Vantar ráðgjöf með þráðlaust net

Skjámynd

Höfundur
blaxdal
Ofur-Nörd
Póstar: 215
Skráði sig: Fim 17. Okt 2002 19:17
Reputation: 0
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Vantar ráðgjöf með þráðlaust net

Pósturaf blaxdal » Fös 10. Feb 2023 19:37

Sælir strákar,

Ég er með burðarvegg sem er að gera mér lífið leitt og vantar betra net handan við hornið.
Var að skoða UniFi U6-LITE sem kostar 30k (27.990 kr. @ Tölvutek) ... Hvernig er það að koma út? er einhver önnur lausn ? ( hef heyrt um að nota annan router sem gerir í raun það sama og UniFi ) en ég hef ekki kynnt mér það að alvöru.
Hvaða lausn mælið þið með?
aðal atriðið er low ping og hraði, (er með ps4 hjá stelpunni og Pc)
Routerinn sem ég er með er "Mid-Tier"
Síðast breytt af blaxdal á Fös 10. Feb 2023 21:40, breytt samtals 1 sinni.




Semboy
1+1=10
Póstar: 1151
Skráði sig: Lau 05. Maí 2007 22:28
Reputation: 112
Staða: Ótengdur

Re: Vantar ráðgjöf með þráðlaust net

Pósturaf Semboy » Fös 10. Feb 2023 20:46

Eg mundi bara fara i elko og athuga hvort thad se haegt ad skila thessum punktum, ef thu ert buinn ad profa.


hef ekkert að segja LOL!


kjartanbj
FanBoy
Póstar: 709
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 155
Staða: Ótengdur

Re: Vantar ráðgjöf með þráðlaust net

Pósturaf kjartanbj » Lau 11. Feb 2023 00:11

Kaupa unifi beint af framleiðanda. Þeir eru með Eu store




Sinnumtveir
Gúrú
Póstar: 510
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 163
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Vantar ráðgjöf með þráðlaust net

Pósturaf Sinnumtveir » Lau 11. Feb 2023 01:01

Segðu okkur hvaða router þú ert með. "Mid-Tier" bendir til að þú sért ekki með router frá þeim selur þér internetþjónustuna, sem er gott, því eins og allir hér vita eru þeir flestir algjört sorp ef þú ert með stóra íbúð eða þykka veggi. Ég er bara að spá hversu vel hann er vopnaður til að senda og móttaka wi-fi merkið.




Predator
1+1=10
Póstar: 1184
Skráði sig: Lau 01. Nóv 2003 23:57
Reputation: 52
Staða: Ótengdur

Re: Vantar ráðgjöf með þráðlaust net

Pósturaf Predator » Lau 11. Feb 2023 09:34

Sjálfum finnst mér ömurleg upplifun að vera með wifi á router og svo á einhverjum random access point. Myndi sjálfur nota routerinn þinn bara sem router og keyra svo 2 punkta sitthvoru megin við vegginn til að sjá um wifi. En þá þarftu væntanlega líka að fá þér cloudkey nema að þú sért með server eða tölvu heima sem getur séð um að keyra unifi controller fyrir þig.


Ryzen 2600x - 24GB 2400MHz DDR4 - Phoenix GTX 1080 GLH 8GB - Gigabyte B450M DS3H


Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 986
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 42
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vantar ráðgjöf með þráðlaust net

Pósturaf Hlynzi » Lau 11. Feb 2023 10:47

Hvernig liggja loftnetstenglar hjá þér í íbúðinni ? Það gæti verið séns að nota þá til að draga í cat6 og tengja þannig router hinum megin við vegginn, annars er oftast lítið mál að bora í gegnum vegginn og koma router fyrir hinum megin, það hjálpar líka töluvert að kaupa almennilega routera. Það kom mér reyndar á óvart hversu vel virkar en fékk mér Asus RT-AX58U, en íbúðin er frekar þægileg þar sem hún er eiginlega eins og C í kringum geymsluna, svo léttur hlaðinn veggur á milli.
En myndi alveg íhuga Unify þar sem þetta er til vandræða, ef það er séns á því að koma svo öllu yfir á vírað net sem mögulegt er.


