Getur verið að fernur mengi meira en plastflöskur?
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 7591
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1193
- Staða: Ótengdur
Getur verið að fernur mengi meira en plastflöskur?
https://heimildin.is/grein/17924/neyten ... nndar/#_=_
Plastflöskurnar rata mestmegnis í endurvinnslu og eru sannarlega endurunnar (vona ég).
En þessar fernur eru lúxuspappír (tré), plast og ál... sem virðist svo bara brennt.
Plastflöskurnar rata mestmegnis í endurvinnslu og eru sannarlega endurunnar (vona ég).
En þessar fernur eru lúxuspappír (tré), plast og ál... sem virðist svo bara brennt.
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 7591
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1193
- Staða: Ótengdur
Re: Getur verið að fernur mengi meira en plastflöskur?
appel skrifaði:ál og gler, best.
Auðvitað, veit ekki af hverju ég defaultaði í plast, ég var að hugsa ál og gler líka.
En að koma á koppinn ál umbúðaframleiðslu og ál endurvinnslu hér á 66 breiddargráðu hlítur að vera framtíðin, innfluttar óendurvinnanlegar fernur eru EKKI málið.
1L ál nýmjólk...
en p.s. er ekki plast inn í áldósum líka?
Re: Getur verið að fernur mengi meira en plastflöskur?
þetta er áróður.. fernurnar eru endurunnar bæði í svíþjóð og hollandi. ásamt mestöllum pappír og plasti sem þangað fer..
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 7591
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1193
- Staða: Ótengdur
Re: Getur verið að fernur mengi meira en plastflöskur?
joekimboe skrifaði:þetta er áróður.. fernurnar eru endurunnar bæði í svíþjóð og hollandi. ásamt mestöllum pappír og plasti sem þangað fer..
https://heimildin.is/tagg/endurvinnsla-islandi/?page=2
Er ekki á því að þetta sé áróður, finnst hann Bjartmar hafa vandað sig við þetta.
-
- Fiktari
- Póstar: 52
- Skráði sig: Mið 10. Maí 2023 18:01
- Reputation: 3
- Staða: Ótengdur
Re: Getur verið að fernur mengi meira en plastflöskur?
Er þetta ekki bara kafli 2 í þessari sögu.
Fyrsti kafli var þegar Bjartmar elti plastið til Svíþjóðar og komst að því að það var geymt í einhverjum skemmum í Svíþjóð en fór ekki til endurvinnslu.
Plastið er svo líklegast flutt frá Evrópu til fátækra Afríkuríkja þar sem því er bara sturtað í sjóinn.
Fann ekki greinina hans í fljótu bragðien ég held að niðurlagið í báðum greinunum sé það sama.
Þetta fyrirbæri sem kallast úrvinnslusjóður er eitthvað vel rotið batterý.
Fyrsti kafli: https://heimildin.is/grein/14445/
Fyrsti kafli var þegar Bjartmar elti plastið til Svíþjóðar og komst að því að það var geymt í einhverjum skemmum í Svíþjóð en fór ekki til endurvinnslu.
Plastið er svo líklegast flutt frá Evrópu til fátækra Afríkuríkja þar sem því er bara sturtað í sjóinn.
Fann ekki greinina hans í fljótu bragðien ég held að niðurlagið í báðum greinunum sé það sama.
Þetta fyrirbæri sem kallast úrvinnslusjóður er eitthvað vel rotið batterý.
Fyrsti kafli: https://heimildin.is/grein/14445/
Síðast breytt af sundhundur á Fös 02. Jún 2023 16:27, breytt samtals 1 sinni.
-
- Vaktari
- Póstar: 2409
- Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
- Reputation: 156
- Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
- Staða: Ótengdur
Re: Getur verið að fernur mengi meira en plastflöskur?
Mér hefur aldrei langað jafn mikið að gefa skít í þetta flokkunarstarf hérna á íslandi.
Taka Homer á þetta og fara í stríð við sorphirðuna!
Taka Homer á þetta og fara í stríð við sorphirðuna!
CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:3080ti | RAM: 64gb Corsair | PSU: Seasonic 1000w | Case:Corsair 275R |
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3750
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Reputation: 474
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Getur verið að fernur mengi meira en plastflöskur?
appel skrifaði:ál og gler, best.
Gler er samt ekkert frábært.
Endurvinnslan á gleri hefur verið til "til að stöðva rottugang" (langar pínu að vita hvenrnig það virkar) og til landfyllingar.
Gler á íslandi er semsagt urðað.
Akkúrat engin endurvinnsla á því í gangi
https://heimildin.is/grein/13582/
Nú eru náttúrulega pottþétt menn hérna sem að trúa ekki orði frá heimildinni útaf pólitík og álíka.
Ég hef sjálfur tekið þátt í því að vinna við að flytja fyrir endurvinnsluna, gler var aldrei flutt í endurvinnslu, heldur kurlað og keyrt í urðun.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
-
- Fiktari
- Póstar: 52
- Skráði sig: Mið 10. Maí 2023 18:01
- Reputation: 3
- Staða: Ótengdur
Re: Getur verið að fernur mengi meira en plastflöskur?
Endurvinnsla á glerflöskum fólst (og felst ennþá ?) bara í því að henda flöskunum á rísandi færiband sem lyfti þeim yfir gám og lét þær falla niður í gáminn þar sem þær brotnuðu. Þetta var ekkert leyndarmál en er kannski orðið minna augljóst í dag þegar Endurvinnslan er öll í skemmu.
Ég man þá tíð þegar maður fór með glerflöskurnar í sjoppur og fékk skilagjald fyrir þær. 15 krónur flaskan á sama tíma og dósir og plastflöskur skiluðu 6 krónum.
Ég man þá tíð þegar maður fór með glerflöskurnar í sjoppur og fékk skilagjald fyrir þær. 15 krónur flaskan á sama tíma og dósir og plastflöskur skiluðu 6 krónum.
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1268
- Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
- Reputation: 143
- Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
- Staða: Ótengdur
Re: Getur verið að fernur mengi meira en plastflöskur?
Black skrifaði:Mér hefur aldrei langað jafn mikið að gefa skít í þetta flokkunarstarf hérna á íslandi.
Taka Homer á þetta og fara í stríð við sorphirðuna!
1200x675.jpg
Þú þarft ekki leyfi til þess að vera með brennslu á þinni lóð svo lengi sem það er minna en 1m3
Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það
Re: Getur verið að fernur mengi meira en plastflöskur?
Mér finnst vanta inn í umræðuna að þær séu brenndar í sementsverksmiðjum en ekki í stórri holu eða eða eitthvað svoleiðis, svo söfnunin á fernum er ekki alveg tilgangslaus. Er ekki skárra að nota fernur og minna magn að kolum við framleiðslu á sementi.
-
- Vaktari
- Póstar: 2583
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 479
- Staða: Ótengdur
Re: Getur verið að fernur mengi meira en plastflöskur?
Fyrir mitt litla líf skil ég ekki afhverju við getum ekki byggt stóra sorpbrennslustöð sem gæti tekið við sorpi frá öllu landinu og brennt það.
Neiii.... frekar koma 10 besserwisserar sem halda að senda ruslið á milli landa sé umhverfisvænna. Cant make this shit up.
Neiii.... frekar koma 10 besserwisserar sem halda að senda ruslið á milli landa sé umhverfisvænna. Cant make this shit up.
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 7591
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1193
- Staða: Ótengdur
Re: Getur verið að fernur mengi meira en plastflöskur?
Moldvarpan skrifaði:Fyrir mitt litla líf skil ég ekki afhverju við getum ekki byggt stóra sorpbrennslustöð sem gæti tekið við sorpi frá öllu landinu og brennt það.
Neiii.... frekar koma 10 besserwisserar sem halda að senda ruslið á milli landa sé umhverfisvænna. Cant make this shit up.
Kolka brennir ýmislegt og frá virkilega stóru svæði.
En ef þetta á að brennast, þá ætti það vara að gerast hér á landi, snobb og sýndarmennska eykur bara á mengunina.
Síðast breytt af rapport á Lau 03. Jún 2023 10:29, breytt samtals 1 sinni.
Re: Getur verið að fernur mengi meira en plastflöskur?
