Íslendingar eru vanir háu þjónustustigi

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7592
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Íslendingar eru vanir háu þjónustustigi

Pósturaf rapport » Fim 11. Maí 2023 23:26

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023 ... ga_hatt_t/

Íslendingar eru vanir háu þjónustustigi? Er það rétt?

Neytendavernd hér heima er lítil sem engin og þá er bara nærtækast að skoða fasteignamál, haugur af gölluðum eignum sem neytendur þurfa að greiða viðgerðir á því að hús eru illa hönnuð og illa byggð og úr lélegum efnum sem verktakar jafnvel flytja inn sjálfir frá löndum utan EU án nokkurrar staðfestingar á gæðum o.þ.h.

+ Ég vann hjá 10-11 þegar allt varð 24/7 og... hvað eru margar 10-11 búiðir til í dag?

Held að það sé alveg ljóst að þar var t.d. ekki verið að elta "þörf" neytenda, fyrirtækið var bara í einhverju missioni.
Síðast breytt af Viktor á Sun 14. Maí 2023 19:30, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

ekkert
has spoken...
Póstar: 171
Skráði sig: Mán 05. Apr 2021 11:23
Reputation: 77
Staða: Ótengdur

Re: Þetta finnst mér ekki alveg rétt

Pósturaf ekkert » Fim 11. Maí 2023 23:54

Held að þessi setning sé alveg rétt í samhengi opnunartíma verslana, og ekkert endilega rétt um alla aðra hluti í flokki þjónusta. Það er ekki allt sett fram eins og viðmælandi meinti.

stytt­ing fram­hald­skóla­náms úr fjór­um árum niður í fjög­ur


Mér finnst þessir löngu opnunartímar vitleysa. Við borðum ekki meiri mat þótt svo að verslunin sé opin lengur en endum upp með að borga starfsfólkinu fyrir hangsið.


AMDip boii
Jarðeldsneytis- og koníaklaust Ísland 2030

Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7592
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Þetta finnst mér ekki alveg rétt

Pósturaf rapport » Fös 12. Maí 2023 08:38

ekkert skrifaði:Held að þessi setning sé alveg rétt í samhengi opnunartíma verslana, og ekkert endilega rétt um alla aðra hluti í flokki þjónusta. Það er ekki allt sett fram eins og viðmælandi meinti.

stytt­ing fram­hald­skóla­náms úr fjór­um árum niður í fjög­ur


Mér finnst þessir löngu opnunartímar vitleysa. Við borðum ekki meiri mat þótt svo að verslunin sé opin lengur en endum upp með að borga starfsfólkinu fyrir hangsið.


Bróðir minn og konan hans hafa bæði verið að vinna við verlsun og verið að vinna til 18 alla virka daga. Þau enduðu á því, á sínum tíma, að fá einn af starfsmönnum leikskólans til að fara heim með börnin og vera með þeim þar til þau kæmu heim. Man ekki hvað þau borguðu fyrir þessa auka tíma en það var minnir mig 100þ. (fyrir 2-3 árum).

En vinna í verslun er ekki "hangs" það er nóg að gera á morgnana;

- halda sér up-to-date með vöruúrval frá brigjum
- panta inn á lager snemma (jafnvel með 8 mánaða afhendingafrest ef t.d. skór) því annars gæti maður misst af og varan klárast.
- hafa umsjón og yfirlit yfir hvað er í pöntun og hvenær það mun koma á lager.
- tollar (ojjj)
- panta af lager og í verslun (hugsanlega nokkrar verslanir)
- hafa góða yfirsýn yfir hvað er til á lager
- hafa góða yfirsýn hvað er til í hverri verslun
- manna vaktir (fáránlega tímafrekt)
- þjálfa starfsfólk og viðhalda þekkingu
- þjónustumælingar, hulduheimsóknir o.þ.h.
- kassauppgjör og greining frávika, leiðréttingar á mistökum

Ég er pottþétt að gleyma einhverju...

og það sem er svo kannski erfiðast er að 80% af söluni er milli 16-18 og um helgar þegar þú ert ekki á svæðinu og þarft að treysta menntaskólakrökkum fyrir afkomunni.

Held að það væri í raun eðlilegra að lengja opnunartíma og hafa morgunvakt og kvöldvakt þar sem báðar vaktir eru á staðnum milli 16-18 og opnunartíminn er c.a. 10-22.

Með því að gera störfin stærri þá fæst meira commitment, að hafa þetta stubbavaktir á virkum dögum og langar vaktir um helgar, þá eru bara menntaskólakrakkar sem geta unnið þetta og þau nenna þessu ekki.

Að gera þessi störf að störfum sem hægt er að lifa á er eina rétta leiðin úr þessum vanda hjá verlsunum.

Að kenna því um að íslendingar séu svo góðu vanir er kjaftæði, verslanir þurfa að gera betur til að draga að sér fólk.