Hlynur

Skjámynd

Höfundur
blaxdal
Ofur-Nörd
Póstar: 215
Skráði sig: Fim 17. Okt 2002 19:17
Reputation: 0
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Vantar ráðgjöf með þráðlaust net

Pósturaf blaxdal » Lau 11. Feb 2023 12:19

Sinnumtveir skrifaði:Segðu okkur hvaða router þú ert með. "Mid-Tier" bendir til að þú sért ekki með router frá þeim selur þér internetþjónustuna, sem er gott, því eins og allir hér vita eru þeir flestir algjört sorp ef þú ert með stóra íbúð eða þykka veggi. Ég er bara að spá hversu vel hann er vopnaður til að senda og móttaka wi-fi merkið.

Nighthawk R7000



Skjámynd

Höfundur
blaxdal
Ofur-Nörd
Póstar: 215
Skráði sig: Fim 17. Okt 2002 19:17
Reputation: 0
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Vantar ráðgjöf með þráðlaust net

Pósturaf blaxdal » Lau 11. Feb 2023 13:21

Ég enda eflaust með að setja Cat utan á liggjandi frá router í UniFi.
Hlutföllin eru ekki rétt en myndin sýnir hvernig ég hugsa mér þetta en svo er spurning að bora í gegnum burðarvegginn og koma Cat frá Router inn í herbergin ( sjá mynd ) Þetta er leiguíbúð og vildi ég helst sleppa við þá framkvæmd.



VaUniFi.jpg
VaUniFi.jpg (44.98 KiB) Skoðað 3953 sinnum



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2859
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Vantar ráðgjöf með þráðlaust net

Pósturaf CendenZ » Lau 11. Feb 2023 18:10

Ef þú neyðist að fara í gegnum raflagnir þá myndi ég skoða ljósleiðara og sfp cat5 router ;)

Getur líka keypt alveg eins miðju og eru til staðar í leiguíbúðinni, borað fyrir þessu,sett eftirádós og svo cat5 tengla og miðju og þá er eins og þetta hafi alltaf verið þarna... O:)
Myndi allan daginn gera það í stað þess að spreða 30-40 þús kalli í eitthvað wifi system sem sökkar í online spilun.



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6496
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 315
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Vantar ráðgjöf með þráðlaust net

Pósturaf gnarr » Lau 11. Feb 2023 20:37

Hvað með Powerline adapter?
Mjög lítið vesen fyrir mjög stöðuga tengingu:
https://att.is/tp-link-tl-pa7017-gigabit-powerline.html


"Give what you can, take what you need."


Semboy
1+1=10
Póstar: 1151
Skráði sig: Lau 05. Maí 2007 22:28
Reputation: 112
Staða: Ótengdur

Re: Vantar ráðgjöf með þráðlaust net

Pósturaf Semboy » Sun 12. Feb 2023 02:31

Mynd

Ef eg mundi giska tha er thessi thykki veggur 14 til 20cm og hinir i mesta lagi 11.5cm.
Afhverju viltu ekki lata reyna, skreppa uppi Elko og kaupa ther thennan unifi punkt og setur thetta hja B.
i vesta falli a stadnum sem thu planadir sem er A og eg naestum tvi abyrgjast thu munt fa pulsandi netsamband ef thessir maelingar hja mer eru rettar. Ef eg vaeri thu hinsvegar, mundi eg bora thessi tvo got med 14mm bor, og tha geta taekin beint tengst vid routerin, Leggur thessa netkapla i hvert rymi. Og tha hefuru sparad ther thetta fe sem hefdi farid i unifi punktin.

Sidan er eg mjog hissa, afhverju routerin ekkert ad drifa thetta. Nema thessi thykki veggur er 25-30cm.


hef ekkert að segja LOL!


Vaktari
Ofur-Nörd
Póstar: 240
Skráði sig: Lau 08. Des 2012 21:05
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Vantar ráðgjöf með þráðlaust net

Pósturaf Vaktari » Sun 12. Feb 2023 10:02

Ekkert prufað að færa routerinn bara neðar og þannig hann sé meira miðsvæðis? Eru engar Cat lagnir til staðar í íbúðinni ?


