Búum við í einskonar Monty Python fáránleikaveruleika? Ryðjum snjó þegar það snjóar!

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Búum við í einskonar Monty Python fáránleikaveruleika? Ryðjum snjó þegar það snjóar!

Pósturaf appel » Mán 10. Apr 2023 01:08

Stýrihópur vill að snjómokstur taki mið af því hversu mikið snjóar
https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023 ... kid-snjoar

Já, ágætt, loksins að menn fatti að þegar það snjóar að það þurfi að ryðja snjóinn. Glæsilegt. Hvað er næst, 1+1? Hvað kostaði þessi nefnd?


*-*

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Búum við í einskonar Monty Python fáránleikaveruleika? Ryðjum snjó þegar það snjóar!

Pósturaf appel » Mán 10. Apr 2023 01:39

Ég hef líka ýmislegt við að athuga þegar snjóruðningstæki fara 10 sinnum á sömu götu sem er verulega rudd, sama gildir um göngustígana. En sleppa algjörlega öllu öðru í nágrenninu.

link:
viewtopic.php?f=9&t=93015&hilit=g%C3%B6ngust%C3%ADgar
Síðast breytt af appel á Mán 10. Apr 2023 01:44, breytt samtals 2 sinnum.


*-*


mikkimás
Gúrú
Póstar: 594
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 113
Staða: Ótengdur

Re: Búum við í einskonar Monty Python fáránleikaveruleika? Ryðjum snjó þegar það snjóar!

Pósturaf mikkimás » Mán 10. Apr 2023 07:46

Hvernig fara þeir að þessu fyrir vestan og norðan?

Ekki heyri ég þau kvarta mikið.

Annað hvort lifa þau í meiri sátt við snjóþyngsli og ófærð, eða þau búa við betra skipulag sem við hér fyrir suðvestan mættum læra af.
Síðast breytt af mikkimás á Mán 10. Apr 2023 07:46, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1268
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 143
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Búum við í einskonar Monty Python fáránleikaveruleika? Ryðjum snjó þegar það snjóar!

Pósturaf Minuz1 » Mán 10. Apr 2023 10:06

mikkimás skrifaði:Hvernig fara þeir að þessu fyrir vestan og norðan?

Ekki heyri ég þau kvarta mikið.

Annað hvort lifa þau í meiri sátt við snjóþyngsli og ófærð, eða þau búa við betra skipulag sem við hér fyrir suðvestan mættum læra af.


https://www.althingi.is/altext/140/s/1197.html

Leið Nafn Dagar
1106 Breiðdals­heiði 54
1150 Breiðdals­heiði-Haug­ar 44
905 Vík­ur­skarð 7


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það

Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1268
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 143
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Búum við í einskonar Monty Python fáránleikaveruleika? Ryðjum snjó þegar það snjóar!

Pósturaf Minuz1 » Mán 10. Apr 2023 10:08

mikkimás skrifaði:Hvernig fara þeir að þessu fyrir vestan og norðan?

Ekki heyri ég þau kvarta mikið.

Annað hvort lifa þau í meiri sátt við snjóþyngsli og ófærð, eða þau búa við betra skipulag sem við hér fyrir suðvestan mættum læra af.


Kemur oft fyrir að það lokast vegir í langan tíma úti á landi og ekki hægt að komast að stöðum vegna þessa.
Ég hef ekki hugmynd hvort það séu aðrar leiðir að þeim stöðum sem nýta sér þessa vegi.
Ég amk sé mig ekki alveg tilbúinn að komast ekki í búð í yfir mánuð.

https://www.althingi.is/altext/140/s/1197.html

Kóði: Velja allt

Leið   Nafn                                   Dagar
1106   Breiðdals­heiði                   54
1150   Breiðdals­heiði-Haug­ar   44
905   Vík­ur­skarð                     7


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það

Skjámynd

Oddy
Tölvutryllir
Póstar: 671
Skráði sig: Sun 12. Jan 2020 20:34
Reputation: 45
Staðsetning: Akureyri
Staða: Tengdur

Re: Búum við í einskonar Monty Python fáránleikaveruleika? Ryðjum snjó þegar það snjóar!

Pósturaf Oddy » Mán 10. Apr 2023 10:40

Minuz1 skrifaði:
mikkimás skrifaði:Hvernig fara þeir að þessu fyrir vestan og norðan?

Ekki heyri ég þau kvarta mikið.

Annað hvort lifa þau í meiri sátt við snjóþyngsli og ófærð, eða þau búa við betra skipulag sem við hér fyrir suðvestan mættum læra af.


Kemur oft fyrir að það lokast vegir í langan tíma úti á landi og ekki hægt að komast að stöðum vegna þessa.
Ég hef ekki hugmynd hvort það séu aðrar leiðir að þeim stöðum sem nýta sér þessa vegi.
Ég amk sé mig ekki alveg tilbúinn að komast ekki í búð í yfir mánuð.

https://www.althingi.is/altext/140/s/1197.html

Kóði: Velja allt

Leið   Nafn                                   Dagar
1106   Breiðdals­heiði                   54
1150   Breiðdals­heiði-Haug­ar   44
905   Vík­ur­skarð                     7


Þessa vegi sér Vegagerðin um að halda auðum. Innanbæjar er svo allt annað mál. Hér á Akureyri er farið að vinna þetta miklu hraðar og er betri þjónusta fyrir bæjarbúa. En við hlaupum ekki oft í fjölmiðla vælandi yfir smá ófærð.




Gustaf
Græningi
Póstar: 27
Skráði sig: Lau 10. Mar 2018 17:51
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Re: Búum við í einskonar Monty Python fáránleikaveruleika? Ryðjum snjó þegar það snjóar!

Pósturaf Gustaf » Mán 10. Apr 2023 11:29

Það sem pirrar mig einstaklega mikið hvern einasta vetur er að göngustígar sem eru í flokki 3 (litaðir grænir í borgarvefsjá) eru ekki mokaðir og stígar sem eru í fyrsta og öðrum flokki eru oft á tíðum illa/rangt mokaðir (litaðir rauðir og bláir í borgarvefsjá), þrátt fyrir þetta þá heyrist í pólítíkusum að þau ætla að gera gangandi og hjólandi hátt undir höfði (en ekki þegar að það snjóar eða rignir).



Skjámynd

einarhr
Vaktari
Póstar: 2011
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 276
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Búum við í einskonar Monty Python fáránleikaveruleika? Ryðjum snjó þegar það snjóar!

Pósturaf einarhr » Mán 10. Apr 2023 11:47

Oddy skrifaði:
Minuz1 skrifaði:
mikkimás skrifaði:Hvernig fara þeir að þessu fyrir vestan og norðan?

Ekki heyri ég þau kvarta mikið.

Annað hvort lifa þau í meiri sátt við snjóþyngsli og ófærð, eða þau búa við betra skipulag sem við hér fyrir suðvestan mættum læra af.


Kemur oft fyrir að það lokast vegir í langan tíma úti á landi og ekki hægt að komast að stöðum vegna þessa.
Ég hef ekki hugmynd hvort það séu aðrar leiðir að þeim stöðum sem nýta sér þessa vegi.
Ég amk sé mig ekki alveg tilbúinn að komast ekki í búð í yfir mánuð.

https://www.althingi.is/altext/140/s/1197.html

Kóði: Velja allt

Leið   Nafn                                   Dagar
1106   Breiðdals­heiði                   54
1150   Breiðdals­heiði-Haug­ar   44
905   Vík­ur­skarð                     7


Þessa vegi sér Vegagerðin um að halda auðum. Innanbæjar er svo allt annað mál. Hér á Akureyri er farið að vinna þetta miklu hraðar og er betri þjónusta fyrir bæjarbúa. En við hlaupum ekki oft í fjölmiðla vælandi yfir smá ófærð.



Ekki alveg rétt hjá þér, Vegagerðin ber ábyrgð á Öllum stofnæðum á Höfuðborgarsvæðinu.


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |

Skjámynd

Oddy
Tölvutryllir
Póstar: 671
Skráði sig: Sun 12. Jan 2020 20:34
Reputation: 45
Staðsetning: Akureyri
Staða: Tengdur

Re: Búum við í einskonar Monty Python fáránleikaveruleika? Ryðjum snjó þegar það snjóar!

Pósturaf Oddy » Mán 10. Apr 2023 12:04

einarhr skrifaði:
Oddy skrifaði:
Minuz1 skrifaði:
mikkimás skrifaði:Hvernig fara þeir að þessu fyrir vestan og norðan?

Ekki heyri ég þau kvarta mikið.

Annað hvort lifa þau í meiri sátt við snjóþyngsli og ófærð, eða þau búa við betra skipulag sem við hér fyrir suðvestan mættum læra af.


