Þráður fyrir bifvélavirkja eða menn með mikið vit á bílvélum

Allar tengt bílum og hjólum
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16517
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2115
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Þráður fyrir bifvélavirkja eða menn með mikið vit á bílvélum

Pósturaf GuðjónR » Fim 05. Jan 2023 18:24

Aðstoð óskast við ákvörðunartöku
Ég veit það eru nokkrir bifvélavirkjar og bílanördar hérna og þar nauðsynlega ráð hjá ykkur. Ég tel mig hafa gert mistök sem ætla að reynast dýrkeypt, óska eftir ráðum frá fagaðilum sem hafa forsendur til að meta hvað er best að gera í stöðunni, viðkomandi má senda mér einkaskilaboð, ef vegna hagsmunatengsla það reynist erfitt að svara á þræðinum og ég virði allan trúnað 100%

Látið glepjast af Black Friday tilboði
Fyrir stuttu var „Black Friday“ tilboð hjá http://www.bilaforritun.is á aflaukningu og eyðslu minnkun bíla, tilboð sem var eiginlega „ to good to bo true“ og eins og máltækið segir if it sound to bo to good to be true it usually is. Alla vega þá lét ég glepjast, lofað var að aflaukningu úr 105hp í 150hp og eyðslan myndi minnka um 0.5 - 1l per 100 km. 150 hp hljómaði vel jafnvel þótt bíllinn stæði í stað í eyðslu enda varla hægt að biðja um betri meðaleyðslu en 4.5-5.5 l/100.

Farið með bílinn í aflaukningu
Fór með bílinn 8. desember og skildi bílinn eftir, nokkru síðar fæ ég símtal þar sem mér er tjáð að það væri villa á EGR mengunarvörn og því mælt með því að rífa EGR síu eða ventil úr bílnum gegn vægu gjaldi, gallinn væri sá að skilið yrði eftir gat og ég yrði að fara með bílinn á annað verkstæði til að loka gatinu því þeir vildu ekki gera það í samkeppni við önnur verkstæði, hann bætti við að næstum 100% allra bíla af þessari tegund væru með 1-3 villumeldingar, þessi væri nokkuð góður að vera bara með eina, upplýsingar sem ég hefði gjarnan vilja vita áður en ég tók ákvörðun og borgaði fyrirfram.

Ákvarðanataka
Aðspurður hvaða áhrif það myndi hafa að láta ekki loka gatinu var sagt að bíllinn gæti misst afl, sérstaklega í brekkum eða þar sem hann þyrfti á torki að halda. Ég var smá svekktur að hafa ekki fengið að vita fyrifram að nánast 100% líkur væru á að það þyrfti að ráðast í fleiri aðgerðir sem myndu auka á kostnaðinn, fílaði þetta svolítið eins og tálbeituauglýsingu en „fagmenn“ geta selt manni splitt og doing án þess að maður hafi hugmynd um hvað maður er að kaupa. Ég afakkaði því gat í útblástursrörið því ég vissi ekkert hvað ég var að fara út í og hvaða afleiðingar það myndi hafa, enda ekki splitt og dong maður.

Bíllinn sóttur
Tveim tímum síðar sæki ég bílinn og var spenntur að prófa þessa 43% aflaukningu sem lofað var, steig pinnan í botn og fann strax sneggra viðbragð en þessi 150 hestöfl létu á sér standa, án þess að hafa eitthvað fyrir mér myndi ég giska á að bíllinn væri frekar 115-120 hestöfl en 150 ef hann þá næði því. En ég hugsaði með mér að þetta væri kannski skemmtilegri bíl þó breytingin væri lítill ef eyðslan stæði í stað eða ég fengi þann bónus sem þeir lofuðu að hún færi aðeins niður.

Frost og óverður tekur við
Bíllinn fór til þeirra í 5 stiga frosti og síðan 8. desember hefur verið -5 til -17 nánast upp á hvern einasta dag, slæmt veður og færð og því erfitt að fá sanngjarna mælingu á eyðslu, það sem verra er að það kom strax í ljós að bíllinn var verri í gang í kuldanum. Ég er búinn að keyra þennan bíl yfir 200 þúsund kílómetra og þekki hann eins og handarbakið á mér, þetta er traustur jálkur sem hefur alltaf farið í gang í fystu tilraun sama þótt frost hafi farið yfir -20 gráður. Nú er öldin önnur, ég þarf tvær til fimm tilraunir til að ná bílnum í gang, hann gengur ekki lengur 600-700 rpm í hægagangi er frekar í 900-1100 með tilheyrandi hávaða og eyðslu.

Eyðsla mæld við erfiðar aðstæður
Meðaleyðsla bílsins fór úr 5 í 7 lítra þannig að sá partur stóð ekki frekar en annað sem lofað var. Ég prófaði að goggla og fékk út að eftirfarndi grein frá FÍB https://www.fib.is/is/billinn/bilaprofa ... tavia-2013 en það segja þeir meðal annars: „Ennfremur er eldsneytiseyðslan svo gott sem engin, frá aðeins 3.8l/100 km skv. tölum frá framleiðanda sé 1.6 dísilvélin valin. Vert er að taka fram að þrátt fyrir harðan akstur í stanslausri botngjöf á Kvartmílubrautinni reyndist ógjörningur að ná eyðslunni upp fyrir 6 lítra á hundraðið!“ og þetta er nákvæmlega mín upplifun, hef ekki náð mínum yfir 6 lítra á þessum 200.000 km. fyrr en núna að hann er að poppa í 6.9-7.5 l/h.

