Aðgengi að tölvum barna ykkar.
-
Höfundur - Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 369
- Skráði sig: Fim 10. Feb 2011 23:58
- Reputation: 25
- Staðsetning: 66°N
- Staða: Ótengdur
Aðgengi að tölvum barna ykkar.
Sælir kæru vaktarar.
Ég er með smá pælingu varðandi aðgengi að tölvu sonar míns, hann var að fermast núna um daginn og hann fékk tölvu íhluti í fermingagjöf, og við púsluðum henni saman um helgina. Og þegar ég var að setja windows upp, þá fór ég að pæla í aðgengi að tölvuni hans.
hann er viku og viku hjá okkur, við búum ekki saman, og tölvan verður hjá mömmu hans.
mín pæling er hvað finnst ykkur um aðgengi að tölvum barna ykkar, núna er ég nokkuð viss um að flestir hérna eru/voru í svipuðum pælingum.
Er persónulega ekkert of hrifin að því að hafa hann algjörlega eftilits lausan með tölvuna.
Ég er með smá pælingu varðandi aðgengi að tölvu sonar míns, hann var að fermast núna um daginn og hann fékk tölvu íhluti í fermingagjöf, og við púsluðum henni saman um helgina. Og þegar ég var að setja windows upp, þá fór ég að pæla í aðgengi að tölvuni hans.
hann er viku og viku hjá okkur, við búum ekki saman, og tölvan verður hjá mömmu hans.
mín pæling er hvað finnst ykkur um aðgengi að tölvum barna ykkar, núna er ég nokkuð viss um að flestir hérna eru/voru í svipuðum pælingum.
Er persónulega ekkert of hrifin að því að hafa hann algjörlega eftilits lausan með tölvuna.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16602
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2142
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Aðgengi að tölvum barna ykkar.
Þetta er alltaf flókið og erfitt, hef verið í þessum sporum nokkrum sinnum og mín reynsla er sú að maður verður að sleppa takinu og treysta þeim.
Vænti þess að hann sé með síma, eigi vini sem eru með tölvur/síma og hugsanlega óheftan aðgang að neti.
Ekki skemma stemminguna með nýju tölvunna með takmörkunum eða heftu aðgengi.
Vænti þess að hann sé með síma, eigi vini sem eru með tölvur/síma og hugsanlega óheftan aðgang að neti.
Ekki skemma stemminguna með nýju tölvunna með takmörkunum eða heftu aðgengi.
Re: Aðgengi að tölvum barna ykkar.
Saell thetta minnir mig a thegar eg var unglingur og foreldrar minir redu taeknimann heim til minn medan eg var i skola.
Eg kem heim beint i tolvu til buinn i SIMNET [MANIA] og eg sa strax eithvad skringilegt forrit buid ad baetast vid beint a taskbar en eg bara whatever. Thegar kl var 7:00 tha var eg loggadur ut og kom a skjarin naesta opnun er kl 8:30, Eg bara what?? og eg fer til pabba og spyr hvad hafidi gert? og thau hjonin hafdu sma samtal vid mig. Eg sagdi vid thau thid vitid eg mun finna leid til ad henda thessu ut og pabbi sagdi bara vid gangi ther vel.
Thad endadi med eg skipti ut harddiskin og pabbi slokkti bara rafmagnid inn til min a vissum tima. En allavega morg arum seinna se eg eftir hversu mikid theim thyki vaent um mig og eg er thakklatur fyrir thad.
Eg kem heim beint i tolvu til buinn i SIMNET [MANIA] og eg sa strax eithvad skringilegt forrit buid ad baetast vid beint a taskbar en eg bara whatever. Thegar kl var 7:00 tha var eg loggadur ut og kom a skjarin naesta opnun er kl 8:30, Eg bara what?? og eg fer til pabba og spyr hvad hafidi gert? og thau hjonin hafdu sma samtal vid mig. Eg sagdi vid thau thid vitid eg mun finna leid til ad henda thessu ut og pabbi sagdi bara vid gangi ther vel.