Kemur oft fyrir að það lokast vegir í langan tíma úti á landi og ekki hægt að komast að stöðum vegna þessa.
Ég hef ekki hugmynd hvort það séu aðrar leiðir að þeim stöðum sem nýta sér þessa vegi.
Ég amk sé mig ekki alveg tilbúinn að komast ekki í búð í yfir mánuð.

https://www.althingi.is/altext/140/s/1197.html

Kóði: Velja allt

Leið   Nafn                                   Dagar
1106   Breiðdals­heiði                   54
1150   Breiðdals­heiði-Haug­ar   44
905   Vík­ur­skarð                     7


Þessa vegi sér Vegagerðin um að halda auðum. Innanbæjar er svo allt annað mál. Hér á Akureyri er farið að vinna þetta miklu hraðar og er betri þjónusta fyrir bæjarbúa. En við hlaupum ekki oft í fjölmiðla vælandi yfir smá ófærð.



Ekki alveg rétt hjá þér, Vegagerðin ber ábyrgð á Öllum stofnæðum á Höfuðborgarsvæðinu.


Er það ekki svo að Vegagerðin ber ábyrgð á öllum stofnæðum á landinu? Hvar sem þær eru. En innanbæjar er það á ábyrgð sveitafélagsins.




Maggibmovie
Nörd
Póstar: 103
Skráði sig: Mið 02. Des 2020 12:49
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Búum við í einskonar Monty Python fáránleikaveruleika? Ryðjum snjó þegar það snjóar!

Pósturaf Maggibmovie » Mán 10. Apr 2023 12:32

Rétt, vegagerðin sér td um þjóðveginn sem liggur í gegnum bæjarfélög


Lian-Li O11 Evo XL | Asus ROG Maximus z790 Apex Encore | Intel i9-14900KS | Direct die kæling m/420mm rad | G-skill Trident Z5 48GB 8200 | Samsung 990 Pro 4tb | Palit RTX4090 GameRock OC 24GB | BeQuiet Darkpower Pro 1600w | Samsung Odyssey G9 240hz |

Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1268
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 143
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Búum við í einskonar Monty Python fáránleikaveruleika? Ryðjum snjó þegar það snjóar!

Pósturaf Minuz1 » Mán 10. Apr 2023 19:20

Maggibmovie skrifaði:Rétt, vegagerðin sér td um þjóðveginn sem liggur í gegnum bæjarfélög


Vegagerðin er ábyrgðaraðili vegna þeirra vega sem þeir eiga, en í sumum tilfellum þá bjóða þeir sveitarfélögum að taka þá þjónustu gegn gjaldi, veit ekki hvernig þessu atriði er háttað á höfuðborgarsvæðinu.


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Búum við í einskonar Monty Python fáránleikaveruleika? Ryðjum snjó þegar það snjóar!

Pósturaf jonsig » Þri 11. Apr 2023 08:13

Minuz1 skrifaði:
Maggibmovie skrifaði:Rétt, vegagerðin sér td um þjóðveginn sem liggur í gegnum bæjarfélög


Vegagerðin er ábyrgðaraðili vegna þeirra vega sem þeir eiga, en í sumum tilfellum þá bjóða þeir sveitarfélögum að taka þá þjónustu gegn gjaldi, veit ekki hvernig þessu atriði er háttað á höfuðborgarsvæðinu.



Ætli borgartsjóra draslið vitið það heldur ? :lol:



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2553
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 474
Staða: Ótengdur

Re: Búum við í einskonar Monty Python fáránleikaveruleika? Ryðjum snjó þegar það snjóar!

Pósturaf Moldvarpan » Þri 11. Apr 2023 08:23

Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir að snjómokstur í borginni í vetur hafi gengi nokkuð vel, að undanskildum byrjunarörðugleikum. Vandamálið liggi helst í auknum kílómetrafjölda í vegum og stígum innan borgarmarka.
:lol: =D>

https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-04-11-lengri-vegir-og-stigar-i-borginni-gerdu-mokstur-thyngri-i-vofum



Skjámynd

jericho
Geek
Póstar: 824
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 152
Staða: Ótengdur

Re: Búum við í einskonar Monty Python fáránleikaveruleika? Ryðjum snjó þegar það snjóar!