Skjámynd

kallikukur
has spoken...
Póstar: 198
Skráði sig: Fim 26. Jún 2008 00:05
Reputation: 22
Staðsetning: grafarvogur
Staða: Ótengdur

Re: Þetta finnst mér ekki alveg rétt

Pósturaf kallikukur » Fös 12. Maí 2023 09:42

Þrýstingur vegna styttri vinnuviku keyrslunnar er vandamál fyrir geira eins og verslun þar sem að (eins og Ekkert bendir á) eftirspurnarlaugin stækkar ekki með auknum opnunartíma heldur dreifist bara salan á lengri tíma (ekki eins og verksmiðja sem að framleiðir meira með hverjum tímanum). Með þessu er ég þá að gefa mér að allar verslanir séu með svipaða opnun.

Eina lausnin er að allar verslanir minnki opnun hjá sér ef að þessi stytting vinnuviku á ekki bara að verða til þess að vörur verði dýrari vegna fleiri yfirvinnutíma. Vaktaplan eins og þú (rapport) leggur fram yrði gríðarlega dýrt enda er heildarsalan ekki að aukastl og að tvímanna dagana með öllum þeim kostnaði sem því fylgir er ekkert grín. (og hafandi unnið í verslun í ansi mörg ár þá get ég staðfest að það er afar takmarkað að gera eftir 18:30 í búðum sem eru ekki matvöruverslanir)

Það er alltaf talað um hvað stytting vinnuviku sé frábær (og sem foreldri sé ég heldur betur jákvæði hliðarnar) en til þess að hún virki þá verður neytendahegðunin líka að breytast - það þýðir ekkert að vilja langan opnunartíma í öllum verslunum á sama tíma og þú vinnur færri og færri tíma.

Ég sé fyrir mér (ef haldið er áfram í styttingarvegferðinni) að "almennar" verslanir stytti opnunartíma, póstbox og þessháttar lausnir verði vinsælli og að dýrari verslanir (10-11 o.þ.h) verði með rýmri opnun.


i5 2500k | P8P67 PRO | 8gb Mushkin ddr3 1600Mhz | force3d HD 4870 | 750GB | Realtek ALC883 (7.1)

Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Þetta finnst mér ekki alveg rétt

Pósturaf depill » Fös 12. Maí 2023 10:11

rapport skrifaði:Íslendingar eru vanir háu þjónustustigi? Er það rétt?

Neytendavernd hér heima er lítil sem engin og þá er bara nærtækast að skoða fasteignamál, haugur af gölluðum eignum sem neytendur þurfa að greiða viðgerðir á því að hús eru illa hönnuð og illa byggð og úr lélegum efnum sem verktakar jafnvel flytja inn sjálfir frá löndum utan EU án nokkurrar staðfestingar á gæðum o.þ.h.
.


Neytendavernd er hræðileg, fákeppni er staðreynd í öllum/flestum geirum og samþjöppun virðist vera defaultið í öllum geirum líka.

Enn hins vegar opnunartímarnir á Íslandi eru of langir er alveg sammála því. Bjó í Þýskalandi, þar er venjuleg búið venjulega opin til 18, matvörubúð opin til 20. Styttra á laugardögum, lokað á sunnudögum og þetta er bara ekkert mál. Veitingastaðir oftast lokaðir á mánudögum.

Hins vegar er gefið mál ef þetta er ekki löggjöf ( og ég held að stærri aðilarnir eru soldið að grenja um að löggjafinn eða verslunarmiðstöðirnar geri þetta, svo þau fáu enga samkeppni ) að það mun einhver opna á móti þessum aðilum ef það er einhvern pening til hafa. Ég held að stóru aðilarnir á markaðinum eru hræddir við það og þess vegna eru þau meira að tala um þetta, heldur enn að gera þetta.

Fiskikóngurinn er samt flottur í þessu.



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7592
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Þetta finnst mér ekki alveg rétt

Pósturaf rapport » Fös 12. Maí 2023 10:40

kallikukur skrifaði:Ég sé fyrir mér (ef haldið er áfram í styttingarvegferðinni) að "almennar" verslanir stytti opnunartíma, póstbox og þessháttar lausnir verði vinsælli og að dýrari verslanir (10-11 o.þ.h) verði með rýmri opnun.


Er 10-11 til í dag? (tékkaði, þrjár verslanir eftir af um 20 þegar mest var)

Ég er kannski bara enn svona hrifinn af opnunartímanum í verslunarmiðstöðinni sem ég heimsótti í Edinborg í febrúar og mig minnti að lokaði 22 (var að tékka núna, hann lokar almennt 20:00 - https://stjamesquarter.com/hours)

Punkturinn minn er ekki endilega "lengja opnunartíma" heldur að það sé hægt að lifa einhverju lífi (launalega séð) án þess að vinna 8-10 klst. á dag.

