Snjómokstur og göngustígar
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5596
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1054
- Staða: Ótengdur
Snjómokstur og göngustígar
Ég er ekkert of hrifinn af því hvernig staðan á snjómokstri er, a.m.k. þar sem ég bý, en mér sýnist þetta vera bara nokkuð almennt svipað á höfuðborgarsvæðinu.
Göturnar virðast skafaðar mjög vel, a.m.k. hef ég séð ótal marga snjómoksturbíla keyra á götunum hérna þar sem ég bý og verið að skafa, trekk í trekk, salta líka, oft á dag. Allt gott með það að segja.
En það sem mér finnst vera svo asnalegt er að göngustígarnir eru eiginlega ekkert skafaðir. Það er greinilega ekkert púður sett í að halda göngustígunum opnum. Aðallega eru það svona "stofnleiðar-göngustígar" sem eru skafaðir, þar sem búið er að setja svona hjólabraut meðfram. En um leið og þú ert kominn af þeim þá er mjög lítið skafað og helst ekkert.
Tók eftir þessu í fyrravetur einnig sem var snjóþungur, að margir stígar voru bara látnir eiga sig, ekkert snert á þeim þótt þeir væru í raun ófærir í margar vikur. Þetta voru ekkert einhverjir fjarlægir húsagötustígar, heldur stígar meðfram nokkuð stórum hverfisgötum.
Vandinn er líka að ef þeir sleppa að skafa strax, bíða með það í viku, þá er þetta allt orðið að klaka og ómögulegt að skafa þetta. Í staðinn ættu þeir að skafa þetta strax þegar þetta er léttur snjór.
En auðvitað er bara alltof lítið fjármagn sett í þetta, alltof fá tæki og lítill mannskapur.
Göturnar virðast skafaðar mjög vel, a.m.k. hef ég séð ótal marga snjómoksturbíla keyra á götunum hérna þar sem ég bý og verið að skafa, trekk í trekk, salta líka, oft á dag. Allt gott með það að segja.
En það sem mér finnst vera svo asnalegt er að göngustígarnir eru eiginlega ekkert skafaðir. Það er greinilega ekkert púður sett í að halda göngustígunum opnum. Aðallega eru það svona "stofnleiðar-göngustígar" sem eru skafaðir, þar sem búið er að setja svona hjólabraut meðfram. En um leið og þú ert kominn af þeim þá er mjög lítið skafað og helst ekkert.
Tók eftir þessu í fyrravetur einnig sem var snjóþungur, að margir stígar voru bara látnir eiga sig, ekkert snert á þeim þótt þeir væru í raun ófærir í margar vikur. Þetta voru ekkert einhverjir fjarlægir húsagötustígar, heldur stígar meðfram nokkuð stórum hverfisgötum.
Vandinn er líka að ef þeir sleppa að skafa strax, bíða með það í viku, þá er þetta allt orðið að klaka og ómögulegt að skafa þetta. Í staðinn ættu þeir að skafa þetta strax þegar þetta er léttur snjór.
En auðvitað er bara alltof lítið fjármagn sett í þetta, alltof fá tæki og lítill mannskapur.
*-*
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1577
- Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
- Reputation: 67
- Staðsetning: Hveragerði
- Staða: Ótengdur
Re: Snjómokstur og göngustígar
Eigum við ekki að anda aðeins með nefinu, kom nánast allur snjór sem kemur á mánuði á einum degi
Starfsmaður @ IOD
Re: Snjómokstur og göngustígar
Held að kostnaðurinn sé bara of mikill að hafa fólk tiltækt með engum fyrirvara á bæði lítil og stór snjóruðningstæki.
Það er skiljanlega efst á dagskrá að ryðja vegi, en ekki göngustíga sem mun færri nota.
Það er skiljanlega efst á dagskrá að ryðja vegi, en ekki göngustíga sem mun færri nota.
