Mastercard fíaskóið
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5596
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1054
- Staða: Ótengdur
Mastercard fíaskóið
Einhverjir með mastercard? (ekki ég)
En þetta er svakalegt, borga held ég 100 falt meira fyrir vörur? 5000 kr verður að hálfri milljón.
Einhverjir lent í þessu?
Hvernig er hægt að klúðra þessu? Er ástæðan sú að allar þessar greiðslumiðlanir eru orðnar erlendar?
En þetta er svakalegt, borga held ég 100 falt meira fyrir vörur? 5000 kr verður að hálfri milljón.
Einhverjir lent í þessu?
Hvernig er hægt að klúðra þessu? Er ástæðan sú að allar þessar greiðslumiðlanir eru orðnar erlendar?
*-*
Re: Mastercard fíaskóið
Þetta eru væntanlega mistök forritara. Markmiðið var að allt væri reiknað í heilum krónum en ekki niður í aura. Virðist sem upphæðir séu að x100 eða x0.01 faldast.
Þetta er auðvitað ekki ásættanlegt! Þetta hefur verið að koma fyrir í nokkra daga. þetta er algjör brókarskita!!!
Þetta er auðvitað ekki ásættanlegt! Þetta hefur verið að koma fyrir í nokkra daga. þetta er algjör brókarskita!!!
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5596
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1054
- Staða: Ótengdur
Re: Mastercard fíaskóið
Ljóst að þetta var nánast ekkert undirbúið, skipulagt né neitt, bara óðagot einhvernveginn að aðlagast einhverjum breytingum.
Held að Seðlabankinn eigi að sjá um allt innlenda greiðslukerfið og vera greiðslugátt við útlönd, svona bull gengur ekki.
Held að Seðlabankinn eigi að sjá um allt innlenda greiðslukerfið og vera greiðslugátt við útlönd, svona bull gengur ekki.
*-*
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16568
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2135
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Mastercard fíaskóið
Fólk að lenda í ótrúlegustu hlutum:
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023 ... ins_bestu/
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023 ... ins_bestu/
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5596
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1054
- Staða: Ótengdur
Re: Mastercard fíaskóið
Minnir mig á þegar tvö aukanúll voru tekin af íslensku krónunni.
"Árið 1981 var gerð myntbreyting þar sem felld voru brott tvö núll af verðgildi krónunnar, þannig að 100 gamlar krónur urðu að 1 nýrri krónu. "
https://is.wikipedia.org/wiki/%C3%8Dslensk_kr%C3%B3na
Þú fórst í verslun með 100 krónur en gast bara verslað fyrir 1 kr! Það voru margir ósáttir, lol.
"Árið 1981 var gerð myntbreyting þar sem felld voru brott tvö núll af verðgildi krónunnar, þannig að 100 gamlar krónur urðu að 1 nýrri krónu. "
https://is.wikipedia.org/wiki/%C3%8Dslensk_kr%C3%B3na
Þú fórst í verslun með 100 krónur en gast bara verslað fyrir 1 kr! Það voru margir ósáttir, lol.
*-*
-
- Besserwisser
- Póstar: 3125
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 455
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Mastercard fíaskóið
Þetta er epic klúður. Ég starfa sjálfur við hugbúnaðargerð og hef gert lengi. Hef gert allskonar silly búbú í gegnum tíðina sem maður hefur skammast sín fyrir, en þetta er alveg á öðru leveli. Hvernig getur svona, að því er virðist, einföld breyting klúðrast svona? Það er eins og þessi breyting hafi bara ekkert verið prófuð áður en hún var sett út. Þó að þetta verði auðvitað allt leiðrétt, þá veldur þetta korthöfum miklu veseni og óþægindum.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5596
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1054
- Staða: Ótengdur
Re: Mastercard fíaskóið
https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023 ... egir-bonus
Þetta er mesta klúður í greiðslumiðlun á Íslandi frá upphafi.
Og ég man eftir því þegar menn voru að nota strauvélarnar með góðum árangri.
Ég kalla eftir þingnefnd til að rannsaka þetta. (djók, því það er óraunhæft, hér er ekkert slíkt kerfi)
Þetta er mesta klúður í greiðslumiðlun á Íslandi frá upphafi.
Og ég man eftir því þegar menn voru að nota strauvélarnar með góðum árangri.
Ég kalla eftir þingnefnd til að rannsaka þetta. (djók, því það er óraunhæft, hér er ekkert slíkt kerfi)
Síðast breytt af appel á Mán 17. Apr 2023 22:24, breytt samtals 2 sinnum.
*-*
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16568
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2135
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Mastercard fíaskóið
Minnir á bankaútboðið þegar menn reyndu að klóra yfir skítnn sinn með því að kenna excel um, þóttust ekki vita mun á punktum og kommum...