Og að verslanir hugi að því að vera ekki með fín og vel borguð störf fyrir fáa á þægilegum vinnutíma heldur skipuleggi sig betur þannig að það verði meira aðlaðandi að vera í hlutastarfi hjá þeim, ekki bara stubbavaktir sem varla tekur því að keyra í vinnuna fyrir eða heilu helgarnar sem fara í súginn.



Skjámynd

brain
</Snillingur>
Póstar: 1057
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Reputation: 146
Staða: Ótengdur

Re: Þetta finnst mér ekki alveg rétt

Pósturaf brain » Fös 12. Maí 2023 10:48

Ég var að vinna sem deildarstjóri í Hakaup 1985. Þá var lokað á Laugardögum og Sunnudögum.
Föstudaga opið til 22:00, voru erfiðir en starfsfólk fékk 2 daga frí og allir gerðu vel. 25 kassar opnir og biðraðir frá 17:00

Hagkaup byrjaði einn Laugardag að opna 10 og planið var að hafa opið til 16:00, Lögreglan kom stuttu eftir opnum og lokaði, því í Reykjavík
mátti ekki hafa opið um helgar, nema í lúgum ( Lído Skaftahlíð t.d.)
í Kópavogi og Mosfellssveit ( nú bær) mátti allt vera opið. Sótti fólk bæði bensín og vistir þangað.
Man ekki alveg, en einhverja mánuði eftir þetta var reglun breytt og það mátti hafa opið ótakmarkað. Hagkaup opnaði um helgar og auðvitað færðist megnið af verlun frá Fimmtudögum og Föstudögum á helgina.
Á viku fundum var farið yfir sölu, og þar kom í ljós að vikusalan var ekki mikið betri en venjulega, en launakostaður rauk upp.

Þess vegna var byrjað að hækka verðið. Og hefur bara haldið áfram.



Skjámynd

jericho
Geek
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 153
Staða: Ótengdur

Re: Þetta finnst mér ekki alveg rétt

Pósturaf jericho » Fös 12. Maí 2023 13:15

depill skrifaði:Bjó í Þýskalandi, þar er venjuleg búið venjulega opin til 18, matvörubúð opin til 20. Styttra á laugardögum, lokað á sunnudögum og þetta er bara ekkert mál. Veitingastaðir oftast lokaðir á mánudögum.


Bjó í Noregi 2013-2019. Matvörubúðir og aðrar verslanir voru almennt lokaðar á sunnudögum (nema litlar matvöruverslanir - þetta var háð fermetrastærð). Eins og depill nefndi, þá var það í raun ekkert mál - maður skipuleggur sig bara. Þetta var mjög fjölskylduvænt og mætti segja að það var "ætlast til" að maður eyddi sunnudeginum með fjölskyldunni eða "ut på tur". Svakalega hefðum við gott af því hér.
Síðast breytt af jericho á Fös 12. Maí 2023 13:15, breytt samtals 1 sinni.



5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q

Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7592
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Þetta finnst mér ekki alveg rétt

Pósturaf rapport » Fös 12. Maí 2023 13:37

brain skrifaði:Ég var að vinna sem deildarstjóri í Hakaup 1985. Þá var lokað á Laugardögum og Sunnudögum.
Föstudaga opið til 22:00, voru erfiðir en starfsfólk fékk 2 daga frí og allir gerðu vel. 25 kassar opnir og biðraðir frá 17:00

Hagkaup byrjaði einn Laugardag að opna 10 og planið var að hafa opið til 16:00, Lögreglan kom stuttu eftir opnum og lokaði, því í Reykjavík
mátti ekki hafa opið um helgar, nema í lúgum ( Lído Skaftahlíð t.d.)
í Kópavogi og Mosfellssveit ( nú bær) mátti allt vera opið. Sótti fólk bæði bensín og vistir þangað.
Man ekki alveg, en einhverja mánuði eftir þetta var reglun breytt og það mátti hafa opið ótakmarkað. Hagkaup opnaði um helgar og auðvitað færðist megnið af verlun frá Fimmtudögum og Föstudögum á helgina.
Á viku fundum var farið yfir sölu, og þar kom í ljós að vikusalan var ekki mikið betri en venjulega, en launakostaður rauk upp.

Þess vegna var byrjað að hækka verðið. Og hefur bara haldið áfram.


Aukinn opnunartími stækkar kökuna ekki mikið en er bætt þjónusta.

10-11 Lágmúla var fyrsta 24/7 búðin á landinu, þar rauk salan upp (minnir að einhver hafi sagt 100%) en nætursalan var samt bara 10-20% af heildinni.
Fólk var bara virkilega sátt og studdi við búðina því það elskaði þessa þjónustu.

Þegar fleiri svona búðir bættust við þá dó þessi fílingur og einhvernvegin færðist á Hagkaup í Skeifunni, að það sé aðal næturbúðin.



