Hvenær er vegur 'lokaður' og hvenær ekki?
-
Höfundur - Gúrú
- Póstar: 594
- Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
- Reputation: 113
- Staða: Ótengdur
Hvenær er vegur 'lokaður' og hvenær ekki?
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022 ... _ferdinni/
Getur einhver fróðari en ég hjálpað mér að skilja hvenær vegur er lokaður og hvenær ekki?
Ef fólk getur valsað framhjá lokunum og þarf ekki að gjalda fyrir með neinu öðru en ónæðinu sem það veldur sjálfu sér (engar sektir, refsing eða greiðslur til björgunarsveita, til dæmis), í hvaða skilningi er vegurinn þá 'lokaður'?
Getur einhver fróðari en ég hjálpað mér að skilja hvenær vegur er lokaður og hvenær ekki?
Ef fólk getur valsað framhjá lokunum og þarf ekki að gjalda fyrir með neinu öðru en ónæðinu sem það veldur sjálfu sér (engar sektir, refsing eða greiðslur til björgunarsveita, til dæmis), í hvaða skilningi er vegurinn þá 'lokaður'?
Re: Hvenær er vegur 'lokaður' og hvenær ekki?
Væntanlega er þetta vegur sem er ekki með lokunar hliði og vaktaður yfir lokunartíma. Þar af leiðandi er hægt að fara hann þrátt fyrir að Vegagerðin segi hann lokaðan. En það eru engar heimildir í lögum til að sekta eða refsa á annan hátt ef farið er inn á lokaðan almenningsveg.
Síðast breytt af Predator á Þri 27. Des 2022 19:49, breytt samtals 1 sinni.
Ryzen 2600x - 24GB 2400MHz DDR4 - Phoenix GTX 1080 GLH 8GB - Gigabyte B450M DS3H
-
Höfundur - Gúrú
- Póstar: 594
- Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
- Reputation: 113
- Staða: Ótengdur
Re: Hvenær er vegur 'lokaður' og hvenær ekki?
Nú hef ég aldrei komið að vöktuðu 'lokunarhliði', en ég veit að björgunarsveitir hafa ekkert vald til að meina fólki ferða, jafnvel yfir lokaðan veg. Aðeins lögreglan hefur það vald.
Þ.a. eftir sem áður skil ég ekki hvernig hægt er að nota orðið 'lokun' í þessu samhengi. Fólk má fara þá vegi sem það vill og þegar hálfvitar á smábílum festast á 'lokuðum' vegi (það er ekkert ef), þá koma sömu aðilar og stóðu vörð um lokunarpóstinn og bjarga fólki alveg frítt úr aðstæðum sem voru fullkomlega fyrirsjáanlegar og þurftu aldrei að raungerast.
Þetta er óttalegt tuð í mér. Finnst orðanotkunin bara skrítin. Miklu nær væri að setja upp skilti sem gerði fólki almennilega grein fyrir aðstæðum á vegi og að það væri áfram á eigin ábyrgð.
Eða bara breyta lögunum og LOKA veginum.
Þ.a. eftir sem áður skil ég ekki hvernig hægt er að nota orðið 'lokun' í þessu samhengi. Fólk má fara þá vegi sem það vill og þegar hálfvitar á smábílum festast á 'lokuðum' vegi (það er ekkert ef), þá koma sömu aðilar og stóðu vörð um lokunarpóstinn og bjarga fólki alveg frítt úr aðstæðum sem voru fullkomlega fyrirsjáanlegar og þurftu aldrei að raungerast.
Þetta er óttalegt tuð í mér. Finnst orðanotkunin bara skrítin. Miklu nær væri að setja upp skilti sem gerði fólki almennilega grein fyrir aðstæðum á vegi og að það væri áfram á eigin ábyrgð.
Eða bara breyta lögunum og LOKA veginum.
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1268
- Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
- Reputation: 143
- Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
- Staða: Ótengdur
Re: Hvenær er vegur 'lokaður' og hvenær ekki?
Þetta er allt spurning um tryggingar, ef þú keyrir út í á, þá ertu ekki lengur á vegi og allar tryggingar ógildar.
Það sama á við um lokaðann veg, þú ert á eigin ábyrgð og tryggingar bæta ekki tjón sem þú veldur á eigin bifreið
Það sama á við um lokaðann veg, þú ert á eigin ábyrgð og tryggingar bæta ekki tjón sem þú veldur á eigin bifreið
- Viðhengi
-
- lokað.PNG (480.35 KiB) Skoðað 5442 sinnum
Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það
Re: Hvenær er vegur 'lokaður' og hvenær ekki?
Finnst að snjóruðningstæki ættu að fá að riðja bílum til hliðar á kostnað eiganda ef þau eru á vegi sem þarf að riðja.
Og að björgunarsveitir eigi að bjarga fólki og kannski fasteignum ókeypis en fá björgunarlaun 5% af andvirði lausafés, t.d. bíls, líkt og er eða var með björgun skipa.