Thad endadi med eg skipti ut harddiskin og pabbi slokkti bara rafmagnid inn til min a vissum tima. En allavega morg arum seinna se eg eftir hversu mikid theim thyki vaent um mig og eg er thakklatur fyrir thad.
hef ekkert að segja LOL!
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 663
- Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
- Reputation: 61
- Staðsetning: 107
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Aðgengi að tölvum barna ykkar.
Ok það eru nokkrir vinklar á þessu.
Engann njósnahugbúnað eða álíka.
Og alls ekki neitt sem gefur remote aðgang að webcam.
Ef þú reynir, og þegar strákurinn kemst að því að slíkum hugbúnaði hafi verið bætt við, þá eru nokkrir hlutir sem geta gerst.
Svo alls ekkert víst að þú viljir vita hvað hann gerir í tölvunni.
Þannig að þú þarft líka að spá í hversskonar "eftirlit" þú hafðir í huga, og hvort það sé yfir höfuð þess virði vs að eiga samtal um tölvu- og netnotkun.
Einstaklingur á fermingaraldri er yfirleitt orðinn nokkuð sjálfstæður og líklega svo gott sem eftirlitslaus í snjallsímanum sínum, og þar er nú allt social media stöffið.
Um að gera að taka samtal um tölvu- og netnotkun, en ekki búa til vandamál ef það er ekki til staðar.
Hluti af samtalinu getur verið að það sé krafa að það sé til staðar annar account á tölvunni með administrator privileges þannig að þú eða mamman komist í tölvuna EF þess þarf.
Ef það er vandamál varðandi tölvunotkun, t.d. e-ð sem kemur niður á skóla, þá þarf að tækla það með öðrum leiðum heldur en með eftirlits- eða njósnabúnaði á tölvu/síma. (Ég veit ekki um nein tilfelli þar sem slík nálgun hefur virkað.)
- Ekki gera neitt án samráðs við strákinn.
- Hafðu í huga að tölvan er ekki á þínu heimili - þú þarft að vinna þetta með móður stráksins/hinu heimilinu.
Engann njósnahugbúnað eða álíka.
Og alls ekki neitt sem gefur remote aðgang að webcam.
Ef þú reynir, og þegar strákurinn kemst að því að slíkum hugbúnaði hafi verið bætt við, þá eru nokkrir hlutir sem geta gerst.
- Strákurinn finnur leið framhjá og/eða til að losna við þetta.
- Það traust sem strákurinn ber til þín í dag tapast. (Það eru ótalmargar sögur til af því hvernig svona getur haft langtíma áhrif á samskipti barns við foreldra.)
- Samskipti þín við móður stráksins, sé þetta gert án hennar vitundar, gæti versnað.
Svo alls ekkert víst að þú viljir vita hvað hann gerir í tölvunni.
Þannig að þú þarft líka að spá í hversskonar "eftirlit" þú hafðir í huga, og hvort það sé yfir höfuð þess virði vs að eiga samtal um tölvu- og netnotkun.
Einstaklingur á fermingaraldri er yfirleitt orðinn nokkuð sjálfstæður og líklega svo gott sem eftirlitslaus í snjallsímanum sínum, og þar er nú allt social media stöffið.
Um að gera að taka samtal um tölvu- og netnotkun, en ekki búa til vandamál ef það er ekki til staðar.
Hluti af samtalinu getur verið að það sé krafa að það sé til staðar annar account á tölvunni með administrator privileges þannig að þú eða mamman komist í tölvuna EF þess þarf.
Ef það er vandamál varðandi tölvunotkun, t.d. e-ð sem kemur niður á skóla, þá þarf að tækla það með öðrum leiðum heldur en með eftirlits- eða njósnabúnaði á tölvu/síma. (Ég veit ekki um nein tilfelli þar sem slík nálgun hefur virkað.)
Mkay.
Re: Aðgengi að tölvum barna ykkar.