Skjámynd

kallikukur
has spoken...
Póstar: 198
Skráði sig: Fim 26. Jún 2008 00:05
Reputation: 22
Staðsetning: grafarvogur
Staða: Ótengdur

Re: Þetta finnst mér ekki alveg rétt

Pósturaf kallikukur » Fös 12. Maí 2023 13:52

rapport skrifaði:
kallikukur skrifaði:Ég sé fyrir mér (ef haldið er áfram í styttingarvegferðinni) að "almennar" verslanir stytti opnunartíma, póstbox og þessháttar lausnir verði vinsælli og að dýrari verslanir (10-11 o.þ.h) verði með rýmri opnun.


Er 10-11 til í dag? (tékkaði, þrjár verslanir eftir af um 20 þegar mest var)

Ég er kannski bara enn svona hrifinn af opnunartímanum í verslunarmiðstöðinni sem ég heimsótti í Edinborg í febrúar og mig minnti að lokaði 22 (var að tékka núna, hann lokar almennt 20:00 - https://stjamesquarter.com/hours)

Punkturinn minn er ekki endilega "lengja opnunartíma" heldur að það sé hægt að lifa einhverju lífi (launalega séð) án þess að vinna 8-10 klst. á dag.

Og að verslanir hugi að því að vera ekki með fín og vel borguð störf fyrir fáa á þægilegum vinnutíma heldur skipuleggi sig betur þannig að það verði meira aðlaðandi að vera í hlutastarfi hjá þeim, ekki bara stubbavaktir sem varla tekur því að keyra í vinnuna fyrir eða heilu helgarnar sem fara í súginn.


Já 10-11 mikið til dottið út og eflaust margir þættir sem spila þar inn í - aukið úrval á bensínstöðvum sem eru opnar lengi, hagkaup með sólarhringsopnun og lengri opnunartími hjá krónunni/bónus.

Hvernig sérð þú fyrir þér að t.d. verslun með þörf fyrir 20 manns sem opin er 10-18 virka daga og 12-16 um helgar geti með betri skipulagingu betrumbætt dæmið?


i5 2500k | P8P67 PRO | 8gb Mushkin ddr3 1600Mhz | force3d HD 4870 | 750GB | Realtek ALC883 (7.1)

Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7592
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Þetta finnst mér ekki alveg rétt

Pósturaf rapport » Fös 12. Maí 2023 15:14

kallikukur skrifaði:Hvernig sérð þú fyrir þér að t.d. verslun með þörf fyrir 20 manns sem opin er 10-18 virka daga og 12-16 um helgar geti með betri skipulagingu betrumbætt dæmið?


Hvernig dreifist þörfin fyrir þessa 20 yfir daginn?
Er 20 lágmarksmönnun til að allt fúnkeri?

1985 sagan sem þú sagðir frá í er "all hands on deck" hugsun þar sem verslunin stýrir álaginu inn á ákveðinn tíma og fullmannar svo allar stöður til að framleiða sem mest, það er verið að draga inn trollið og gera að.

Þetta skapar andadrátt, hjartslátt eða "cycles" í öllum rekstrinum, innkaupum, áfyllingu, þjónustu inn í verslun og svo í afgreiðslu.

Að opna fleiri daga og lengur hvern dag "fletur kúrvuna" en stækkar ekki flatarmálið undir henni = sama sala í heildina en tekur lengri tíma.

Á móti kemur að leigan breytist ekki, stjórnunarkostnaður breytist ekki, innkaupsverð breytist ekki, ef mönnun er alltaf optimal þá breytist launakostnaður ekki mikið EN þjónustan verður allt önnur því að þó að þetta sé sama búðin, sömu vörurnar og sama starfsfólkið þá er mikill munur á að "stilla lífi sínu upp eftir opnunartíma" eða "stilla opnunartíma eftir þörfum viðskiptavina".



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2859
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Þetta finnst mér ekki alveg rétt

Pósturaf CendenZ » Fös 12. Maí 2023 15:24

uhhh já...

Ég er búinn að fara til Amsterdam, Sviss, Bretlands og núna síðast Parísar..
Viltu fá þér kaffi og brauð í morgunmat eða hádegi á mánudegi í París ? gleymdu því ;)
Fara í búðina eftir 16 á laugardegi í sviss, nú eða bara á sunnudegi ? gleymdu því ;)

Kaupa eitthvað og þarft að nota ábyrgðina ? Ef þú staðgreiðir bíl í Hollandi, hann bilar fyrsta daginn og þú vilt láta laga hann, já það eru 8 vikur í næsta lausa tíma á verkstæði, og þú færð ekki endurgreitt eða annan bíl á meðan O:)
Sjiii Bretar loka á fólk meðan það er enn inni að versla :lol: Slökkt bara ljósin, já hún er orðin 18:00 þið ratið út ;)

Já við erum sko vön háu þjónustustigi :lol:

ps, var fyrir mánuði í parís og ef skóbúð, fatabúð eða matvöruverslun á íslandi myndi haga sér eins og þeir þá færi engin þangað, bara útaf íslensku prinsippi :lol: :8)
Síðast breytt af CendenZ á Fös 12. Maí 2023 15:26, breytt samtals 2 sinnum.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Þetta finnst mér ekki alveg rétt

Pósturaf appel » Fös 12. Maí 2023 15:36

Það eru líka allir veitingastaðir lokaðir á sunnudögum í sumum ríkjum í BNA, líka svona keðjur einsog Chick a fil.

