Hann benti mér á uppboð sem er núna á mánudaginn (8. maí) í gallerý fold (https://www.myndlist.is/auction/Auction ... ebStatus=1), þar séu nokkur eftirsótt verk eftir fræga málara td. Alfreð Flóka, Kjarval og meira að segja verk eftir eftirsótta listamenn eins og Þórarinn B. Þorláksson, sem sjaldan sjáist á sölu, og að það sé gott merki um að einhvern vanti pening.
Hann tók sem dæmi verkið eftir Þórarinn (þetta málverk: https://www.myndlist.is/auction/Auction ... emID=28004), að ásett verð (2.800.000 - 3.200.000) sé vel undir því sem mætti búast við (hann talaði um að eðlilegt verð væri líklega nær 4 - 5 milljónum) og þarna væri því gott tækifæri. Það væri hægt að bjóða ca. 70-80% af uppsettu verði í verkið (ca. 2 til 2.5 miljónir) og ef maður fengi verkið á því verði, eða jafnvel þó maður bjóði meira og fengi það á eða aðeins yfir ásettu verði, þá sé síðan auðvelt að selja það seinna á eðlilegra verði með nokkura milljóna króna gróða.
Ég á því miður ekki milljónir á lausu akkúrat núna
og vildi því benda á þetta. Vitið þið um fleiri dæmi um svona "secrets" hvernig maður getur grætt í verðbólgunni eða bara grætt almennt, væri til í að heyra fleiri dæmi, hef gaman af svona pælingum 