Við hjónin notum Microsoft Family Safety. Börnin fá X tíma á dag en geta svo sent request fyrir meiri tíma sem við getum samþykkt í gegnum appið. Þetta er allt gert eftir samtal við börnin og skyldurnar sem þau hafa (heimalærdómur, íþróttaæfingar, heimilisstörf). Börnin vita að þegar búið er að sinna skyldunum, þá fá þau meiri tíma. Hefur gengið mjög vel.
5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 348
- Skráði sig: Mán 29. Jún 2009 15:56
- Reputation: 118
- Staða: Ótengdur
Re: Aðgengi að tölvum barna ykkar.
natti skrifaði:Ok það eru nokkrir vinklar á þessu.
- Ekki gera neitt án samráðs við strákinn.
- Hafðu í huga að tölvan er ekki á þínu heimili - þú þarft að vinna þetta með móður stráksins/hinu heimilinu.
Engann njósnahugbúnað eða álíka.
Og alls ekki neitt sem gefur remote aðgang að webcam.
Ef þú reynir, og þegar strákurinn kemst að því að slíkum hugbúnaði hafi verið bætt við, þá eru nokkrir hlutir sem geta gerst.
- Strákurinn finnur leið framhjá og/eða til að losna við þetta.
- Það traust sem strákurinn ber til þín í dag tapast. (Það eru ótalmargar sögur til af því hvernig svona getur haft langtíma áhrif á samskipti barns við foreldra.)
- Samskipti þín við móður stráksins, sé þetta gert án hennar vitundar, gæti versnað.
Svo alls ekkert víst að þú viljir vita hvað hann gerir í tölvunni.
Þannig að þú þarft líka að spá í hversskonar "eftirlit" þú hafðir í huga, og hvort það sé yfir höfuð þess virði vs að eiga samtal um tölvu- og netnotkun.
Einstaklingur á fermingaraldri er yfirleitt orðinn nokkuð sjálfstæður og líklega svo gott sem eftirlitslaus í snjallsímanum sínum, og þar er nú allt social media stöffið.
Um að gera að taka samtal um tölvu- og netnotkun, en ekki búa til vandamál ef það er ekki til staðar.
Hluti af samtalinu getur verið að það sé krafa að það sé til staðar annar account á tölvunni með administrator privileges þannig að þú eða mamman komist í tölvuna EF þess þarf.
Ef það er vandamál varðandi tölvunotkun, t.d. e-ð sem kemur niður á skóla, þá þarf að tækla það með öðrum leiðum heldur en með eftirlits- eða njósnabúnaði á tölvu/síma. (Ég veit ekki um nein tilfelli þar sem slík nálgun hefur virkað.)
Þetta er rock solid plan.
Myndi í mesta lagi setja takmarkanir á hvað er hægt að versla og mögulega webfilter til að reyna svona eitthvað limit með klámið (unglingur með tölvu í eigin herbergi ... its gonna happen).
Ef þú setur upp Steam og setur kortið þitt á það að þá geturðu sett parental control sem læsir Steam store með kóða sem dæmi.
Annars einsog Natti segir hér að þá eru samskipti númer 1 2 og 3, ekkert vera feiminn við að ræða við strákinn og segja honum frá þínum áhyggjum og fáðu hans feedback á móti svo þið séuð að skilja sjónarmið hvors annars.
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 922
- Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
- Reputation: 404
- Staða: Ótengdur
Re: Aðgengi að tölvum barna ykkar.
Fræða barnið.
Treysta barninu.
Muna svo að við vorum líka allir hálfvitar á þessum aldri.
Treysta barninu.
Muna svo að við vorum líka allir hálfvitar á þessum aldri.
Re: Aðgengi að tölvum barna ykkar.
Mossi__ skrifaði:Muna svo að við vorum líka allir hálfvitar á þessum aldri.
Þegar ég var svona 15 ára þá var internetið ansi lítið og saklaust, og það tók svona 10 mín að hlaða inn einni stórri jpeg mynd, og ekki mikið í boði. Í dag flæðir þetta bara um allt og loadast samstundist.