Moldvarpan skrifaði:Fyrir mitt litla líf skil ég ekki afhverju við getum ekki byggt stóra sorpbrennslustöð sem gæti tekið við sorpi frá öllu landinu og brennt það.
Neiii.... frekar koma 10 besserwisserar sem halda að senda ruslið á milli landa sé umhverfisvænna. Cant make this shit up.
Sá grein fyrir ekki löngu að það var í ferli að reisa brennslustöð sem mundi framleiða rafmagn og heitt vatn fyrir reykjavik. Fyrirmyndin var brennslustöðinn i Kaupmannahöfn, nema kanski ekki skíðabrekka á þakinu þó, en ég veit ekki um það.
Re: Getur verið að fernur mengi meira en plastflöskur?
Jæja, Sorpa búið að biðjast afsökunar á að hafa logið að því að fernur eru endurnýttar, en þær hafa verið brenndar.
Maður er alveg hættur að trúa þessu fólki sem felur sannleikann. Þessi flokkunarárátta er bara bull. Það ætti að brenna þetta allt bara hérna á Íslandi í stað þess að senda þetta úr landi með þeim kostnaði og mengun sem fylgir flutningum á þessu.
En Mjólkursamsalan er líka sek um plata neytendur, með því að vera með mjög afvegaleiðandi merkingar á umbúðunum.
Þetta er bara dæmi um þegar fyrirtæki skreyta sig með svona skrautfjöðrum umhverfisverndar, engin innistæða fyrir þessu.
Tók myndir af mjólkufernunni:
Svona fagurgalamerkingar eru þýðingarlausar.
Maður er alveg hættur að trúa þessu fólki sem felur sannleikann. Þessi flokkunarárátta er bara bull. Það ætti að brenna þetta allt bara hérna á Íslandi í stað þess að senda þetta úr landi með þeim kostnaði og mengun sem fylgir flutningum á þessu.
En Mjólkursamsalan er líka sek um plata neytendur, með því að vera með mjög afvegaleiðandi merkingar á umbúðunum.
Þetta er bara dæmi um þegar fyrirtæki skreyta sig með svona skrautfjöðrum umhverfisverndar, engin innistæða fyrir þessu.
Tók myndir af mjólkufernunni:
Svona fagurgalamerkingar eru þýðingarlausar.
Síðast breytt af appel á Þri 06. Jún 2023 17:47, breytt samtals 2 sinnum.
*-*
-
- Vaktari
- Póstar: 2409
- Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
- Reputation: 156
- Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
- Staða: Ótengdur
Re: Getur verið að fernur mengi meira en plastflöskur?
Og ekki gleyma að svo er stefnan að önnur lönd t.d svíþjóð geta kolefnisjafnað t.d ruslabrensluna með því að flytja koltvísýring til íslands og fá Carbfix til að dæla honum í hraunið í Hafnarfirði.. Þvílík hringrás
CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:3080ti | RAM: 64gb Corsair | PSU: Seasonic 1000w | Case:Corsair 275R |
Re: Getur verið að fernur mengi meira en plastflöskur?
Minuz1 skrifaði:Þú þarft ekki leyfi til þess að vera með brennslu á þinni lóð svo lengi sem það er minna en 1m3
Þetta vissi ég ekki. Veist þú í hvaða lögum fjallað er um þetta svo maður getur séð samhengið?
AMD Ryzen 5 5600X | 2x16GB DDR4 | 1TB Sata SSD | AMD Radeon RX 580
-
- Kóngur
- Póstar: 6397
- Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
- Reputation: 464
- Staðsetning: fyrir aftan þig
- Staða: Ótengdur
Re: Getur verið að fernur mengi meira en plastflöskur?
er ekki bara málið að setja í brennslu hérna og skapa störf og svo opna svona synthetic fuel verksmiðju frá porsche sem tekur svo alla þessa auka mengun og breytir í bensín og skapa störf?
CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 7591
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1193
- Staða: Ótengdur
Re: Getur verið að fernur mengi meira en plastflöskur?
worghal skrifaði:er ekki bara málið að setja í brennslu hérna og skapa störf og svo opna svona synthetic fuel verksmiðju frá porsche sem tekur svo alla þessa auka mengun og breytir í bensín og skapa störf?
