sjónarmið starfsmanna RÚV.
Já, ef það verður til þessa jafnvel ein(n) aðili hættir við að flytja næsta skammt.
Það sem er alvarlega hugsanavillan er að þetta séu bara einhver efni.
En það eru nákvæmlega þessi sömu efni sem eru að eyðileggja líf fólks eins og ofbeldismenn.
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6798
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Timbursalinn ósáttur við dóminn sinn
The War on Drugs began in June 1971 when U.S. Pres. Richard Nixon declared drug abuse to be “public enemy number one”
Já þessi dómur hlýtur að breyta öllu. Þetta hefur ekki virkað í hálfa öld en núna hlýtur þetta að fara að skila árangri.
Fíkniefnalaust Ísland 2000
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5592
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1053
- Staða: Ótengdur
Re: Timbursalinn ósáttur við dóminn sinn
Uncredible skrifaði:Finnst reyndar fyrir neðan hellur 10 ára dóm fyrir þetta miðað við hvað ofbeldismenn og barnanauðgara fá í dóm.
Vandamálið er Ísland, við erum of meðaumkuleg með öllum og hérna eru engir þungir dómar, alveg sama hvað þú gerir. Til hvers að hafa hér réttarkerfi? Sýnist þetta bara vera æfing fyrir lögmenn. Jafnvel glæpamennirnir væla og fá drottningarviðtöl.
Gunnar Rúnar, sem drap son Helga í Góu (Hannes) hann dúsaði inni í hvað 4-5 ár, og var mættur í klippingu strax eftir, spósaði sig um í Bónus og hvaðeina. Þetta er gaur sem með harðákveðnu hugarfari ákvað að drepa manneskju, var búinn að læra ákveðna hluti um innbrot og líkamsárásir, allt þaulskipulag í langan tíma. Þessi maður gengur núna laus og má labba kringum börn á leikskólalóð. Það er óskiljanlegt að þessi maður sé ekki í fangelsi.
Amerískt réttarkerfi er stórgallað, en þegar harsðsvíraðir morðingar fá ævilangan dóm þá finnst mér það gott. En á íslandi fá þeir 4 ára dóm og svo frelsi, 16 ára dómur er ekki 16 ár í fangelsi, heldur 8 ár, og helmingurinn af því í fangelsi, hinn í "reynslulausn". Við erum alltof meðvirk. Þetta þarf að leiðrétta, að menn sem eru dæmdir í 16 ár séu inni í 16 ár.
Þessi timbursali verður líklega laus eftir 1 ár eftir "góða hegðun". Það er enginn agi á þessu kerfi hérna, menn vilja helst ekki fangelsa neina því það er svo dýrt.
*-*
Re: Timbursalinn ósáttur við dóminn sinn
Tbot skrifaði:rapport skrifaði:Það virðist sem að mótívið sé að hann sé svo gamall og hefði átt að vera að slagga og njódda á Tene en ekki dúsa í fangelsi.
Mér finnst í raun sorglegra þegar ungt fólk er dæmt og það nær sér ekki á strik í lífinu og þarf að lifa með afleiðingum gjörða sinna út lífið, hann sleppur líklega beint af Hólmsheiði til Tene á eftirlaun og eftir 5 ár.
Eldra fólk á að vita betur og það á ekki að sýna því linkind í svona málum.
En það er náttúrulega skelfilega sorglegt yfir höfuð að það sé ekki búið að lögleiða neysluskammta og að innflutningur eða framleiðsla sé jafnvel leyfð að einhverju leiti og undir virku gæðaeftirliti.
Peningarnir yrðu svo notaðir til að veita þessum hópi betri heilbrigðisþjónustu.
Hérna er klassískt dæmi um alvarlega meðvirkni.
Það er ansi oft sagt "don´t do the crime if you can´t do the time".
Þetta á við alla, hvort sem þú ert ungur eða gamall.
En venjulega bullið er að fólk er veikt eða hugsaði ekki út í afleiðingarnar.
Til að kóróna er farið í bullið um neysluskammta.
Ef fólk vill sjá hvernig þetta gengur þá er hægt að skoða borgirnar á vesturströnd ameríku sem er stjórnað af því sem er kallað "liberal left".
Ekki tekið á neinu, búðarþjófnaðir leyfðir og fleira.
Það bólar lítið á meðvirkni hjá mér, ég gaf ekkert út á lengd dóma en tiltók að mér þætti sorglegra að sjá ungt fólk dæmt því það tapaði í raun meiru en fólk sem væri korter í eftirlaun.
Bullið um neysluskammtana er ekki bull og það er ekki meðvirkni. Að refsa fólki fyrir að skaða sjálft sig vegna fíknar er galið og má alveg líkja við að setja fólk sem borðar of mikið af mat í fangelsi eða fólk sem á lager af áfengi.