Og að björgunarsveitir eigi að bjarga fólki og kannski fasteignum ókeypis en fá björgunarlaun 5% af andvirði lausafés, t.d. bíls, líkt og er eða var með björgun skipa.
Re: Hvenær er vegur 'lokaður' og hvenær ekki?
Það eru mörg fyrirtæki sem taka að sér að losa fasta bíla úr snjó, þau rukka talsvert fyrir hverja aðstoð, vonandi verða þessi fyrirtæki notuð í auknum mæli þannig að álagið minnki á björgunarsveitir.
-
- Vaktari
- Póstar: 2350
- Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
- Reputation: 60
- Staðsetning: 105 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Hvenær er vegur 'lokaður' og hvenær ekki?
ef þú keyrir framhjá lokun og bifreiðin skemmist gætirðu átt í hættu með að tryggingarfélagið neiti að borga og fríi sig allri ábyrgð.
Re: Hvenær er vegur 'lokaður' og hvenær ekki?
Þetta er fortíðarvandi. Stjórnin er búin að setja lögbann á óveður.
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1034
- Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
- Reputation: 132
- Staða: Ótengdur
Re: Hvenær er vegur 'lokaður' og hvenær ekki?
Ég sé ekkert að því að ferðaþjónustufyrirtæki noti lokaða vegi ef eigendur taka persónulega ótakmarkaða ábyrgð á tjóni á tækjum og lífi og borga sjálf fyrir mokstur.
Eins og t.d. fyrirtæki sem "tapaði" 3 m.kr á lokun Hellisheiðar, af hverju tók það ekki upp veskið og borgaði fyrir auka mokstur fyrir bílana sína?
Eins og t.d. fyrirtæki sem "tapaði" 3 m.kr á lokun Hellisheiðar, af hverju tók það ekki upp veskið og borgaði fyrir auka mokstur fyrir bílana sína?
Re: Hvenær er vegur 'lokaður' og hvenær ekki?
Þessi vegur var lokaður með hliði, það er mjög augljóst að það er hlið sem fer þvert yfir akreinina og bílstjórinn þarf að keyra yfir á öfugan vegarhelming.
Svo eru blikkljós á hliðinu sem að vekja meiri athygli á því, það voru atvinnubílstjórar sem reyndu að stoppa hann við Seljalandsfoss en hann keyrði áfram og keyrði þangað til að hann kemur í metersdjúpan snjó.
Það var nánast auður vegur útað Pétursey þennan dag og hefði alveg verið eðlilegt að leyfa akstur útað skógafossi t.d. fyrir ferðamenn eða rútur en þessi maður skemmir fyrir öllum neyðir sjálfboðaliða til að yfirgefa störf sín og fjölskyldur eftir erfiða törn.
Svo eru blikkljós á hliðinu sem að vekja meiri athygli á því, það voru atvinnubílstjórar sem reyndu að stoppa hann við Seljalandsfoss en hann keyrði áfram og keyrði þangað til að hann kemur í metersdjúpan snjó.
Það var nánast auður vegur útað Pétursey þennan dag og hefði alveg verið eðlilegt að leyfa akstur útað skógafossi t.d. fyrir ferðamenn eða rútur en þessi maður skemmir fyrir öllum neyðir sjálfboðaliða til að yfirgefa störf sín og fjölskyldur eftir erfiða törn.
-
- /dev/null
- Póstar: 1476
- Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
- Reputation: 304
- Staðsetning: Rvk
- Staða: Ótengdur
Re: Hvenær er vegur 'lokaður' og hvenær ekki?
Þetta er hin dæmigerða spurning.
Ef vegurinn er ófær fyrir alla bíla nema mikið breytta þá er hægt að segja að hann sé lokaður.
Síðan er þetta alltaf spurning hversu langt á að ganga.
Er það sjálfsagt að einhver ferðaþjónustufyrirtæki geti alltaf gengið að því vísu að aðrir komi og reddi þeim þegar skíturinn er kominn upp á bak.
Líklega besta dæmið er Langjökull.
Ef vegurinn er ófær fyrir alla bíla nema mikið breytta þá er hægt að segja að hann sé lokaður.
Síðan er þetta alltaf spurning hversu langt á að ganga.
Er það sjálfsagt að einhver ferðaþjónustufyrirtæki geti alltaf gengið að því vísu að aðrir komi og reddi þeim þegar skíturinn er kominn upp á bak.
Líklega besta dæmið er Langjökull.
Re: Hvenær er vegur 'lokaður' og hvenær ekki?
Tbot skrifaði:Þetta er hin dæmigerða spurning.
Ef vegurinn er ófær fyrir alla bíla nema mikið breytta þá er hægt að segja að hann sé lokaður.
Síðan er þetta alltaf spurning hversu langt á að ganga.
Er það sjálfsagt að einhver ferðaþjónustufyrirtæki geti alltaf gengið að því vísu að aðrir komi og reddi þeim þegar skíturinn er kominn upp á bak.
Líklega besta dæmið er Langjökull.
Afhverju eiga ferðaþjónustufyrirtæki ekki að geta þegið aðstoð alveg einsog verktakafyrirtæki, útgerðarfyrirtæki, jói pípari eða almennir borgarar ?
-
- Vaktari
- Póstar: 2011
- Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
- Reputation: 276
- Staðsetning: 110 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Hvenær er vegur 'lokaður' og hvenær ekki?
DabbiGj skrifaði:Tbot skrifaði:Þetta er hin dæmigerða spurning.
Ef vegurinn er ófær fyrir alla bíla nema mikið breytta þá er hægt að segja að hann sé lokaður.
Síðan er þetta alltaf spurning hversu langt á að ganga.
Er það sjálfsagt að einhver ferðaþjónustufyrirtæki geti alltaf gengið að því vísu að aðrir komi og reddi þeim þegar skíturinn er kominn upp á bak.
Líklega besta dæmið er Langjökull.
Afhverju eiga ferðaþjónustufyrirtæki ekki að geta þegið aðstoð alveg einsog verktakafyrirtæki, útgerðarfyrirtæki, jói pípari eða almennir borgarar ?
Hann er að vitna í þetta https://www.frettabladid.is/frettir/vil ... d-sjalfir/
Þegar ferðaþjónustan er farin að tala um tugi eða ekki hundruð miljóna tap vegna veðurs þá getur þú rétt ímyndað þér hvað þessi björgunarleiðangur kostaði okkur skattgreiðendur
| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |
Re: Hvenær er vegur 'lokaður' og hvenær ekki
Þekki þetta atvik mjög vel frá báðum hliðum
Þessi ofsa umræða sem var í kjölfar þess olli því að nú eru menn smeykir við að kalla eftir hjálp
Að sama skapi var þetta fólk ekki í hættu og það þurfti aðstoð við að koma þeim niður eftir að leiðsögumenn gera mistök og tæki bila
Björgunarsveitir eru ekki á fjárlögum og verðmætin þar liggja í framlagi sjálfboðaliða
Þessi ofsa umræða sem var í kjölfar þess olli því að nú eru menn smeykir við að kalla eftir hjálp
Að sama skapi var þetta fólk ekki í hættu og það þurfti aðstoð við að koma þeim niður eftir að leiðsögumenn gera mistök og tæki bila
Björgunarsveitir eru ekki á fjárlögum og verðmætin þar liggja í framlagi sjálfboðaliða
Re: Hvenær er vegur 'lokaður' og hvenær ekki?
Revenant skrifaði:Ég sé ekkert að því að ferðaþjónustufyrirtæki noti lokaða vegi ef eigendur taka persónulega ótakmarkaða ábyrgð á tjóni á tækjum og lífi og borga sjálf fyrir mokstur.
Eins og t.d. fyrirtæki sem "tapaði" 3 m.kr á lokun Hellisheiðar, af hverju tók það ekki upp veskið og borgaði fyrir auka mokstur fyrir bílana sína?
Það má ekki hver sem er moka þjóðvegi landsins, Vegagerðin á vegina og hún stjórnar því hver og hvenær er mokað. Það er ekki hægt að henda pening í Vegagerðina og segja "farðu og mokaðu Hellisheiði núna". Nema kannski ef hent er nógu miklum peningum en það fer sennilega eftir aðstæðum líka.
Re: Hvenær er vegur 'lokaður' og hvenær ekki?
Revenant skrifaði:Ég sé ekkert að því að ferðaþjónustufyrirtæki noti lokaða vegi ef eigendur taka persónulega ótakmarkaða ábyrgð á tjóni á tækjum og lífi og borga sjálf fyrir mokstur.
Eins og t.d. fyrirtæki sem "tapaði" 3 m.kr á lokun Hellisheiðar, af hverju tók það ekki upp veskið og borgaði fyrir auka mokstur fyrir bílana sína?
vegna þess að það hefur ekkert upp á sig að gera, þeir sem ekki hafa unnið við snjómokstur eiga ekki að tjá sig í þessari umræðu og sérstaklega ekki þessi blessaða ferðaþjónusta sem eru orðnir sérfræðingar í öllu frá covid til veður stjórnunar samt geta þau ekki rekið sig þannig eins og allir aðrir að það sé til peningur þegar svona hlutir koma upp á,
þótt það séu settir 30 bílar í viðbót að moka þá lagar það ekki veðrið, vindurinn einn og sér er of mikill til þess svona bílar eiga að vera á ferðinni, tala nú ekki um skafræninginn sem hann veldur líka,
Svo er það stærsti punkuturinn.... það eru allir bílar og tæki á ferðinni að moka sem hafa búnað til þess þannig að þú getur ekkert sett 30 bíla í viðbót á veginn..... og þetta virkar ekki eins og annarhver íbúi reykjavíkur heldur fram að það eigi bara að kaupa bíla og tæki fyrir þetta og sjá um þetta sjálfir en það er ekki svo einfalt, ef þú pantar Scaniu t.d í kletti þá færðu hana um mitt ár til enda árs 2024 og það hefur ekkert upp á sig þótt forsetinn myndi mæta og heimta bíl ASAP þar sem þetta er supply og demand vesen úti heimi,
sama er um gröfur þú getur panta þetta en þú ert þá bara aftastur á listanum fyrirtæki eru að panta núna svo það fái ný tæki í enda 2023 eða byrjun 2024
Intel i7 13700k | Artic Freezer II 240 | Gigabyte ud4 | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |
Re: Hvenær er vegur 'lokaður' og hvenær ekki?
