Ég er með hugmynd um að vatnskæla tölvu með vatn í vatn forhitara.
Flest allir serverar hérna heima eru kældir á þennan hátt.
En mitt eina vandamál í þessari smíði er hvernig ég fæ tölvuna til að stjórna 0-10 V mótorloka sem að stjórnar hitastiginu á vökvanum sem er inná lokaða kerfinu. Vökvinn sem er inná kerfinu má ekki kólna of mikið því þá byrjar allt að slaga þarna inni og það er verra.
Óska hitastig er 18 á frammrás og 30-40 á bakrás
Hérna er part-listi
https://vatnsvirkinn.is/wp-content/uplo ... .38.33.png
https://kisildalur.is/category/13/products/2825
mótorloki 0-10 Volt
svo bara eitthver gömul borðtölva sem ég á til og fittings sem ég finn til að tengja þetta allt saman.
Vatnsælingar pælingar
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 4
- Skráði sig: Sun 21. Maí 2023 14:47
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Vatnsælingar pælingar
Lang auðveldast fyrir þig að hafa ytri MCU sem sér um að regla hitann á loopunni ,Þarft ekki fancy örtölvu til að nota PID regla þennan loka. Bara minnsta mál að nota í þetta bara venjuleg thermokúpl.
Varstu að pæla að hafa Y-loka á þessu , sem stjórnar þá bara hlutfalli af "utanaðkomandi" kælivökva inná lokaða kerfið ?
Varstu að pæla að hafa Y-loka á þessu , sem stjórnar þá bara hlutfalli af "utanaðkomandi" kælivökva inná lokaða kerfið ?
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 4
- Skráði sig: Sun 21. Maí 2023 14:47
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Vatnsælingar pælingar
núna er ég ekki alveg nógu góður með þessi lingo
hvað er PID
og hvað er Y-loki
en annars var ég að pæla í að nota bara 0-10 volta mótorloka, til að stjórna þessu.
þetta er ekki uppblöndun, það verður allataf sami vökvinn á þessu og þar af leiðandi akkert "build up"
búinn að pæla í að hafa ethanol á þessu því að það er létt fyrir dæluna.
hvað er PID
og hvað er Y-loki
en annars var ég að pæla í að nota bara 0-10 volta mótorloka, til að stjórna þessu.
þetta er ekki uppblöndun, það verður allataf sami vökvinn á þessu og þar af leiðandi akkert "build up"
búinn að pæla í að hafa ethanol á þessu því að það er létt fyrir dæluna.
-
- Fiktari
- Póstar: 52
- Skráði sig: Mið 10. Maí 2023 18:01
- Reputation: 3
- Staða: Ótengdur
Re: Vatnsælingar pælingar
PID stendur fyrir Proportional–Integral–Derivative.
Þýðir bara að stýringin fyrir dæluna tekur mið af flæðinu í kerfinu þegar hún ákveður hvort það á að gera breytingar á dæluhraðanum.
Eflaust hægt að skýra þetta betur
Þýðir bara að stýringin fyrir dæluna tekur mið af flæðinu í kerfinu þegar hún ákveður hvort það á að gera breytingar á dæluhraðanum.
Eflaust hægt að skýra þetta betur
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Vatnsælingar pælingar
Galin hugmynd skrifaði:núna er ég ekki alveg nógu góður með þessi lingo
hvað er PID
og hvað er Y-loki
en annars var ég að pæla í að nota bara 0-10 volta mótorloka, til að stjórna þessu.
þetta er ekki uppblöndun, það verður allataf sami vökvinn á þessu og þar af leiðandi akkert "build up"
búinn að pæla í að hafa ethanol á þessu því að það er létt fyrir dæluna.
1. Með pid færðu mýkri tilfærslur á opnun eða lokun á lokanum og jafnt hitastig á loopuna hjá þér ef þér tekst til.
2. Hugsaði Y loka ef þú ætlaðir að láta hluta vökvans í loopunni fara að hluta eða allur gegnum ytra kæli element. Í hlutfalli við hvað þú þarft að kæla mikið.
3.0-10V mótorloki ? spennustýrður ? PWM loki væri lang auðveldastur því þú keyrir svona loka aldrei beint með tölvumerki. Þú þarft alltaf driver og pwm er lang auðveldast. Straum og spennustýrðir útgangar á tölvum eru yfirleitt dýrir.
4. ethanol ? það er sniðugt uppá þörunga og tæringu en að öllu öðru leyti martröð.
a) Getur gleymt öllu plasti, og venjulegum slöngum. Rústar pexi gleri á no time.
b) að lækka seigjuna í kælivökvanum minnkar ekki álagið á dælunni þegar hún þarf að dæla helmingi hraðar því kælivökvinn er mikið óskilvirkari heldur en t.d. kranavatn.
c) Etanól er slatta eldfimt.
d) Ef þú ert að leita af etanóli þá eru sjálfvirkt orðinn grunaður bruggsali. Því væri metanól aðgengilegra, en er ban eitrað.
