Öryggismyndavélar fyrir Android

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16567
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Öryggismyndavélar fyrir Android

Pósturaf GuðjónR » Lau 10. Jún 2023 22:24

Ég var beðinn um að kanna hvort þið vissuð um góða öryggismyndavélar fyrir heimili bæði innandyra og utan sem eru með hreyfiskynjara, senda upptökur í ský og aðvörun í síma ef það er innbrot. Vitið um góða lausn sem kostar ekki handlegg?

Sjálfur er ég með Eve Homecam sem er með hreyfiskynjara, tengist við iCloud með Home appinu og geymir þar upptökur.
Mig vantar að vita um sambærilegt kerfi sem virkar með Android kerfi.

Takk fyrir. :happy



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Öryggismyndavélar fyrir Android

Pósturaf hagur » Lau 10. Jún 2023 22:28

Það er endalaust úrval af þessu ... Ring, Google Nest, Arlo, Eufy osv.frv. Svo eru dýrari lausnir eins og Unifi Protect, sem er reyndar ekki skýjalausn, vistar upptökur locally á harðan disk í Cloud Key Gen2 Plus eða Dreammachine Pro/Pro SE. Margir kæra sig ekkert um að senda upptökurnar í eitthvað erlent ský, þá er Unifi Protect flott lausn. Ég er sjálfur með svoleiðis.




mainman
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 387
Skráði sig: Sun 08. Jan 2006 15:40
Reputation: 82
Staða: Ótengdur

Re: Öryggismyndavélar fyrir Android

Pósturaf mainman » Lau 10. Jún 2023 23:17

Dettur helst í hug Blink fyrir þetta.
Til inni og útimyndavélar og kosta lítið.
Frábær kostur líka að þurfa ekki að skipta um battery í þeim nema á tveggja ára fresti.



Skjámynd

rickyhien
Gúrú
Póstar: 562
Skráði sig: Lau 25. Maí 2013 20:39
Reputation: 29
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Öryggismyndavélar fyrir Android

Pósturaf rickyhien » Lau 10. Jún 2023 23:21

Costco er ódýrast í Ring, 3x batterý vélar (þola að vera úti) kosta sirka 30-40þús



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16567
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Öryggismyndavélar fyrir Android

Pósturaf GuðjónR » Sun 11. Jún 2023 00:26

Gleymdi einu, hann er að fara erlendis í vikunni og þarf að græja þetta sem fyrst. Þetta þarf helst að vera einfalt í uppsetningu eins og Eve Cam er. Plug&play.



Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 130
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Öryggismyndavélar fyrir Android

Pósturaf audiophile » Sun 11. Jún 2023 08:52

Þetta er allt frekar auðvelt í uppsetningu. Sækja app, búa til aðgang, tengjast router og voila. Ring er t.d. frekar solid og færð 30 daga Ring Protect prufuáskrift ef ég man rétt.


Have spacesuit. Will travel.


frr
Ofur-Nörd
Póstar: 210
Skráði sig: Þri 01. Ágú 2006 14:59
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Öryggismyndavélar fyrir Android

Pósturaf frr » Sun 11. Jún 2023 17:35

Mii myndavél eða svipað og Google/Xiaomi Home. Mæli med SD korti fyrir öryggismyndavélar.
Fljótlegt og einfalt. Getur svo byggt upp fullt eftirlitskerfi með skynjurum síðar þegar tími gefst til.Cetur vistað gögn á skýi og boð koma strax í símann. Getur horft í gegnum myndavél og stýrt.
Síðast breytt af frr á Sun 11. Jún 2023 17:38, breytt samtals 1 sinni.