MatroX skrifaði:Revenant skrifaði:Ég sé ekkert að því að ferðaþjónustufyrirtæki noti lokaða vegi ef eigendur taka persónulega ótakmarkaða ábyrgð á tjóni á tækjum og lífi og borga sjálf fyrir mokstur.
Eins og t.d. fyrirtæki sem "tapaði" 3 m.kr á lokun Hellisheiðar, af hverju tók það ekki upp veskið og borgaði fyrir auka mokstur fyrir bílana sína?
vegna þess að það hefur ekkert upp á sig að gera, þeir sem ekki hafa unnið við snjómokstur eiga ekki að tjá sig í þessari umræðu og sérstaklega ekki þessi blessaða ferðaþjónusta sem eru orðnir sérfræðingar í öllu frá covid til veður stjórnunar samt geta þau ekki rekið sig þannig eins og allir aðrir að það sé til peningur þegar svona hlutir koma upp á,
þótt það séu settir 30 bílar í viðbót að moka þá lagar það ekki veðrið, vindurinn einn og sér er of mikill til þess svona bílar eiga að vera á ferðinni, tala nú ekki um skafræninginn sem hann veldur líka,
Svo er það stærsti punkuturinn.... það eru allir bílar og tæki á ferðinni að moka sem hafa búnað til þess þannig að þú getur ekkert sett 30 bíla í viðbót á veginn..... og þetta virkar ekki eins og annarhver íbúi reykjavíkur heldur fram að það eigi bara að kaupa bíla og tæki fyrir þetta og sjá um þetta sjálfir en það er ekki svo einfalt, ef þú pantar Scaniu t.d í kletti þá færðu hana um mitt ár til enda árs 2024 og það hefur ekkert upp á sig þótt forsetinn myndi mæta og heimta bíl ASAP þar sem þetta er supply og demand vesen úti heimi,
sama er um gröfur þú getur panta þetta en þú ert þá bara aftastur á listanum fyrirtæki eru að panta núna svo það fái ný tæki í enda 2023 eða byrjun 2024
Það er alveg fullkomlega eðlilegt að þeir sem þiggja þjónustu og þurfa að greiða fyrir hana með sköttum sínum tjái sig um það.
Á samgöngumálaráðherra að halda kjafti afþví að hann keyrir ekki snjóplóg ?
Það er bara þannig að vegagerðin leyfir ekki neinum að þjónusta vegina sem eru í hennar eigu, það er margt sem má laga og menn á suðurlandi eru mjög ósáttir við hvernig hefur verið haldið á þessum málum seinustu ár.
Vegagerðin hefur lofað bótum og betrun en ekkert hefur orðið af því, nýjasta dæmið er t.d. hvernig fyrirtækjum er mismunað þegar að sérstakur fylgdarakstur er settur á fyrir sum fyrirtæki en ekki önnur.
Og ég held að fyrirtki sem eru með mörg hundruð bíla í rekstri geri sér alveg grein fyrir hvernig afhendingartími á tækjum er í dag og viti að sérhæfð tæki liggja ekkert endilega inná lager.
-
- /dev/null
- Póstar: 1476
- Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
- Reputation: 304
- Staðsetning: Rvk
- Staða: Ótengdur
Re: Hvenær er vegur 'lokaður' og hvenær ekki?
Þetta með túristana, hvers vegna á að eltast við að reyna opna vegi svo einhverjir túristar geti komist áfram þegar næstum öllum íslendingum dettur ekki í huga að fara á stað.
Síðan er það með óhæfa erlenda ökumenn, ansi margir þeirra hafa næstum enga kunnáttu að keyra bíl, hvað þá að vetrarlagi.
Síðan er það björgunarsveitirnar, hvað halda menn að mörg ferðaþjónustufyrirtæki hafi styrkt þær á síðasta ári.
Síðan er það með óhæfa erlenda ökumenn, ansi margir þeirra hafa næstum enga kunnáttu að keyra bíl, hvað þá að vetrarlagi.
Síðan er það björgunarsveitirnar, hvað halda menn að mörg ferðaþjónustufyrirtæki hafi styrkt þær á síðasta ári.
Re: Hvenær er vegur 'lokaður' og hvenær ekki?
DabbiGj skrifaði:MatroX skrifaði:Revenant skrifaði:Ég sé ekkert að því að ferðaþjónustufyrirtæki noti lokaða vegi ef eigendur taka persónulega ótakmarkaða ábyrgð á tjóni á tækjum og lífi og borga sjálf fyrir mokstur.
Eins og t.d. fyrirtæki sem "tapaði" 3 m.kr á lokun Hellisheiðar, af hverju tók það ekki upp veskið og borgaði fyrir auka mokstur fyrir bílana sína?
vegna þess að það hefur ekkert upp á sig að gera, þeir sem ekki hafa unnið við snjómokstur eiga ekki að tjá sig í þessari umræðu og sérstaklega ekki þessi blessaða ferðaþjónusta sem eru orðnir sérfræðingar í öllu frá covid til veður stjórnunar samt geta þau ekki rekið sig þannig eins og allir aðrir að það sé til peningur þegar svona hlutir koma upp á,
þótt það séu settir 30 bílar í viðbót að moka þá lagar það ekki veðrið, vindurinn einn og sér er of mikill til þess svona bílar eiga að vera á ferðinni, tala nú ekki um skafræninginn sem hann veldur líka,
Svo er það stærsti punkuturinn.... það eru allir bílar og tæki á ferðinni að moka sem hafa búnað til þess þannig að þú getur ekkert sett 30 bíla í viðbót á veginn..... og þetta virkar ekki eins og annarhver íbúi reykjavíkur heldur fram að það eigi bara að kaupa bíla og tæki fyrir þetta og sjá um þetta sjálfir en það er ekki svo einfalt, ef þú pantar Scaniu t.d í kletti þá færðu hana um mitt ár til enda árs 2024 og það hefur ekkert upp á sig þótt forsetinn myndi mæta og heimta bíl ASAP þar sem þetta er supply og demand vesen úti heimi,
sama er um gröfur þú getur panta þetta en þú ert þá bara aftastur á listanum fyrirtæki eru að panta núna svo það fái ný tæki í enda 2023 eða byrjun 2024
Það er alveg fullkomlega eðlilegt að þeir sem þiggja þjónustu og þurfa að greiða fyrir hana með sköttum sínum tjái sig um það.
Á samgöngumálaráðherra að halda kjafti afþví að hann keyrir ekki snjóplóg ?
Það er bara þannig að vegagerðin leyfir ekki neinum að þjónusta vegina sem eru í hennar eigu, það er margt sem má laga og menn á suðurlandi eru mjög ósáttir við hvernig hefur verið haldið á þessum málum seinustu ár.
Vegagerðin hefur lofað bótum og betrun en ekkert hefur orðið af því, nýjasta dæmið er t.d. hvernig fyrirtækjum er mismunað þegar að sérstakur fylgdarakstur er settur á fyrir sum fyrirtæki en ekki önnur.
Og ég held að fyrirtki sem eru með mörg hundruð bíla í rekstri geri sér alveg grein fyrir hvernig afhendingartími á tækjum er í dag og viti að sérhæfð tæki liggja ekkert endilega inná lager.
hvað ertu að bulla? Vegagerðin er ekki að þjónusta sína eigin vegi þegar kemur að sjómokstri nema í algjöru smá prósentu það eru haldin útboð og hvaða fyrirtæki sem er getur tekið þátt í þeim ef þeir standast kröfur,
ekki reyna snúa útur með samgönguráðherra eða þeir sem þiggja þjónustu sem greiða fyrir hana, ég er einfaldlega að tala um þá sem eru að tjá sig með rassgatinu eins og 90% af ferðaþjónustunni
það eru ekki til peningar í landinu til að gera það sem ferðaþjónastan er að ætlast.....
t.d þessi fylgar akstur á bara ekkert að vera til staðar nema fyrir nauðsynjavörur og neyðartilfelli, ekki rútur fullar af fólki sem eru bara að fara skoða landið
og hvaða fyrirtæki á íslandi er með mörghundruð atvinnubíla í rekstri?
Intel i7 13700k | Artic Freezer II 240 | Gigabyte ud4 | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |
Re: Hvenær er vegur 'lokaður' og hvenær ekki?
MatroX skrifaði:DabbiGj skrifaði:MatroX skrifaði:Revenant skrifaði:Ég sé ekkert að því að ferðaþjónustufyrirtæki noti lokaða vegi ef eigendur taka persónulega ótakmarkaða ábyrgð á tjóni á tækjum og lífi og borga sjálf fyrir mokstur.
Eins og t.d. fyrirtæki sem "tapaði" 3 m.kr á lokun Hellisheiðar, af hverju tók það ekki upp veskið og borgaði fyrir auka mokstur fyrir bílana sína?