Pósturaf jericho » Þri 11. Apr 2023 09:57

Moldvarpan skrifaði:
Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir að snjómokstur í borginni í vetur hafi gengi nokkuð vel, að undanskildum byrjunarörðugleikum. Vandamálið liggi helst í auknum kílómetrafjölda í vegum og stígum innan borgarmarka.
:lol: =D>

https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-04-11-lengri-vegir-og-stigar-i-borginni-gerdu-mokstur-thyngri-i-vofum


Dreifð byggð kallar á auka kílómetra af götum/vegum/stígum. Þétt byggð gerir það ekki. Just sayin'



5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q

Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2553
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 474
Staða: Ótengdur

Re: Búum við í einskonar Monty Python fáránleikaveruleika? Ryðjum snjó þegar það snjóar!

Pósturaf Moldvarpan » Þri 11. Apr 2023 10:13

jericho skrifaði:
Moldvarpan skrifaði:
Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir að snjómokstur í borginni í vetur hafi gengi nokkuð vel, að undanskildum byrjunarörðugleikum. Vandamálið liggi helst í auknum kílómetrafjölda í vegum og stígum innan borgarmarka.
:lol: =D>

https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-04-11-lengri-vegir-og-stigar-i-borginni-gerdu-mokstur-thyngri-i-vofum


Dreifð byggð kallar á auka kílómetra af götum/vegum/stígum. Þétt byggð gerir það ekki. Just sayin'


Byggðin er ekki að minnka, hún bara stækkar og stækkar. Samt virðist fækka vélum og mönnum. Þetta er afar einföld jafna sem ætti ekki að þurfa nefnd til að átta sig á.



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Búum við í einskonar Monty Python fáránleikaveruleika? Ryðjum snjó þegar það snjóar!

Pósturaf appel » Þri 11. Apr 2023 10:37

Moldvarpan skrifaði:
jericho skrifaði:
Moldvarpan skrifaði:
Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir að snjómokstur í borginni í vetur hafi gengi nokkuð vel, að undanskildum byrjunarörðugleikum. Vandamálið liggi helst í auknum kílómetrafjölda í vegum og stígum innan borgarmarka.
:lol: =D>

https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-04-11-lengri-vegir-og-stigar-i-borginni-gerdu-mokstur-thyngri-i-vofum


Dreifð byggð kallar á auka kílómetra af götum/vegum/stígum. Þétt byggð gerir það ekki. Just sayin'


Byggðin er ekki að minnka, hún bara stækkar og stækkar. Samt virðist fækka vélum og mönnum. Þetta er afar einföld jafna sem ætti ekki að þurfa nefnd til að átta sig á.


Vandinn er líka heimskulegt kerfi við að skafa götur og stíga.

T.d. er götum og stígum flokkað með mismunandi forgangsröð, flokkur 1, 2 eða 3.
Þannig hef ég séð snjóruðningstæki vera ryðja stíga í forgangi 1, trekk í trekk þó þeir séu orðnir ruddir, jafnvel 3-4 sinnum á sama deginum þó ekkert hafi bætt í snjó, og það endurtekið í nokkra daga. Stígar í forgangi 2-3 eru svo ekki ruddir, ekki einu sinni. Held þetta hafi samt verið verra í fyrravetur en nýliðinn vetur, þar sem þeir lærðu nú eitthvað. En samt sé ég svona sóun í gangi.


*-*

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7514
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1178
Staða: Ótengdur

Re: Búum við í einskonar Monty Python fáránleikaveruleika? Ryðjum snjó þegar það snjóar!

Pósturaf rapport » Þri 11. Apr 2023 12:26

Ég kannski sé þetta öðrum augum búinn að vera í opinbera geiranum svo lengi.

Þetta er ekki pólitíkst vandamál, það er einhver millistjórnandi þarna sem hefur upphugsað þetta kerfi með þessum árangri, líklega fylgdu þessu einhverjir útreikningar í excel hvað þetta yrði fínt og flott og mundi spara peninga.

Aðal atriðið finnst mér að pólitíkin greip þetta lét rannsaka þetta og mun krefjast úrbóta. Það er í mínum huga tilgangur poltíkusa en þeir eiga ekki að úrbúa nýtt mokstursplan.



Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 61
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Búum við í einskonar Monty Python fáránleikaveruleika? Ryðjum snjó þegar það snjóar!

