Þetta er ein stærsta frétt sem ég hef orðið vitni af..
For the first time ever, US scientists at the National Ignition Facility at the Lawrence Livermore National Laboratory in California successfully produced a nuclear fusion reaction resulting in a net energy gain
https://edition.cnn.com/2022/12/12/poli ... index.html
Þetta hefur verið einsog leitin að heilaga kaleiknum, að ná þessu fram. Ég hef verið áhugasamur um þetta í kannski um 25 ár, og fylgdist með fréttum þegar Iter projectið var komið á fót.
En þessar fréttir frá BNA eru einsog fréttir af Trinity kjarnorkusprengjunni, loksins tókst þetta má segja, framleiða nettó meiri orku en fór inn í þetta.
Kannski tekur 50-100 ár í viðbót þar til þeir geta smíðað orkuver með þessu sem skilar einhverri vitrænni orku þó, en það er þó búið að sanna þá þessa tækni núna. Trinity sprengjan var bara nokkuð lítið miðað við stærstu vetnissprengjurnar, og líklega gæti þróunin verið sú að þetta eigi eftir að skila umtalsvert mikilli orku nettó.
Fusion breakthrough
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5599
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1054
- Staða: Ótengdur
Re: Fusion breakthrough
Hugsiði bara um global warming. Þetta myndi eiginlega leysa þann vanda. Þannig að framtíð mannkyns eiginlega liggur í því að þetta gangi upp, annars eru það bara hörmungar.
*-*
Re: Fusion breakthrough
jonsig skrifaði:Þá tapa AMD og allir gætu verið með 13900k í tölvunni sinni.
Allir skipta ofnunum sínum út fyrir RTX 21090 ti.
Re: Fusion breakthrough
Á vef Independent segir;
“Initial diagnostic data suggests another successful experiment at the National Ignition Facility. However, the exact yield is still being determined and we can’t confirm that it is over the threshold at this time,” it said. “That analysis is in process, so publishing the information . . . before that process is complete would be inaccurate.”
Líklega verið að þjófstarta með fréttirnar, svo ég ætla að taka undir með GuðjónR og taka þessu með fyrirvara
“Initial diagnostic data suggests another successful experiment at the National Ignition Facility. However, the exact yield is still being determined and we can’t confirm that it is over the threshold at this time,” it said. “That analysis is in process, so publishing the information . . . before that process is complete would be inaccurate.”
Líklega verið að þjófstarta með fréttirnar, svo ég ætla að taka undir með GuðjónR og taka þessu með fyrirvara
5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 986
- Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
- Reputation: 42
- Staðsetning: RVK
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Fusion breakthrough
Já, sammála ræðumönnum - tek þessu með einhverjum fyrirvara. En klárlega merkilegir hlutir að gerast í þessum geira.
Veit einhver hversu margir vinna að kjarnasumruna í dag ? Ég áætla tugi þúsunda...er að pæla í því útfrá Manhattan Project þar sem hvað 450.000 manns unnu að kjarnorkusprengjunni, enda náðu þeir fáránlegum árangri á skömmum tíma.
Veit einhver hversu margir vinna að kjarnasumruna í dag ? Ég áætla tugi þúsunda...er að pæla í því útfrá Manhattan Project þar sem hvað 450.000 manns unnu að kjarnorkusprengjunni, enda náðu þeir fáránlegum árangri á skömmum tíma.
Hlynur
Re: Fusion breakthrough
Eftir þeim fréttum og skýringum sem ég hef séð, þá virðist sem fengist hafi meiri orka út úr samrunaferlinu en orkan sem leiserarnir gáfu inn í ferlið, en leisaranir sjálfir eru hins vegar með slæma orkunýtni og heildarkerfið langt frá því að skila jákvæðri orku. Tölurnar sem ég sá vitnað í voru að 3,5MJ hefðu verið framleidd, úr 2MJ leiser orku en leiserarnir hafi tekið 200MJ. Sel það ekki dýrara en ég verslaði það.
NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo