appel skrifaði:Það er búið að afnema verðtrygginguna fyrir löngu.
Þú hefur getað valið um verðtryggt lán eða óverðtryggt lán í meira en áratug núna, reyndar alveg síðan 2005 eða álíka. Þitt er valið. Eða vilja menn minna val? Kannski að banna öðrum að taka verðtryggt lán? En það er sérstakt að þegar óverðtryggt lán er í boði þá tekur viðkomandi samt verðtryggt lán og í kjölfarið kallar eftir því að verðtryggt lán sé bannað. Svolítið sérstakt hugarfar.
Vandinn á Íslandi er að við framleiðum ekkert nánast. Farið niður á Sundahöfn, þarna eru stærstu húsin á Íslandi, lagerar fyrir INNFLUTTAR vörur. Finnið svo sambærilega stór hús sem framleiða vörur til ÚTFLUTNINGS. Nei, það eru engin slík hús. Við flytjum inn allt, og flytjum út ekkert. Auðvitað er það dæmi sem gengur ekki upp. Þannig að við getum beint fingrinum að okkur sjálfum þegar kemur að því að finna sökudólg verðbólgunnar.
Í mínu tilfelli þá er ég nú reyndar með óverðtryggt lán á föstum 4,4% vöxtum. En hins vegar þá ætti verðtryggingin bara ekki að vera eitthvað sem er á boðstólnum, eins og vaxtaumhverfið er núna þá er verið að neyða fólk til að fara útí verðtryggð lán ef það vill reyna að kaupa sér fasteign, eða fólk sem er með óverðtryggt lán sem eru búin að stökkbreytast núna eru neydd til að endurfjármagna yfir í verðtryggt. Það er bilun að kaupa íbúð á kannski 44 milljónir og borga til baka tæpar 126 milljónir, hvað þá 186 milljónir ef lánið er verðtryggt....(m.v. lánareiknirinn hjá Landsbankanum, breytti forsendum ekkert).
Fyrir mitt leyti þá er ég farinn að halda að aðild að ESB hafi fleiri kosti en galla, þá yrði allavega kannski von um að geta verið með fasteignalán á "eðlilegum" vöxtum, ekki 9% eins og staðan er núna hjá sumum.
En bara svo ég taki það fram, þá er þetta mín skoðun, og ef þú ert á annarri skoðun þá virði ég það fullkomlega þó svo ég sé kannski ekki sammála þér.