Annars þá lenti ég í því fyrir ~2 mánuðum þegar hraðbankar Íslandsbanka hrundu að debetkortið mitt varð óvirkt, fékk synjun hjá Apple og það hætti að virka í símanum og á netinu, eftir endalaus símtöl þá fékk ég nýtt kort þar sem "sérfræðingarnir" gátu ekki fengið gamla kortið til að virka og svo til að bíta höfuðið af skömminni og hámarka ósvífnina reyndu þeir að rukka mig fyrir sín mistök, 1100 kr. stofn-eða endurnýjunargjald korta og 990 kr. árgjald debetkorts. Það tók tvö símtöl að fá það niðurfellt enda fokkið þeirra megin. Alltaf kaldhæðnislegt að heyra starfsfólk banka tala um fólk og fyrirtæki sem viðskiptavini sína, við erum ekki viðskipta„vinir“, bara beljur sem þeir mjólka að vild.
Að gefnu tilefni mæli ég með að fólk horfi á myndina Idiocracy.
Á að gerast í framtíðinni en virðist vera að raungerast í nútímanum.
Annars þá lenti ég í því fyrir ~2 mánuðum þegar hraðbankar Íslandsbanka hrundu að debetkortið mitt varð óvirkt, fékk synjun hjá Apple og það hætti að virka í símanum og á netinu, eftir endalaus símtöl þá fékk ég nýtt kort þar sem "sérfræðingarnir" gátu ekki fengið gamla kortið til að virka og svo til að bíta höfuðið af skömminni og hámarka ósvífnina reyndu þeir að rukka mig fyrir sín mistök, 1100 kr. stofn-eða endurnýjunargjald korta og 990 kr. árgjald debetkorts. Það tók tvö símtöl að fá það niðurfellt enda fokkið þeirra megin. Alltaf kaldhæðnislegt að heyra starfsfólk banka tala um fólk og fyrirtæki sem viðskiptavini sína, við erum ekki viðskipta„vinir“, bara beljur sem þeir mjólka að vild.
Að gefnu tilefni mæli ég með að fólk horfi á myndina Idiocracy.
Á að gerast í framtíðinni en virðist vera að raungerast í nútímanum.
- Viðhengi
-
- IMG_7399.jpeg (249.59 KiB) Skoðað 2556 sinnum
-
- IMG_7418.png (447.96 KiB) Skoðað 2556 sinnum
Re: Mastercard fíaskóið
Ég er sjálfur með Mastercard en hef ekki lent í þessu. Ég er að nota Apple Wallet og tilkynningarnar sem ég fæ frá því sýna allar upphæðir eins þeim sé deilt með 100. 1800 kr. sjást sem 18 kr. o.s.frv.
*EDIT*
Þetta er það sem ég er að lenda í
*EDIT*
appel skrifaði:Minnir mig á þegar tvö aukanúll voru tekin af íslensku krónunni.
"Árið 1981 var gerð myntbreyting þar sem felld voru brott tvö núll af verðgildi krónunnar, þannig að 100 gamlar krónur urðu að 1 nýrri krónu. "
https://is.wikipedia.org/wiki/%C3%8Dslensk_kr%C3%B3na
Þú fórst í verslun með 100 krónur en gast bara verslað fyrir 1 kr! Það voru margir ósáttir, lol.
Þetta er það sem ég er að lenda í
Síðast breytt af Frost á Mán 17. Apr 2023 22:34, breytt samtals 1 sinni.
Tölva, 2 skjáir, Alltof mörg lyklaborð, þráðlaus mús og næs heyrnatól
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5596
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1054
- Staða: Ótengdur
Re: Mastercard fíaskóið
Ef þetta væri í BNA þá væri FBI komið í málið, þingnefndir komnar í málið. Enn sem komið er á stóra Þorskalandinu mikla þá bara er þetta bara þannig að það er einsog það er og það er ekkert þannig sem er þannig hægt að gera. (teljið þ-in)
Síðast breytt af appel á Mán 17. Apr 2023 22:36, breytt samtals 1 sinni.
*-*
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5596
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1054
- Staða: Ótengdur
Re: Mastercard fíaskóið
Bónus fær hrós dagsins, miðað við þessa frétt þá vöruðu þeir við þessari áhættu, ekki hlustað á þá!
https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023 ... egir-bonus
https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023 ... egir-bonus
*-*
-
- Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Mastercard fíaskóið
Hérna eru nefnd nokkur dæmi. Hæsta talan sem ég sá þarna var 5,1 milljón. Vætanlega margfaldað með miklu þar.
Nokkrar krónur á bensínstöð en tvær kúlur í Bónus(mbl.is)
Mastercard hafar Íslandsbanka fengu sjokk í morgun (Vísir.is)
Nokkrar krónur á bensínstöð en tvær kúlur í Bónus(mbl.is)
Mastercard hafar Íslandsbanka fengu sjokk í morgun (Vísir.is)
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 282
- Skráði sig: Mið 11. Maí 2005 21:28
- Reputation: 54
- Staðsetning: Breidholt
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Mastercard fíaskóið
hef ekki enn lennt í neinum vandræðum, ég skoða samt stöðuna eftir hverja færslu, finnst samt soldið fáranlegt hvað ÍSB skrifaði til manns þegar þetta kom upp
"Ef haldið er áfram með kaup á vöru/þjónustu og rukkað er um ranga upphæð þarf fólk að bíða eftir því að færsla sé gerð upp (að hún hætti að vera á bið) og leita þá til seljanda vörunnar um leiðréttingu á upphæðinni, eða senda inn endurkröfubeiðni til Íslandsbanka."