Síðast breytt af appel á Þri 25. Apr 2023 10:46, breytt samtals 1 sinni.
*-*
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 348
- Skráði sig: Mán 29. Jún 2009 15:56
- Reputation: 118
- Staða: Ótengdur
Re: Aðgengi að tölvum barna ykkar.
appel skrifaði:Mossi__ skrifaði:Muna svo að við vorum líka allir hálfvitar á þessum aldri.
Þegar ég var svona 15 ára þá var internetið ansi lítið og saklaust, og það tók svona 10 mín að hlaða inn einni stórri jpeg mynd, og ekki mikið í boði. Í dag flæðir þetta bara um allt og loadast samstundist.
Ah ég átti diskettur ofaná diskettur af pamelu anderson í allri sinni 256 lita dýrð þegar ég var 14.
Re: Aðgengi að tölvum barna ykkar.
oliuntitled skrifaði:appel skrifaði:Mossi__ skrifaði:Muna svo að við vorum líka allir hálfvitar á þessum aldri.
Þegar ég var svona 15 ára þá var internetið ansi lítið og saklaust, og það tók svona 10 mín að hlaða inn einni stórri jpeg mynd, og ekki mikið í boði. Í dag flæðir þetta bara um allt og loadast samstundist.
Ah ég átti diskettur ofaná diskettur af pamelu anderson í allri sinni 256 lita dýrð þegar ég var 14.
Ég spilaði eldgamla Larry leiki á IBM PC í 16 litum á sínum tíma... það var sérstakt skjákort sem þurfti í það sem kallaðist CGA (https://en.wikipedia.org/wiki/Color_Graphics_Adapter). Það var svona það mesta dónó sem maður gerði þegar maður var 13 eða 14, áður en maður fór á internetið.
*-*
Re: Aðgengi að tölvum barna ykkar.
Mossi__ skrifaði:Muna svo að við vorum líka allir hálfvitar á þessum aldri.
Sumir voru meiri hálfvitar en aðrir á þessum aldri.
Ég er þakklátur fyrir hversu vanþróað internetið og tæknin var þegar ég var táningur.
-
- FanBoy
- Póstar: 727
- Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
- Reputation: 43
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Staða: Ótengdur
Re: Aðgengi að tölvum barna ykkar.
Það er lítið sem hægt er að gera annað en stanslaus fræðsla fyrir börn sem komin eru á fermingaraldurinn.
Microsoft Family Safety er góð leið til að byrja, ekki gefa barninu beinan admin aðgang að stýrikerfinu. Aldurinn á Kids account stýrir soldið hvað hægt er að skoða og keyra en það er alveg hægt að leyfa leiki fyrir hærri aldur. En fyrir mitt leiti þá ertu kominn á það stig að fræðsla er nr 1-2-3.
Helsta ástæðan er þó bara til að varna að það sé ekki of auðvelt að keyra inn óværur sem admin.
Að vera forvitinn á internetinu í dag getur verið stórhættulegt, það kítlar að sækja hluti og keyra upp og prófa. Þú þarf að tala við krakkann um password og aðskilnað á "priority aðgöngum" og öðrum aðgöngum sem fólk notar á hinum og þessum síðum.
Þetta er ekkert annað en stór partur af uppeldinu í dag, að kenna krökkunum að fóta sit á öruggan máta á netinu....og vera ekki anonymous dick
Microsoft Family Safety er góð leið til að byrja, ekki gefa barninu beinan admin aðgang að stýrikerfinu. Aldurinn á Kids account stýrir soldið hvað hægt er að skoða og keyra en það er alveg hægt að leyfa leiki fyrir hærri aldur. En fyrir mitt leiti þá ertu kominn á það stig að fræðsla er nr 1-2-3.
Helsta ástæðan er þó bara til að varna að það sé ekki of auðvelt að keyra inn óværur sem admin.
Að vera forvitinn á internetinu í dag getur verið stórhættulegt, það kítlar að sækja hluti og keyra upp og prófa. Þú þarf að tala við krakkann um password og aðskilnað á "priority aðgöngum" og öðrum aðgöngum sem fólk notar á hinum og þessum síðum.