Re: Snjómokstur og göngustígar
ef ég má gerast málfræðinazi:
fallstjórn: þolfall
ná þunnu lagi (af fleti) með verkfæri
Dæmi: hún skóf héluna af bílrúðunum
Dæmi: ég skef mosann af stéttinni með þessari sköfu
Dæmi: það þarf að skafa ristina á útigrillinu
Dæmi: bakarinn skefur súkkulaði yfir kökuna
https://islenskordabok.arnastofnun.is/ord/35923
fallstjórn: þolfall
ná þunnu lagi (af fleti) með verkfæri
Dæmi: hún skóf héluna af bílrúðunum
Dæmi: ég skef mosann af stéttinni með þessari sköfu
Dæmi: það þarf að skafa ristina á útigrillinu
Dæmi: bakarinn skefur súkkulaði yfir kökuna
https://islenskordabok.arnastofnun.is/ord/35923
Re: Snjómokstur og göngustígar
Hizzman skrifaði:ef ég má gerast málfræðinazi:
fallstjórn: þolfall
ná þunnu lagi (af fleti) með verkfæri
Dæmi: hún skóf héluna af bílrúðunum
Dæmi: ég skef mosann af stéttinni með þessari sköfu
Dæmi: það þarf að skafa ristina á útigrillinu
Dæmi: bakarinn skefur súkkulaði yfir kökuna
https://islenskordabok.arnastofnun.is/ord/35923
Þú ert ekkert að skefa af því.
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1020
- Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
- Reputation: 206
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5596
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1054
- Staða: Ótengdur
Re: Snjómokstur og göngustígar
Það er náttúrulega stórskrítið að búið sé að skafa öll bílaplön verslana allsstaðar, en enga göngustíga. Það er enginn að sannfæra mig um að það sé ekki hægt að gera betur í að skafa göngustíga þegar öll þessi bílaplön eru orðin nærri snjólaus.
Doldið gott dæmi um hvernig einkaframtakið stendur sig betur en hið opinbera.
Doldið gott dæmi um hvernig einkaframtakið stendur sig betur en hið opinbera.
*-*
Re: Snjómokstur og göngustígar
Frá mínum bæjardyrum, þá virðist íslenska stefnan almennt vera að apa upp eftir USA með bílamenningu, í stað göngu vænnar uppbyggingar eins og ég hef upplifað í heimsóknum mínum á meginlandi Evrópu. Þegar bílar og helst einka bílar eru í fyrstu þremur sætunum, þá er lítið eftir fyrir aðrar samgöngur
NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3750
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Reputation: 474
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Snjómokstur og göngustígar
appel skrifaði:Það er náttúrulega stórskrítið að búið sé að skafa öll bílaplön verslana allsstaðar, en enga göngustíga. Það er enginn að sannfæra mig um að það sé ekki hægt að gera betur í að skafa göngustíga þegar öll þessi bílaplön eru orðin nærri snjólaus.
Doldið gott dæmi um hvernig einkaframtakið stendur sig betur en hið opinbera.
Miðað við t.d. þessar fréttir
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022 ... dum_opnum/
og
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022 ... fimm_daga/
Þá finnst mér ekki skrítið að það sé ekki verið að eyða tíma og peningum í að opna göngustíga, greinilega alltof fá tæki að störfum (9 tæki á gatnakerfi reykjavíkur er náttúrulega bara grín)
Verslanir kaupa síðan mokstur frá verktökum, eðlilega er einkaframtakið að standa sig betur þar.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5596
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1054
- Staða: Ótengdur
Re: Snjómokstur og göngustígar
Vandinn er ekki bara sá að þessi örfá tæki hafa ekki undan fyrstu dagana, heldur er vandinn líka að jafnvel eftir 2 vikur er ekki búið að hreinsa göngustíga. Ég kynntist því alveg hérna í hverfinu (201) síðasta vetur að margir göngustígar voru bara látnir vera, líklega útaf því að þetta var bara orðið að solid klaka sem var ómögulegt að skafa.
Svo þetta að halda strætóleiðum opnum, jújú gott og blessað, en maður þarf nú að geta komist að strætóskýlinu!
Svo þetta að halda strætóleiðum opnum, jújú gott og blessað, en maður þarf nú að geta komist að strætóskýlinu!