Samskipti eða samskiptaleysi við eigendur
28. des. var ég búinn að fá nóg, vildi bara fá „restore“ á bílinn. Hafði áhyggjur að þetta væri að fara ílla með vélina og vont að vita aldrei hvor bíllinn færi í gang, sendi því tölvupóst sem ekki vara svarað, sendi annan tölvupóst 3. janúar sem ekki var svarað, sendi þvi þriðja póstinn í morgun og hringdi í eigandann í kjölfarið.

Öllu öðru um að kenna en þeím
Eigandinn fór eins og við var að búast í vörn, þetta hlyti að vera EGR að kenna eða ónýtum glóðkertum, ég sagði það einkennilega tilviljun að bíllinn hefið virkað 100% fyrir þessa tjúnningu en strax daginn eftir ættu glóðarkertin að gefa sig eða ónýt og EGR að vera til vandræða. Eftir þanng rökstuðning þá sá hann væntanlega ljósið og bauð mér að koma með bílinn í 100% restore aftur og ætti hann því þá að verða eins og hann var áður. Þá bætti ég við að ég vildi fá endurgreitt því ég hefði ekki fengið þá vöru/þjónustu sem lofað var. Eftir að ég sagði það þá varð símtalið ekki lengra.

Fæ tölvupóst í kjölfar símtals
Í kjölfar símtals þá fæ ég tölvupóst frá eiganda http://www.bilaforritun.is þar sem endurgreiðslubeiðnin hafði eitthvað farið öfugt ofan í hann og henni hafnað. En hann sagði endurgreiðslu útilokaða þar sem villumelding hefði mælst eins og mér hefði verið tjáð á staðnum, en það er ekki alls kostar rétt því ég fékk hringingu klukkutíma eftir að ég kom með bílinn þess efnis að „best bæri að rífa úr EGR og láta loka með plötu“ hefði ég vitað það fyrirfram hefði ég sleppt þessu veseni. Lítið annað að gera en að segja þeim að halda áfram. Aldrei minnst á það að þetta myndi gera bílinn vonlausan í kaldræsingu og auka eyðslu um 1-2 lítra á hundraðið.

Endurtekin orð í tölvupóstinu,
Hann hélt fast við sinn keyp að EGR sía og hugsanlega léleg glóðarkerti væru vandamálið, þrátt fyrir að það hafi ekki verið vandamál fyrr en ég eftir breytingu, enda var ég ekki að fara með bílinn til að leysa vandamál heldur til að fá aukið afl og minni eyðslu. Ganghraði væri alltaf meiri og því eyðsla líka í kulda hvort sem bíll væri forritaður eða ekki, sem er rétt hjá honum en eyðslan er samt mun meiri í hægagangi núna en var fyrir breytingu.

Lausn í boði
Eigandinn gerði sér grein fyrir því að það þyrfti að leysa þetta á einhvern hátt og það sem hann lagði til að setja bílinn aftur á original stillingu en þar sem endurgreiðsla væri ekki í boði þá gæti hann gert EGR delete í staðinn en þá yrði ég að fara á verkstæði og láta setja plötu yfir EGR ventilinn (hvað sem það svo þýðir) splitt og dong í mínum eyrum. Og hann mælti einnig með nýjum glóðarkertum sem ekki ætti að taka meira en klukkutíma á verkstæði. Kannski er kominn tími á þau eftir rúma 200k kílómetra, það má vera en að þau hafi dáið sama dag og breytingin hjá þeim var gerð er erfitt að trúa.

Ég þarf að taka ákvörðun
Það eina sem ég vil er að bíllinn virki, spurningin er því, geta þessir aðilar verið dómarar í eigin sök og eru þessir aðilar hlutlausir í að meta hvað er að sérstaklega ef þeir hafa gert mistök? Að rífa úr einhverjar síur eða ventla og skilja eftir opin göt og skipta út glóðarkertum sem hugsanlega eru í finu lagi hljómar ekkert sérlega vel í mínum eyrum.

Ábendingar um framhaldið vel þegnar
Áður en ég tek ákvörðun um hvað ég gerði, þ.e. læt færa bílinn aftur í sama horf að því gefnu að þeir ná honum í sama horf, fæ þá til að delete þessu EGR og þá bifvélavirkja til að loka gatinu og þá hvort það sé ástæða til að endurnýja glóðarkerti eða bara fá bílinn aftur eins og hann var og sætta mig tapaðan pening fyrir vöru/þjónustusvik eða standa á prinsippinu og kæra þá til Kærunefndar vöru og þjónustukaupa þá væri gott að fá álit frá öðrum sem meira vit hafa á þessu en ég. Eins og ég tók fram í byrjun þá má svara á þræði eða í einkaskilaboðum.

tl;dr Fór með bíl í aflaukningu og eyðsluminnkun sem stóst ekki, veit ekki hvor ég eigi að láta endursetja hann eins og hann var eða eyða út EGR og setja plötu yfir EGR ventil og skipta um glóðarkerti ástamt endursetningu á tölvu. Vantar ráðleggingu.





linked
Fiktari
Póstar: 78
Skráði sig: Mán 26. Feb 2018 00:06
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Þráður fyrir bifvélavirkja eða menn með mikið vit á bílvélum

Pósturaf linked » Fim 05. Jan 2023 18:42

Ég átti eins bíl og fór með hann til sömu aðila á sínum tíma.

Ég er sammála með aflaukninguna, hún var aldrei tæp 50%. Nær 10-15% eins og þú segir.

Þegar ég fór til þeirra, þá var mér tjáð að ég þyrfti að fjarlægja dpf áður en bíllinn væri mappaður, þar sem að dpf sian myndi stíflast á no time ef hún yrði ekki fjarlægð, og bíllinn síðan mappaður. Og ég raunar gerði það, tæmdi dpf kútinn og lét þá síðan mappa bílinn.