Það hlítur að vera umhverfisvænna en að sendast með þetta rusl um evrópu, að þetta sé notað sem hráefni eða eldsneyti hér á Íslandi.
Re: Getur verið að fernur mengi meira en plastflöskur?
rapport skrifaði:worghal skrifaði:er ekki bara málið að setja í brennslu hérna og skapa störf og svo opna svona synthetic fuel verksmiðju frá porsche sem tekur svo alla þessa auka mengun og breytir í bensín og skapa störf?
Það hlítur að vera umhverfisvænna en að sendast með þetta rusl um evrópu, að þetta sé notað sem hráefni eða eldsneyti hér á Íslandi.
Akkúrat. Held fólk pæli lítið í því hvað kostar að ferja þetta drasl.
Þetta er ekki bara seint beint í siglingu til svíþjóðar eða álíka, nei, heldur er þessu uppskipað þar, sent í skemmur, og svo er þetta kannski aftur sent út úr landi þar og til annars lands.
Þetta er mjög rúmmálsmikið sem þetta drasl er, þannig að einn gámabíll er ekki að flytja meira drasl en gámabíll á Íslandi.
*-*
-
- Fiktari
- Póstar: 52
- Skráði sig: Mið 10. Maí 2023 18:01
- Reputation: 3
- Staða: Ótengdur
Re: Getur verið að fernur mengi meira en plastflöskur?
appel skrifaði:rapport skrifaði:worghal skrifaði:er ekki bara málið að setja í brennslu hérna og skapa störf og svo opna svona synthetic fuel verksmiðju frá porsche sem tekur svo alla þessa auka mengun og breytir í bensín og skapa störf?
Það hlítur að vera umhverfisvænna en að sendast með þetta rusl um evrópu, að þetta sé notað sem hráefni eða eldsneyti hér á Íslandi.
Akkúrat. Held fólk pæli lítið í því hvað kostar að ferja þetta drasl.
Þetta er ekki bara seint beint í siglingu til svíþjóðar eða álíka, nei, heldur er þessu uppskipað þar, sent í skemmur, og svo er þetta kannski aftur sent út úr landi þar og til annars lands.
Þetta er mjög rúmmálsmikið sem þetta drasl er, þannig að einn gámabíll er ekki að flytja meira drasl en gámabíll á Íslandi.
Eins og flestir í þessu samtali þá geri ég fastlega fyrir því að ég sé "leikmaður" þ.e.a.s. ég er ekki að vinna í þessum bransa.
Að því sögðu þá er það nú bara þannig að þeir sem kaupa afurðina hljóta að þurfa að borga verð sem stendur undir flutningnum á afurðinni og það sama gildir um þá sem eru að selja afurðina og það er fólk sem sérhæfir sig í því að horfa á kostnað.
Í því ljósi má auðveldlega áætla að kostnaðurinn við flutning til Evrópu sé lægri en kostnaðurinn við að selja engum þetta hérna heima á Íslandi.
Nú veit ég ekki hver ætti að nota þessa afurð hérna á Íslandi og af hverju þeir ættu að nota hana en ekki bara raforkuna sem er framleidd hérna. Þá veit ég heldur ekki af hverju við ættum að fara í það að byggja einhverjar sérstakar brennslur þegar það er mögulega betri lausn að flytja þetta aftur til Evrópu til þess að brenna þetta þar.
-
- Kóngur
- Póstar: 6397
- Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
- Reputation: 464
- Staðsetning: fyrir aftan þig
- Staða: Ótengdur
Re: Getur verið að fernur mengi meira en plastflöskur?
sundhundur skrifaði:appel skrifaði:rapport skrifaði:worghal skrifaði:er ekki bara málið að setja í brennslu hérna og skapa störf og svo opna svona synthetic fuel verksmiðju frá porsche sem tekur svo alla þessa auka mengun og breytir í bensín og skapa störf?
Það hlítur að vera umhverfisvænna en að sendast með þetta rusl um evrópu, að þetta sé notað sem hráefni eða eldsneyti hér á Íslandi.