*-*
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1020
- Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
- Reputation: 206
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Snjómokstur og göngustígar
appel skrifaði:Það er náttúrulega stórskrítið að búið sé að skafa öll bílaplön verslana allsstaðar, en enga göngustíga. Það er enginn að sannfæra mig um að það sé ekki hægt að gera betur í að skafa göngustíga þegar öll þessi bílaplön eru orðin nærri snjólaus.
Doldið gott dæmi um hvernig einkaframtakið stendur sig betur en hið opinbera.
Verslanir hafa greitt fyrir svona snjómokstur sjálf
Sérð það þegar það er gert, ekki tæki á vegum sveitafélaga
Ertu alltaf með fýlukallaskoðun á öllu?
CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video
-
- FanBoy
- Póstar: 708
- Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
- Reputation: 123
- Staða: Ótengdur
Re: Snjómokstur og göngustígar
Ert þú máski uppskafningur?
Hizzman skrifaði:ef ég má gerast málfræði"#$%:
fallstjórn: þolfall
ná þunnu lagi (af fleti) með verkfæri
Dæmi: hún skóf héluna af bílrúðunum
Dæmi: ég skef mosann af stéttinni með þessari sköfu
Dæmi: það þarf að skafa ristina á útigrillinu
Dæmi: bakarinn skefur súkkulaði yfir kökuna
https://islenskordabok.arnastofnun.is/ord/35923
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5596
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1054
- Staða: Ótengdur
Re: Snjómokstur og göngustígar
Jón Ragnar skrifaði:appel skrifaði:Það er náttúrulega stórskrítið að búið sé að skafa öll bílaplön verslana allsstaðar, en enga göngustíga. Það er enginn að sannfæra mig um að það sé ekki hægt að gera betur í að skafa göngustíga þegar öll þessi bílaplön eru orðin nærri snjólaus.
Doldið gott dæmi um hvernig einkaframtakið stendur sig betur en hið opinbera.
Verslanir hafa greitt fyrir svona snjómokstur sjálf
Sérð það þegar það er gert, ekki tæki á vegum sveitafélaga
Ertu alltaf með fýlukallaskoðun á öllu?
Afhverju ertu að benda á eitthvað svona augljóst? Helduru að ég virkilega viti ekki að þetta séu ekki tæki á vegum sveitafélagsins? Gengur þú með fýlusvip allan daginn að leiðrétta fólk sem þú heldur að viti ekki hvað það er að tala um?
*-*
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 922
- Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
- Reputation: 404
- Staða: Ótengdur
Re: Snjómokstur og göngustígar
Vandamálið er náttúrulega að fleiri gangandi vegfærendur þyrftu að hafa með sér eldvörpur.
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1020
- Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
- Reputation: 206
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Snjómokstur og göngustígar
appel skrifaði:Jón Ragnar skrifaði:appel skrifaði:Það er náttúrulega stórskrítið að búið sé að skafa öll bílaplön verslana allsstaðar, en enga göngustíga. Það er enginn að sannfæra mig um að það sé ekki hægt að gera betur í að skafa göngustíga þegar öll þessi bílaplön eru orðin nærri snjólaus.
Doldið gott dæmi um hvernig einkaframtakið stendur sig betur en hið opinbera.
Verslanir hafa greitt fyrir svona snjómokstur sjálf
Sérð það þegar það er gert, ekki tæki á vegum sveitafélaga
Ertu alltaf með fýlukallaskoðun á öllu?
Afhverju ertu að benda á eitthvað svona augljóst? Helduru að ég virkilega viti ekki að þetta séu ekki tæki á vegum sveitafélagsins? Gengur þú með fýlusvip allan daginn að leiðrétta fólk sem þú heldur að viti ekki hvað það er að tala um?