Pósturaf natti » Þri 11. Apr 2023 13:00

Vitandi hvernig sumir hérna nálgast sum viðfangsefni, þá bíð ég bara eftir fréttinni sem mun koma rétt fyrir sveitastjórnarkosningar 2026 með yfirskriftinni "Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna snjómokstur hefur stóraukist frá síðustu kosningum".
Svo kannski vill til að það hefur lítið eða jafn mikið snjóað 2024-2026 og árin á undan, og allir "snillingarnir" stíga fram með stór orð um sóun á peningum, afhverju að halda vélum standby fyrir örfáa snjódaga, afhverju að eyða peningum í þjónustu sem er bara notuð stundum, og svo framvegis.

Rúv skrifaði:Af lestri skýrslunnar, sem kynnt verður í næstu viku[...]

Gæti verið áhugavert að actually lesa skýrsluna þegar hún verður public.


Samanburður... skrifaði:
appel skrifaði:Já, ágætt, loksins að menn fatti að þegar það snjóar að það þurfi að ryðja snjóinn. Glæsilegt. Hvað er næst, 1+1?

Rúv skrifaði:Nefna má að byrjað verði að hreinsa húsagötur þegar snjódýpt er 10 sentimetrar en ekki 15 eins og nú er


Nú veit ég ekki hvort að appel ákvað vísvitandi að snúa útúr, eða hvort að hann einfaldlega las ekki einusinni fréttina, en þarna kristallast vandamálið í hnotskurn.
Einhverjir fá það verkefni að skoða núverandi verkferla og reyna að finna út hvað má gera betur. (Eða hvort allt sé kannski bara í fínu lagi, enda ekki hægt að vera viðbúinn öllu mögulegu.)
Og aðrir koma svo með sleggjudóma í engu samhengi við úrbótartillögur, en eru með háfleygar yfirlýsingar bara til þess gerðar að þyrla ryki og búa til neikvæða umræðu.
Rinse and repeat.
Hvernig má búast við að hlutir lagist ef að það er alltaf farið á þetta plan?

appel skrifaði:Þannig hef ég séð snjóruðningstæki vera ryðja stíga í forgangi 1, trekk í trekk þó þeir séu orðnir ruddir, jafnvel 3-4 sinnum á sama deginum þó ekkert hafi bætt í snjó, og það endurtekið í nokkra daga

Þú áttar þig vonandi líka á að það eru ákveðnar leiðir sem að tækin fara óháð öðrum verkefnum, einfaldlega vegna þess hvar byrjunar- eða endastaður tækisins er?
Eða t.d. ef/þegar um ytri verktaka er að ræða, að þá enda tækin í nágrenni við heimili viðkomandi í lok dags, þannig að leiðin til og frá heimili viðkomandi er þá hlutfallgslega rudd oftar en aðrar leiðir óháð þörf, því það munar kannski ekki miklu að ryðja ef að leiðin er keyrð hvort eð er.
Það eru bara svo mörg svona variable sem spila inn í heildarmyndina.

Svo, eins leiðinlegt og það er, þá er allt of oft hægt að vera vitur eftirá í samningagerð.
Þetta gæti jafnvel verið krafa á viðkomandi verktaka skv illa gerðri útboðslýsingu, sem tekur mið af illa skilgreindum verkferlum.
Þá væri einmitt sniðugt að fá hóp... uh.. nefnd... til þess að rýna þessi atriði og koma með tillögur að úrbótum fyrir næsta útboð/samning.


Mkay.

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16512
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2112
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Búum við í einskonar Monty Python fáránleikaveruleika? Ryðjum snjó þegar það snjóar!

Pósturaf GuðjónR » Mið 12. Apr 2023 10:32

Það þurfti stýrihóp til að átta sig á því að því meira sem snjóar því meira þarf að moka. Hvað ætli stýrihópurinn hafi fengið í þóknun fyrir þessa mikilvægu uppgötvun?
Viðhengi
IMG_7316.jpeg
IMG_7316.jpeg (278.96 KiB) Skoðað 5749 sinnum



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Búum við í einskonar Monty Python fáránleikaveruleika? Ryðjum snjó þegar það snjóar!

Pósturaf appel » Mið 12. Apr 2023 10:45

GuðjónR skrifaði:Það þurfti stýrihóp til að átta sig á því að því meira sem snjóar því meira þarf að moka. Hvað ætli stýrihópurinn hafi fengið í þóknun fyrir þessa mikilvægu uppgötvun?


Svo í beinu framhaldi "Reykjavíkurborg fær ekki lánað".

