Leikjaskjár

Allt utan efnis

Höfundur
emil40
</Snillingur>
Póstar: 1081
Skráði sig: Þri 28. Jún 2016 11:27
Reputation: 133
Staðsetning: Njarðvík
Staða: Ótengdur

Leikjaskjár

Pósturaf emil40 » Mán 20. Mar 2023 12:47

Nú er ég að pæla í leikjaskjá. Hvað mynduð þið segja að væri besti sljárinn ? Mér datt einn í.h7g

https://www.displayspecifications.com/en/model/848922aa


| BQ! Pure Base 500DX | Ryzen 9 9950x | ASRock Steel Legend X670e | Gainward 3070 ti - 8 gb | Samsung 980 Pro NVMe PCIe M.2 - 2 tb og 2x 1 tb | 1x 16 tb og 1x 20 tb | Be quiet! Straight Power 12 Platinum 1500W | G.Skill 64GB (2x32GB) Trident Z5 Neo RGB 6000MHz | Samsung Odyssey G5 34" WQHD sveigður | Microlab B-77BT hátalarar | Rasperry Pie 5 með 1 tb nvme disk |

Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6496
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 315
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Leikjaskjár

Pósturaf gnarr » Mán 20. Mar 2023 13:43

Það fer mikið eftir því hvernig leiki þú ert að spila og hvaða kröfur þú hefur.

Ertu að spila turn based leiki, bílaleiki, skotleiki, jrpg, etc...?
Viltu HDR?
Viltu vera í hæstu mögulega upplausn eða fílarðu þig vel í lágri upplausn?
Er lágt input lag mikilvægt fyrir þig?
Skipta nákvæmir litir og mikil litadýpt miklu máli fyirr þig?
Eru leikirnir sem þú spilar með stuðning fyrir ultrawide?
Þarftu hátt refresh rate?
Þarf skjárinn að vera með gott pixel-refresh og anti-ghosting?
Ertu viðkvæmur fyrir backlight bleed?
Skipta ergonomics miklu máli (hvort það sé hægt að hækka, snúa og/eða halla) ?
Verður skjárinn líka notaður í myndvinnslu?
Síðast breytt af gnarr á Mán 20. Mar 2023 13:44, breytt samtals 1 sinni.


"Give what you can, take what you need."

Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Leikjaskjár

Pósturaf Danni V8 » Þri 21. Mar 2023 00:08

Ég er með tvo Samsung curved skjái.
Annar er 32" Oddyssey G5 VA
Hinn er 32" Oddyssey G7 QLED

Ég nota G5 fyrir racing leiki í PS5. Hann er með betri liti, betra contrast, en motion blur og motion ghosting er alveg skelfilegt í FPS leikjum þá sérstaklega ef það er dimm sena. Ég prófaði hann við PC tölvuna sem aðal skjáinn og meira að segja letrið í Windows var glatað í honum. Hann virkar vel fyrir racing leikina samt þar sem motion blur hjálpar þeim fyrir að finna meira fyrir hraða og svo er maður aðallega að fókusa á miðjuna þar sem það er minni hreyfing á öllu en á könntunum. Ég finn amk ekkert fyrir motion blur og ghosting í þeim leikjum.

Keypti G7 skjáinn í kjölfarið fyrir PC tölvuna. Miklu skýrari skjár og geggjaður í FPS leiki. T.d. spila ég oft GTA 5 og G5 skjárinn var stundum með svo slæmt ghosting þegar það var nótt í þeim leik að það skemmdi alveg fyrir mér upplifunina.

En eins og gnarr bendir á hér fyrir ofan, þá fer þetta allt eftir því hvað þú ert að spila.
Ef þú ert mikið í skotleikjum eða dimmum leikjum, mæli ég sterklega á móti VA panel. Hægt að fá IPS panel á mjög góðu verði í dag.


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x


KristinnK
Gúrú
Póstar: 565
Skráði sig: Sun 03. Apr 2011 00:28
Reputation: 95
Staða: Ótengdur

Re: Leikjaskjár

Pósturaf KristinnK » Þri 21. Mar 2023 12:18

Ég nota 32 tommu 1440p VA skjá (LG Ultragear 32GN600-B) og spila einmitt helst skotleiki. Mér finnst hann ekkert verri til þess brúks en 27 tommu 1440p IPS skjárinn sem ég var með á undan honum. Mér finnst texti í Windows ekki heldur neitt verri (þótt hann sé auðvitað verri ef maður fer með augun alveg upp að skjánum).

Persónulega finnst mér þetta álitlegasti kosturinn þegar litið er til verðs. 27 tommu 1440p IPS skjáir kosta ca. jafn mikið og 32 tommu 1440p VA skjáir, báðir flokkar um 60 þúsund, og þar sem ég hef nú notað hvort tveggja get ég hiklaust sagt að mér finnst stærri VA skjárinn langtum betri kosturinn. 32 tommu 1440p IPS skjáir eru miklu dýrari, kosta um 100 þúsund krónur.


AMD Ryzen 5 5600X | 2x16GB DDR4 | 1TB Sata SSD | AMD Radeon RX 580


Höfundur
emil40
</Snillingur>
Póstar: 1081
Skráði sig: Þri 28. Jún 2016 11:27
Reputation: 133
Staðsetning: Njarðvík
Staða: Ótengdur

Re: Leikjaskjár

Pósturaf emil40 » Þri 21. Mar 2023 14:02

Takk fyrir allar ábendingarnar og umræðurnar. Ég reikna með að skella mér á Samsung Odyssey G5 34" WQHD sveigður (1000R) VA skjáinn sem er á 89.500 hjá Kísildal.


| BQ! Pure Base 500DX | Ryzen 9 9950x | ASRock Steel Legend X670e | Gainward 3070 ti - 8 gb | Samsung 980 Pro NVMe PCIe M.2 - 2 tb og 2x 1 tb | 1x 16 tb og 1x 20 tb | Be quiet! Straight Power 12 Platinum 1500W | G.Skill 64GB (2x32GB) Trident Z5 Neo RGB 6000MHz | Samsung Odyssey G5 34" WQHD sveigður | Microlab B-77BT hátalarar | Rasperry Pie 5 með 1 tb nvme disk |