Bíllinn var alltaf góður eftir þetta og ég lenti ekki í neinu veseni síðasta vetur.

Ég fór til þeirra vegna þess að dpf ljósið var reglulega farið að skína í mælaborðinu, og Hekla/Bílson vildu selja mér nýtt dpf á 300k. Þannig að þetta var nokkuð farsæl lausn í minu tilfelli.

Af videoinu að dæma, þá er eitthvað ekki rétt. Spurning hvort að þeir hafi klúðrað einhverju.

Þeir þekkja þetta nokkuð vel, en notabene þá eru þeir nokkurs konar milliliður. “Mappið” sjálft kemur frá fyrirtæki í Noregi eða UK, frá öðru fyrirtæki.



Skjámynd

KaldiBoi
Ofur-Nörd
Póstar: 221
Skráði sig: Mið 17. Mar 2021 14:07
Reputation: 30
Staða: Ótengdur

Re: Þráður fyrir bifvélavirkja eða menn með mikið vit á bílvélum

Pósturaf KaldiBoi » Fim 05. Jan 2023 18:49

Sælir

Leiðinlegt að þurfa standa í þessu en hrós fyrir virkilega góða yfirferð.

„möpp” af þessu tagi gera er vanalega að auka loftinntöku, með aukinni loftinntöku þarf loftið líka að komast út.

Loftið fer í gegnum EGR ventilinn sem gæti vel verið stíflaður og því minna loftflæði í boði.

Mitt mat er því að losa mig við EGR-In og sjá hvernig hann dettur við það, aftur á móti, að fiffa í bíl sem er keyrður <200.000km en er búinn að vera til friðs er næstum óheilagt enn skiljanlegt.




bigggan
spjallið.is
Póstar: 456
Skráði sig: Fim 05. Maí 2011 17:43
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Þráður fyrir bifvélavirkja eða menn með mikið vit á bílvélum

Pósturaf bigggan » Fim 05. Jan 2023 19:08

Er ekki búið að bæta við nýlega að það er krafa um að athuga hvort það er búið að eiga við EGR/DPF i árlegu skoðunni? svo það er gott að láta hafa þetta í lagi eða auðveldlega sett þetta inn þegar bíllinn er skoðaður.




linked
Fiktari
Póstar: 78
Skráði sig: Mán 26. Feb 2018 00:06
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Þráður fyrir bifvélavirkja eða menn með mikið vit á bílvélum

Pósturaf linked » Fim 05. Jan 2023 19:16

bigggan skrifaði:Er ekki búið að bæta við nýlega að það er krafa um að athuga hvort það er búið að eiga við EGR/DPF i árlegu skoðunni? svo það er gott að láta hafa þetta í lagi eða auðveldlega sett þetta inn þegar bíllinn er skoðaður.


Jú sjálfsagt, en það er td engin leið að sjá hvort búið sé að tæma DPF eða aftengja EGR.

Nema þú hafir literally fjarlægt búnaðinn (eins og þeir lögðu til hjá OP)



Skjámynd

MatroX
Bannaður
Póstar: 3540
Skráði sig: Mið 17. Feb 2010 12:58
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Þráður fyrir bifvélavirkja eða menn með mikið vit á bílvélum

Pósturaf MatroX » Fim 05. Jan 2023 20:00

þetta er skoda octavia, það er alltaf vesen á dpf og egr í þessum bílum, bílinn er keyrður 200þús sem þýðir að í sumum tilfellum ætti/væri búið að skipta um glóðarkerti 2 til 3 þannig að hvenær var það gert síðast?

er búið að hreinsa egr eða dpf eth á þessum 200þús km?

svo eitt að fá 150hp útur þessum mótor er minnsta mál í heimi hvort sem egr og dpf sé til staðar eða ekki en þegar kemur að þessum mótor þá er alltaf vesen á þessu og þú ert bara heppinn að hafa keyrt 200þús, veit um nokkra bíla með farin dpf fyrir 150þús

Skoda_Octavia_1Z_16_TDI_CR_1598_cc_2004On_103_bhp_Stage_1___150_bhp__235_lbftSIMOS_PCR21.jpg
Skoda_Octavia_1Z_16_TDI_CR_1598_cc_2004On_103_bhp_Stage_1___150_bhp__235_lbftSIMOS_PCR21.jpg (134.6 KiB) Skoðað 8934 sinnum


Intel i7 13700k | Artic Freezer II 240 | Gigabyte ud4 | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |


agnarkb
Tölvutryllir
Póstar: 644
Skráði sig: Fös 03. Okt 2008 20:36
Reputation: 110
Staða: Tengdur

Re: Þráður fyrir bifvélavirkja eða menn með mikið vit á bílvélum

Pósturaf agnarkb » Fim 05. Jan 2023 20:05

Er ekki eyðslan tilkomin vegna frosts? Mín 2015 Octavia, 4x4 184bhp eyðir auðvitað meira var í kringum 7 í sumar, hefur rokið upp í 10 núna í vetur.


Leikjavél | ROG Strix X570-E | 5800x3D | LF II 240| RTX 3090 | G.Skill 32GB Flare X 3200Mhz | RM850x | Pure Base 500
Server | ASRock H610M-ITX/ac | i5 12400 | Dark Rock TF2 | 32GB | 14 TB | Unraid Basic


ColdIce
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Reputation: 95
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Re: Þráður fyrir bifvélavirkja eða menn með mikið vit á bílvélum

Pósturaf ColdIce » Fim 05. Jan 2023 20:07

Ég átti alveg eins bíl og lét mappa hann. Sprækari vissulega en ekkert svo. Kvartaði og fékk aðra uppfærslu sem var aflmeiri og þá fann maður meira fyrir þessu.
Það var aldrei neitt vesen á honum eða meiri eyðsla samt


Eplakarfan: Apple Watch S8 | iPad Pro M1 | Macbook Pro 14” M3 | Apple TV 4K | iPhone 16 Pro Max | Airpods Pro | Airpods Pro 2 | iMac 27”
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | ThinkPad T14
Útiveran: Honda CR-V 2021 | Land Cruiser 150 | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |

Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3848
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: Þráður fyrir bifvélavirkja eða menn með mikið vit á bílvélum

Pósturaf Tiger » Fim 05. Jan 2023 20:07

bigggan skrifaði:Er ekki búið að bæta við nýlega að það er krafa um að athuga hvort það er búið að eiga við EGR/DPF i árlegu skoðunni? svo það er gott að láta hafa þetta í lagi eða auðveldlega sett þetta inn þegar bíllinn er skoðaður.


Source?




bigggan
spjallið.is
Póstar: 456
Skráði sig: Fim 05. Maí 2011 17:43
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Þráður fyrir bifvélavirkja eða menn með mikið vit á bílvélum

Pósturaf bigggan » Fim 05. Jan 2023 21:07

Tiger skrifaði:
bigggan skrifaði:Er ekki búið að bæta við nýlega að það er krafa um að athuga hvort það er búið að eiga við EGR/DPF i árlegu skoðunni? svo það er gott að láta hafa þetta í lagi eða auðveldlega sett þetta inn þegar bíllinn er skoðaður.


Source?


https://eur-lex.europa.eu/legal-content ... 005.01.ENG

það er bara þörf að sjá að tækið sé til staðar, en ekki að það virkar.



Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3848
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: Þráður fyrir bifvélavirkja eða menn með mikið vit á bílvélum

Pósturaf Tiger » Fim 05. Jan 2023 21:34

bigggan skrifaði:
Tiger skrifaði:
bigggan skrifaði:Er ekki búið að bæta við nýlega að það er krafa um að athuga hvort það er búið að eiga við EGR/DPF i árlegu skoðunni? svo það er gott að láta hafa þetta í lagi eða auðveldlega sett þetta inn þegar bíllinn er skoðaður.


Source?


https://eur-lex.europa.eu/legal-content ... 005.01.ENG

það er bara þörf að sjá að tækið sé til staðar, en ekki að það virkar.


4ra ára gömul reglugerð og því engin breyting miðað við það sem hefur verið undanfarin ár að mér sýnist.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6798
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Þráður fyrir bifvélavirkja eða menn með mikið vit á bílvélum

Pósturaf Viktor » Fim 05. Jan 2023 22:18

Ekkert að því að prófa að skipta um kerti. Kostar ekki mikið.

Þetta EGR er alltaf til vandræða og það væri ekki vitlaust að prófa að losa sig við það.

Ef hann er leiðinlegur í gang getur það líka verið kuldi og gamall rafgeymir að vinna saman.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


raggos
has spoken...
Póstar: 152
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 09:03
Reputation: 35
Staða: Ótengdur

Re: Þráður fyrir bifvélavirkja eða menn með mikið vit á bílvélum

Pósturaf raggos » Fim 05. Jan 2023 22:33

Ég er ekki bifvélavirki en þekki aðeins inn á oktavíur og díselbíla almennt ágætlega.
EGR ventill (Exhaust gas recirculation) er ventill sem hleypir afgasi af vél aftur inn í loftinntak við ákveðin skilyrði. Þar sem sótað afgas flæðir um þennan ventil stíflast hann hægt og rólega með tímanum og er þetta mjög algengt vandamál á flestum bílum með svona búnað þegar km fer að fjölga, og þá sérstaklega er þetta þekkt á vw/skoda vélum. Það er oft hægt að þrífa upp þessa ventla og ná þeim aftur í virkni (hef gert það á oktavíu) en algengara er að hætta þeirri vitleysu sem það er að senda sótað loft í inntakið á bílnum með EGR delete í forriti vélar + að loka fyrir ventilinn með stálplötu. Þessar upplýsingar eru því alveg góðar frá bílaforritunargæjunum og þeir vita mjög líklega alveg hvað þarf til.
Hvað varðar kaldstartið þá er akkúrat vetrartíminn sá tími þar sem kaldræsing gengur verr ef glóðakertin eru orðin léleg þar sem kaldari vél þarf kröftugri glóðarkerti til ná upp nægilegum hita svo díselblandan geti sprungið. Mjög sambærilegt og að rafgeymar yfirleitt eru mest til vandræða á veturna því erfiðara er að ræsa köldum vélum og því meiri þörf á amperum sem og rafhlaðan sjálf virkar verr köld. Forritunin er því ólíklega að valda þessum vandræðum í ræsingu enda er líklega ekkert verið að eiga við þann hluta bílaforritunarinnar þar sem það skilar engum hestöflum né eldsneytissparnaði.
Hvað varðar vænta breytingu á afli þá þarftu að hafa í huga að þetta er ekki nýr bíll og því líklega margir hlutir sem draga úr ávinningi vélaforritunar á svona gömlum bíl og svo þarf ekki að taka fram að það er ekki hægt að fá fleiri hestöfl með minnkandi eyðslu. Þú færð annaðhvort en ekki bæði.
Ég myndi halda breytingunni sem þeir gerðu og láta mæla glóðarkertin á verkstæði (og skipta ef þau mælast léleg) og íhuga alvarlega að blokka EGR ventilinn.



