Sá fréttina um seðlabankastjóra sem var forviða á því að fólksfjöldinn á Íslandi væri kominn yfir 390 þúsund. Og miðað við þróunina þá er bara tímaspursmál hvenær farið verður yfir 400.000.
Ég er líka doldið hissa. Ég hef séð svona þróunarlíkön sem gera ráð fyrir "toppi" svona um 2050-2060 sem svo byrjar að dala.
Hérna er eitt þróunarlíkan:
https://statisticstimes.com/demographic ... lation.php
Skv. þessu náum við 376 þúsund um miðbik aldarinnar. En raunveruleikinn er 400 þús 25 árum fyrr.
Sama gildir með worldometers.info
https://www.worldometers.info/world-pop ... opulation/
Hvað þýðir þetta?
Stærra hagkerfi. Fleiri neytendur. Spurning hvenær við stofnum her?
Ísland er c.a. búið að tvöfalda fólksfjöldann á síðustu 50 árum.
Til samanburðar var fólksfjöldi danmerkur 5,06 milljónir 1975 og er núna 5,8 milljónir. Mjög lítil aukning í %.
Náum við hálfri milljón eftir 10 ár?
Gaman að pæla. En merkilegt miðað við íslandssöguna, þegar mannfjöldi hér var bara kringum 20 þús hræður fyrstu 800 árin.
Íslendingar 400.000 innan árs?
Re: Íslendingar 400.000 innan árs?
Spá Hagstofu frá 2010 https://hagstofan.s3.amazonaws.com/medi ... Kj54Qc.pdf
Re: Íslendingar 400.000 innan árs?
Lets goooo! En þá er bara spurningin hvar allt þetta fólk á að búa? Erum alltof upptekinn að grafa niður hraðbrautir og kaupa stóra jeppa, að við gleymdum að byggja húsnæði og leikskóla.
Re: Íslendingar 400.000 innan árs?
Henjo skrifaði:Lets goooo! En þá er bara spurningin hvar allt þetta fólk á að búa? Erum alltof upptekinn að grafa niður hraðbrautir og kaupa stóra jeppa, að við gleymdum að byggja húsnæði og leikskóla.
Þorlákshöfn? Bæjarstjórinn þar er stórhuga. Það er líka nóg pláss þar til að byggja á.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6352
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 160
- Staða: Ótengdur
Re: Íslendingar 400.000 innan árs?
Það er ekki eins og okkur skorti landið til að byggja og búa á og möguleikar á fjarvinnu að hluta eða öllu leyti aldrei verið eins margir. Því finnst mér líklegt að Reykjavík muni skipta minna og minna máli sem miðpunktur en áður og við munum og erum að sjá mikla uppbyggingu á nærliggjandi bæjarfélögum, þá á Vestur- og Suðurlandi og Suðurnesjunum sérstaklega stækka hratt. Suður Kórea er svipað stórt og Ísland og þar búa rúmar 50m - svo við ættum alveg að geta andað rólega þótt spálíkönum hafi skeikað um nokkra tugi þúsunda.
Án þess að fara út í pólískt skítkast þó þá er nokkuð ljóst að ansi margir hausar þurfa að læra að forgangsraða nauðsynlegri opinberri þjónustu hærra en eigin áhugamálum og vinagreiðum ef þetta á að ganga upp til lengdar.
Án þess að fara út í pólískt skítkast þó þá er nokkuð ljóst að ansi margir hausar þurfa að læra að forgangsraða nauðsynlegri opinberri þjónustu hærra en eigin áhugamálum og vinagreiðum ef þetta á að ganga upp til lengdar.
Re: Íslendingar 400.000 innan árs?
Sem dæmi þá hefur íbúafjöldinn í Árborg aukist um 5% að meðaltali seinustu ár, Aðalskipulag Árborgar 2020 til 2036 gerir ráð fyrir að íbúar muni fjölga um 11300 ef miðað er við háspá. Það kæmi mér ekkert á óvart ef að Árborg-Hveragerði-Ölfus svæðið muni brjóta 20000 íbúa múrin á næstu 1-3 árum.
Síðast breytt af Gustaf á Fim 04. Maí 2023 11:58, breytt samtals 1 sinni.
Re: Íslendingar 400.000 innan árs?
Svipað með Akranes og aðra byggðarkjarna í nágenni Reykjavíkur. Akranes hefur stækkað um uþb 50% á undanförnum árum og er enn að stækka. Vegurinn á milli er niðri við sjávarmál og snjóléttur, og verður mögulega styttri ef blessuð Sundabrautin verður einhverntíman gerð. Þá verður maður aðeins 20-25 mín að keyra á milli (í stað 40-45 mín).
-
- Gúrú
- Póstar: 549
- Skráði sig: Mán 20. Sep 2010 22:31
- Reputation: 57
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Íslendingar 400.000 innan árs?
Já og Ásgeir Jónsson Seðlabankaeinræðisherrastjóri var alveg gáttaður þegar það var sagt við hann að við værum 390þ
What ever you do, what ever you think you can do, there'll always be an Asian who's better than you.
-
- Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Íslendingar 400.000 innan árs?