Finnst aðalega svo gaman að vera leiðinlegur sjálfur
CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 357
- Skráði sig: Fös 19. Júl 2013 20:55
- Reputation: 71
- Staðsetning: Reykjanesbæ
- Staða: Ótengdur
Re: Snjómokstur og göngustígar
þið eruð æðislegir hef gaman af því að lesa þetta kít sem myndast oft á spjallinu en þið eruð hepnir ef það er búið að skafa götur og þið getið farið á bíl
hér í reykjanesbæ er nánast allt ófært og ervitt að skafa fastir bílar útum allt ég kemst ekki einusinni með strætó því hann bara geingur ekki í dag samt sá ég mokstur langt fram á kvöld í gær og ég sé að göturnar 2 sem liggja að minni blok á ásbrú eru skafaðar en ég kemst ekki út á þær og samkvæmt lögreglu kemst ég ekki hvert sem er útaf föstum bílum
Hizzman þér er velkomið að rýna í þessi rit
hér í reykjanesbæ er nánast allt ófært og ervitt að skafa fastir bílar útum allt ég kemst ekki einusinni með strætó því hann bara geingur ekki í dag samt sá ég mokstur langt fram á kvöld í gær og ég sé að göturnar 2 sem liggja að minni blok á ásbrú eru skafaðar en ég kemst ekki út á þær og samkvæmt lögreglu kemst ég ekki hvert sem er útaf föstum bílum
Hizzman þér er velkomið að rýna í þessi rit
Asus Z390-A Prime i7 9700k CPU Thermaltake 3.0 Extreme Corsair 16GB (2x8) 3000MHz CL15 500 GB Samsung 970 EVO Plus m.2 palit 2080 super seasonic 760w 80+ platinum
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 310
- Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
- Reputation: 64
- Staða: Ótengdur
Re: Snjómokstur og göngustígar
Stór hluti af þessu vandamáli er að fólk er að fara af stað á illa búnum bílum og er þar af leiðandi að festa bílana sína á óheppilegum stöðum. Ég er sjálfur búsettur í Keflavík. Í götunni sem ég bý í var gerð heiðarleg tilraun til þess að ryðja hana í gær en gröfukallinn hætti við þar sem Dominos bíll sat fastur á miðjum veginum. Þessi Dominos bíll var ennþá þarna í hádeginu í dag.
Held að það sé ekki raunhæft að ætlast til þess að við getum haldið götum og stígum ruddum við þessar veðuraðstæður sem eru nú ríkjandi.
Held að það sé ekki raunhæft að ætlast til þess að við getum haldið götum og stígum ruddum við þessar veðuraðstæður sem eru nú ríkjandi.
-
- Vaktari
- Póstar: 2485
- Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
- Reputation: 235
- Staðsetning: NGC 3314.
- Staða: Ótengdur
Re: Snjómokstur og göngustígar
appel skrifaði:Vandinn er ekki bara sá að þessi örfá tæki hafa ekki undan fyrstu dagana, heldur er vandinn líka að jafnvel eftir 2 vikur er ekki búið að hreinsa göngustíga. Ég kynntist því alveg hérna í hverfinu (201) síðasta vetur að margir göngustígar voru bara látnir vera, líklega útaf því að þetta var bara orðið að solid klaka sem var ómögulegt að skafa.
Svo þetta að halda strætóleiðum opnum, jújú gott og blessað, en maður þarf nú að geta komist að strætóskýlinu!
Mér finnst þetta bara mjög skiljanlegt.
- Þetta eru frekar sérhæfðar græjur sem eru að moka gangstéttarnar.. litlir traktorar með sand/salt dreifara aftaná sér.
- Bílstjórinn þarf að þekkja hvernig gangstéttirnar liggja (eflaust götustóparar á sumrin en svo snjómokstur á veturna)
- Þetta eru eflaust margfalt fleiri km en göturnar.
- Fara mikið hægar yfir en þeir sem moka göturnar
Á meðan að hver einasti einstaklingur sem hefur aðgang að gröfu (eða sambærilega stórri græju) getur fengið auka pening í vasann við það að hreinsa bílaplön sem eru frekar einföld stór opin svæði.
Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||
NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||
"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"
NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||
"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5596
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1054
- Staða: Ótengdur
Re: Snjómokstur og göngustígar
Jæja, var rétt í þessu að horfa á gröfuna frá kópavogsbæ skafa göngustíg sem var búið að skafa, líklega í þriðja sinn.
Ég skil ekki alveg hvað er í gangi.