Þetta er ekkert annað en stór partur af uppeldinu í dag, að kenna krökkunum að fóta sit á öruggan máta á netinu....og vera ekki anonymous dick
IBM PS/2 8086
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 348
- Skráði sig: Mán 29. Jún 2009 15:56
- Reputation: 118
- Staða: Ótengdur
Re: Aðgengi að tölvum barna ykkar.
appel skrifaði:oliuntitled skrifaði:appel skrifaði:Mossi__ skrifaði:Muna svo að við vorum líka allir hálfvitar á þessum aldri.
Þegar ég var svona 15 ára þá var internetið ansi lítið og saklaust, og það tók svona 10 mín að hlaða inn einni stórri jpeg mynd, og ekki mikið í boði. Í dag flæðir þetta bara um allt og loadast samstundist.
Ah ég átti diskettur ofaná diskettur af pamelu anderson í allri sinni 256 lita dýrð þegar ég var 14.
Ég spilaði eldgamla Larry leiki á IBM PC í 16 litum á sínum tíma... það var sérstakt skjákort sem þurfti í það sem kallaðist CGA (https://en.wikipedia.org/wiki/Color_Graphics_Adapter). Það var svona það mesta dónó sem maður gerði þegar maður var 13 eða 14, áður en maður fór á internetið.
Já ég og frændi minn spiluðum Larry 1 á macintosh plus tölvunni sem hann átti í svarthvítu, þurftum að passa að læsa herberginu á meðan samt svo foreldrar hans gætu ekki rölt inn á okkur að spila dónaleik!
Re: Aðgengi að tölvum barna ykkar.
Man alltaf þegar þetta kom upp með son minn. "Pabbi þá enda ég bara að vera hjá vinum mínum og þá sérðu ekkert hvað ég er að gera "
Skák og mát....
Skák og mát....
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1574
- Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
- Reputation: 254
- Staðsetning: Reykjavík, Iceland
- Staða: Ótengdur
Re: Aðgengi að tölvum barna ykkar.
Við erum alltaf tölvuskjái og tölvur á neðri hæð í opnu rými ( sem sést frá efri pallinum ). Þar er PC tölva og Xbox tölva og strákarnir hanga þokkalega miki þar með vinum.
Við konan vinnum þarna líka til að normaliza það að það eru bara allir í tölvunum í opnu rými, þannig er ekkert verið að fela neitt.
Við konan vinnum þarna líka til að normaliza það að það eru bara allir í tölvunum í opnu rými, þannig er ekkert verið að fela neitt.
-
- Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Aðgengi að tölvum barna ykkar.
lifeformes skrifaði:Sælir kæru vaktarar.
Ég er með smá pælingu varðandi aðgengi að tölvu sonar míns, hann var að fermast núna um daginn og hann fékk tölvu íhluti í fermingagjöf, og við púsluðum henni saman um helgina. Og þegar ég var að setja windows upp, þá fór ég að pæla í aðgengi að tölvuni hans.
hann er viku og viku hjá okkur, við búum ekki saman, og tölvan verður hjá mömmu hans.
mín pæling er hvað finnst ykkur um aðgengi að tölvum barna ykkar, núna er ég nokkuð viss um að flestir hérna eru/voru í svipuðum pælingum.
Er persónulega ekkert of hrifin að því að hafa hann algjörlega eftilits lausan með tölvuna.
Microsoft er með þjónustu sem bíður upp á stjórnun fyrir aðganga með börn. Það virkar í Windows en hvernig þetta er í raun veit ég ekki. Ég sé bara möguleikann á aðgangssíðunni hjá mér á Microsoft.
Re: Aðgengi að tölvum barna ykkar.
Ég vil setja +1 á að hafa tölvuna í fjölskyldurými frekar en inni í herberginu hans. Það snýst ekki bara um að geta séð hvað hann gerir, heldur líka að hann sé ekki að einangra sig inni í herbergi, og að tölvunotkunin sé félagslegri. T.d. ef þú sérð hann spila einhvern leik og þú vilt spila með honum getur þú stungið upp á því við hann, sem þú gætir ekki ef hann væri bara lokaður inni í herbergi.