Hinsvegar finnst mér alveg vanta á Íslandi morgunopnun fyrir svona veitingastaði. T.d. er McDonalds og fleiri með "breakfast menu" frá snemma á morgnanna. Hérna á Íslandi opnar ekkert fyrr en 11:00 eða 11:30.


*-*

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Þetta finnst mér ekki alveg rétt

Pósturaf urban » Fös 12. Maí 2023 22:48

Það er náttúrulega verið að tala um verslunarrekstur þarna og þar erum við vön alveg fáránlega háu þjónustustigi.

appel skrifaði:Það eru líka allir veitingastaðir lokaðir á sunnudögum í sumum ríkjum í BNA, líka svona keðjur einsog Chick a fil.

Hinsvegar finnst mér alveg vanta á Íslandi morgunopnun fyrir svona veitingastaði. T.d. er McDonalds og fleiri með "breakfast menu" frá snemma á morgnanna. Hérna á Íslandi opnar ekkert fyrr en 11:00 eða 11:30.


Er ekki eitthvað opið af svona skyndibitastöðum opið 24/7 á bensínstöðvunum sem að eru opnar 24/7
Eða lokar það eitthvað fyrr en stöðin sjálf ?


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Þetta finnst mér ekki alveg rétt

Pósturaf appel » Fös 12. Maí 2023 23:03

urban skrifaði:Það er náttúrulega verið að tala um verslunarrekstur þarna og þar erum við vön alveg fáránlega háu þjónustustigi.

appel skrifaði:Það eru líka allir veitingastaðir lokaðir á sunnudögum í sumum ríkjum í BNA, líka svona keðjur einsog Chick a fil.

Hinsvegar finnst mér alveg vanta á Íslandi morgunopnun fyrir svona veitingastaði. T.d. er McDonalds og fleiri með "breakfast menu" frá snemma á morgnanna. Hérna á Íslandi opnar ekkert fyrr en 11:00 eða 11:30.


Er ekki eitthvað opið af svona skyndibitastöðum opið 24/7 á bensínstöðvunum sem að eru opnar 24/7
Eða lokar það eitthvað fyrr en stöðin sjálf ?


Voða lítið. Ég hef stundum verið árvökull og dottið í hug að leita mér að einhverju að éta um morgnanna um helgar, en nei, það er ekkert búið að opna t.d. á laugardagsmorgnum fyrr en 11. Subway kannski í Ártúnsbrekku um 10. En Ísland er svakalega mikið svefnland, það nennir enginn út, ef ég fer í göngutúr þá mæti ég varla hræðu, alveg sama hvaða tíma dags. Þannig að halda að einhverjir staðir séu opnir 8 um morguninn er bara ómögulegt.
En í BNA opna þeir líklega 6 eða 7 um morguninn.
En við höfum okkar verslanir, Hagkaup skeifan eða Nettó mjódd, ef þér líkar við 2ja daga gamla samloku.
Bara annar kúltúr.


*-*

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Þetta finnst mér ekki alveg rétt

Pósturaf appel » Fös 12. Maí 2023 23:12

Ég er ekki sammála um "of hátt þjónustustig á Íslandi".

Ég tel að þessu "þjónustustigi" sé misdreift, þannig að fyrir vinnandi fólk sem er í dagvinnu 9-5 þá hefur það eingöngu tækifæri á að sækja verslanir milli 5-6 á daginn. Hvaða fólk er að sækja verslanir klukkan 2 á daginn? Er það kannski fólk sem er ekki að vinna og hefði alveg getað komist á öðrum tíma?

Hvað með að hafa verslanir opnar 11-14, og svo 17-19. Það er 5 tíma vinnudagur.


*-*

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Þetta finnst mér ekki alveg rétt

Pósturaf appel » Fös 12. Maí 2023 23:41

Eitt vil ég samt bæta við, "þjónustustig" er ekki það sama og "þjónustulund".

Ég held að íslendingar séu almennt mjög þjónustulundaðir. Hef aldrei kynnst einhverri slæmri þjónustulund.

