Bíla forum?

Allar tengt bílum og hjólum

Höfundur
Hrafn39876
Græningi
Póstar: 27
Skráði sig: Lau 14. Jan 2023 17:10
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Bíla forum?

Pósturaf Hrafn39876 » Mið 10. Maí 2023 08:08

Sælt veri fólkið

Ég var að spá hvort að einhver vissi um eitthvað bíla spjallsíðu sem er ennþá virk.



Skjámynd

Gunnar
Vaktari
Póstar: 2348
Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
Reputation: 60
Staðsetning: 105 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Bíla forum?

Pósturaf Gunnar » Mið 10. Maí 2023 09:41

Veit ekki hvort það sé eitthvað bílaspjall enþá virkt. held þau seu öll komin yfir í grúppur á facebook.

annars er https://www.bmwkraftur.is/spjall/index.php enþá uppi en ekki virkt.
kannski einhver jeppaspjöll uppi enþá líka.



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2583
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 479
Staða: Ótengdur

Re: Bíla forum?

Pósturaf Moldvarpan » Mið 10. Maí 2023 10:22

BMWKraftur
Live2cruize
Kvartmílan

Þessi forums eru öll dauð, notar þetta engin lengur. Allt komið á Facebook.

En það er þó smá líf ennþá inná https://www.jeppaspjall.is/




G3ML1NGZ
Græningi
Póstar: 48
Skráði sig: Fim 22. Sep 2022 21:21
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: Bíla forum?

Pósturaf G3ML1NGZ » Mið 10. Maí 2023 17:01

Ég hata það að forumin eru dauð. FB er "allt á einum stað" en það er ekkert documentation. fólk fórnaði gagnsemi vegna þæginda

Ég T.d stunda miataturbo.net ennþá. Þeir hafa núll tolerance fyrir "ég fann þessa túrbínu bakvið skúrinn hjá frænda mínum, hvað þarf ég að gera til að ná 1000hp?" En kosturinn er að það er mjög gott signal to noise ratio á upplýsingum þarna inni. Stickies hjá þeim eru æðislegir (og eiga við turbo builds in general ekki bara miötur) og ég literally byggði túrbo mótorinn minn eftir guidelines af þessari síðu og er á 5. sumri á sama mótor og allt uppá 10 ennþá. Þetta einfaldlega fæst ekki á FB síðu þar sem allt info er horfið eftir hálfan dag.

Ég fór til USA að keyra tail of the dragon með þessu miata liði. Mér dettur ekki í hug að hitta einhverja rando's af fb spjallsíðu.



Skjámynd

Henjo
Tölvutryllir
Póstar: 689
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 245
Staða: Ótengdur

Re: Bíla forum?

Pósturaf Henjo » Mið 10. Maí 2023 17:30

Það er bara spjall.vaktin.is/bílaplanið




Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 986
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 42
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Bíla forum?

Pósturaf Hlynzi » Mið 10. Maí 2023 19:40

Því miður eru öll klassísku bílaspjöllin (forum) nær líflaus, allt færðist yfir á facebook og umræðan/efnið er orðið hratt, stutt og stundum bara myndir, með oftast lítilli umræðu, menn nenna ekki lengur að skrifa löng greinargóð svör sem aðrir gætu nýtt sér í viðgerðum og öðru með því að leita að þeim þráðum...EN allir eru á facebook, það er svo auðvelt að skrá sig og byrja að pósta. Held að Vaktin.is sé eina Íslenska spjallborðiðsem er þokkalega virkt ennþá, þó svo það hafi minnkað umferðin þá er þetta oftast mun uppbyggilegra spjall en það sem finnst á facebook.


Hlynur

Skjámynd

Jón Ragnar
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Reputation: 206
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Bíla forum?

Pósturaf Jón Ragnar » Fim 11. Maí 2023 08:50

Sakna mjög gamla góða BMWkrafts

Var mjög mikið þarna í gamla daga, þekkingin þar var gríðarleg og auðvelt að sækja sér hjálpina :)



CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video

Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4339
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 392
Staða: Ótengdur

Re: Bíla forum?

Pósturaf chaplin » Fös 12. Maí 2023 11:23

Jón Ragnar skrifaði:Sakna mjög gamla góða BMWkrafts

Var mjög mikið þarna í gamla daga, þekkingin þar var gríðarleg og auðvelt að sækja sér hjálpina :)


Ef þig vantar hjálp með bíla, þá getur þú notað Car GPT vaktarinnar (little-jake).



Skjámynd

Jón Ragnar
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Reputation: 206
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Bíla forum?

Pósturaf Jón Ragnar » Fös 12. Maí 2023 14:47

chaplin skrifaði:
Jón Ragnar skrifaði:Sakna mjög gamla góða BMWkrafts

Var mjög mikið þarna í gamla daga, þekkingin þar var gríðarleg og auðvelt að sækja sér hjálpina :)


Ef þig vantar hjálp með bíla, þá getur þú notað Car GPT vaktarinnar (little-jake).


Haha Takk en ég er góður meðan draslið er í ábyrgð :)



CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video

Skjámynd

gotit23
FanBoy
Póstar: 708
Skráði sig: Sun 13. Jún 2010 19:37
Reputation: 35
Staða: Tengdur

Re: Bíla forum?

Pósturaf gotit23 » Fös 12. Maí 2023 17:11

getum við ekki bara bætt við "bíla Kafla " á vaktinni ,
eini íslenski spjallþráður sem er sprelllífandi á hverjum degi :)
og virðist nóg af bílaáhugamönnum á þessari siðu
Síðast breytt af gotit23 á Fös 12. Maí 2023 17:11, breytt samtals 1 sinni.




TheAdder
Geek
Póstar: 821
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 225
Staða: Ótengdur

Re: Bíla forum?

Pósturaf TheAdder » Fös 12. Maí 2023 17:57

gotit23 skrifaði:getum við ekki bara bætt við "bíla Kafla " á vaktinni ,
eini íslenski spjallþráður sem er sprelllífandi á hverjum degi :)
og virðist nóg af bílaáhugamönnum á þessari siðu

Er "Bílaplanið" ekki akkúrat fyrir þetta? :megasmile


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo

Skjámynd

gotit23
FanBoy
Póstar: 708
Skráði sig: Sun 13. Jún 2010 19:37
Reputation: 35
Staða: Tengdur

Re: Bíla forum?

Pósturaf gotit23 » Fös 12. Maí 2023 19:22

TheAdder skrifaði:
gotit23 skrifaði:getum við ekki bara bætt við "bíla Kafla " á vaktinni ,
eini íslenski spjallþráður sem er sprelllífandi á hverjum degi :)
og virðist nóg af bílaáhugamönnum á þessari siðu

Er "Bílaplanið" ekki akkúrat fyrir þetta? :megasmile


jú nema það mætti vera meira flokkað eftir efnum (dæmi - Viðgerðir - Kaup - varahlutir - DIY ofl)



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Bíla forum?

Pósturaf appel » Lau 13. Maí 2023 00:19

gotit23 skrifaði:
TheAdder skrifaði:
gotit23 skrifaði:getum við ekki bara bætt við "bíla Kafla " á vaktinni ,
eini íslenski spjallþráður sem er sprelllífandi á hverjum degi :)
og virðist nóg af bílaáhugamönnum á þessari siðu

Er "Bílaplanið" ekki akkúrat fyrir þetta? :megasmile


jú nema það mætti vera meira flokkað eftir efnum (dæmi - Viðgerðir - Kaup - varahlutir - DIY ofl)


Ég lagði til að búa til Bílaplanið. Aðallega fyrir nördinn til að sinna bílnum sínum. Allir nördar eiga bíl. Einsog ég, ég átti gamlan bíl þegar ég lagði þetta til, og á enn sama gamla bíl bara enn eldri.

Ekki fyrir bifvélavirkjann. En forumið fær ekki nógu mikinn fjölda pósta til að réttlæta uppskiptingu í 4-fleiri subforum. En ég held að á þessum örfáum árum hafi Bílaplanið verið nokkuð vel heppnað og hafi hjálpað við að halda vökturum á planinu :)


*-*