Hvenær er vegur 'lokaður' og hvenær ekki?

Allt utan efnis
Skjámynd

MatroX
Bannaður
Póstar: 3540
Skráði sig: Mið 17. Feb 2010 12:58
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Hvenær er vegur 'lokaður' og hvenær ekki?

Pósturaf MatroX » Lau 07. Jan 2023 17:32

DabbiGj skrifaði:
rapport skrifaði:https://www.visir.is/g/20232361092d/rutu-bil-stjorinn-sem-festist-tvisvar-a-jola-dag-med-rettar-stodu-sak-bornings

Þarna sést t.d. að það var rjómablíða á svæðinu en það var 20km kafli sem var ekki opnaður og lokaði suðurlandi, austan við Vík var vegurinn opnaður og var marauður.


Ég bara skil ekki þessa heift sem er í gangi gagnvart ferðalöngum eftir því hvaðan þeir koma, þegar að íslendingar festast á öxnadalsheiði í stormi að þá höfum við áhyggjur af þeim en þegar að erlendir ferðamenn lenda í vandræðum að þá er skammast út í þá.

Rúta full af fólki sem á ekki í nein hús að venda önnur en hótelið sem þau bóka getur frosið úti en skyrdollur eiga rétt á fylgdarakstri.

Það er margt sem má gera betur og sem betur fer er sú umræða í gangi og vonandi batna þessi mál í framtíðinni.


já það fyrsta sem þessi rútu fyrirtæki gætu farið að gera er að fara eftir lokunum og ef þær ætla vera svona heimskir og frekir þá þurfa þeir að hætta flytja inn þessar mega lágu spánarrútur og fara kaupa alvöru rútur sem eru með drifi á öllum og ekki 20cm í lækstapunkt, þetta var ekki vandarmál hér áður fyrr útaf það voru alvöru rútur notaðar á veturnar,

og eitt hættu að likja túristum og matvöru saman, matvaran skiptir öllum á þessu landi máli en það er öllum sama um heimskar ákvarðanir hjá ferðaþjónustu fyrirtækjum sem eru svo ílla rekin og ílla plönuð að geta ekki verið stopp í nokkra daga á veturnar......


Intel i7 13700k | Artic Freezer II 240 | Gigabyte ud4 | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7595
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Hvenær er vegur 'lokaður' og hvenær ekki?

Pósturaf rapport » Lau 07. Jan 2023 20:16

DabbiGj skrifaði:
rapport skrifaði:https://www.visir.is/g/20232361092d/rutu-bil-stjorinn-sem-festist-tvisvar-a-jola-dag-med-rettar-stodu-sak-bornings

Þarna sést t.d. að það var rjómablíða á svæðinu en það var 20km kafli sem var ekki opnaður og lokaði suðurlandi, austan við Vík var vegurinn opnaður og var marauður.


Ég bara skil ekki þessa heift sem er í gangi gagnvart ferðalöngum eftir því hvaðan þeir koma, þegar að íslendingar festast á öxnadalsheiði í stormi að þá höfum við áhyggjur af þeim en þegar að erlendir ferðamenn lenda í vandræðum að þá er skammast út í þá.

Rúta full af fólki sem á ekki í nein hús að venda önnur en hótelið sem þau bóka getur frosið úti en skyrdollur eiga rétt á fylgdarakstri.

Það er margt sem má gera betur og sem betur fer er sú umræða í gangi og vonandi batna þessi mál í framtíðinni.


Bílstjóri sem hættir skyrdollum er meðhöndlaður öðruvísi en þeir sem hætta lífi fólks og það er eðlilegt.

Fólksflutningum fylgir ábyrgð á öðrum en manni sjálfum og það er málið.




DabbiGj
Gúrú
Póstar: 529
Skráði sig: Mið 10. Mar 2010 16:11
Reputation: 43
Staða: Ótengdur

Re: Hvenær er vegur 'lokaður' og hvenær ekki?

Pósturaf DabbiGj » Lau 07. Jan 2023 23:13

MatroX skrifaði:
DabbiGj skrifaði:
rapport skrifaði:https://www.visir.is/g/20232361092d/rutu-bil-stjorinn-sem-festist-tvisvar-a-jola-dag-med-rettar-stodu-sak-bornings

Þarna sést t.d. að það var rjómablíða á svæðinu en það var 20km kafli sem var ekki opnaður og lokaði suðurlandi, austan við Vík var vegurinn opnaður og var marauður.


Ég bara skil ekki þessa heift sem er í gangi gagnvart ferðalöngum eftir því hvaðan þeir koma, þegar að íslendingar festast á öxnadalsheiði í stormi að þá höfum við áhyggjur af þeim en þegar að erlendir ferðamenn lenda í vandræðum að þá er skammast út í þá.

Rúta full af fólki sem á ekki í nein hús að venda önnur en hótelið sem þau bóka getur frosið úti en skyrdollur eiga rétt á fylgdarakstri.