Hinsvegar þá var ég í BNA í Las Vegas á svona týpsíku casino hóteli og vá hvað þjónustulundin var hræðileg. Fyrsta daginn var fínt, við tippuðum venjulega, svo annan daginn þá fann maður fyrir einhverjum kulda, svo þriðja daginn var maður bara hunsaður. Svona tip kúltúr mun ég seint skilja, og vona að komi aldrei til Íslands. Bara afþví maður tippaði ekki alveg 50% til einhvers gæja sem hellti í glas fyrir mann þá hunsaði hann mann daginn eftir þó maður veifaði og allt... unreal.


*-*

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Þetta finnst mér ekki alveg rétt

Pósturaf urban » Fös 12. Maí 2023 23:49

appel skrifaði:
Voða lítið. Ég hef stundum verið árvökull og dottið í hug að leita mér að einhverju að éta um morgnanna um helgar, en nei, það er ekkert búið að opna t.d. á laugardagsmorgnum fyrr en 11. Subway kannski í Ártúnsbrekku um 10. En Ísland er svakalega mikið svefnland, það nennir enginn út, ef ég fer í göngutúr þá mæti ég varla hræðu, alveg sama hvaða tíma dags. Þannig að halda að einhverjir staðir séu opnir 8 um morguninn er bara ómögulegt.
En í BNA opna þeir líklega 6 eða 7 um morguninn.
En við höfum okkar verslanir, Hagkaup skeifan eða Nettó mjódd, ef þér líkar við 2ja daga gamla samloku.
Bara annar kúltúr.


Bakarí hljóta nú að vera búin að opna fyrr, Hérna í eyjum kemst ég t.d. í bakarí áður en ég mæti í vinnu klukkan 8.

appel skrifaði:Ég er ekki sammála um "of hátt þjónustustig á Íslandi".

Ég tel að þessu "þjónustustigi" sé misdreift, þannig að fyrir vinnandi fólk sem er í dagvinnu 9-5 þá hefur það eingöngu tækifæri á að sækja verslanir milli 5-6 á daginn. Hvaða fólk er að sækja verslanir klukkan 2 á daginn? Er það kannski fólk sem er ekki að vinna og hefði alveg getað komist á öðrum tíma?

Hvað með að hafa verslanir opnar 11-14, og svo 17-19. Það er 5 tíma vinnudagur.


Vissulega 5 tíma opnunartími, vinnudagurinn væri samt lengri hjá flestum, en burt séð frá því myndirðu vilja vinna þennan 5 tímavinnudag ?
Ekki myndi ég vilja það, þrátt fyrir það er ég einstæður og barnlaus, þannig að ekki er fjölskyldulífið að trufla það fyrir mér.

en þetta háa þjónustustig, það er langi opnunartími er ekki bara útaf því að verslunareigendum langar að hafa opið og eyða peningum í laun, þetta er jú bara opið útaf því að fólk er að nota þessa þjónustu.

Það að t.d. Fiskikóngurinn sé að spá í að loka klukkutíma fyrr á föstudögum gæti verið vegna þess að honum langi til þess að vera kominn fyrr heim, en ég einhvern vegin efast samt ekkert um annað en að þetta snúist fyrst og fremst um peninga, það sé bara orðið minna að gera á þessum tíma og þess vegna geti hann t.d. leyft sér að loka, fyrir utan að hann er náttúrulega að reka "sérverslun" með vöru sem að er sífellt minni neysla á.

Nú hef ég öðru hverju farið í Hagkaup í skeifunni eftir miðnætti þegar að ég er á höfuðborgarsvæðinum, það er alltaf hellingur af fólki þar þegar að ég hef farið þangað, það er ástæðan fyrir því að þetta er opið, fyrst til að byrja með var þetta náttúrulega tilraun, en þetta er ekki ennþá tilraun eftir öll þessi ár, þetta er opið núna útaf því að þetta borgar sig.

aftur á móti er alveg eðlilegt að sérverslanir reyni að minnka opnunartíma.
Ef að þú ert t.d. á leið að kaupa *insert vöru sem að Epal selur* í Epal, þá ferðu þangað á opnunartíma, getur vel verið að þú komist ekki þessa vikuna útaf opnunartíma en líkegast kemstu um helgina, en þeir eru líka ekki að selja lífsnauðsynlega vöru sem að þú þarft að kaupa vikulega.
Hagkaup aftur á móti er að selja vöru sem að allir þurfa að kaupa, líka þeir sem að eru að vinna á milli 10 - 18 sem að var eðlilegur opnunartími hérna áður fyrr.

Þannig að þetta er vissulega hátt þjónustustig á verslunum hérna á íslandi, en það er líka bara vegna þess að við sem kúnnar erum að fara fram á það og verslunareigandinn sér að hann tapar ekki á því.
Vegna þess að það er nær öruggt að það er engin verslunareigandi að hafa almennan opnunartíma það langan að hann sé að tapa á því.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Þetta finnst mér ekki alveg rétt

Pósturaf appel » Fös 12. Maí 2023 23:52

Það er dýrt að halda opinni tómri verslun. Ég hef farið í sumar verslanir yfir daginn, og þær eru galtómar. Hvaða þjónustustig er það? Fyrir hvern? Þessar verslanir eru mannaðar sama fólki og í "rush hour" milli 5-6. Kannast ekki við að það sé þjónustustig að hafa galtóma verslun full mannaða. Ég kalla það klikkun.