vegna þess að það hefur ekkert upp á sig að gera, þeir sem ekki hafa unnið við snjómokstur eiga ekki að tjá sig í þessari umræðu og sérstaklega ekki þessi blessaða ferðaþjónusta sem eru orðnir sérfræðingar í öllu frá covid til veður stjórnunar samt geta þau ekki rekið sig þannig eins og allir aðrir að það sé til peningur þegar svona hlutir koma upp á,
þótt það séu settir 30 bílar í viðbót að moka þá lagar það ekki veðrið, vindurinn einn og sér er of mikill til þess svona bílar eiga að vera á ferðinni, tala nú ekki um skafræninginn sem hann veldur líka,
Svo er það stærsti punkuturinn.... það eru allir bílar og tæki á ferðinni að moka sem hafa búnað til þess þannig að þú getur ekkert sett 30 bíla í viðbót á veginn..... og þetta virkar ekki eins og annarhver íbúi reykjavíkur heldur fram að það eigi bara að kaupa bíla og tæki fyrir þetta og sjá um þetta sjálfir en það er ekki svo einfalt, ef þú pantar Scaniu t.d í kletti þá færðu hana um mitt ár til enda árs 2024 og það hefur ekkert upp á sig þótt forsetinn myndi mæta og heimta bíl ASAP þar sem þetta er supply og demand vesen úti heimi,
sama er um gröfur þú getur panta þetta en þú ert þá bara aftastur á listanum fyrirtæki eru að panta núna svo það fái ný tæki í enda 2023 eða byrjun 2024
Það er alveg fullkomlega eðlilegt að þeir sem þiggja þjónustu og þurfa að greiða fyrir hana með sköttum sínum tjái sig um það.
Á samgöngumálaráðherra að halda kjafti afþví að hann keyrir ekki snjóplóg ?
Það er bara þannig að vegagerðin leyfir ekki neinum að þjónusta vegina sem eru í hennar eigu, það er margt sem má laga og menn á suðurlandi eru mjög ósáttir við hvernig hefur verið haldið á þessum málum seinustu ár.
Vegagerðin hefur lofað bótum og betrun en ekkert hefur orðið af því, nýjasta dæmið er t.d. hvernig fyrirtækjum er mismunað þegar að sérstakur fylgdarakstur er settur á fyrir sum fyrirtæki en ekki önnur.
Og ég held að fyrirtki sem eru með mörg hundruð bíla í rekstri geri sér alveg grein fyrir hvernig afhendingartími á tækjum er í dag og viti að sérhæfð tæki liggja ekkert endilega inná lager.
hvað ertu að bulla? Vegagerðin er ekki að þjónusta sína eigin vegi þegar kemur að sjómokstri nema í algjöru smá prósentu það eru haldin útboð og hvaða fyrirtæki sem er getur tekið þátt í þeim ef þeir standast kröfur,
ekki reyna snúa útur með samgönguráðherra eða þeir sem þiggja þjónustu sem greiða fyrir hana, ég er einfaldlega að tala um þá sem eru að tjá sig með rassgatinu eins og 90% af ferðaþjónustunni
það eru ekki til peningar í landinu til að gera það sem ferðaþjónastan er að ætlast.....
t.d þessi fylgar akstur á bara ekkert að vera til staðar nema fyrir nauðsynjavörur og neyðartilfelli, ekki rútur fullar af fólki sem eru bara að fara skoða landið
og hvaða fyrirtæki á íslandi er með mörghundruð atvinnubíla í rekstri?
Megnið af útflutningstekjum íslands koma frá ferðaþjónustu, það eru þessar útflutningstekjur sem halda landinu gangandi og gera okkur kleift að flytja inn vörur, olíu, mat og allt sem við þurfum til ða komast af hér.
Það er ekkert óeðlilegt að ferðaþjónustan sem atvinnugrein geri kröfur á yfirvöld á íslandi og biðji um betri þjónustu og betra samtal þegar að þessi grein skapar gífurleg verðmæti fyrir þjóðarbúið.
Það hefur tíðkast að moka fyrir fiskflutninga og mjólkurbíla, afhverju er ekki hægt að gera sömu kröfu á þjóðvegi 1 ?
Vegagerðin stjórnar því hverjir þjónusta vegina og það er ekkert vikið frá því.
Flest rútufyrirtækin eru með 30-50 stærri bíla og marga minni bíla og tæki, það eru 5000 bílaleigubílar keyptir inn á hverju ári.
Vegagerðin og yfirvöld hafa hlýtt þessu kalli og ætla ða taka samtal við ferðaþjónustuna, það er bara vonandi eitthvað sem kemur útúr því af viti.
Re: Hvenær er vegur 'lokaður' og hvenær ekki?
Tbot skrifaði:Þetta með túristana, hvers vegna á að eltast við að reyna opna vegi svo einhverjir túristar geti komist áfram þegar næstum öllum íslendingum dettur ekki í huga að fara á stað.
Síðan er það með óhæfa erlenda ökumenn, ansi margir þeirra hafa næstum enga kunnáttu að keyra bíl, hvað þá að vetrarlagi.
Síðan er það björgunarsveitirnar, hvað halda menn að mörg ferðaþjónustufyrirtæki hafi styrkt þær á síðasta ári.
Það eru bara mjög mörg ferðaþjónustufyrirtæki sem gera það, að sama skapi er mjög mikið af fólki sem vinnur í ferðaþjónustu og er líka í björgunarsveitum og eru verðmætir félagar í björgunarsveitum útum allt land.
Re: Hvenær er vegur 'lokaður' og hvenær ekki?
DabbiGj skrifaði:MatroX skrifaði:DabbiGj skrifaði:MatroX skrifaði:Revenant skrifaði:Ég sé ekkert að því að ferðaþjónustufyrirtæki noti lokaða vegi ef eigendur taka persónulega ótakmarkaða ábyrgð á tjóni á tækjum og lífi og borga sjálf fyrir mokstur.
Eins og t.d. fyrirtæki sem "tapaði" 3 m.kr á lokun Hellisheiðar, af hverju tók það ekki upp veskið og borgaði fyrir auka mokstur fyrir bílana sína?
vegna þess að það hefur ekkert upp á sig að gera, þeir sem ekki hafa unnið við snjómokstur eiga ekki að tjá sig í þessari umræðu og sérstaklega ekki þessi blessaða ferðaþjónusta sem eru orðnir sérfræðingar í öllu frá covid til veður stjórnunar samt geta þau ekki rekið sig þannig eins og allir aðrir að það sé til peningur þegar svona hlutir koma upp á,
þótt það séu settir 30 bílar í viðbót að moka þá lagar það ekki veðrið, vindurinn einn og sér er of mikill til þess svona bílar eiga að vera á ferðinni, tala nú ekki um skafræninginn sem hann veldur líka,
Svo er það stærsti punkuturinn.... það eru allir bílar og tæki á ferðinni að moka sem hafa búnað til þess þannig að þú getur ekkert sett 30 bíla í viðbót á veginn..... og þetta virkar ekki eins og annarhver íbúi reykjavíkur heldur fram að það eigi bara að kaupa bíla og tæki fyrir þetta og sjá um þetta sjálfir en það er ekki svo einfalt, ef þú pantar Scaniu t.d í kletti þá færðu hana um mitt ár til enda árs 2024 og það hefur ekkert upp á sig þótt forsetinn myndi mæta og heimta bíl ASAP þar sem þetta er supply og demand vesen úti heimi,
sama er um gröfur þú getur panta þetta en þú ert þá bara aftastur á listanum fyrirtæki eru að panta núna svo það fái ný tæki í enda 2023 eða byrjun 2024
Það er alveg fullkomlega eðlilegt að þeir sem þiggja þjónustu og þurfa að greiða fyrir hana með sköttum sínum tjái sig um það.
Á samgöngumálaráðherra að halda kjafti afþví að hann keyrir ekki snjóplóg ?
Það er bara þannig að vegagerðin leyfir ekki neinum að þjónusta vegina sem eru í hennar eigu, það er margt sem má laga og menn á suðurlandi eru mjög ósáttir við hvernig hefur verið haldið á þessum málum seinustu ár.
Vegagerðin hefur lofað bótum og betrun en ekkert hefur orðið af því, nýjasta dæmið er t.d. hvernig fyrirtækjum er mismunað þegar að sérstakur fylgdarakstur er settur á fyrir sum fyrirtæki en ekki önnur.
Og ég held að fyrirtki sem eru með mörg hundruð bíla í rekstri geri sér alveg grein fyrir hvernig afhendingartími á tækjum er í dag og viti að sérhæfð tæki liggja ekkert endilega inná lager.
hvað ertu að bulla? Vegagerðin er ekki að þjónusta sína eigin vegi þegar kemur að sjómokstri nema í algjöru smá prósentu það eru haldin útboð og hvaða fyrirtæki sem er getur tekið þátt í þeim ef þeir standast kröfur,
ekki reyna snúa útur með samgönguráðherra eða þeir sem þiggja þjónustu sem greiða fyrir hana, ég er einfaldlega að tala um þá sem eru að tjá sig með rassgatinu eins og 90% af ferðaþjónustunni
það eru ekki til peningar í landinu til að gera það sem ferðaþjónastan er að ætlast.....
t.d þessi fylgar akstur á bara ekkert að vera til staðar nema fyrir nauðsynjavörur og neyðartilfelli, ekki rútur fullar af fólki sem eru bara að fara skoða landið
og hvaða fyrirtæki á íslandi er með mörghundruð atvinnubíla í rekstri?
Megnið af útflutningstekjum íslands koma frá ferðaþjónustu, það eru þessar útflutningstekjur sem halda landinu gangandi og gera okkur kleift að flytja inn vörur, olíu, mat og allt sem við þurfum til ða komast af hér.
Það er ekkert óeðlilegt að ferðaþjónustan sem atvinnugrein geri kröfur á yfirvöld á íslandi og biðji um betri þjónustu og betra samtal þegar að þessi grein skapar gífurleg verðmæti fyrir þjóðarbúið.
Það hefur tíðkast að moka fyrir fiskflutninga og mjólkurbíla, afhverju er ekki hægt að gera sömu kröfu á þjóðvegi 1 ?
Vegagerðin stjórnar því hverjir þjónusta vegina og það er ekkert vikið frá því.
Flest rútufyrirtækin eru með 30-50 stærri bíla og marga minni bíla og tæki, það eru 5000 bílaleigubílar keyptir inn á hverju ári.