Skjámynd

Ghost
Fiktari
Póstar: 58
Skráði sig: Þri 07. Jún 2022 22:52
Reputation: 26
Staða: Ótengdur

Re: Þráður fyrir bifvélavirkja eða menn með mikið vit á bílvélum

Pósturaf Ghost » Fös 06. Jan 2023 02:13

Það þýðir ekkert að fara í egr delete án þess að taka sótsíuna líka. Stíflast á stuttum tíma með tilheyrandi auka kostnaði.

Myndi láta taka þessar breytingar til baka + þrífa egr. Láta svo bilanagreina bílinn eftir það ef vandamálið er enn til staðar. Gæti þurft að skipta um glóðarkertin eða control unitið fyrir þau.
Síðast breytt af Ghost á Fös 06. Jan 2023 02:18, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7523
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1181
Staða: Tengdur

Re: Þráður fyrir bifvélavirkja eða menn með mikið vit á bílvélum

Pósturaf rapport » Fös 06. Jan 2023 10:43

Ég er enginn bílaséní en aldrei átt díselbíl sem rýkur í gang eftir nótt í svona frosti eins og hefur verið + þetta er kaldasti desember í 50 ár (las ég einhverstaðar).

Rafgeymirinn er held ég góður, að lifa þetta af og hafa hleðslu til að starta mörgum sinnum af fullu afli í þessum kulda.




ArnarE
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Fös 06. Jan 2023 15:00
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Þráður fyrir bifvélavirkja eða menn með mikið vit á bílvélum

Pósturaf ArnarE » Fös 06. Jan 2023 15:37

Er búinn að vinna lengi við að gera við bíla og gat ekki setið á mér,(ATH allt skrifað í vinsemd og ekki verið að úthúða neinn, S.s Hlutlaust mat:) )

Langar að svara þessum spurningum sem eru margar nánast þær sömu.


Upplýsingar sem ég hefði gjarnan vilja vita áður en ég tók ákvörðun og borgaði fyrirfram.

: S.s Þeir áttu að vita að bíllinn þinn væri með villu á EGR ?

. Ég var smá svekktur að hafa ekki fengið að vita fyrifram að nánast 100% líkur væru á að það þyrfti að ráðast í fleiri aðgerðir sem myndu auka á kostnaðinn, fílaði þetta svolítið eins og tálbeituauglýsingu en „fagmenn“ geta selt manni splitt og doing án þess að maður hafi hugmynd um hvað maður er að kaupa. Ég afakkaði því gat í útblástursrörið því ég vissi ekkert hvað ég var að fara út í og hvaða afleiðingar það myndi hafa, enda ekki splitt og dong maður.

: S.s Enn og aftur áttu þeir að vita að bíllinn væri bilaður ?

Bíllinn sóttur
Tveim tímum síðar sæki ég bílinn og var spenntur að prófa þessa 43% aflaukningu sem lofað var, steig pinnan í botn og fann strax sneggra viðbragð en þessi 150 hestöfl létu á sér standa, án þess að hafa eitthvað fyrir mér myndi ég giska á að bíllinn væri frekar 115-120 hestöfl en 150 ef hann þá næði því. En ég hugsaði með mér að þetta væri kannski skemmtilegri bíl þó breytingin væri lítill ef eyðslan stæði í stað eða ég fengi þann bónus sem þeir lofuðu að hún færi aðeins niður.

: Sennilega vegna þess að bíllinn er BILAÐUR og því ekki að skila afli sem skildi

Frost og óverður tekur við
Bíllinn fór til þeirra í 5 stiga frosti og síðan 8. desember hefur verið -5 til -17 nánast upp á hvern einasta dag, slæmt veður og færð og því erfitt að fá sanngjarna mælingu á eyðslu, það sem verra er að það kom strax í ljós að bíllinn var verri í gang í kuldanum. Ég er búinn að keyra þennan bíl yfir 200 þúsund kílómetra og þekki hann eins og handarbakið á mér, þetta er traustur jálkur sem hefur alltaf farið í gang í fystu tilraun sama þótt frost hafi farið yfir -20 gráður. Nú er öldin önnur, ég þarf tvær til fimm tilraunir til að ná bílnum í gang, hann gengur ekki lengur 600-700 rpm í hægagangi er frekar í 900-1100 með tilheyrandi hávaða og eyðslu.

: Vegna þess að bíllinn þinn er bilaður ? , EGR + Glóðarkerti ? Fyrsta sem ég myndi kanna


Eyðsla mæld við erfiðar aðstæður
Meðaleyðsla bílsins fór úr 5 í 7 lítra þannig að sá partur stóð ekki frekar en annað sem lofað var. Ég prófaði að goggla og fékk út að eftirfarndi grein frá FÍB https://www.fib.is/is/billinn/bilaprofa ... tavia-2013 en það segja þeir meðal annars: „Ennfremur er eldsneytiseyðslan svo gott sem engin, frá aðeins 3.8l/100 km skv. tölum frá framleiðanda sé 1.6 dísilvélin valin. Vert er að taka fram að þrátt fyrir harðan akstur í stanslausri botngjöf á Kvartmílubrautinni reyndist ógjörningur að ná eyðslunni upp fyrir 6 lítra á hundraðið!“ og þetta er nákvæmlega mín upplifun, hef ekki náð mínum yfir 6 lítra á þessum 200.000 km. fyrr en núna að hann er að poppa í 6.9-7.5 l/h.

:Vegna þess að bíllinn er bilaður ? ef það er EGR bilun í bílum og svo er sett aflaukning þá getur það ýtt undir EGR bilunina.