þannig ég þarf sjálfur að redda því að þetta sé lagað? bankinn leiðréttir þetta ekki bara sjálfur automaticly..
"Ef haldið er áfram með kaup á vöru/þjónustu og rukkað er um ranga upphæð þarf fólk að bíða eftir því að færsla sé gerð upp (að hún hætti að vera á bið) og leita þá til seljanda vörunnar um leiðréttingu á upphæðinni, eða senda inn endurkröfubeiðni til Íslandsbanka."
þannig ég þarf sjálfur að redda því að þetta sé lagað? bankinn leiðréttir þetta ekki bara sjálfur automaticly..
ef ég skrifa kb þá meina ég kilobyte!!!
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1573
- Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
- Reputation: 254
- Staðsetning: Reykjavík, Iceland
- Staða: Ótengdur
Re: Mastercard fíaskóið
Climbatiz skrifaði:þannig ég þarf sjálfur að redda því að þetta sé lagað? bankinn leiðréttir þetta ekki bara sjálfur automaticly..
Það geta ekki allir leiðrétt. Miðað við viðbrögðin í gær að þá er vandamálið sérstaklega hjá Rapyd færsluhirðingu. Þau okkar sem hafa unnið á móti greiðslugáttum allra þessara fyrirtækja þekkjum það vel að margfalda allar upphæðir *100 til þess að þær fari inní gáttina hjá þeim.
Svo hljómar eins og í gær að færsluhirðarnir ætluðu að strípa þessa margföldun af enn það virðist hafa klikkað hjá þessum stærstu færsluhirðum eins og Rapyd. Rapyd mun svo senda inn leiðréttingarskrár til MasterCard til að leiðrétta þessar færslur og er ekki Íslandsbanki að biðja korthafa að vera vakandi fyrir því að færsluhirðiarnir gætu hafa klikkað.
Íslandsbanki sér örugglega lítinn greinarmun á milli góðra færsla og ekki
Re: Mastercard fíaskóið
appel skrifaði:Hvernig kemur þetta niður á lánshæfismati? Þetta er lögsóknarefni.
Góður punktur...
Ef maður fékk vildarpunkta fyrir veltuna, þurrkast þeir út?
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1860
- Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
- Reputation: 219
- Staða: Ótengdur
Re: Mastercard fíaskóið
appel skrifaði:Hvernig kemur þetta niður á lánshæfismati? Þetta er lögsóknarefni.
Um hvað ertu að tala? Þetta er bókhaldsvilla sem verður leiðrétt. Þú færð aldrei reikning fyrir þessu þannig að ég á erfitt með að sjá þig verða fyrir tjóni.
AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5596
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1054
- Staða: Ótengdur
Re: Mastercard fíaskóið
Nariur skrifaði:appel skrifaði:Hvernig kemur þetta niður á lánshæfismati? Þetta er lögsóknarefni.
Um hvað ertu að tala? Þetta er bókhaldsvilla sem verður leiðrétt. Þú færð aldrei reikning fyrir þessu þannig að ég á erfitt með að sjá þig verða fyrir tjóni.
Tja, segjum að það gleymist að leiðrétta eitthvað, og það tekst ekki svo að gera upp kortareikninginn, þá fer viðkomandi í "vanskil" sem skráist hjá creditinfo. Bara pæla, en líklegast að þetta verði allt leiðrétt.
*-*
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6354
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 161
- Staða: Ótengdur
Re: Mastercard fíaskóið
hagur skrifaði:Þetta er epic klúður. Ég starfa sjálfur við hugbúnaðargerð og hef gert lengi. Hef gert allskonar silly búbú í gegnum tíðina sem maður hefur skammast sín fyrir, en þetta er alveg á öðru leveli. Hvernig getur svona, að því er virðist, einföld breyting klúðrast svona? Það er eins og þessi breyting hafi bara ekkert verið prófuð áður en hún var sett út. Þó að þetta verði auðvitað allt leiðrétt, þá veldur þetta korthöfum miklu veseni og óþægindum.
Þetta.
Að þetta skuli ekki hafa verið prufað í einangraðri pilot grúppu er grátbroslegt, samt meira grátlegt. Ef það væru til verðlaun fyrir Amateur hour of the year, þá væri þetta garanteraður sigurvegari. Það mætti halda að það hafi ekki nokkur einasti aðili í bankakerfinu unnið við breytingastjórnun.
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 252
- Skráði sig: Fös 02. Des 2011 11:01
- Reputation: 6
- Staða: Ótengdur
Re: Mastercard fíaskóið
Þeir voru nú búnir að vara við þessu. Svo líklega eitthvað sem þeir gátu ekki stjórnað. Ég lenti í þessu sjálfur. Með 800.000 kr reikning í Bónus og 230.000 kr í Vínbúðinni. Þetta var leiðreitt á mánudeginum. Bara anda með nefinu og fylgjast með hvort færslan gangi ekki til baka.