appel skrifaði:
Það er mjög erfitt að finna út hvað eldsneyti á bifreiðar er mikill hluti af innflutningi.
En ég fann út að það er c.a. 1/3 af því sem er flokkað sem "eldsneyti" sem fer í bifreiðaflotann, annað fer í þotur, flugvélar, skip, vinnuvélar.
Hjá Íslandsbanka fann ég líka hvaða þessar tölur eru í milljörðum á mánuði, og það er æði misjafnt eftir verðlagi á olíu auðvitað.
https://www.islandsbanki.is/is/frett/mi ... isveikingu
En ef við tökum janúar 2022 (fyrir ári síðan) þá var þetta 9,1 milljarður. Semsagt c.a. 3 milljarðar í bensín á bifreiðar. En þetta er æði misjafnt.
En ég myndi samt segja svona við fyrstu sýn þá er eldsneytiskostnaður á bifreiðar c.a. 3 milljarðar á mánuði, eða 36 milljarðar á ári.
Til að setja þessa 36 milljarða í samhengi þá fluttum við inn fyrir 718 milljarða árið 2020. Þannig að þetta er bara 5% af innflutningi landsins.
Skil alveg að menn vilji rafmagnsbíla, en þetta er bara lítill dropi í hafið að ná fram einhverjum "orkuskiptum".
Það er ríkið sem verður fyrir mestu tekjutapi vegna rafmagnsbíla, því bensín er skattlagt alveg svakalega hérna.
BARA?! Þú kallar 5% af öllum innflutningi "BARA"?!
Augljóslega er ekki raunhæft til lengdar að þeir sem keyra bensínbíla greiði fyrir allt vegakerfið, en það breytir því ekki að það á bara að auka þrýstinginn á þá sem brenna risaeðlur til að hætta því með tímanum.