Öllu öðru um að kenna en þeím
Eigandinn fór eins og við var að búast í vörn, þetta hlyti að vera EGR að kenna eða ónýtum glóðkertum, ég sagði það einkennilega tilviljun að bíllinn hefið virkað 100% fyrir þessa tjúnningu en strax daginn eftir ættu glóðarkertin að gefa sig eða ónýt og EGR að vera til vandræða. Eftir þanng rökstuðning þá sá hann væntanlega ljósið og bauð mér að koma með bílinn í 100% restore aftur og ætti hann því þá að verða eins og hann var áður. Þá bætti ég við að ég vildi fá endurgreitt því ég hefði ekki fengið þá vöru/þjónustu sem lofað var. Eftir að ég sagði það þá varð símtalið ekki lengra.
: Sennilega vegna þess að bíllinn er bilaður þegar hann kemur til þeirra ? sá einmitt tilboðið og það var eingöngu fyrir hestafla aukningu.

Ég þarf að taka ákvörðun
Það eina sem ég vil er að bíllinn virki, spurningin er því, geta þessir aðilar verið dómarar í eigin sök og eru þessir aðilar hlutlausir í að meta hvað er að sérstaklega ef þeir hafa gert mistök? Að rífa úr einhverjar síur eða ventla og skilja eftir opin göt og skipta út glóðarkertum sem hugsanlega eru í finu lagi hljómar ekkert sérlega vel í mínum eyrum.
: Mæli með að fara með bílinn á verkstæði þar sem þú veist lítið sem ekkert um bíla eins og þú segir sjálfur.
og láta þá útskýra fyrir þér hvað þessi búnaður gerir og geri þér verðtilboð í að skipta hreinlega um EGR ventilinn (Vinna + varahl)og einnig hvað kostar að setja plötu fyrir (Blinda EGR ventilinn).


Einnig þá rakst ég á gamla færslu frá þér hér sennilega um sama bíl , er þetta ekki bara vandamál sem þú ert búinn að humma frá þér ?
viewtopic.php?p=738026&fbclid=IwAR3WDwkko6BoZJRd0nlJ0iFSnEnLHrygJC2HgzhBoYemjpa0zoLol5IcOIA#p738026

Var bíllinn ekki að haga sér svipað þarna ?



Skjámynd

demaNtur
Kerfisstjóri
Póstar: 1250
Skráði sig: Þri 30. Nóv 2010 17:18
Reputation: 66
Staðsetning: 192.168.1.254
Staða: Ótengdur

Re: Þráður fyrir bifvélavirkja eða menn með mikið vit á bílvélum

Pósturaf demaNtur » Fös 06. Jan 2023 18:33

Mv. myndband þá myndi ég segja að þú þurfir pottþétt að skipta um glóðarkerti, það er líka ágætis regla að leyfa glóðarkertaljósinu að slökkna áður en startað er, hvort sem það er í fyrsta starti eða 6 starti :happy
okta.png
okta.png (363.5 KiB) Skoðað 8332 sinnum


Varðandi EGR þá er sía (sigti) sem á það til að stíflast, EGR kælir virkar ekki sem skyldi eða EGR ventill fastur, gæti verið allt þar á milli, mjög algengt vandamál á dísel bílum.

Og svo varðandi DPF þá er einnig mjög líklegt að hann sé ekki "hreinn", yfirleitt stíflast þeir þegar mikið er keyrt innanbæjar og stuttar vegalengdir í einu, þá þarf að brenna úr henni sem er gert á verkstæði í gegnum tölvuna, *eða að keyra frá RVÍK til KEF með bílinn í ca. 3000 snúningum fram og tilbaka (*gengur ekki alltaf en má reyna á það áður en farið er á verkstæði)


= Myndi 100% skipta um glóðarkerti.
Myndi fara með bílinn á næsta verkstæði og biðja þá um að lesa af bílnum, sjá hvort það séu villur á EGR - ef engin villa að opna og sjá hvort sían sé stífluð (kemur fyrir að bíllinn gefi ekki vélarljós út á það þó sían sé stífluð) **Þekki þó ekki hvort það sé sía í EGR í Skoda, enda vinn ég ekki í kringum þá tegund**
Á sama verkstæði að spyrja út í DPF, hvort það sé villa.




slapi
Gúrú
Póstar: 575
Skráði sig: Fös 19. Jún 2009 21:47
Reputation: 56
Staða: Ótengdur

Re: Þráður fyrir bifvélavirkja eða menn með mikið vit á bílvélum

Pósturaf slapi » Lau 07. Jan 2023 07:45

Mín reynsla er sú að þetta skapar oft meiri vandamál en þetta leysir.

Mín ráðlegging er sú að koma bílnum í sitt eðlilega horf og viðhalda öllum búnaði svo hann virki.

Allar breytingar á mengunarvarnabúnaði eru bannaðar og allir bílar sem hefur verið átt við þann búnað eiga ekki að fá skoðun.

Þessi eyja er bara svo mikið Villta Vestrið að það er ekki farið eftir því, vegna við vitum alltaf einhvernveginn miklu betur en framleiðendur sem eru búnir að moka milljörðum Evra í R&D

Tekið úr skoðunarhandbókinni fyrir 2023

415283DF-4842-482B-8D8D-563E30BE6CB3.jpeg
415283DF-4842-482B-8D8D-563E30BE6CB3.jpeg (577.69 KiB) Skoðað 8206 sinnum
7DE15F95-8D29-4835-A1A0-EA9017A972BB.png
7DE15F95-8D29-4835-A1A0-EA9017A972BB.png (612.78 KiB) Skoðað 8206 sinnum
Síðast breytt af slapi á Lau 07. Jan 2023 07:46, breytt samtals 1 sinni.




kjartanbj
FanBoy
Póstar: 707
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 151
Staða: Ótengdur

Re: Þráður fyrir bifvélavirkja eða menn með mikið vit á bílvélum

Pósturaf kjartanbj » Lau 07. Jan 2023 09:51

slapi skrifaði:Mín reynsla er sú að þetta skapar oft meiri vandamál en þetta leysir.

