Hvaða ódýra sjónvarp ætti ég að fá mér?

Allt utan efnis

Höfundur
enypha
Fiktari
Póstar: 81
Skráði sig: Lau 31. Maí 2003 23:21
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Hvaða ódýra sjónvarp ætti ég að fá mér?

Pósturaf enypha » Mán 09. Jan 2023 14:49

Ég hef verið að velta fyrir mér að sameina aukasjónvarpið og tölvuskjá sem ég nota til að spila tölvuleiki á PC. Hef verið að skoða á útsölunum á verðbilinu 70-80 þúsund. 43 tommur er líklega besta stærðin miðað við staðsetinguna.

Er eitthvað brand eða tegund þarna í ódýra rekkanum sem einhver hefur reynslu af og getur mælt með? T.d. hjá Heimilistækjum https://ht.is/sjonvorp-og-spilarar/sjon ... _166-19838.

Biðst fyrirfram afsökunar ef ég er að opna á Apple vs Android umræðu.


x86 4Mhz - 640KB RAM - 30MB HDD - Gultintaður skjár

Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1859
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 218
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða ódýra sjónvarp ætti ég að fá mér?

Pósturaf Nariur » Mán 09. Jan 2023 16:57

Það er mjög erfitt að mæla með því að nota ódýrt sjónvarp í leiki eða sem tölvuskjá, nema bara í tilfellinu "þetta er það sem ég á, ég læt það duga".


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða ódýra sjónvarp ætti ég að fá mér?

Pósturaf appel » Mán 09. Jan 2023 17:16

LG OLED C2 42" er málið.
https://ht.is/lg-42-oled-evo-sjonvarp.html


Tók eftir budgetinu, ekki mikið.

Ég hef alltaf sagt að IPS skjáir fyrir tölvuskjái séu málið. Þá eru LG með þannig (sýnist vera einhver IPS/VA panel sambræðingur). Myndi skoða þessa skjái með "game optimizer" mode.

En þú vilt hærra refresh rate fyrir tölvuleiki, flestir eru 60hz, og það er líklega ekki til skjá í hærra refresh rate í þessu budgeti.
Síðast breytt af appel á Mán 09. Jan 2023 17:29, breytt samtals 3 sinnum.


*-*

Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1859
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 218
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða ódýra sjónvarp ætti ég að fá mér?

Pósturaf Nariur » Mán 09. Jan 2023 17:29

appel skrifaði:LG OLED C2 42" er málið.
https://ht.is/lg-42-oled-evo-sjonvarp.html


Tók eftir budgetinu, ekki mikið.

Ég hef alltaf sagt að IPS skjáir fyrir tölvuskjái séu málið. Þá eru LG með þannig.

En þú vilt hærra refresh rate fyrir tölvuleiki, flestir eru 60hz, og það er líklega ekki til skjá í hærra refresh rate í þessu budgeti.


LG OLED eru einu sjónvörpin sem er eitthvað vit í að kaupa sem tölvuskjá. Ég hef reyndar séð 48" A1 á 130.000. A1 er ekki með leikjafídusana sem maður vill, en mjög gott value.

Það fer eftir því nákvæmlega hvernig þú ert að hugsa þetta, en ég myndi hallast að því að kaupa frekar stóran tölvuskjá ef budgetið nær ekki hærra.


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED


Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 985
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 42
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða ódýra sjónvarp ætti ég að fá mér?

Pósturaf Hlynzi » Mán 09. Jan 2023 19:46

Núna nota ég 40" 4K tæki sem tölvuskjá (á semsagt eitt sjónvarp frá Samsung og síðan Philips BDM4350 (40" 4K tölvuskjár), bæði eru virk á sitthvorri tölvunni. Þetta er klikkaðisti vinnuskjár sem hægt er að fara í fyrir skrifborð, þú verður að hafa 80 cm skrifborð (m.v. að skjárinn sé veggfestur) og ef þú ákveður að fara í 43" verður þú að fara í 100 cm skrifborð svo það sé þægilegt í notkun.