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 4
- Skráði sig: Sun 21. Maí 2023 14:47
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Vatnsælingar pælingar
Pid hljómar þá mjög vel en ég var að skoða svona pwm loka stýringu og það er það sem ég kalla 0-10 Volta loka eða sambærilegt
0-10 volt þýðir að lokinn vinnur á voltum til að stýra opnun sem stýrir flæði.
en með' ethanolið, þar sem ég vinn sem pípari þá er ekkert vesen að verða mér útum ethanol þar sem það er mjög algengt á lokuðum kerfum á stærri skala td snjóbræðslu eða blásturskerfum.
þar einmitt er mikið notað af PEX rörum sem eru smíðuð til að þola þetta en þau þurfa að hafa súrefniskápu því annars skorpnar þetta alt upp og fer að leka og já þá kemur kanski hellsti gallinn inn.... íkveikja ...
en með þessa örtölvu er hægt að finna bara ehv basic svoleiðis og líka program sem hægt er að dowloada, og ásamt með hita-nemann ?? hvernig nema vill ég nota í þetta ?
0-10 volt þýðir að lokinn vinnur á voltum til að stýra opnun sem stýrir flæði.
en með' ethanolið, þar sem ég vinn sem pípari þá er ekkert vesen að verða mér útum ethanol þar sem það er mjög algengt á lokuðum kerfum á stærri skala td snjóbræðslu eða blásturskerfum.
þar einmitt er mikið notað af PEX rörum sem eru smíðuð til að þola þetta en þau þurfa að hafa súrefniskápu því annars skorpnar þetta alt upp og fer að leka og já þá kemur kanski hellsti gallinn inn.... íkveikja ...
en með þessa örtölvu er hægt að finna bara ehv basic svoleiðis og líka program sem hægt er að dowloada, og ásamt með hita-nemann ?? hvernig nema vill ég nota í þetta ?
-
- Fiktari
- Póstar: 52
- Skráði sig: Mið 10. Maí 2023 18:01
- Reputation: 3
- Staða: Ótengdur
Re: Vatnsælingar pælingar
Galin hugmynd skrifaði:en með þessa örtölvu er hægt að finna bara ehv basic svoleiðis og líka program sem hægt er að dowloada, og ásamt með hita-nemann ?? hvernig nema vill ég nota í þetta ?
Þú er líklegast best settur með arduino örtölvu eða sambærilegri (raspberry pico ?). Það kann vel að vera að það sé til betri hitaskynjari í þetta en sá eini sem ég þekki sem myndi henta er DS18B20, en það eru pottþétt til aðrir skynjarar.
Hvernig ætlarðu annars að koma skynjaranum fyrir? Ætlarðu að gera göt á lagnirnar og stinga skynjaranum inn eða ætlarðu að fara öðruvísi að þessu?
Þú þarft að forrita örtölvuna fyrir það sem þú ætlar að gera. Kannski er einhver búinn að gera það nákvæmlega sama og þú ætlar að gera og er búinn að birta kóðann sinn einhversstaðar og þá geturðu notað þann kóða. Annars þarftu að forrita örtölvuna. Ef þú notar Arduino þá ætti ekki að vera stórmál að koma sér af stað, svipað með PICO. ChatGPT fer langleiðina með að forrita þetta.
Galin hugmynd skrifaði:Pid hljómar þá mjög vel en ég var að skoða svona pwm loka stýringu og það er það sem ég kalla 0-10 Volta loka eða sambærilegt
0-10 volt þýðir að lokinn vinnur á voltum til að stýra opnun sem stýrir flæði.
Þú þarft þá að finna þér 10V aflgjafa (eða straumlind) sem tengist líklegast inn á driver sem er tengdur við lokann. MOSFET myndi líklegast duga þér (nema Jonsig verði mjög reiður) en kannski er til sérstakur driver fyrir svona loka.
Örtölvan tengist við sama driver og ræður því hvað driverinn skammtar hárri spennu inn á lokann hverju sinni.
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Vatnsælingar pælingar
sundhundur skrifaði:
Þú þarft þá að finna þér 10V aflgjafa (eða straumlind) sem tengist líklegast inn á driver sem er tengdur við lokann. MOSFET myndi líklegast duga þér (nema Jonsig verði mjög reiður) en kannski er til sérstakur driver fyrir svona loka.
Örtölvan tengist við sama driver og ræður því hvað driverinn skammtar hárri spennu inn á lokann hverju sinni.
Það er hægara sagt en gert að búa til spennumótað eða straumstýrt merki inná álag eins og mótorloka.
1.Arduino er aðeins fær um PWM mótað merki 0-255 eða 8bit output. Og það merki getur ekki eitt og sér drifið mótorlokann nema lokinn hafi innbyggða $$$$ DAC breytu (digital to analog) eða OP splæsi í utanáliggjandi DAC gizmo sem getur breytt 20mA max merki í eitthvað sem drýfur lokann.
Arduino Due hefur 13kHz ADC breyti innbyggðan, en hún þyrfti einhverskonar kraftmögnun líka.
Það er hægt að fá motor shield á arduino, Þó hann gæti svosem haft bara einn mosfet í því að magna PWM merkið frá arduino en ekki í neitt mikið meira heldur en bara test. Mosfetinn þarf viðbótar þétta og viðnám til að byrja ekki á einhverri handahófskenndri hegðun. Helst með optocoupler á milli því spennuflökt á gate gæti hugsanlega unnið sig gegnum þessar litlu varnir á outputinu á arduino.
Op getur reddað sér PWM moduleruðum 12V lokum frá t.d. FálkinnÍsmar. Og getur snippað gamlan ATX power kapal til að skaffa sér 5V-12V úr peripheral connector. Power fyrir arduino og kraftrás.
Síðan er þetta bara spurning um að kíkja í landvélar eða barki ehf sem eiga líklega alla þá fittingsa sem hann þarf í projectið.
FálkinnÍsmar hljóta að geta pantað fyrir þig allskonar thermocúpl, og hægt að nota bara p1000 þar sem þau kosta lítið
Síðast breytt af jonsig á Þri 23. Maí 2023 20:37, breytt samtals 2 sinnum.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1794
- Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
- Reputation: 82
- Staðsetning: DK
- Staða: Ótengdur
Re: Vatnsælingar pælingar
Þarf ekkert að flækja þetta ef þú nennir ekki að forrita.
það er til fullt af thermostat-um með 0-10 V stýrispennu útgang sem þú getur keypt klárt beint úr pakkanum.
Fyrsta leit á google
Hérna er einn af mörgum frá aliexpress
það er til fullt af thermostat-um með 0-10 V stýrispennu útgang sem þú getur keypt klárt beint úr pakkanum.
Fyrsta leit á google
Hérna er einn af mörgum frá aliexpress
Electronic and Computer Engineer
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 4
- Skráði sig: Sun 21. Maí 2023 14:47
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Vatnsælingar pælingar
ja okei en er það ekki mjög dýr laustn ?
það ódýrasta sem mér datt í hug að gera var að nota hitastýrðan loka sem kostar 90.000 útúr búð og hann afkastar svo miklu miklu meira en það sem mig vantar svo að ég fór að pæla í þessu öllu saman því að það bara hliti að vera til betri og ódýrari laustn.
það ódýrasta sem mér datt í hug að gera var að nota hitastýrðan loka sem kostar 90.000 útúr búð og hann afkastar svo miklu miklu meira en það sem mig vantar svo að ég fór að pæla í þessu öllu saman því að það bara hliti að vera til betri og ódýrari laustn.
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Vatnsælingar pælingar
Hugsa að eitthvað svona basic myndi mok virka. Bara með einn hitaskynjara á input á tölvunni með differential loka sem heldur kælivatninu á loopunni ca.7-8C° undir stofuhita eða hitastigi sem velur ekki saggi á vatnsleiðslunum, það gerir hlutina mikið erfiðari ef það á að einangra allar lagnir.
Þessi loki myndi hreinlega sjá til þess að hlutfallslega meira eða minna vatn fer í gegnum vatnskassan eftir þörfum. Það væri líka hægt að nota 0-10V lokann sem þú varst að tala um, en myndi auðvitað bara nota eitthvað industrial eins og danfoss eða honeywell þar sem arduino tölvan væri sífellt að stilla lokann framm og til baka.
Ég hef notað controllino útfærsluna síðan þær tölvur komu út við eitthvað svona eins og þú ert að gera. Þá þarf ekki buffer eða pæla í hversu viðkvæm arduino tölvan er. Þetta eru mjög fínar tölvur og kosta ekki alveg augun úr, en ég hef eitthvað þurft að röfla í hönnuðinum á controllino útaf fítusum sem mér finnst vanta, og er hann alger dick (Franskur) en hann hlustar yfirleitt.
Síðan væri hægt að bæta við rakaskynjara við tölvuna ,viftustýringu fyrir vatnskassann og einhverju fail-safe.
Þessi loki myndi hreinlega sjá til þess að hlutfallslega meira eða minna vatn fer í gegnum vatnskassan eftir þörfum. Það væri líka hægt að nota 0-10V lokann sem þú varst að tala um, en myndi auðvitað bara nota eitthvað industrial eins og danfoss eða honeywell þar sem arduino tölvan væri sífellt að stilla lokann framm og til baka.
Ég hef notað controllino útfærsluna síðan þær tölvur komu út við eitthvað svona eins og þú ert að gera. Þá þarf ekki buffer eða pæla í hversu viðkvæm arduino tölvan er. Þetta eru mjög fínar tölvur og kosta ekki alveg augun úr, en ég hef eitthvað þurft að röfla í hönnuðinum á controllino útaf fítusum sem mér finnst vanta, og er hann alger dick (Franskur) en hann hlustar yfirleitt.
Síðan væri hægt að bæta við rakaskynjara við tölvuna ,viftustýringu fyrir vatnskassann og einhverju fail-safe.