Ég ákvað að það væri best að skrifa einnig um þetta hérna. Það virðist sem að Brennisteinsfjöll (einnig þekkt sem Bláfjöll) séu að fara að hefja nýtt eldgosatímabil. Fyrstu greinilegu merkin um þetta komu fram í þessari viku, þegar jarðskjálftahrina hófst syðst í Brennisteinsfjöllum nærri Hlíðarvatni. Þetta er ekki komið mjög langt eins núna og gæti stöðvast í lengri tíma. Þangað til að eldgos hefst. Þetta er staðan í dag. Það getur gosið í mörgum eldstöðvum á sama tíma á Reykjanesskaga.
Nýtt eldgosatímabil að hefjast í Brennisteinsfjöllum
Re: Nýtt eldgosatímabil að hefjast í Brennisteinsfjöllum
Þannig maður getur farið á skíði og skoðað eldfjall 2 fyrir 1? Mega nice
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Nýtt eldgosatímabil að hefjast í Brennisteinsfjöllum
Eldgos þarna er ekki stórt vandamál. Hraun fer þá bara út í þetta vatn sem er þarna og það er kannski ein kirkja í hættu, ásamt vegnum sem er þarna. Get ekki sagt til um það hvenær fer að gjósa en þetta virðist vera að þróast frekar hratt en eins og er. Þessa stundina er kvikan á 4 km til 7 km dýpi.
Gæti orðið vandamál ef það færi að gjósa í norðari hluta Brennisteinsfjalla, þá næst Hafnarfirði en ég hef ekki séð nein merki um slíkt ennþá.
Gæti orðið vandamál ef það færi að gjósa í norðari hluta Brennisteinsfjalla, þá næst Hafnarfirði en ég hef ekki séð nein merki um slíkt ennþá.
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Nýtt eldgosatímabil að hefjast í Brennisteinsfjöllum
Jarðskjálftavirkni er byrjuð á ný á þessu svæði. Þetta er mjög svipað og gerðist áður en það fór að gjósa í Bárðarbungu árið 2014. Þá kom fram nokkrum vikum áður lítil jarðskjálftahrina sem hreinlega fór ekki og var með svipuðum hætti og ég sé núna í Brennisteinsfjöllum. Hversu langan tíma þetta tekur veit ég ekki en í tilfelli Bárðarbungu, þá var það um þrír mánuðir minnir mig (gæti verið tveir mánuðir, en ég man þetta ekki svo vel lengur).
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Nýtt eldgosatímabil að hefjast í Brennisteinsfjöllum
Í gær varð jarðskjálfti með stærðina Mw2,7 á þessu svæði. Dýpið var 2 km.
Re: Nýtt eldgosatímabil að hefjast í Brennisteinsfjöllum
Ert þú að vinna sem blaðamaður hjá dv? Hvurslags fyrirsögn er þetta
Re: Nýtt eldgosatímabil að hefjast í Brennisteinsfjöllum
Borð skrifaði:Ert þú að vinna sem blaðamaður hjá dv? Hvurslags fyrirsögn er þetta
Hann er einhver sem við tökum mark á hérna á vaktinni, ólíkt DV.
*-*
Re: Nýtt eldgosatímabil að hefjast í Brennisteinsfjöllum
appel skrifaði:Borð skrifaði:Ert þú að vinna sem blaðamaður hjá dv? Hvurslags fyrirsögn er þetta
Hann er einhver sem við tökum mark á hérna á vaktinni, ólíkt DV.
Af hverju tekur DV ekki mark á jonfr? Vitum við það?