Engin furða miðað við hvernig er farið með fjármunina.


*-*

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Búum við í einskonar Monty Python fáránleikaveruleika? Ryðjum snjó þegar það snjóar!

Pósturaf urban » Mið 12. Apr 2023 12:47

natti skrifaði:Svo, eins leiðinlegt og það er, þá er allt of oft hægt að vera vitur eftirá í samningagerð.
Þetta gæti jafnvel verið krafa á viðkomandi verktaka skv illa gerðri útboðslýsingu, sem tekur mið af illa skilgreindum verkferlum.
Þá væri einmitt sniðugt að fá hóp... uh.. nefnd... til þess að rýna þessi atriði og koma með tillögur að úrbótum fyrir næsta útboð/samning.



auðvitað er auðvelt að vera vitur eftir á og gott að geta komið með tillögur að næsta útboði.

En kommon, það er ekki einsog þetta sé fyrsta árið sem að hafi þurfti að moka snjó.
Það á að vera löngu búið að leysa öll svona vandamál, það á semsagt ekki að þurfa að finna uppá því árið 2023 að það þurfi að ryðja snjó þegar að það snjóar og geta komið því að í næstu samningum.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7514
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1178
Staða: Ótengdur

Re: Búum við í einskonar Monty Python fáránleikaveruleika? Ryðjum snjó þegar það snjóar!

Pósturaf rapport » Mið 12. Apr 2023 15:24

HÉR er verklagið sem þurfti að uppfæra.

Hvernig mundu þið lýsa í einnu handbók hvernig eigi að stunda snjómokstur í Reykjavík?

Kafli 3.1.3. er um þessa 15cm.

Þó að þessar athugasemdir sem verða birtar muni hljóma kjánalega þá þarf að hugsa þær í þessu samhengi, að þetta eru örlitlar breytur í miklu miklu stærri mynd sem er þessi þjónustuhandbók sem er SLA fyrir vetrarþjónustuna.

Það sem gerðist er að þeir sem áttu að veiat þessa þjónustu gerðu það ekki... og ein sog alltaf þá þyrfti borgin að rifta samningum og bjóðaút aftur, fá miklu óhagstæðari tilboð og borga $$$ EÐA svipa þessa sem eru með samninginn til og koma hlutunum í lag... sem virðist hafa verið sú leið sem valið var að fara.




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Búum við í einskonar Monty Python fáránleikaveruleika? Ryðjum snjó þegar það snjóar!

Pósturaf Tbot » Fim 13. Apr 2023 07:37

"Lagt er til breyta þjón­ustu­hand­bók­inni á þann veg að snjó­hreins­un taki mið af magni snjó­komu. Þannig eigi tími sem tek­ur í hreins­un að vera mis­mun­andi eft­ir því hve mik­il snjó­dýpt­in mæl­ist."

Mikil er viska þessa fólks sem er í stýrihópnum.




Manager1
Tölvutryllir
Póstar: 624
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Búum við í einskonar Monty Python fáránleikaveruleika? Ryðjum snjó þegar það snjóar!

Pósturaf Manager1 » Fim 13. Apr 2023 21:07

Tbot skrifaði:"Lagt er til breyta þjón­ustu­hand­bók­inni á þann veg að snjó­hreins­un taki mið af magni snjó­komu. Þannig eigi tími sem tek­ur í hreins­un að vera mis­mun­andi eft­ir því hve mik­il snjó­dýpt­in mæl­ist."

Mikil er viska þessa fólks sem er í stýrihópnum.

Málið er að í þjónustuhandbókinni núna er ekki tekið mið af því hversu mikið snjóar, það er í raun það sem er fáránlegt í þessu öllu. Það al fáránlegasta er svo kannski að það þurfi að taka það fram, en svona virkar bara ríkisbatterýið. Það verður að vera handbók með nákvæmum leiðbeiningum um hvernig á að gera hlutina, annars fer allt í kerfi.



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Búum við í einskonar Monty Python fáránleikaveruleika? Ryðjum snjó þegar það snjóar!

Pósturaf appel » Fim 13. Apr 2023 21:12

Fara þeir að telja snjókornin kannski? Baunateljararnir í bákninu fagna því að gervigreindin slaufi þeim ekki alveg á næstunni.
Síðast breytt af appel á Fim 13. Apr 2023 21:13, breytt samtals 1 sinni.


*-*