Eina vesenið er að þú finnur ekki mikið af 40" 4K tækjum, þau eru sjaldgæf, sennilega bara framleidd í 2-4 ár áður en þeir fóru að ég held að prenta 85" og skipta honum í 43" búta), ég hef átt 43" Philips tölvuskjá - ef þetta virkar sem tölvuskjár höndlar hann yfirleitt TV vel, eina tækið sem ég get ekki mælt með að kaupa er Sharp 40" 4K sem fæst hjá Heimilistækjum, það er ekki nothæft sem tölvuskjár afþví að pixlarnir eru í furðulegu munstri.


Hlynur


Höfundur
enypha
Fiktari
Póstar: 81
Skráði sig: Lau 31. Maí 2003 23:21
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða ódýra sjónvarp ætti ég að fá mér?

Pósturaf enypha » Mán 09. Jan 2023 23:13

Takk kærlega fyrir öll svörin. Þetta er ekki hátt budget, en ég er að uppfæra sjónvarpið í aukaherbergi úr 32" frá 2005 svo öll tækin í dag verða stórkostleg framför.

Hugsa að ég skoði betur nanocell með IPS. Hljómar eins og það gæti verið ágætis lending fyrir smá casual gaming líka.


x86 4Mhz - 640KB RAM - 30MB HDD - Gultintaður skjár

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða ódýra sjónvarp ætti ég að fá mér?

Pósturaf appel » Þri 10. Jan 2023 14:01

enypha skrifaði:Takk kærlega fyrir öll svörin. Þetta er ekki hátt budget, en ég er að uppfæra sjónvarpið í aukaherbergi úr 32" frá 2005 svo öll tækin í dag verða stórkostleg framför.

Hugsa að ég skoði betur nanocell með IPS. Hljómar eins og það gæti verið ágætis lending fyrir smá casual gaming líka.


Myndi bara prófa þetta, ef þér finnst þetta ekki málið þá um að gera að notfæra sér skilarétt verslana.
Passaðu bara að skemma ekki neinar umbúðir, hafa það þannig að þú sért ekki að rýra neitt svo auðvelt sé að skila. Svo er skilaréttur misjafn milli verslana, held 1-2 vikur hjá HT.


*-*

Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2852
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða ódýra sjónvarp ætti ég að fá mér?

Pósturaf CendenZ » Þri 10. Jan 2023 15:05

Myndi frekar fara í leikjaskjá, t.d. PG43UQ sem er mjög bjartur og hentar því vel fyrir sjónvarpsefni, hann er 4k og 144hz og því einnig frábær leikjaskjár.
Svo tengirðu bara lítið heimabíó inn á hdmi þar sem leikjaskjáir eru ekki með ARC (ef þú ert að spá í slíkum fítus) og top boxin og leikjavélina inn á heimabíóið.

Veit samt ekki með þennan verðmiða til að uppfylla kröfurnar þínar :-k
edit: Held að computer.is og tl geti pantað hann þannig þá færðu verðið ;)
Síðast breytt af CendenZ á Þri 10. Jan 2023 15:06, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða ódýra sjónvarp ætti ég að fá mér?

Pósturaf appel » Mið 11. Jan 2023 00:08

Hafðu líka eitt í huga enn... það er reflection á skjánum. Flest sjónvörp eru með nokkuð reflective skjái, glossy. Það er ekki gaman að vera horfa í spegil þegar skjárinn er að sýna dökkt. Fer doldið eftir lýsingunni í rýminu.

Ég var með 48" LG oled í nokkra daga til að prófa og tók verulega eftir þessu. En skilaði honum og hélt mig við 43" Dell IPS tölvuskjáinn sem er ekki með neitt reflection, og get verið með fulla lýsingu í öllu rýminu án þess að pæla í þessu.


*-*

Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2554
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 475
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða ódýra sjónvarp ætti ég að fá mér?

Pósturaf Moldvarpan » Mið 11. Jan 2023 08:37

Ég myndi persónulega ekki sameigna þetta tvennt.

Hef prófað að vera með 40" sjónvarp sem skjá á huge ass skrifborði.
Finnst betra að vera með 32" IPS tölvuskjá.