*-*


jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Þetta finnst mér ekki alveg rétt

Pósturaf jonfr1900 » Fös 12. Maí 2023 23:55

appel skrifaði:Það er dýrt að halda opinni tómri verslun. Ég hef farið í sumar verslanir yfir daginn, og þær eru galtómar. Hvaða þjónustustig er það? Fyrir hvern? Þessar verslanir eru mannaðar sama fólki og í "rush hour" milli 5-6. Kannast ekki við að það sé þjónustustig að hafa galtóma verslun full mannaða. Ég kalla það klikkun.

Það eru of margar verslanir. Það eru að ég held fimm Bónus verslanir á Akureyri. Flestar eru tómar yfir daginn. Það dugar ein fyrir alla Akureyri, enda er bærinn ekki nema um 20.000 manns (allt talið).



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Þetta finnst mér ekki alveg rétt

Pósturaf appel » Fös 12. Maí 2023 23:58

Litla systir mín vann fyrir langa löngu í skóbúð í Smáralind. Ég heimsótti hana eitt skiptið og spurði hana um sölu, og ekkert hafði selst um daginn. Ég gleymi þessu aldrei því hún var mjög leið yfir því einsog það væri henni að kenna. Þessi skóbúð ekki til í dag. Alltof oft eru svona nonsense búðir í gangi að gera lítið úr fólki.


*-*


sundhundur
Fiktari
Póstar: 52
Skráði sig: Mið 10. Maí 2023 18:01
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Þetta finnst mér ekki alveg rétt

Pósturaf sundhundur » Lau 13. Maí 2023 00:02

jonfr1900 skrifaði:
appel skrifaði:Það er dýrt að halda opinni tómri verslun. Ég hef farið í sumar verslanir yfir daginn, og þær eru galtómar. Hvaða þjónustustig er það? Fyrir hvern? Þessar verslanir eru mannaðar sama fólki og í "rush hour" milli 5-6. Kannast ekki við að það sé þjónustustig að hafa galtóma verslun full mannaða. Ég kalla það klikkun.

Það eru of margar verslanir. Það eru að ég held fimm Bónus verslanir á Akureyri. Flestar eru tómar yfir daginn. Það dugar ein fyrir alla Akureyri, enda er bærinn ekki nema um 20.000 manns (allt talið).


Það eru þrjár Bónus verslanir síðast þegar ég taldi. Í aldursröð.
1. Undirhlíð
2. Naustahverfi
3. Austursíðu


Þess utan opnaði Krónan í vetur sem leið.
Nettó er með tvær verslanir
Samkaup er með tvær
Iceland er með eina (allavega)
Hagkaup

Fleiri get ég ekki talið upp.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Þetta finnst mér ekki alveg rétt

Pósturaf urban » Lau 13. Maí 2023 00:16

appel skrifaði:Það er dýrt að halda opinni tómri verslun. Ég hef farið í sumar verslanir yfir daginn, og þær eru galtómar. Hvaða þjónustustig er það? Fyrir hvern? Þessar verslanir eru mannaðar sama fólki og í "rush hour" milli 5-6. Kannast ekki við að það sé þjónustustig að hafa galtóma verslun full mannaða. Ég kalla það klikkun.


Já vissulega, en þetta snýst allt um lágmarkið sem að þú þarft á rush hour.
Við erum t.d. 3 á mínum vinnustað, sem að er reyndar í það minnsta, en við erum bara góðir í okkar vinnu og komumst þess vegna yfir stóru daga í ca 98% tilfella.
Við 3 erum allir á fínu kaupi, X marga yfirvinnu tíma borgaða alla mánuði ársins alveg sama hvort að við vinnum þá eða ekki.
En málið er samt að ca 5% af vinnudögunum á árinu væri hægt að hafa lokað (og þá mætum við bara ekki, en fáum greitt)
í ca 30% væri nóg að vera einn á svæðinu.
önnur 30% væri síðan meira en nóg að vera 2 í vinnu.
Restina af dögunum þarf einfaldlega þessa 3 í vinnu.

en málið er til þess að vera 3 í vinnu þegar að þess þarf, þá þarf einfaldlega að greiða okkur fyrir fullan vinnudag allt árið, annars væri maður bara í einhverri annarri vinnu.

Ef að ég ætti að fá greitt eftir tímum sem að ég vinn en ekki föstum mánðarlaunum, þá væru launin mín ca 40% lægri en þau eru í dag, ég væri ekki til taks dagana sem að fyrirtækið þarf á mér að halda ef að það ætlaði bara að borga mér fyrir tímana sem að þeir þurfa mig.