AMD Ryzen 5 5600X | 2x16GB DDR4 | 1TB Sata SSD | AMD Radeon RX 580
Re: Aðgengi að tölvum barna ykkar.
Þar sem tölvan verður á öðru heimili þá er um að gera að þið foreldrarnir séuð sammála um hvað þið viljið gera til að hafa svona undir control.
Ef móðirin er á allt annarri skoðun þá ertu lítið að fara ná að stjórna þessari framkvæmd inn á hennar heimili og inn á tölvu sem þú átt ekki.
En svo er spurning um að setja upp eitthvað eins og qustodio í samvinnu við barnið og hafa það þannig að bæði þú og mamman hafið aðgang til að skoða hvaða netnotkun er í gangi.
En alltaf lát abarnið vita hvaða eftirlit er í gangi og jafnvel sýna því hvaða gögn eru vistuð og segja þeim "þetta er það sem internetið safnar um þig hvort sem er" með þessu appi er ég bara að fá að sjá það.
Ef móðirin er á allt annarri skoðun þá ertu lítið að fara ná að stjórna þessari framkvæmd inn á hennar heimili og inn á tölvu sem þú átt ekki.
En svo er spurning um að setja upp eitthvað eins og qustodio í samvinnu við barnið og hafa það þannig að bæði þú og mamman hafið aðgang til að skoða hvaða netnotkun er í gangi.
En alltaf lát abarnið vita hvaða eftirlit er í gangi og jafnvel sýna því hvaða gögn eru vistuð og segja þeim "þetta er það sem internetið safnar um þig hvort sem er" með þessu appi er ég bara að fá að sjá það.
-
Höfundur - Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 369
- Skráði sig: Fim 10. Feb 2011 23:58
- Reputation: 25
- Staðsetning: 66°N
- Staða: Ótengdur
Re: Aðgengi að tölvum barna ykkar.
Það er ekki að spurja af því ef maður vantar ráðleggingar þá eruð þið reynsluboltarnir hérna, takk fyrir öll svörin.
margt flott sem kemur fram, en ég er alveg búinn að eiga spjallið við hann og hann og ég treysti honum alveg, það er ekki málið og móðir hans felur mér þetta hlutverk alveg í mínar hendur.
En ég er alls ekki að hugsa um njósnabúnað eða neitt þess háttar, hef meiri áhyggjur af scam póstum og vírusum sem hann gerir sér ekki grein fyrir að séu.
margt flott sem kemur fram, en ég er alveg búinn að eiga spjallið við hann og hann og ég treysti honum alveg, það er ekki málið og móðir hans felur mér þetta hlutverk alveg í mínar hendur.
En ég er alls ekki að hugsa um njósnabúnað eða neitt þess háttar, hef meiri áhyggjur af scam póstum og vírusum sem hann gerir sér ekki grein fyrir að séu.
Re: Aðgengi að tölvum barna ykkar.
Mossi__ skrifaði:Fræða barnið.
Treysta barninu.
Muna svo að við vorum líka allir hálfvitar á þessum aldri.
1. Traust er gagnkvæmt og til að vinna sér inn traust þarf maður að veita það sjálfur.
2. Þú getur ekki stýrt barninu/unglingnum þínum í gegnum tölvuna eða komið í veg fyrir eitthvað.
3. Það væri mjög óeðlilegt ef þú værir með remote aðgang að tölvu inni á neti fyrrverandi.
Treystu barninu og notaðu tölvuþekkinguna til að treysta sambandið við barnið, með aðstoð, ráðleggingum eða bara að spila eitthvað.
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1024
- Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
- Reputation: 206
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Aðgengi að tölvum barna ykkar.
Mæli eindregið með að taka talið um klám og annað líka
Internetið getur verið hrikalegur staður
Internetið getur verið hrikalegur staður
CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video