Og það er einum of gott... þetta er svo mikið kirsuberið ofan á rjómatertuna sem þessi frábæri leikur er.
Og nei, það er ekki vegna þess að mig vantar að láta þýða fyrir mig enskuna, en afþví það er einhvað svo fáranlega fyndið og steikt, á góðan hátt, að lesa og fara í gegnum leikinn með *nánast* allt á íslensku. Þið munið fatta hvað ég meina ef/þegar þið spilið leikinn
Það er að vísu ekki allt 100% þýtt en það er greinilega markmiðið hjá þeim þar sem að meira að segja stillingarnar og menu-ið er þýtt. Og í hverju updatei koma inn fleiri þýðingar.
Þetta er líka alls ekki einhver google-translate þýðing, heldur er þýðandinn greinilega að vanda sig að finna gömul íslensk orð sem passa vel inní leik sem byggist á norrænni goðafræði. En það gengur stundum erfiðlega hjá honum sýnist mér afþví sumar þýðingarnar eru frekar tæpar
Mæli mikið með leiknum..ef maður fýlar indie,rpg,survival,crafting og þess háttar leiki. Kostar einhvað klink og ég er kominn með ca. 250klst i leiknum.
Ég og vinir mínir erum að verða búnir að skoða mest allt sem komið er, en það væri samt snilld ef einhver meistari hérna myndi henda í góðan dedicated server fyrir íslendinga
Læt nokkrar myndir fylgja með svo þið fáið brot af þessari snilld:
https://imgur.com/a/o8cjacE
Valheim fyrsti(?) tölvuleikurinn með íslenska þýðingu.
-
Höfundur - has spoken...
- Póstar: 154
- Skráði sig: Sun 14. Júl 2013 16:37
- Reputation: 6
- Staða: Ótengdur
Valheim fyrsti(?) tölvuleikurinn með íslenska þýðingu.
Síðast breytt af Olithorv á Fim 16. Feb 2023 05:30, breytt samtals 2 sinnum.
Re: Valheim fyrsti(?) tölvuleikurinn með íslenska þýðingu.
Frekar gott, málfræðin er samt ekki alveg 100%
td:
altarisstað
fyrstu bráð þinni
Leðurkyrtill og fleiri nafnorð sem eru í bútum, smit frá ensku
endingarmestu
etv mátt finna betra orð en lagfæristöðvar
þetta er samt vel gert og mörg flott orð þarna
td:
altarisstað
fyrstu bráð þinni
Leðurkyrtill og fleiri nafnorð sem eru í bútum, smit frá ensku
endingarmestu
etv mátt finna betra orð en lagfæristöðvar
þetta er samt vel gert og mörg flott orð þarna
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 282
- Skráði sig: Mið 11. Maí 2005 21:28
- Reputation: 54
- Staðsetning: Breidholt
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Valheim fyrsti(?) tölvuleikurinn með íslenska þýðingu.
spilaði nú Rokk hér í denn, sem var íslenskaður Rockstar (1989) leikur
er meiraðsegja með íslensku útgáfuna af leiknum vistaðann á tölvunni heima, er dos samt leikur
https://obscuritory.com/sim/rockstar/
er meiraðsegja með íslensku útgáfuna af leiknum vistaðann á tölvunni heima, er dos samt leikur
https://obscuritory.com/sim/rockstar/
Síðast breytt af Climbatiz á Sun 19. Feb 2023 15:16, breytt samtals 2 sinnum.
ef ég skrifa kb þá meina ég kilobyte!!!
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 985
- Skráði sig: Þri 15. Des 2015 01:27
- Reputation: 105
- Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
- Staða: Ótengdur
Re: Valheim fyrsti(?) tölvuleikurinn með íslenska þýðingu.
Svo er Minecraft með íslenska þýðingu og svo er Jotun með það líka ásamt voice acting.
Ég held að Valheim væri ekki sú fyrsti leikurinn þá
Ég held að Valheim væri ekki sú fyrsti leikurinn þá
Síðast breytt af ChopTheDoggie á Þri 21. Feb 2023 10:41, breytt samtals 1 sinni.
Ryzen 7 5800X | ASRock B550M Steel Legend | Corsair 32GB (2x16) LPX 3200Mhz | RTX 3060ti | Seasonic Focus+ Gold | ATX Lancool II
Re: Valheim fyrsti(?) tölvuleikurinn með íslenska þýðingu.
Sumt þarna er kannski einum of beinþýtt úr ensku og stundum eru notuð tvö orð yfir hlut í stað samsetts orðs (þetta er reyndar orðið frekar algengt hjá fólki í dag). Engu að síður er þetta flott framtak. Það getur verið mjög vandasamt að þýða yfir á annað tungumál.
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 282
- Skráði sig: Mið 11. Maí 2005 21:28
- Reputation: 54
- Staðsetning: Breidholt
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Valheim fyrsti(?) tölvuleikurinn með íslenska þýðingu.
fyrir þá sem nota DosBox, þá er hérna íslenski Rokk leikurinn ;}
https://www.mediafire.com/file/hjqflkrn ... k.rar/file
https://www.mediafire.com/file/hjqflkrn ... k.rar/file
ef ég skrifa kb þá meina ég kilobyte!!!