Heimurinn í kringum ólöglega dópsölu er skaðlegri samfélaginu en dópistarnir sjálfir, hrottaskapurinn og þessir gríðarlegu fjárhagslegu hagsmunir sem eru þarna á bakvið. Slagurinn er ekki "lögreglan v.s. dópistar" slagurinn sem þarf að taka er "ríkisvaldið v.s. aðfangakeðja dópheimsins". Ef ríkið lögleiðir dóp með því að leyfa framleiðslu, tryggir gæði og að það sé rekjanlegt hver kaupir hvað, hvar og hvernig o.þ.h. þá eru völdin tekin af þessum handrukkurum, innflytjendum, dópsölum og þetta fólk mun þurfa að fara finna sé raðra vinnu.
Þá verður einnig vítahringur fíkla rofinn, að þeir fá meiri viðspirnu og aðstoð við að taka sig á + ríkið á eftir að hafa tekjur af þessu.
Það er enginn að fara gúddera að það séu gerðar árasir á búðir og stolið í hrönnum líkt og er að gerast í USA, skil ekki hvaðan sú pæling blandaðist í umræðuna.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1794
- Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
- Reputation: 82
- Staðsetning: DK
- Staða: Ótengdur
Re: Timbursalinn ósáttur við dóminn sinn
Ja, ég hlýt að fá einhverja góða peninga fyrir þetta. Það var aldrei rætt. Það fór aldrei svo langt á milli mín og Birgis, hann átti bara að gera vel fyrir mig.
Voðalega finnst mér þetta skrítið, maður sem er búinn að vera í business í áratugi er að taka þátt í fíkniefnainnflutningi án þess að ræða hvað hann fer útút því? bara passar ekki.
Electronic and Computer Engineer
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5592
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1053
- Staða: Ótengdur
Re: Timbursalinn ósáttur við dóminn sinn
Held að þessi sama gerendameðvirkni kristallist einnig í því þegar fjölmiðlar fjalla um íslenska glæpamenn sem eru erlendis, morðingja og eiturlyfjasala sem eru handteknir í brasilíu, þá er algjör vorkunn í gangi og reynt að "bjarga" þessum mönnum þaðan og fá þá til að afplána hérna á landi.
*-*
-
- Gúrú
- Póstar: 502
- Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
- Reputation: 163
- Staðsetning: 105
- Staða: Ótengdur
Re: Timbursalinn ósáttur við dóminn sinn
Stríðið gegn eiturlyfjum er löngu tapað, sennilega tapað fyrirfram. Ég er hinsvegar ósáttur við að vera spyrtur við samúð með ofbeldismönnum hvað þá morðingjum.
Nei, menn eiga að horfast í augu við staðreyndir (og hagfræði). Sé það gert verða minni píningar á sjúku fólki, færri burðardýr, færri glæpir ...
En nei, þetta er bara of flókið fyrir sumt fólk virðist vera. Skiljanlegt svo sem að einhverju leyti. Það er eðlilegt að ef maður sér fólk tapa lífinu, á einn eða annan hátt, tam endanlega, vilji maður ná í skottið á þeim sem kunna að vera ábyrgir. Það er bara sama hvað menn rembast við þann staur, þá fækkar lítið eða ekki hörmungunum.
Semsagt, vitleysa:The beatings will continue until moral improve.
Skynsemi: Ríkið tekur málið að sér með heill borgaranna að leiðarljósi... og nei, við það verður ekki stór hluti landsmanna 1, 2 og 3, að stjórnlausum fíklum.
Nei, menn eiga að horfast í augu við staðreyndir (og hagfræði). Sé það gert verða minni píningar á sjúku fólki, færri burðardýr, færri glæpir ...
En nei, þetta er bara of flókið fyrir sumt fólk virðist vera. Skiljanlegt svo sem að einhverju leyti. Það er eðlilegt að ef maður sér fólk tapa lífinu, á einn eða annan hátt, tam endanlega, vilji maður ná í skottið á þeim sem kunna að vera ábyrgir. Það er bara sama hvað menn rembast við þann staur, þá fækkar lítið eða ekki hörmungunum.
Semsagt, vitleysa:The beatings will continue until moral improve.
Skynsemi: Ríkið tekur málið að sér með heill borgaranna að leiðarljósi... og nei, við það verður ekki stór hluti landsmanna 1, 2 og 3, að stjórnlausum fíklum.
Síðast breytt af Sinnumtveir á Mán 19. Jún 2023 00:00, breytt samtals 1 sinni.
-
- has spoken...
- Póstar: 181
- Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 17:29
- Reputation: 16
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Timbursalinn ósáttur við dóminn sinn
Lögleiðing er ofureinföldun á flóknu heilbrigðisvandamáli.