Það á einnig talsvert af íslendingum að flytja aftur til Íslands í ár. Þannig að íbúatalan mun fara væntanlega yfir 400.000 manns eða mjög nærri því í lok árs.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5592
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1053
- Staða: Ótengdur
Re: Íslendingar 400.000 innan árs?
jonfr1900 skrifaði:Það á einnig talsvert af íslendingum að flytja aftur til Íslands í ár. Þannig að íbúatalan mun fara væntanlega yfir 400.000 manns eða mjög nærri því í lok árs.
Hvað telur þú marga? 10?
*-*
-
- Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Íslendingar 400.000 innan árs?
appel skrifaði:jonfr1900 skrifaði:Það á einnig talsvert af íslendingum að flytja aftur til Íslands í ár. Þannig að íbúatalan mun fara væntanlega yfir 400.000 manns eða mjög nærri því í lok árs.
Hvað telur þú marga? 10?
Það flytja um 200 íslendingar til baka á hverju ári. Það flytur eitthvað til útlanda á móti en almennt gæti fjölgunin orðið um 50 til 100 manns.
Aldrei fleiri flust til landsins en árið 2022 (hagstofa.is)
-
- Vaktari
- Póstar: 2553
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 474
- Staða: Ótengdur
Re: Íslendingar 400.000 innan árs?
Þetta eru aðallega erlendir ríkisborgarar að flytjast hingað sem lyftir þessari tölu svona hátt upp.
Flutningsjöfnuður á meðal íslenskra ríkisborgara var neikvæður en brottfluttir voru 577 fleiri en aðfluttir árið 2022.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3750
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Reputation: 474
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Íslendingar 400.000 innan árs?
jonfr1900 skrifaði:appel skrifaði:jonfr1900 skrifaði:Það á einnig talsvert af íslendingum að flytja aftur til Íslands í ár. Þannig að íbúatalan mun fara væntanlega yfir 400.000 manns eða mjög nærri því í lok árs.
Hvað telur þú marga? 10?
Það flytja um 200 íslendingar til baka á hverju ári. Það flytur eitthvað til útlanda á móti en almennt gæti fjölgunin orðið um 50 til 100 manns.
Aldrei fleiri flust til landsins en árið 2022 (hagstofa.is)
Lastu þessa frétt sem að þú ert að pósta ?
Af þeim 2.626 íslensku ríkisborgurum sem fluttu af landi brott árið 2022 fóru 1.805 til Danmerkur, Svíþjóðar eða Noregs. Flestir fluttu til Danmerkur, eða 1.146, en næst flestir til Svíþjóðar eða 443. Flestir aðfluttir íslenskir ríkisborgarar komu einnig frá þessum löndum eða 1.401 af 2.049.
Það fluttu 2626 íslenskir ríkisborgarar í burtu en komu 2049 heim.
Það er fækkun uppá 577
SEmsagt ekki um 200 sem að eru að flytja heim, heldur 10 sinnum fleiri en þú talar um.
Mismunandi milli ára hvort að það flytji fleiri heim en út, en frá 2000 hafa 10.413 fleiri íslenskir ríkisborgarar flutt frá landinu en til þess.
Bara 5 af þessum árum hafa flutt fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því.
https://px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/Ib ... ba6cf1cce5
Hvaðan dreguru þá áætlun að það gæti verið fjölgun um 50-100 manns útaf flutningum íslenskra ríkisborgara í ár ?
Vegna þess að miðað við upplýsingar sem að síðan sem að þú póstar, þá myndi ég segja að það væru mikið meiri líkur á því að það flytji fleiri út en heim.
Síðast breytt af urban á Fös 05. Maí 2023 20:04, breytt samtals 1 sinni.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
-
- Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Íslendingar 400.000 innan árs?
Þetta er mjög misjafnt milli ára. Árið 2021 þá fluttu um 858 manns til Íslands. Árið 2022 var fækkun upp á 577. Líklega verður fjölgun í ár útaf ástandinu á meginlandinu (sem fer ekki batnandi).
-
- ÜberAdmin
- Póstar: 1335
- Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
- Reputation: 100
- Staðsetning: 109 Rvk
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Íslendingar 400.000 innan árs?
..400K strax?
Hvað ætli hlutföllin séu?
BoB vs NoN-BoB?
*Borinn og Barnfæddur
Hvað ætli hlutföllin séu?
BoB vs NoN-BoB?
*Borinn og Barnfæddur
Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5592
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1053
- Staða: Ótengdur
Re: Íslendingar 400.000 innan árs?
Stuffz skrifaði:..400K strax?
Hvað ætli hlutföllin séu?
BoB vs NoN-BoB?
*Borinn og Barnfæddur
https://www.ruv.is/frettir/innlent/2021 ... -a-aevinni
https://www.skra.is/um-okkur/frettir/fr ... mber-2022/
Do the math.
*-*
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5592
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1053
- Staða: Ótengdur
Re: Íslendingar 400.000 innan árs?
Samtals 387,171 322,586 64,585
20% erlendir ríkisborgarar á Íslandi.
(https://www.skra.is/um-okkur/frettir/fr ... mber-2022/)
20% erlendir ríkisborgarar á Íslandi.
(https://www.skra.is/um-okkur/frettir/fr ... mber-2022/)
*-*