AMD Ryzen7 7700X AM5 | 2x16 GB G.Skill Flare X5 6000MHz DDR5 | Asrock A620M Pro RS Wifi uATX AM5 |Palit Geforce RTX 4070Ti Gamerock Premium 12GB | Be Quiet 850W |DeepCool AS500 |


Sinnumtveir
Gúrú
Póstar: 510
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 163
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Vantar ráðgjöf með þráðlaust net

Pósturaf Sinnumtveir » Sun 12. Feb 2023 21:07

Nighthawk R7000 er býsna öflugur. Þú gætir prófað að auka sendistyrkinn (já það á að vera hægt), það gæti reddað einhverju.
Getur jafnframt prófað að færa routerinn til á ýmsa vegu, m.a. hæð yfir gólfi, fjarlægð frá vegg, snúa honum, ... Getur fylgst með hverju þetta skilar meið einhverjum android wifi analæsernum.

Merkistap í gegnum steinveggi við 5GHz er skv NIST í USA:

10 cm - 26db
10 cm járnbent - 54db
20 cm - 55db
20 cm járnbent ... ekki viss, giska á 85 -110db.

Íslenskur burðarveggur er einmitt 20 cm járnbent. Sem sagt merkistapið er merkilega mikið :)

Borun eða lögn í kverk (td. undir parketlista) virðist mér vera best.

Ég hef margoft sagt af minni powerline reynslu hér á vaktinni. Niðurstöður úr því eru:

Ekki kaupa neitt undir 1Gb. Þó þú kaupir 1Gb græjur ertu aldrei að fara að fá nema brot af þeirri bandvidd (etv 200Mbit).
Það besta sem fæst með 1Gb powerline er þolanlegt latency, allt eldra powerline er með 25-50 msec ping latency, OK fyrir prentara og ömmuvöfrun.

Ég er með 1Gb powerline á einum stað núna. Ca einu sinni í mánuði þarf ég að kippa öðrum endanum úr sambandi og strax aftur tilbaka. Til að draslið á að giska re-traini.

Svo er ég 200Mb powerline fyrir prentara og það er allt hið besta mál.
Síðast breytt af Sinnumtveir á Sun 12. Feb 2023 21:09, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6496
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 315
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Vantar ráðgjöf með þráðlaust net

Pósturaf gnarr » Sun 12. Feb 2023 21:36

Sinnumtveir skrifaði:Ég hef margoft sagt af minni powerline reynslu hér á vaktinni. Niðurstöður úr því eru:

Ekki kaupa neitt undir 1Gb. Þó þú kaupir 1Gb græjur ertu aldrei að fara að fá nema brot af þeirri bandvidd (etv 200Mbit).
Það besta sem fæst með 1Gb powerline er þolanlegt latency, allt eldra powerline er með 25-50 msec ping latency, OK fyrir prentara og ömmuvöfrun.

Ég er með 1Gb powerline á einum stað núna. Ca einu sinni í mánuði þarf ég að kippa öðrum endanum úr sambandi og strax aftur tilbaka. Til að draslið á að giska re-traini.

Svo er ég 200Mb powerline fyrir prentara og það er allt hið besta mál.


Ég er einmit með þennann powerline sem ég linkaði í og hann er að skila mér í kringum 1ms í latency vs beintengt og yfir 500Mbps í up/dl. En þetta er víst mjög misjafnt eftir því hvernig rafmagnið er lagt á hverjum stað.


"Give what you can, take what you need."

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7591
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Vantar ráðgjöf með þráðlaust net

Pósturaf rapport » Sun 12. Feb 2023 21:45

Ég mæli með þessum:
https://tolvutaekni.is/collections/netb ... -fi-system

Er með svona til að sambandið sé allstaðar prime á mínu heimili.

Tengdó fékk sér svona (þrjá í setti), hjá þeim er inntakið í kjallara c.a. 100fm (þar er sjónvarpsherbergi og tvær tölvur) og WiFi fer upp á næstu hæð c.a. 150fm í gegnum lítinn hringstiga (þar eru þrjú sjónvörp, öryggiskerfi,tvær tölvur + þrír símar).

Eftir að hann fékk sér þetta setup hefur netið aldrei hökt eða verið til vandræða.



Skjámynd

Höfundur
blaxdal
Ofur-Nörd
Póstar: 215
Skráði sig: Fim 17. Okt 2002 19:17
Reputation: 0
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Vantar ráðgjöf með þráðlaust net

Pósturaf blaxdal » Sun 19. Feb 2023 17:07

Kærar þakkir herramenn, ég fer eflaust í TP-Link Deco M4 AC1200 Mesh tveir þráðlausir aðgangspunktar og router/beinir