Það er það nákvæmlega sama með verslunina, hún þarf þetta starfsfólk á rush hour, hún fær ekkert fólk til þess að mæta bara á rush hour og vera síðan bara uppá snaga kauplaust þegar að hún þarf þess ekkert.

Það var semasgt pointið með spurningunni hjá mér áðan.
Værir þú til í að fá greitt fyrir 5 tíma vinnudag sem að er skiptur milli
11-14 og 17-19
ég væri ekki til í það.
jonfr1900 skrifaði:Það eru of margar verslanir. Það eru að ég held fimm Bónus verslanir á Akureyri. Flestar eru tómar yfir daginn. Það dugar ein fyrir alla Akureyri, enda er bærinn ekki nema um 20.000 manns (allt talið).


Þær eru reyndar 3 og ég get alveg lofað þér því að Bónus er ekki að halda búðum opnum þar af tilgangslausu, ef að einhver þeirra væri ekki að reka sig, þá myndu þeir loka versluninni strax, eigendur bónus eru semsagt ekki að borga starfsfólki laun og tapa á því.
Það að það búi þar "bara" 20.000 manns þýðir ekki að það séu þar bara 20.000 manns.

Hérna í eyjum búa t.d. bara 4.300 manns, við erum með bæði krónuna og bónus (ca 100 metrar á milli þeirra) all nokkra frábæra matsölustaði, þar á meðal einn af albestu á landinu, 3 pizzastaði og brugghús. Einungis önnur lágvöruverslunin ætti með réttu að reka sig hérna miðað við íbúafjölda.
Við eyjamenn erum ekki að halda þessu öllu uppi, ég kíkti tildæmis á brugghúsið eftir vinnu í dag og keypti mér 3 bjóra en á meðan að ég sat þarna, þá var selt 100+ drykkir ofan í túrista, ég var lengst af eini íslenskumælandi kúnninn.

mannsfjöldinn á staðnum segir semsagt ekkert um kúnnafjöldann.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Þetta finnst mér ekki alveg rétt

Pósturaf appel » Lau 13. Maí 2023 00:27

Samkeppnin einfaldlega gerir útaf við rekstur sem gerir ráð fyrir 5-7 starfsmönnun í fullri vinnu í verslun sem enginn heimsækir fyrr en nokkrir í lok dags.
Það er bara þannig, markaðurinn leiðréttir sig. Markaðurinn gerir ekki ráð fyrir "réttindum starfsfólks", þá væri aliexpress ekki til.


*-*

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Þetta finnst mér ekki alveg rétt

Pósturaf urban » Lau 13. Maí 2023 00:38

appel skrifaði:Samkeppnin einfaldlega gerir útaf við rekstur sem gerir ráð fyrir 5-7 starfsmönnun í fullri vinnu í verslun sem enginn heimsækir fyrr en nokkrir í lok dags.
Það er bara þannig, markaðurinn leiðréttir sig. Markaðurinn gerir ekki ráð fyrir "réttindum starfsfólks", þá væri aliexpress ekki til.


Tjahh það er samt sem áður þessi sami markaður sem að þetta fyrirtæki er að þjónusta, semagt markaðurinn fer fram á 5-7 manns í vinnu þegar að þess þarf.

Þú hlýtur líka að átta þig á því að alveg sama hvað þér finnst um réttindi starfsfólks, að ef að þú færð ekki starfsfólkið til að vinna bara á rush hour, þá þarftu bara að ráða það í lengri tíma, semsagt að borga því hluta af deginum fyrir að gera ekki neitt.

Þetta er auðvitað allt reiknað líka inní vöruverð, mjólkin sem að þú kaupir gæti alveg verið ódýrari ef að kúnnar fengust til þess að koma bara á stuttum opnunartíma og starfsfólk gæti líka unnið bara þessa stuttu opnunartíma.

En þú hlýtur að gera þér grein fyrir því að það er engin að fara að vinna bara í bónus á milli 16-19, fólk væri þá bara að vinna einhver staðar annar staðar þar sem að það fengi hærri tekjur.
Alveg nákvæmlega útaf því borgar vinnan mín mér reglulega fyrir að vera heima hjá mér að gera ekki neitt og aðra daga að mæta 2 tímum seinna en eðlilega og fara heim oft á tíðum 2-3 tímum áður en "eðlilegur" vinnutími er búin.
Bara vegna þess að ég fengist ekki til þess að vinna bara þarna þegar að vinnan þarf mig, bara útaf því að ég fengi ekki nóg greitt fyrir það.

Þið hljótið að átta ykkur á því að fyrirtækjaeigendur eru ekki að greiða fólki laun að óþörfu er það ekki ?
Bónus er t.d. yfir 30 ára gamalt fyrirtæki, haldiðið að það væri ekki löngu búið að finna leiðina til þess að borga bara fólki fyrir rush hour ef að þeir kæmust upp með það ?


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !