Er einhver Folfari hérna?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16567
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Er einhver Folfari hérna?

Pósturaf GuðjónR » Sun 30. Apr 2023 18:09

Folfari? veit ekki hvort það er orð eða ekki :)

Ég pantaði tvö byrjendasett fyrir nokkrum dögum frá ELKO, er ekki búinn að prófa ennþá.
Sé að þessi sett eru yfirleitt 3 diskar, Driver - Midrange - Putter. Er eitthvað sérstakt sem þið mælið með eða mælið gegn?

Þetta eru settin sem ég keypti:
Þetta sett á 4k
https://elko.is/vorur/discmania-active- ... 0030379953

Og þetta sett á 6k
https://elko.is/vorur/discmania-evoluti ... 0030378277

Er ekki búinn að prófa þetta ennþá en var að lesa umsögn um þessa diska að plastið væri frekar hart og stökkt og diskarnir því brothættir, sel það ekki dýrara en ég keypti.

Sá svo eftir á flott úrval hérna:
https://www.folfdiskar.is/product-category/pakkar/



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7583
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1192
Staða: Tengdur

Re: Er einhver Folfari hérna?

Pósturaf rapport » Sun 30. Apr 2023 18:21

Ég keypti sett fyrir einhverjum árum lánaði það en man ekki hverjum... eða hvort ég gaf það.

Af völlunum sem ég prófaði þá fannst mér skemmtilegast að fara í Grafarholtið og Klambratún



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16567
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Er einhver Folfari hérna?

Pósturaf GuðjónR » Sun 30. Apr 2023 18:34

rapport skrifaði:Ég keypti sett fyrir einhverjum árum lánaði það en man ekki hverjum... eða hvort ég gaf það.

Af völlunum sem ég prófaði þá fannst mér skemmtilegast að fara í Grafarholtið og Klambratún

Það er splunkunýr völlur hérna á Kjaló ef það með 9 mörkum, ef það verður einhverntíman logn til að spila.
Ég hef líka séð menn spila Grafarvogi, beint á móti Gullnesti. Virðist flott aðstaða þar.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7583
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1192
Staða: Tengdur

Re: Er einhver Folfari hérna?

Pósturaf rapport » Sun 30. Apr 2023 18:55

GuðjónR skrifaði:
rapport skrifaði:Ég keypti sett fyrir einhverjum árum lánaði það en man ekki hverjum... eða hvort ég gaf það.

Af völlunum sem ég prófaði þá fannst mér skemmtilegast að fara í Grafarholtið og Klambratún

Það er splunkunýr völlur hérna á Kjaló ef það með 9 mörkum, ef það verður einhverntíman logn til að spila.
Ég hef líka séð menn spila Grafarvogi, beint á móti Gullnesti. Virðist flott aðstaða þar.


Æ mér fannst Gufunes, Vífilsstaðir, Fossvogur ekki spennó



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2581
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 479
Staða: Ótengdur

Re: Er einhver Folfari hérna?

Pósturaf Moldvarpan » Sun 30. Apr 2023 19:35

Þetta eru ágætis diskar til að byrja með, ég á sömu sett og þú keyptir Guðjón.

Það er samt alls ekki það hart plastið í þessu, stór efa að þú getir brotið þá. Nema kannski ef þú frystir þá :lol:

Mér finnst frisbí golf þræl skemmtilegt í góðu veðri og góðum félagsskap.




danniornsmarason
Ofur-Nörd
Póstar: 287
Skráði sig: Mán 26. Nóv 2012 18:20
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Er einhver Folfari hérna?

Pósturaf danniornsmarason » Sun 30. Apr 2023 20:29

Mæli með innova mako 3 (flýgur mjög beint) og innova mirrage (flýgur til hægri og góður putter)
annars er það bara að nota það sem þú átt og læra vel á þá, óþarfi að vera kaupa helling af diskum þó það sé mjög gaman :sleezyjoe
hellings úrval af diskum á https://www.frisbigolfbudin.is/en/ og https://hobbyogsport.is/collections/diskar

Mér finnst skemmtilegustu vellirnir vera fossvogurinn, akranes og seljahverfið í breiðholti


Fractal Design Meshify |Asrock B760 Pro | i5 13600KF | 32GB DDR4| GTX 2080 Super |

Skjámynd

rickyhien
Gúrú
Póstar: 562
Skráði sig: Lau 25. Maí 2013 20:39
Reputation: 29
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Er einhver Folfari hérna?

Pósturaf rickyhien » Sun 30. Apr 2023 20:40

völlur við Dalveg er mjög skemmtilegur xD með smá læk í miðjunni



Skjámynd

Jón Ragnar
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Reputation: 206
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Er einhver Folfari hérna?

Pósturaf Jón Ragnar » Mán 01. Maí 2023 06:56

Fullt af frábærum völlum í bænum.

Guðmundarlundur
Dalvegurinn
Fossvogur
Víðistaðatún
Vífilstaðir
Grafarholt



CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video

Skjámynd

GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Er einhver Folfari hérna?

Pósturaf GullMoli » Mán 01. Maí 2023 13:14

Grafarvogs völlurinn er held ég með flestar holur en er gjörsamlega glataður uppá það að týna diskum útaf öllum gróðrinum, sérstaklega á sumrin. Enganvegin þess virði að spila þar því það þarf alltaf að vera einn sem spottar hvar diskarnir lenda því annars ertu að fara eyða miklum tíma í að leita/týna diskum.

Klambratún er mjög fínn, allt beint og opið.
Grafarholtið er mjög skemmtilegur, sömuleiðis Vífillstaðir og svo er Fossvogurinn mjög fínn ef þú ert til í að vaða smá vatn ef þú hendir ofaní.

https://www.folf.is/folfvellir-a-islandi-4/


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"


axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1794
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 82
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: Er einhver Folfari hérna?

Pósturaf axyne » Mán 01. Maí 2023 14:04

Hvernskonar orðskrýpi er þetta folfari :)
Segjir fólk: kemurðu í folf ?


Electronic and Computer Engineer


traustitj
Fiktari
Póstar: 98
Skráði sig: Lau 31. Júl 2021 23:49
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Er einhver Folfari hérna?

Pósturaf traustitj » Þri 02. Maí 2023 10:49

Þegar þú ert að byrja þá skipta diskarnir svaka litlu máli. Betra að taka byrjenda diska því þeir fyrirgefa svo mikið. Ef þú kaupir Hades eða álíka driver og kastar ekki með nægum krafti þá færðu aldrei gott kast.

Diskarnir eiga eftir að fara beint í ljósastaura, tré, runna og grjót. Þú þarft að ná að læra að kasta og ég myndi segja að byrjenda sett er bara fínt.

Ég er ekki að gefa í skyn að ég sé góður eða neitt. Er bara betri en ég var er ég byrjaði



Skjámynd

jericho
Geek
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 153
Staða: Ótengdur

Re: Er einhver Folfari hérna?

Pósturaf jericho » Þri 02. Maí 2023 16:01

Elska folf í góðru veðri og góðra vina hópi.

Takk fyrir linkana á verslanirnar sem selja diska. Þetta er hálfgerður jungle og örugglega best að fara bara á staðinn og fá ráðgjöf og handfjatla sjálfa diskana.

Hef farið á nokkra velli og sumir vellir eru verri en aðrir. Kjarnaskógur var vægast sagt krefjandi



5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q