Rak augun í þessa frétt á mbl í dag. https://www.mbl.is/matur/frettir/2023/0 ... samtimans/
Ég er innilega sammála þessu, það er í raun alveg ótrúlegt hvað litlum aðilum á Íslandi hefur tekist að gera undanfarin áratug.
Allt frá bændum sem hafa hætt þessari iðnaðarframleiðslu sbr. nautakjöt úr Kjósinni t.d. Holdanaut, ég keyri í Kjósina á sumrin bara til að komast í grillkjöt frá þeim + carpacchio og beef jerky til að jappla á.
Þessi flóra veitingastaða og gæði eru á allt öðru leveli en um 1997-1999 þegar ég var ungur og að vinna á veitingastöðum, hótelum og pöbbum.
Líka bara einfaldir hlutir sbr. að hafa vegan option. Ísland má eiga það að vera gera gott mót í þeim efnum.
Mathallirnar allar kítla mig lítið en ég kíki einstaka sinnum (þoli svo illa kliðinn í svona mikið af fólki að skvaldra).
En þessu tengdu þá var ég að vinna verkefni í skólanum um daginn um LA Prep / LA Kitchen, sem var og er risa vöruskemma í LA sem breytt var í 50+ mis stór framleiðslueldhús sem frumkvöðlar geta leigt.
Það er sameiginleg vörumóttaka og ýmis stuðningur innifalinn í leigunni t.d. stuðningur við að fá rekstrar- og framleiðsluleyfi, samningar við umbúðaframleiðendur, dreifingaraðila o.s.frv.
Þessir frumkvöðlar eru kannski með fjölskylduuppskriftir sem fólk hefur hrósað hásterkt í gegnum tíðina og þau ná að byggja upp fyrirtæki í kringum.
Þetta er í raun eins og sameiginlegar skrifstofur, bara nokk svalara.
Er eitthvað svona á klakanum? Fyrir þá sem eru með hugmyndir og vilja láta á það reyna án þess að taka of mikla áhættu?
https://www.ampedkitchens.com/
https://www.latimes.com/food/dailydish/ ... story.html
https://www.howardbuilding.com/our-work ... -a-kitchen
https://www.planningreport.com/2016/03/ ... -companies
„Matarfrumkvöðlar séu rokkstjörnur samtímans“
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3750
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Reputation: 474
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 7592
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1193
- Staða: Ótengdur
Re: „Matarfrumkvöðlar séu rokkstjörnur samtímans“
Vissi ekki af þessu, þetta er hugsanlega eitthvað í áttina.