Vegagerðin og yfirvöld hafa hlýtt þessu kalli og ætla ða taka samtal við ferðaþjónustuna, það er bara vonandi eitthvað sem kemur útúr því af viti.
Haha þú sagðir þetta bara.... setja ferðamenn og lífsnauðsynlega hluti í sama flokk þarna er nkl hvað er að þessari umræðu.
Matvara er nauðsynleg fyrir okkur til að lifa og þá kemur alltaf ofar en túristar ef þú sér það ekki þá ertu eins og 90% af ferðaþjónustunni, virkilega íla rekin fyrirtæki sem eru með allt niðrum sig ef eitthvað kemur upp á og ég tala nú ekki um bílaleigur sem stunda það að leyfa fólki sem hefur ekki hundsvit á hvernig skal keyra bíl hafa lykla af þeim, senda bíla ílla dekkjaða eða ílla búna út í umferðina og ég tala af reynslu og hef séð þetta með eigin augum eftir að hafa þjónustað bíla fyrir bilaleigur, það eru nokkrar leigur hér á landi sem eru með allt 100% en þær eru fáar og eiginlega eina sem mér dettur í hug er Geysir,
Þú þarft líka að skilja hvernig útboð virka sé ég það er á endanu bindandi samningur þannig að auðvitað víkja þeir ekkert frá því,
Þú verður að opna augun og einfaldlega sjá það að þeir eru að gera kröfur sem ekki hægt er að verða að,
Við getum ekki stjórnað veðrum og lægðum, það er ekki hægt að halda vegi opnum þegar það er mikill skafrenningur sama hversu mikið að þú heldur það
Þegar það er mikill vindur og mikil loftkæling þá helst salt ekki á vegum sem gerir þá sleipa, undir ákveðnu frosti þá virkar ekki salt og það virkar heldur ekki ég það fýkur bara burt, þótt vegir séu lokaðir þá eru bílar stanslaust að hreinsa hann en þð hefur ekkert upp á sig þar sem VEÐRIÐ er ástæðan fyrir þessu
Og þegar ferðaþjónustan er að heimta betri upplýsinga gjöf þá er það mjög erfitt þar sem að veðrið breytist svo hratt að það er ekki hægt að halda upplýsingum í rauntíma,
T.d þetta, bíll er kallaður út til að salta brautina vegna tilkynningar frá lögreglu um að aðrein að Vogum frá reykjanesbæ sé smá sleip, veðurspáin segir að það eigi að vera 3 til 8 gráður og smá líkur á rigningu, bílinn fer á stað og þegar bílstjórinn sér aðstæður við Voga þá segir hann stjórnstöð vegagerðarinnar að vegur sé blautur og engin merki um hálku eða myndingu á ís en þar sem bílstjórinn er með fullan bíl að salti þá saltar hann þetta og ákveður að léttsalta restina af brautinni þar sem það var í plönum að skipta um hlífðar plast í botninum á kassanum og veðrið benti ekki á að það væri neitt óveður að koma,
Þegar bílinn er kominn til Keflavíkur aftur sirka 2 tímum seinna þá er tilkynnt um að lægð sem var farin framhjá okkur væri á leið til baka, 20min seinna eru 4 bílar komnir út og það er strax orðið 5 til 10cm snjór yfir öllu, þar sem það var enginn vindur þá rétt náðist að halda aðal leiðum opnum en það var stanslaus snjókoma í um 30 tíma og þessi smá rúntur hjá bílstjóranum sem átti að taka 1 til 2 tíma endaði í 19 tíma vakt, ef það hefði verið 10 til 20 m/s þá hefði allt verið ófært og allt lokað,
Þessa hlið sér enginn af þessu liði útaf þeir hugsa bara um rassgatið á sjálfum sér og er drullu sama um allt og alla nema peninga,
Intel i7 13700k | Artic Freezer II 240 | Gigabyte ud4 | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |
Re: Hvenær er vegur 'lokaður' og hvenær ekki?
rapport skrifaði:https://www.visir.is/g/20232361092d/rutu-bil-stjorinn-sem-festist-tvisvar-a-jola-dag-med-rettar-stodu-sak-bornings
Þarna sést t.d. að það var rjómablíða á svæðinu en það var 20km kafli sem var ekki opnaður og lokaði suðurlandi, austan við Vík var vegurinn opnaður og var marauður.
Ég bara skil ekki þessa heift sem er í gangi gagnvart ferðalöngum eftir því hvaðan þeir koma, þegar að íslendingar festast á öxnadalsheiði í stormi að þá höfum við áhyggjur af þeim en þegar að erlendir ferðamenn lenda í vandræðum að þá er skammast út í þá.
Rúta full af fólki sem á ekki í nein hús að venda önnur en hótelið sem þau bóka getur frosið úti en skyrdollur eiga rétt á fylgdarakstri.
Það er margt sem má gera betur og sem betur fer er sú umræða í gangi og vonandi batna þessi mál í framtíðinni.