Mín ráðlegging er sú að koma bílnum í sitt eðlilega horf og viðhalda öllum búnaði svo hann virki.

Allar breytingar á mengunarvarnabúnaði eru bannaðar og allir bílar sem hefur verið átt við þann búnað eiga ekki að fá skoðun.

Þessi eyja er bara svo mikið Villta Vestrið að það er ekki farið eftir því, vegna við vitum alltaf einhvernveginn miklu betur en framleiðendur sem eru búnir að moka milljörðum Evra í R&D

Tekið úr skoðunarhandbókinni fyrir 2023

415283DF-4842-482B-8D8D-563E30BE6CB3.jpeg7DE15F95-8D29-4835-A1A0-EA9017A972BB.png



Það eiga eftir að verða svo margir í feitum vandræðum þegar það verður farið að tékka á þessum hlutum almennilega , það getur kostað hundruði þúsunda að koma svona bíl sem er búið að fjarlægja mengunarvarnar búnað úr aftur í samt lag svo hann fái skoðun, og þessi fyrirtæki sem eru að stunda það eru búin að breyta tugum ef ekki hundruðum bíla, ég myndi ekki detta til hugar í dag að kaupa notaðan dísil skoda sem dæmi nema geta gengið úr skugga 100% að það sé ekki búið að eiga svona við hann. það er ekki hvort heldur hvenær það verður farið að athuga með þessi mál. Sjá svo ástandið í Reykjavík þessa dagana í frost stillunni , mengun að mælast langt yfir mörkum og það mengun sem er beint frá útblæstri en ekki svifryk.
Síðast breytt af kjartanbj á Lau 07. Jan 2023 09:52, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16517
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2115
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Þráður fyrir bifvélavirkja eða menn með mikið vit á bílvélum

Pósturaf GuðjónR » Lau 07. Jan 2023 16:55

Takk fyrir öll svörin, er búinn að liggja yfir þeim og vega og meta kosti og galla, samt ekki komin endanleg niðurstaða.

Nokkrir hlutir sem ég vil bæta við upphafsinnleggið með tilliti til flestra skoðana sem eftir komu eru eftirfarandi:
  • Bíllinn fór í tímareimaskipti í ágúst þar sem kom fram villa á einhverja síu sem ég man ekki nafnið á, sía þessi á að geta haldið 50 gr. af sóti en innihélt 70 gr. hún var hreinsuð.
  • Það má vera að glóðarkerin séu orðin léleg, en bíllinn hefur aldrei verið erfiður í gang og alltaf dottið í gang í fyrstu tilraun fyrir uppfærsluna.
  • Fann leið til að ná honum í gang í fyrstu/annari tilraun í miklu frosti með að tippla hratt en grunnt á díselgjöfina strax eftir gangsetningu.

Ég er búinn að vera í sambandi við eiganda bílaforritunar og hann er búinn að bjóða ákveðna lausn sem ég er doldið tvístígandi með eftir að hafa farið í gegnum öll innleggin ykkar. Það sem veldur mér mestum höfuðverk er að fjarlægja einvern búnað sem er ólöglegt að gera og fá það síðan í hausinn.

Lausnin sem hann bauð upp á hljóðar svona og það væri gott að vita ykkar álit:
  • Koma með bílinn og fá 100% restore á hann. (held ég sé sammála eftir þessa reynslu og eftir kommentin ykkar).
  • Endurgreiðsla ekki í boði en í staðin framkvæma EGR delete í bifreiðina, ég yrði svo að fara á annað verkstæði og láta setja plötu yfir EGR ventilinn. (er mjög tvísígandi með hvort ég eigi að láta vaða í þetta, kommentin skiptast okkuð jafnt í með og á móti, hugsanlega bætir þetta afl og eyðslu en gæti komið í bakið á manni síðar) annað hvort að þiggja það eða sætta sig við tapaðan pening.
  • Hann bætir við að hann sé nokkuð viss um að blinda EGR ventil og skipta um glóðarkerti munu laga þetta vesen. (það væri flott ef svo væri en kannski er restore á bílinn eins og hann var nóg?) Tæknilega séð var ekkert að honum, amk. ekkert sem truflaði mig í augnablikinu mig langaði bara í meira afl.

p.s. hér er smá fróðleikur sem ég fann á netinu:
  • Removing the EGR valve is going to improve the efficiency and performance of your vehicle and it is going to be a lot more powerful. The EGR valve, while a well-intentioned design feature is impractical in the sense that it sacrifices the performance of the engine in order to ultimately work against its own goal.
  • https://www.parkmuffler.com/blog/diesel-delete-kits-dpf-def-egr/

Þannig að nú er endanleg spurning, hvað skal gera?