Það er risastór svartur markaður, ofbeldi og skipulögð glæpastarfsemi í kringum læknadóp og ekki er það ólöglegt. Lögleiðing er engin lausn en frekar afglæpavæðing neysluskammta, sem er allt annað mál
Það er risastór svartur markaður, ofbeldi og skipulögð glæpastarfsemi í kringum læknadóp og ekki er það ólöglegt. Lögleiðing er engin lausn en frekar afglæpavæðing neysluskammta, sem er allt annað mál
Re: Timbursalinn ósáttur við dóminn sinn
segið mér eitt, get ég sem innflutningsaðili t.d. með TImbur eða gamla áburðardreifar.a Bara einfaldlega sagt: " já þið megið fela 6kg kókaín í sendingunni"
ég tek ekki þátt í meira magni, ef ég verð nappaður þá er fangelsisvistin ekki svo löng , ég er líka burðuradýrið og er ekki að skipulegjja þetta. Ég loka bara augunum, ekki ber ég ábyrgð á þessu, kem reyndar fínt útur þessu ef þetta sleppur í gegn. Ég er ekki á sakaskrá og er orðinn gamalmenni, auk þess voru síðustu ár mér erfið.
og ef svo ólíklega vill til að það sé mun meira magn af efnum en ég samþykkti, þá er það alfarið á ábyrgð annara og ég kem ekki nálægt svo miklu magni og upphæðum.
Einhverntímann hljóta menn að reikna það út, hver áhættan er, sérstaklega menn sem hafa staðið í timburinnfluttningi lengi.
ég tek ekki þátt í meira magni, ef ég verð nappaður þá er fangelsisvistin ekki svo löng , ég er líka burðuradýrið og er ekki að skipulegjja þetta. Ég loka bara augunum, ekki ber ég ábyrgð á þessu, kem reyndar fínt útur þessu ef þetta sleppur í gegn. Ég er ekki á sakaskrá og er orðinn gamalmenni, auk þess voru síðustu ár mér erfið.
og ef svo ólíklega vill til að það sé mun meira magn af efnum en ég samþykkti, þá er það alfarið á ábyrgð annara og ég kem ekki nálægt svo miklu magni og upphæðum.
Einhverntímann hljóta menn að reikna það út, hver áhættan er, sérstaklega menn sem hafa staðið í timburinnfluttningi lengi.
Síðast breytt af zetor á Mán 19. Jún 2023 18:05, breytt samtals 1 sinni.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3750
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Reputation: 474
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Timbursalinn ósáttur við dóminn sinn
izelord skrifaði:Lögleiðing er ofureinföldun á flóknu heilbrigðisvandamáli.
Það er risastór svartur markaður, ofbeldi og skipulögð glæpastarfsemi í kringum læknadóp og ekki er það ólöglegt. Lögleiðing er engin lausn en frekar afglæpavæðing neysluskammta, sem er allt annað mál
Lögleiðing og í framhaldi framleiðsla efna undir eftirliti og skattlögð sala er nefnilega ákveðin lausn á þessu heilbrigðisvandamáli, alls ekki 100% lausn á 100% vandamálsins, en þarf heldur ekki að vera það, en það væri hægt að leysa fullt af vandamálum með lögleiðingu.
Það er svartur markaður í kringum læknadóp, þú segir það ekki ólöglegt, en það er nefnilega akkúrat ólöglegt, þrátt fyrir að læknir geti skrifað á þig lyf, þá er það orðið ólöglegt þegar að það er verslað sem læknadóp.
En með lögleiðingu á fíkniefnum þá er nefnilega til óhemju fé til þess að hjálpa þeim sem að þurfa hjálpina.
Einhverjir milljarðar í plús semsagt, bæði í skattlagningu og fé sem að myndi sparast í löggæslu og dómstólum.
Fyrir utan að snarminnka svarta markaðinn (hann myndi ekki hverfa samt) og snarminnka fé sem að er núna að fara í glæpastarfsemi.
Afglæpavæðing neysluskammta er aftur á móti bara að leysa smá part af þessu, það er engan vegin nógu stórt skref að mínu mati.
Hvað kemur að þessum innflytjenda, ég get alveg skilið að hann sé ósáttur með dóminn, miðað við aðra dóma í málinu og að löggan ákveði bara að sleppa því, einsog svo oft áður, að ná í þá sem að eiga efnin og flytja þau inn, alveg merkilegt hvað hún fer oft og handtekur fólk áður en það næst í stór kallana.
En það er hellignur í þessari sögu hjá honum sem að gengur ekki upp, einsog að hann hafi verið að flytja inn fíkniefni á gamals aldri og ekki vitað hvað hann átti að fá fyrir það, það er bara kjaftæði, það þarf ekkert að segja manni neitt annað.
Vorkenni honum samt ekki neitt, er bara álíka pirraður og hann sjálfsagt er að þetta skuli vera enn eitt stór fíkniefnamálið þar sem að stóru fiskunum er sleppt.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !