Spurning hvort það sé þess virði að uppfæra tölvuna

Allt utan efnis

Höfundur
Zisso
Nýliði
Póstar: 4
Skráði sig: Sun 01. Nóv 2020 17:43
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Spurning hvort það sé þess virði að uppfæra tölvuna

Pósturaf Zisso » Fös 24. Feb 2023 00:19

Sælir! Ég er nú ekkert sérlega fróður í þessum málum, er búinn að vera spekúlera hvort það sé þess virði að reyna uppfæra tölvuna mína.
Tölvan er nú orðin dálítið gömul, er á 7 árinu og hef aldrei uppfært neitt síðan að ég setti hana saman, og er farinn að finna fyrir því síðasta ár.

Specs:
Intel I7-6700k örgjörvi
Asus Z170 pro gaming móðurborð
16gb DDR4 RAM (2x8)
Geforce GTX 1070 skjákort
Þetta eru svona helstu specs í tölvunni, og þá er bara spurning, kemst ég upp með að uppfæra örgjörva og móðurborð? Er skjákortið ennþá alveg fínt? Félagi minn gaf mér sitt gamla 1070 skjákort um daginn þannig gæti tengt þau 2 saman með SLI bridge held ég.

Hvað segið þið?
Fyrirfram þakkir! :megasmile




Hausinn
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Mið 15. Jan 2020 18:14
Reputation: 153
Staða: Ótengdur

Re: Spurning hvort það sé þess virði að uppfæra tölvuna

Pósturaf Hausinn » Fös 24. Feb 2023 08:04

1070 er ennþá mjög nothæft, svo að þú gætir alveg örugglega sett saman nýja tölvu með nýjum örgjörva og haldið áfram að nota 1070 þar til að þú hefur tök á því að uppfæra það.

Myndi frekar bara selja annað 1070 kortið. SLI er dautt.
Síðast breytt af Hausinn á Fös 24. Feb 2023 08:04, breytt samtals 1 sinni.




TheAdder
Geek
Póstar: 814
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 223
Staða: Ótengdur

Re: Spurning hvort það sé þess virði að uppfæra tölvuna

Pósturaf TheAdder » Fös 24. Feb 2023 10:13

Daginn, ég myndi segja að það fari svolítið eftir fjárlögum hjá þér hvað myndi henta best.
200 þús og undir, þá myndi ég sammælast Hausnum hér að ofan, setja saman CPU, móðurborðs, RAM og PSU pakka, og nota 1070 skjákortið áfram til þess að byrja með, munurinn á því og skjákortum sem þú fengir á þessu verðbili væri engan veginn þess virði.
Ef þú hefur svona 250 þús og yfir, þá myndi ég mæla með allsherjar uppfærslu.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo

Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6377
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 459
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Spurning hvort það sé þess virði að uppfæra tölvuna

Pósturaf worghal » Fös 24. Feb 2023 12:54

ég mundi segja að það sé þess virði að uppfæra cpu, mb og ram.
1070 er alveg ágætt en mundi samt skoða að uppfæra það ef það er innan budget :)


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow


Höfundur
Zisso
Nýliði
Póstar: 4
Skráði sig: Sun 01. Nóv 2020 17:43
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Spurning hvort það sé þess virði að uppfæra tölvuna

Pósturaf Zisso » Lau 25. Feb 2023 15:35

Takk fyrir svörin! hafði ekki hugmynd að SLI væri dautt hahaha

Er ekki með of stórt budget í augnablikinu, en ætti að geta safnað á ágætlega stuttum tíma fyrir overhaul á tölvunni.
Byrja þá sennilega á að kaupa nýtt cpu, móðurborð RAM,PSU og nýjan turn, skjákortið getur alveg komið seinna á árinu.