Netöryggi Barna

Allt utan efnis

Höfundur
Margaran
Fiktari
Póstar: 55
Skráði sig: Fös 11. Maí 2012 18:34
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Netöryggi Barna

Pósturaf Margaran » Fös 16. Des 2022 23:59

Nú er Strákurinn minn 9 ára að fara að fá fyrstu pc leikjatölvuna sína og var ég að velta fyrir mér hvort vaktarar væru mikið að spá í netöryggi sinna barna og hvað þá helst þið væruð að gera til að sporna við því að barnið ykkar fari inn á óæskilegar síður o.s.fr.
Ég notaði fyrir mína 2 eldri stráka microsoft family safety með ágætis árangri að ég held =) fyrir utan að fá óragrúu af emailum sem sögðu mér hvað þeir voru að gera og hvað ég þurfti að sammþyggja eða hleypa þeim inná =/
Núna nýlega rakst ég svo á Cloudflare DNS sem á að blocka megnið af óæskilegum síðum og malware.
Ég er að spá í að prufa það en væri til í að heira frá ykkur ef þið hafið einhverja reinlsu af því eða jafnvel betri lausnir sem passa börnin okkar í sínum fyrstu skrefum á internetinu =)




TheAdder
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 225
Staða: Ótengdur

Re: Netöryggi Barna

Pósturaf TheAdder » Lau 17. Des 2022 08:39

Sem fiktari, þá myndi ég skoða að gera þetta sjálfur með t.d. PiHole.
Samanber: https://quantixed.org/2019/07/29/childs ... -internet/


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo


talkabout
Fiktari
Póstar: 88
Skráði sig: Fös 26. Mar 2004 14:49
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Netöryggi Barna

Pósturaf talkabout » Lau 17. Des 2022 10:33

Nú hef ég ekki prófað það sjálfur, en Google Family Link hef ég heyrt að sé orðið þægilegt í notkun. En það er samt, þú veist, Google, þannig að...


Ryzen 7 5800X - Noctua NH-D15S - Gigabyte Gaming OC RTX3070- G.Skill Trident Z 2x16 3600 - ASRock X570 Steel Legend- Seasonic M12II-620 EVO - Nanoxia Deep Silence Case


kjartanbj
FanBoy
Póstar: 709
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 155
Staða: Ótengdur

Re: Netöryggi Barna

Pósturaf kjartanbj » Lau 17. Des 2022 16:23

Þegar kemur að því að mín börn fái tölvur fara þau inn á spes vlan/ssid sem verður reynt að hafa þokkalega njörvað niður og lokað á óæskilegt efni



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7592
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Netöryggi Barna

Pósturaf rapport » Lau 17. Des 2022 18:24

Filterar í boði pr. tæki í TP link routerum, minnir mig.

Notaði Norton Safe search DNS þegar mín voru yngri.




axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1795
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 82
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: Netöryggi Barna

Pósturaf axyne » Sun 18. Des 2022 11:31

Ég nota Google family link fyrir spjaldtölvurnar hjá krökkunum og er mjög sáttur hvernig það virkar, en hef ekki reynslu af því fyrir PC.
Að hafa síðan DNS filter eins og PiHole eða AdGuard er sniðugt líka, hægt að loka á allskonar þjónustur.

Annars er líka bara málið að vera virkur að fylgjast með hvað þau eru að gera, setja sig inní leikina af áhuga.
Síðan finnst mér rosalega sniðug þessi tölvuleikjanámskeið.


Electronic and Computer Engineer