Nova - Símasamband í London

Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7657
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1204
Staða: Ótengdur

Nova - Símasamband í London

Pósturaf rapport » Lau 10. Des 2022 11:16

Núvar dóttirin að fara í sína fyrstu ferð með kærastanum, til London.

Hún er hjá Nova og með iPhone... ekkert símasamband, ekkert net og engir peningar (hún er bara með kort ísímanum).

Hún er tvítug og planaði þetta ekki betur :fly

Nova svarar mér ekki á netspjallinu, þjónustuverið er lokað.

Búin að fara yfir þessar roaming stillingar.

Hvað get ég gert til að hjálpa henni?

Ef kærastinn keupir handa henni UK símkort þá hættir auðkenning og kortaappið að virka, en gæti ég útbúið virtual card í revolut eða einhverju og tengt við mitt Visa kort, bara svo hún geti reddað sér þessa helgi?

p.s. tel 85% líkur á að þetta sé seinasta hálmstráið í viðskiptum við Nova, lenti í svona fokki í Portúgal, Serbíu ofl. Það virðist ekki vera hægt að ferðast og vera í áskrift hjá þeim.




Predator
1+1=10
Póstar: 1184
Skráði sig: Lau 01. Nóv 2003 23:57
Reputation: 52
Staða: Ótengdur

Re: Nova - Símasamband í London

Pósturaf Predator » Lau 10. Des 2022 11:58

Hún á alveg að geta notað apple pay án sambands bara eins og þú notar þitt venjulega kort


Ryzen 2600x - 24GB 2400MHz DDR4 - Phoenix GTX 1080 GLH 8GB - Gigabyte B450M DS3H

Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7657
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1204
Staða: Ótengdur

Re: Nova - Símasamband í London

Pósturaf rapport » Lau 10. Des 2022 12:01

Predator skrifaði:Hún á alveg að geta notað apple pay án sambands bara eins og þú notar þitt venjulega kort


Nú þekki ég Apple Pay ekki neitt, hugsanlega er hún bara með Íslandsbankaappið. Er Apple Pay þá eins og Wallet í Android?

EDIT: Hún er beðin um að staðfesta kortið sitt með SMS og er ekki í neinu símasambandi.
Síðast breytt af rapport á Lau 10. Des 2022 12:03, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

brain
</Snillingur>
Póstar: 1066
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Reputation: 150
Staða: Ótengdur

Re: Nova - Símasamband í London

Pósturaf brain » Lau 10. Des 2022 12:20

vinur minn sem lenti í svona eftir að UK fór úr EES sendi mér:

"Sértu með síma frá fyr­ir­tæk­inu Apple skaltu opna sett­ings og velja þar mobile data. Því næst vel­ur þú network selecti­on og hak­ar svo úr autom­atic. Ef þú ert með Android síma, skaltu opna still­ing­ar og velja þar teng­ing­ar. Þá vel­ur þú síma­fyr­ir­tæki og still­ir svo inn á velja hand­virkt."

þá, ef nova er með einhverja samninga taka þau félög við.
Veit ekki hjá hvaða símafyrirtæki hann er, næ ekki í hann aftur.


Líka er kærastinn með síma sem virkar ? Láta hann setja upp net sem hún gæti tengst, eða finna wifi hotspot .
Síðast breytt af brain á Lau 10. Des 2022 12:24, breytt samtals 2 sinnum.



Skjámynd

Bengal
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 395
Skráði sig: Fös 22. Ágú 2008 11:23
Reputation: 22
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
Staða: Ótengdur

Re: Nova - Símasamband í London

Pósturaf Bengal » Lau 10. Des 2022 16:38

brain skrifaði:vinur minn sem lenti í svona eftir að UK fór úr EES sendi mér:

"Sértu með síma frá fyr­ir­tæk­inu Apple skaltu opna sett­ings og velja þar mobile data. Því næst vel­ur þú network selecti­on og hak­ar svo úr autom­atic. Ef þú ert með Android síma, skaltu opna still­ing­ar og velja þar teng­ing­ar. Þá vel­ur þú síma­fyr­ir­tæki og still­ir svo inn á velja hand­virkt."

þá, ef nova er með einhverja samninga taka þau félög við.
Veit ekki hjá hvaða símafyrirtæki hann er, næ ekki í hann aftur.


Líka er kærastinn með síma sem virkar ? Láta hann setja upp net sem hún gæti tengst, eða finna wifi hotspot .


Afsakið offtopic en var í London fyrir viku síðan með samsung s22 síma og þar virkaði símasamband eins og í sögu.
Er hjá Vodafone með ferðapakka.


    CPU: Intel i9 10850K @ 5.2GHz in Asus ROG Z490-E Strix
    Ram:
    Corsair Vengeance 4x16GB DDR4 3200MHz
    Primary:
    Samsung 970 EVO Plus SSD 1TB - M.2 NVMe
    Secondary:
    Samsung 970 EVO Plus SSD 1TB - M.2 NVMe
    GPU:
    Asus RTX 3070 OC Strix
    PSU:
    Corsair RM750x
    Case:
    Fractal Design Define R6
    Monitor:
    Samsung Odyssey G7 1440p 240hz

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6800
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 941
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nova - Símasamband í London

Pósturaf Viktor » Lau 10. Des 2022 17:01

Eg þarf oft að slökkva á Automatic stillingunni og flakka á milli fjarskiptafélaga í útlöndum (Hringdu)

Reyndar bara varðandi net, er alltaf með símasamband (held ég)


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Ghost
Fiktari
Póstar: 60
Skráði sig: Þri 07. Jún 2022 22:52
Reputation: 26
Staða: Ótengdur

Re: Nova - Símasamband í London

Pósturaf Ghost » Lau 10. Des 2022 17:19

Viktor skrifaði:Eg þarf oft að slökkva á Automatic stillingunni og flakka á milli fjarskiptafélaga í útlöndum (Hringdu)

Reyndar bara varðandi net, er alltaf með símasamband (held ég)


Sama hér. hef þurft að gera nákvæmlega þetta í hvert skipti sem ég kem til útlanda og er hjá Hringdu.

Hinsvegar þá er kærastan hjá Nova og þetta virkar alltaf hjá henni og hún þarf ekkert að fikta í stillingum :-k
Síðast breytt af Ghost á Lau 10. Des 2022 17:20, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7657
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1204
Staða: Ótengdur

Re: Nova - Símasamband í London

Pósturaf rapport » Lau 10. Des 2022 19:33

Komið í lag en engin veit af hverju...

Heyrði af stórri stofnun sem gat ekki verið hjá Nova vegna ítrekaðra svona vandamála.




agnarkb
Tölvutryllir
Póstar: 660
Skráði sig: Fös 03. Okt 2008 20:36
Reputation: 116
Staða: Ótengdur

Re: Nova - Símasamband í London

Pósturaf agnarkb » Lau 10. Des 2022 20:58

Er hjá Nova og virkaði fínt hjá mér bæði í Þýskalandi og Grikklandi í sumar - en aftur á móti var ég alveg símasambandslaus í Ameríku í haust, en netið í toppstandi.


Leikjavél | ROG Strix X570-E | 5800x3D | LF II 240| RTX 3090 | G.Skill 32GB Flare X 3200Mhz | RM850x | Pure Base 500
Server | ASRock H610M-ITX/ac | i5 12400 | Dark Rock TF2 | 32GB | 14 TB | Unraid Basic


JReykdal
FanBoy
Póstar: 714
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 175
Staða: Ótengdur

Re: Nova - Símasamband í London

Pósturaf JReykdal » Mán 12. Des 2022 10:12

Hef lent í bölvuðu veseni með Nova erlendis. Og líka engu veseni.


Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.


Manager1
Tölvutryllir
Póstar: 635
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Reputation: 92
Staða: Ótengdur

Re: Nova - Símasamband í London

Pósturaf Manager1 » Þri 13. Des 2022 17:55

Ég hef farið til Danmerkur, Þýskalands, Frakklands, Skotlands og Spánar og aldrei lent í veseni með Nova.




HringduEgill
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 306
Skráði sig: Mið 12. Feb 2014 12:56
Reputation: 147
Staða: Ótengdur

Re: Nova - Símasamband í London

Pósturaf HringduEgill » Þri 13. Des 2022 20:32

Ég hugsa að við getum fundið jafn margar slæmar og góðar sögur hjá viðskiptavinum allra símafyrirtækjanna þegar kemur að notkun erlendis. Auðvitað geta komið upp vandamál í rekstri kerfanna hér heima sem veldur vandræðum í útlöndum en almennt er það held ég ekki tilfellið. Farsímasambandið á Íslandi er þrusugott, amk á höfuðborgarsvæðinu, og það litar held ég upplifun okkar þegar við ferðumst erlendis. Við erum ansi góðu vön.

Í gegnum tíðina hafa annars langflestar kvartanir komið frá notendum í USA, jafnvel þó fólk sé statt í stórborg. Svo í byrjun sumars var ástandið afleitt en flestir operatorar í USA slökktu á 3G kerfunum sínum og færðu sig yfir í VoLTE. Þetta olli miklum vandræðum fyrir viðskiptavini Hringdu, Símans (og ég held Vodafone) þar sem símtöl fóru yfir 3G. Þá var einungis hægt að nota T-Mobile fyrir bæði net og símtöl en við höfum verið að nota bæði T-Mobile og AT&T og getur munurinn á þeim tveimur verið afgerandi mikill á sumum svæðum. Allir þessir aðilar hafa núna innleitt VoLTE og eru að uppfæra sína viðskiptavini, þetta ætti því að skána fljótlega.