Það er margt sem má gera betur og sem betur fer er sú umræða í gangi og vonandi batna þessi mál í framtíðinni.


já það fyrsta sem þessi rútu fyrirtæki gætu farið að gera er að fara eftir lokunum og ef þær ætla vera svona heimskir og frekir þá þurfa þeir að hætta flytja inn þessar mega lágu spánarrútur og fara kaupa alvöru rútur sem eru með drifi á öllum og ekki 20cm í lækstapunkt, þetta var ekki vandarmál hér áður fyrr útaf það voru alvöru rútur notaðar á veturnar,

og eitt hættu að likja túristum og matvöru saman, matvaran skiptir öllum á þessu landi máli en það er öllum sama um heimskar ákvarðanir hjá ferðaþjónustu fyrirtækjum sem eru svo ílla rekin og ílla plönuð að geta ekki verið stopp í nokkra daga á veturnar......


Það skiptir engu máli hvort að rútufyrirtki smíði sér fjórhóladrifnar hálendisrútur því það reynir aldrei á drifgetuna á veg sem er opinn.

Og það hefur minni áhrif á velferð íslendinga að það séu ekki allar bragðtegundir af skyri í búðum í 12 tíma heldur en orðspor okkar sem áfangastaður fyrir ferðamenn sem moka inn gjaldeyri skaðist ekki útaf fordómum ráðamanna og annara hér á landi.

Fyrir Covid að þá var ferðaþjónustan komin á það stig að vera verðmætari en fisk og álútflutningur, að sama skapi er það gífurlega verðmæt atvinnugrein fyrir alla suðuströnd íslands.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7595
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Hvenær er vegur 'lokaður' og hvenær ekki?

Pósturaf rapport » Lau 07. Jan 2023 23:35

DabbiGj skrifaði:Það skiptir engu máli hvort að rútufyrirtki smíði sér fjórhóladrifnar hálendisrútur því það reynir aldrei á drifgetuna á veg sem er opinn.

Og það hefur minni áhrif á velferð íslendinga að það séu ekki allar bragðtegundir af skyri í búðum í 12 tíma heldur en orðspor okkar sem áfangastaður fyrir ferðamenn sem moka inn gjaldeyri skaðist ekki útaf fordómum ráðamanna og annara hér á landi.

Fyrir Covid að þá var ferðaþjónustan komin á það stig að vera verðmætari en fisk og álútflutningur, að sama skapi er það gífurlega verðmæt atvinnugrein fyrir alla suðuströnd íslands.


Það er krafa um að ferðaþjónustan sé ekki vitlaus og stofni ekki lífi ferðamanna og björgunarsveita í hættu að óþörfu.

Þessi bílstjóri hefði rétt eins fetað vaðið út í Krossá á þessari rútu, þetta var ekki bara vitlaust, þetta var heimskt.

Ef bílstjóri frá MS hefði ákveðið að gera þetta þá hefði hann ekki verið að stofna stórum hópi fólks í hættu umfang björgunaraðgerða hefði verið "einn jeppi eða tveir vélsleðar" og bílstjórinn pottþétt með kuldagalla, húfu og vettlinga en ekki á lakkskónnum og með trefil.

Þessi heimska kostaði Ísland mikið, skaðaði orðspor okkar mikið enda vill enginn ferðast með ótraustum aðilum sem geta ekki tryggt lágmarksöryggi.



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2586
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 482
Staða: Ótengdur

Re: Hvenær er vegur 'lokaður' og hvenær ekki?

Pósturaf Moldvarpan » Sun 08. Jan 2023 10:34

Ferðaþjónusta að vetri til í norður atlantshafi verður að taka tillit til veðurs. Svo einfalt er það.
Við höfum verið heppin með veður síðustu ár, en það gæti verið komin breyting á það.

Það er ekki hægt að gera kröfu á vegagerðina að halda vegum opnum í öllum veðrum.
Það er óraunhæft.

Ferðamanna iðnaðurinn er svo gott sem eins og villta vestrið. Þar ræður græðgi ríkjum.
Við getum verið ánægðir með að þetta var "aðeins" ein rúta sem fór framhjá lokunarhliðnu.

Líf fólks skiptir þar af leiðandi flesta meira máli en peningar.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7595
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Hvenær er vegur 'lokaður' og hvenær ekki?

Pósturaf rapport » Sun 08. Jan 2023 14:23

https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023 ... ardarheidi

Efast um að metta hafi allt verið túristar.

Hvað fær fólk til að taka svona sénsa?

Ég hef bara ekki svina mikla trú á bílnum mínum eða mér sem bílstjóra, ef ég verð eitthvað iffy, þá sný ég strax við, það er bara reglan.

Skal þó játa að ég gef sem ferðamaður erlendis komið mér í krappar aðstæður sem ég hef þurft að hugsa mig oftar en tvisvar um hvernig best og öruggast sé að koma sér úr.

Ég eiginlega skil ferðamenn sem festast óvart, betur en Íslendinga sem taka fáránlega sénsa.