Það er ekki búið að snjóa síðan á laugardag, þannig að það er ekkert nýtt sem þarf að skafa.
Það er einsog þeir séu með ákveðna göngustíga í forgangi 1, aðra í 2 og 3, en þeir sem eru í forgangi 1 eru skafaðir reglulega óháð því hvort það þurfi, og þeir sem eru í 2 og 3 eru bara aldrei skafaðir.
Eru þetta hugsanalausir róbótar að verki? Þetta er einsog að fylgjast með vélmennaryksugu ryksuga sama fermetran trekk í trekk.
Þarf maður að stökkva út og grípa þessa gröfukalla og benda þeim á hvar þurfi að skafa??
Ég skil ekki alveg hvað er í gangi.
Það er ekki búið að snjóa síðan á laugardag, þannig að það er ekkert nýtt sem þarf að skafa.
Það er einsog þeir séu með ákveðna göngustíga í forgangi 1, aðra í 2 og 3, en þeir sem eru í forgangi 1 eru skafaðir reglulega óháð því hvort það þurfi, og þeir sem eru í 2 og 3 eru bara aldrei skafaðir.
Eru þetta hugsanalausir róbótar að verki? Þetta er einsog að fylgjast með vélmennaryksugu ryksuga sama fermetran trekk í trekk.
Þarf maður að stökkva út og grípa þessa gröfukalla og benda þeim á hvar þurfi að skafa??
Síðast breytt af appel á Mán 19. Des 2022 14:36, breytt samtals 1 sinni.
*-*
Re: Snjómokstur og göngustígar
Ég þurfti að ganga frá Grensás upp í Efstaleiti í morgun og þar var búið að skafa göngustíga og gekk ferðin bara vel.
Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3750
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Reputation: 474
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Snjómokstur og göngustígar
appel skrifaði:Jæja, var rétt í þessu að horfa á gröfuna frá kópavogsbæ skafa göngustíg sem var búið að skafa, líklega í þriðja sinn.
Ég skil ekki alveg hvað er í gangi.
Það er ekki búið að snjóa síðan á laugardag, þannig að það er ekkert nýtt sem þarf að skafa.
Það er einsog þeir séu með ákveðna göngustíga í forgangi 1, aðra í 2 og 3, en þeir sem eru í forgangi 1 eru skafaðir reglulega óháð því hvort það þurfi, og þeir sem eru í 2 og 3 eru bara aldrei skafaðir.
Eru þetta hugsanalausir róbótar að verki? Þetta er einsog að fylgjast með vélmennaryksugu ryksuga sama fermetran trekk í trekk.
Þarf maður að stökkva út og grípa þessa gröfukalla og benda þeim á hvar þurfi að skafa??
https://www.kopavogur.is/is/ibuar/samgo ... alkuvarnir
Sjálfsagt eru þeir að hálkuverja en ekki bara skafa.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1268
- Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
- Reputation: 143
- Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
- Staða: Ótengdur
Re: Snjómokstur og göngustígar
appel skrifaði:Jæja, var rétt í þessu að horfa á gröfuna frá kópavogsbæ skafa göngustíg sem var búið að skafa, líklega í þriðja sinn.
Ég skil ekki alveg hvað er í gangi.
Það er ekki búið að snjóa síðan á laugardag, þannig að það er ekkert nýtt sem þarf að skafa.
Það er einsog þeir séu með ákveðna göngustíga í forgangi 1, aðra í 2 og 3, en þeir sem eru í forgangi 1 eru skafaðir reglulega óháð því hvort það þurfi, og þeir sem eru í 2 og 3 eru bara aldrei skafaðir.
Eru þetta hugsanalausir róbótar að verki? Þetta er einsog að fylgjast með vélmennaryksugu ryksuga sama fermetran trekk í trekk.
Þarf maður að stökkva út og grípa þessa gröfukalla og benda þeim á hvar þurfi að skafa??
Kannski þetta sem þú sérð slegið í 3 sinn sé í leiðinni á svæðið sem traktorinn sér um?
Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5596
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1054
- Staða: Ótengdur
Re: Snjómokstur og göngustígar
Það var ekki verið að "hálkuverja", þetta var svona grafa með engum salt-dreifara. (Volvo L25, ekki pláss fyrir saltdreifara)
Grafan var að moka í burtu snjó vissulega, en samt á göngustíg sem var búið að skafa og ekki lengur nauðsynlegt að skafa meira... þarna var grafan einfaldlega að reyna skafa meira og breiðara en þörf var á... var nógu mikið búið að skafa svo allir kæmust þarna.
Þetta finnst mér bara tímasóun, fáránleg forgangsröðun. Það eru göngustígar þarna bara nokkra metra í burtu frá gröfunni sem eru troðfullir af snjó sem enginn kemst um, en grafan eyðir tíma frekar í að breikka skafaða göngustíginn um kannski einhverja 30 centimetra.
Grafan var að moka í burtu snjó vissulega, en samt á göngustíg sem var búið að skafa og ekki lengur nauðsynlegt að skafa meira... þarna var grafan einfaldlega að reyna skafa meira og breiðara en þörf var á... var nógu mikið búið að skafa svo allir kæmust þarna.
Þetta finnst mér bara tímasóun, fáránleg forgangsröðun. Það eru göngustígar þarna bara nokkra metra í burtu frá gröfunni sem eru troðfullir af snjó sem enginn kemst um, en grafan eyðir tíma frekar í að breikka skafaða göngustíginn um kannski einhverja 30 centimetra.
*-*
Re: Snjómokstur og göngustígar
appel skrifaði:Það var ekki verið að "hálkuverja", þetta var svona grafa með engum salt-dreifara. (Volvo L25, ekki pláss fyrir saltdreifara)
Grafan var að moka í burtu snjó vissulega, en samt á göngustíg sem var búið að skafa og ekki lengur nauðsynlegt að skafa meira... þarna var grafan einfaldlega að reyna skafa meira og breiðara en þörf var á... var nógu mikið búið að skafa svo allir kæmust þarna.
Þetta finnst mér bara tímasóun, fáránleg forgangsröðun. Það eru göngustígar þarna bara nokkra metra í burtu frá gröfunni sem eru troðfullir af snjó sem enginn kemst um, en grafan eyðir tíma frekar í að breikka skafaða göngustíginn um kannski einhverja 30 centimetra.
æjji hættu þessari fávisku..... það fá allir sinn hring og reyna halda honum snjólitlum svo að það myndast ekki 30cm ís yfir öllu um leið og frostið verður sem mest, ef hitin væri hærri væri hærri þá myndi saltið gera eitthvað,
og liklegasta ástæðan fyrir því að þeir fari ekki stígana sem henta þér betur er útaf þeir eru bara ekki í forgang, þegar veðrið er svona þá skiptir mun meira máli að halda götum gangandi en stígum fyrir gangandi og hjólandi þar sem það hefur ekkert upp á sig að vera ætlast til þess að þú getir hjólað eða labbað í vinnu í svona veðri....
svo er það líka að l25 hjólaskófla er ekki að fara ýta miklum snjó og hvað þá snjó sem er orðinn pakkaður og frosin, það þarf miklu öflugri græjur í það
Intel i7 13700k | Artic Freezer II 240 | Gigabyte ud4 | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |
Re: Snjómokstur og göngustígar
www.reykjavik.is/snjor
Upplýsingar um hvað á að skafa og forgang eru til.
Það eru fleiri en níu tæki að moka...
Fólk sem heldur að færð í húsagötum geti verið með uppitíma 97,5% á Íslandi er með of miklar kröfur.
p.s. 97,5% væru um 9 daga ófærð á ári, að meðaltali.
Nú komast nær allir ferða sinna nema smábílar.
Held að vandinn sé stórlega ýktur.
Upplýsingar um hvað á að skafa og forgang eru til.
Það eru fleiri en níu tæki að moka...
Fólk sem heldur að færð í húsagötum geti verið með uppitíma 97,5% á Íslandi er með of miklar kröfur.
p.s. 97,5% væru um 9 daga ófærð á ári, að meðaltali.
Nú komast nær allir ferða sinna nema smábílar.
Held að vandinn sé stórlega ýktur.