Góðan daginn. Ég ætla að gefa tréskál í jólagjöf. Ég brenndi mynstur í hana með lóðbolta eins og á myndinni. Pælingin mín var að hafa hvern "reit" í skálinni í mismunandi lit. Annað hvort fjóra liti tvisvar eða tvo liti fjórum sinnum. Síðan "food-safe" olíu að innan. Yrði sáttur með að nota annað hvort bæs fyrir litríka skál eða mismunandi olíur fyrir smá mismun í tónum hvers reits. Vandamálið er, það yrði mjög óhagstætt að kaupa heilar dollur eða flöskur af nokkrum tengundum af efnum bara fyrir eina skál. Vinn rosalega sjaldan með tré. Veit einhver hver hagstæðasta útfærslan er á þessu?
Jólagjöf handa mömmu og pabba; veit einhver hvar hægt er að fá viðar olíu/bæs í litlum skömmtum?
-
- Gúrú
- Póstar: 504
- Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
- Reputation: 163
- Staðsetning: 105
- Staða: Ótengdur
Re: Jólagjöf handa mömmu og pabba; veit einhver hvar hægt er að fá viðar olíu/bæs í litlum skömmtum?
Innfluttur bæs fæst í 250ml stærðum fyrir ~ 2K. Bæs frá Málningu er 500ml og kostar 3K í Málningu á Dalvegi en 4+K annarsstaðar. Mineral oil (parrafínolía) er food safe og ólífræn, fékk svoleiðis á 2K í Fóðurblöndunni.