Akkúrat. Held fólk pæli lítið í því hvað kostar að ferja þetta drasl.
Þetta er ekki bara seint beint í siglingu til svíþjóðar eða álíka, nei, heldur er þessu uppskipað þar, sent í skemmur, og svo er þetta kannski aftur sent út úr landi þar og til annars lands.
Þetta er mjög rúmmálsmikið sem þetta drasl er, þannig að einn gámabíll er ekki að flytja meira drasl en gámabíll á Íslandi.
Eins og flestir í þessu samtali þá geri ég fastlega fyrir því að ég sé "leikmaður" þ.e.a.s. ég er ekki að vinna í þessum bransa.
Að því sögðu þá er það nú bara þannig að þeir sem kaupa afurðina hljóta að þurfa að borga verð sem stendur undir flutningnum á afurðinni og það sama gildir um þá sem eru að selja afurðina og það er fólk sem sérhæfir sig í því að horfa á kostnað.
Í því ljósi má auðveldlega áætla að kostnaðurinn við flutning til Evrópu sé lægri en kostnaðurinn við að selja engum þetta hérna heima á Íslandi.
Nú veit ég ekki hver ætti að nota þessa afurð hérna á Íslandi og af hverju þeir ættu að nota hana en ekki bara raforkuna sem er framleidd hérna. Þá veit ég heldur ekki af hverju við ættum að fara í það að byggja einhverjar sérstakar brennslur þegar það er mögulega betri lausn að flytja þetta aftur til Evrópu til þess að brenna þetta þar.
grunar samt að aðal pælingin sé ekki kostnaðurinn heldur hræsnin bakvið það að þetta sé brennt en ekki endurunnið þegar það er talað um ekkert nema kolefnaspor og annað slíkt. Það er verið að flokka sorpið til að minka mengun en í stað kemur meiri mengun varðandi trukka í fluttningar, skip og svo að lokum brennsla
CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 7591
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1193
- Staða: Ótengdur
Re: Getur verið að fernur mengi meira en plastflöskur?
worghal skrifaði:
grunar samt að aðal pælingin sé ekki kostnaðurinn heldur hræsnin bakvið það að þetta sé brennt en ekki endurunnið þegar það er talað um ekkert nema kolefnaspor og annað slíkt. Það er verið að flokka sorpið til að minka mengun en í stað kemur meiri mengun varðandi trukka í fluttningar, skip og svo að lokum brennsla
Nkl. sjálfbærast væri að minnka alla flutninga sem mest, sérstaklega á einhverju svona.
-
- Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Getur verið að fernur mengi meira en plastflöskur?
Ál og gler er hægt að endurvinna. Plast er ekki hægt að endurvinna og hefur aldrei verið hægt. Það eru komnar fram leiðir núna sem brýtur niður einhverjar tegundir af plasti niður í frumefnið sem það er unnið úr (afgangsefni af olíu). Hvort að það er hægt að endurnýta það efni veit ég ekki.
-
- Vaktari
- Póstar: 2583
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 479
- Staða: Ótengdur
Re: Getur verið að fernur mengi meira en plastflöskur?
Frá mínu sjónarhorni ætti að hafa tvær tunnur við hús, stóra tunnu fyrir blandað sorp og svo aðra minni fyrir matarafganga/moltu.
Brenna allt blandað sorp, eiga okkar eigin fullkomna sorpbrennslustöð, sem brennir það heitt að hún mengar lítið.
Það myndi einfalda þetta allt, og spara peninga. Þessir flutningar kosta helling, skipin brenna svartolíu osfv.
Finnst skynsamlegt að nýta matarleifar til að búa til moltu, það er hjálplegt fyrir "hringrásina" og sparnaður í því.
Brenna allt blandað sorp, eiga okkar eigin fullkomna sorpbrennslustöð, sem brennir það heitt að hún mengar lítið.
Það myndi einfalda þetta allt, og spara peninga. Þessir flutningar kosta helling, skipin brenna svartolíu osfv.
Finnst skynsamlegt að nýta matarleifar til að búa til moltu, það er hjálplegt fyrir "hringrásina" og sparnaður í því.