Skjámynd

MatroX
Bannaður
Póstar: 3540
Skráði sig: Mið 17. Feb 2010 12:58
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Þráður fyrir bifvélavirkja eða menn með mikið vit á bílvélum

Pósturaf MatroX » Lau 07. Jan 2023 17:03

taka og hreinsa úr dpf kútnum og EGR delete og halda mappinu, myndi svo skipta um glóðarkerti þar sem það er löngu kominn tími á það hjá þér


Intel i7 13700k | Artic Freezer II 240 | Gigabyte ud4 | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16517
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2115
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Þráður fyrir bifvélavirkja eða menn með mikið vit á bílvélum

Pósturaf GuðjónR » Lau 07. Jan 2023 17:12

MatroX skrifaði:taka og hreinsa úr dpf kútnum og EGR delete og halda mappinu, myndi svo skipta um glóðarkerti þar sem það er löngu kominn tími á það hjá þér

Gæti verið að þetta hafi verið DPF kútur sem þeir hreinsuðu út í ágúst, þ.e. þessi 70 gr. af sóti? Varla margir kútar sem hægt er að moka sóti út úr. Þeir fengu víst gert eftir einhverja villumeldingu þegar þeir tölvulásu hann í kjölfar lagfæringar á Díselspíssum (það lak þettigúmmí á þeim).
Myndirðu halda tjún-mappinu þó það þýddi 1-2L í aukinn eldsneytiskostnað? Veit að það er óvenjuleg kuldatíð og eyðslumæling ekki alveg sanngjörn en mín tilfinning er að hann séð a eyða slatta meira núna en fyrir möppun.

Ég sé að þeir eru komnir með einhverja hreinsivél:
Viðhengi
Screenshot 2023-01-07 at 17.24.31.png
Screenshot 2023-01-07 at 17.24.31.png (1.4 MiB) Skoðað 8022 sinnum
Síðast breytt af GuðjónR á Lau 07. Jan 2023 17:26, breytt samtals 2 sinnum.



Skjámynd

MatroX
Bannaður
Póstar: 3540
Skráði sig: Mið 17. Feb 2010 12:58
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Þráður fyrir bifvélavirkja eða menn með mikið vit á bílvélum

Pósturaf MatroX » Lau 07. Jan 2023 17:29

GuðjónR skrifaði:
MatroX skrifaði:taka og hreinsa úr dpf kútnum og EGR delete og halda mappinu, myndi svo skipta um glóðarkerti þar sem það er löngu kominn tími á það hjá þér

Gæti verið að þetta hafi verið DPF kútur sem þeir hreinsuðu út í ágúst, þ.e. þessi 70 gr. af sóti? Varla margir kútar sem hægt er að moka sóti út úr. Þeir fengi víst gert eftir einhverja villumeldingu þegar þeir tölvulásu hann í kjölfar lagfæringar á Díselspíssinum (það lak þettigúmmí á þeim).
Myndirðu halda tjún-mappinu þó það þýddi 1-2L í aukinn eldsneytiskostnað? Veit að það er óvenjuleg kuldatíð og eyðslumæling ekki alveg sanngjörn en mín tilfinning er að hann séð a eyða slatta meira núna en fyrir möppun.


já þeir hafa hreinsað sót síunna en það vill svo oft vera með skoda að það dugir stutt eftir hreinsun og það er langbest að losa þig við hana,
eyðslan getur verið komin til vegna bakþrýstings afgas meginn semsagt egr eða dpf með vesen,

til að auka blástur á dísel er aukið við eyldsneytis magn sem fer inn á mótor ef það er bakþrýstingsvandarmál þá er mótorinn ekki að brenna öllu eldsneytinu sem myndi þýða hærri eyðsla,

af þeirri reynslu sem ég hef séð með þessar endurforritanir þá á ef allt er eðlilegt eyðslan að vera sú sama en oftast er hún lægri um 1 til 3 lítra eftir mótorum,

bara ef þú googlear 1.6tdi dpf problems eða egr problems þá sérðu strax að þetta hefur verið að hrjá þessa mótora hvort sem þeir eru í vw, seat, skoda, það hefur bara eitthvað virkilega misheppnast í hönnun hjá þeim og það fyrsta sem ég myndi gera er að losa mig við þetta

og nei þótt að það sé talað um mengun í reykjavík og það sé ekki útaf svifriki sem er nátturulega bull fyrir sig þá fara þeir að nefna að no2 gildin séu svo há og það er bara alls ekkert útaf dísel bílum sem eru búnir að taka þetta og það verður aldrei vandarmál með þetta þar sem það eru ekki einu sinni til mælar til þessa að mæla það rétt hvort þú sert ekki með dpf eða ekki

no2 verður útaf efnisbreytingum útaf mengunarvarnarbúnuðum í bílum ekki útaf það vantar í bílana, bíll sem er búið að rífa úr dpf mengar meira af nox en miklu meira af no2 útaf þessari efnabreytingu ef það væri enginn bíll með dpf á miklu brautinni þá væru no2 tölurnar t.d miklu lægri


Intel i7 13700k | Artic Freezer II 240 | Gigabyte ud4 | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16517
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2115
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Þráður fyrir bifvélavirkja eða menn með mikið vit á bílvélum

Pósturaf GuðjónR » Sun 08. Jan 2023 17:34

Ég prófaði að spyrja ChatGPT
Viðhengi
Screenshot 2023-01-08 at 17.33.01.png
Screenshot 2023-01-08 at 17.33.01.png (169.58 KiB) Skoðað 7813 sinnum
Screenshot 2023-01-08 at 17.31.58.png
Screenshot 2023-01-08 at 17.31.58.png (153.68 KiB) Skoðað 7813 sinnum
Screenshot 2023-01-08 at 17.32.14.png
Screenshot 2023-01-08 at 17.32.14.png (220.73 KiB) Skoðað 7813 sinnum



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2553
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 475
Staða: Ótengdur

Re: Þráður fyrir bifvélavirkja eða menn með mikið vit á bílvélum

Pósturaf Moldvarpan » Sun 08. Jan 2023 19:06

Ég er bara stein hissa að þú fórst með bílinn í þetta.