Elkó: Hærra Verð á Kassa en á Heimasíðu/Verslun

Allt utan efnis

Höfundur
mikkimás
Gúrú
Póstar: 594
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 113
Staða: Ótengdur

Elkó: Hærra Verð á Kassa en á Heimasíðu/Verslun

Pósturaf mikkimás » Fim 17. Nóv 2022 13:11

Sælir.

Það er farið að klingja viðvörunarbjöllum hjá mér að verðið sem Elkó reynir að rukka á kassa er hærra en það sem þeir auglýsa á heimasíðunni og skv. verðmerkingu í verslun.

Tvö nýleg dæmi eru tölvumús sem var 1k hærri á kassanum en í búðinni, og svo keypti ég mér Earbuds sem voru 2k hærri á kassa en á heimasíðunni. Annað aðeins eldra dæmi er þegar ég keypti fyrir nokkrum árum G29 stýri sem átti að vera 5k dýrari þegar ég kom á kassann.

Tek fram að í öllum tilvikum borgaði ég lægra auglýsta verðið, og starfsfólkið gerði enga tilraun til að þræta við mig.

En þegar ég þarf nauðsynlega að taka mynd auglýstu verði til að hafa með mér á kassann, þá er ég farinn að setja spurningamerki við siðskiptahætti Elkó.

Eru fleiri að lenda í sama?




benony13
has spoken...
Póstar: 161
Skráði sig: Sun 11. Okt 2015 21:28
Reputation: 19
Staða: Ótengdur

Re: Elkó: Hærra Verð á Kassa en á Heimasíðu/Verslun

Pósturaf benony13 » Fim 17. Nóv 2022 13:57

Veit að þetta er ógeðslega pirrandi komment hjá mér, pjúra “mansplaning”
Varðandi AirPods- in ertu að bera saman rétta vöru? Það eru til dæmis tvö gen3 í sölu, annað með magsafe en hitt einungis hlaðið með snúru.

Þau eru oftast með 2 jafnvel 3 útgáfur af vörum og því geta verðin verið ósamræmd



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Elkó: Hærra Verð á Kassa en á Heimasíðu/Verslun

Pósturaf dori » Fim 17. Nóv 2022 14:49

benony13 skrifaði:Veit að þetta er ógeðslega pirrandi komment hjá mér, pjúra “mansplaning”
Varðandi AirPods- in ertu að bera saman rétta vöru? Það eru til dæmis tvö gen3 í sölu, annað með magsafe en hitt einungis hlaðið með snúru.

Þau eru oftast með 2 jafnvel 3 útgáfur af vörum og því geta verðin verið ósamræmd

Ég get lofað þér því að ef hann hefði ekki fengið "lægra auglýsta verðið" ef hann var að ruglast á útgáfum af AirPods.



Skjámynd

ChopTheDoggie
vélbúnaðarpervert
Póstar: 985
Skráði sig: Þri 15. Des 2015 01:27
Reputation: 105
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
Staða: Ótengdur

Re: Elkó: Hærra Verð á Kassa en á Heimasíðu/Verslun

Pósturaf ChopTheDoggie » Fim 17. Nóv 2022 15:44

Enn fúllt :(
Ég er búinn að versla frekar mikið @ ELKO og ég hef ekki lent í neinu svona.


Ryzen 7 5800X | ASRock B550M Steel Legend | Corsair 32GB (2x16) LPX 3200Mhz | RTX 3060ti | Seasonic Focus+ Gold | ATX Lancool II


Höfundur
mikkimás
Gúrú
Póstar: 594
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 113
Staða: Ótengdur

Re: Elkó: Hærra Verð á Kassa en á Heimasíðu/Verslun

Pósturaf mikkimás » Fim 17. Nóv 2022 15:51

benony13 skrifaði:Veit að þetta er ógeðslega pirrandi komment hjá mér, pjúra “mansplaning”
Varðandi AirPods- in ertu að bera saman rétta vöru? Það eru til dæmis tvö gen3 í sölu, annað með magsafe en hitt einungis hlaðið með snúru.

Þau eru oftast með 2 jafnvel 3 útgáfur af vörum og því geta verðin verið ósamræmd

Já. Þetta var 100% sama varan. Enda lækkuðu þau verðið á kassanum.



Skjámynd

Henjo
Tölvutryllir
Póstar: 687
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 245
Staða: Ótengdur

Re: Elkó: Hærra Verð á Kassa en á Heimasíðu/Verslun

Pósturaf Henjo » Fim 17. Nóv 2022 16:20

ChopTheDoggie skrifaði:Enn fúllt :(
Ég er búinn að versla frekar mikið @ ELKO og ég hef ekki lent í neinu svona.


Hefur ekki lent í neinu svona sem þú ert meðvitaður um.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5596
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Elkó: Hærra Verð á Kassa en á Heimasíðu/Verslun

Pósturaf appel » Fim 17. Nóv 2022 18:13

Ekki lent í þessu.

Ef þér finnst þú svikinn þá myndi ég bara kvarta við Elko, efast um að þeir séu með einhver skipulögð svik í gangi, enginn tilgangur með því, það er svo ríkur skilaréttur hjá Elko að ef þú ert ósáttur þá geturu bara skilað og fengið endurgreitt.

Svo ættiru auðvitað að vita hvað þú ert að kaupa, þetta er ekki matvöruverslun þar sem þú ert með fulla matarkörfu af vörum og glætan að þú munir verðið á þeim öllum. Ég kaupi oftast bara einn hlut í einu hjá Elko, og veit alveg hvað verðið er, búinn að tjékka á vefnum áður. Ef verðið er rangt á afgreiðslukassanum þá geturu bara hætt við kaupin. Þetta er ekki flókið.


*-*

Skjámynd

ChopTheDoggie
vélbúnaðarpervert
Póstar: 985
Skráði sig: Þri 15. Des 2015 01:27
Reputation: 105
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
Staða: Ótengdur

Re: Elkó: Hærra Verð á Kassa en á Heimasíðu/Verslun

Pósturaf ChopTheDoggie » Fim 17. Nóv 2022 18:36

Henjo skrifaði:
ChopTheDoggie skrifaði:Enn fúllt :(
Ég er búinn að versla frekar mikið @ ELKO og ég hef ekki lent í neinu svona.


Hefur ekki lent í neinu svona sem þú ert meðvitaður um.


Horfi alltaf á verðin á því sem ég borga fyrir og á kassann, þannig að já hef aldrei lent í þessu.


Ryzen 7 5800X | ASRock B550M Steel Legend | Corsair 32GB (2x16) LPX 3200Mhz | RTX 3060ti | Seasonic Focus+ Gold | ATX Lancool II

Skjámynd

kallikukur
has spoken...
Póstar: 198
Skráði sig: Fim 26. Jún 2008 00:05
Reputation: 22
Staðsetning: grafarvogur
Staða: Ótengdur

Re: Elkó: Hærra Verð á Kassa en á Heimasíðu/Verslun

Pósturaf kallikukur » Fim 17. Nóv 2022 18:44

Ég myndi halda að elko séu með netverslunina beintengda við birgðakerfið (líkt og flestar verslanir sem eru örlítið inni í nútímanum), líklegast bara verðbreytingar sem hafa ekki náð að skila sér til allra anga eða einhver böggur. Það væri markaðslegt sjálfsmorð að fara að stunda eitthvað svona svindl og stjórnunarteymi elko er nú líklegast ekki með það á dagskránni ;)


i5 2500k | P8P67 PRO | 8gb Mushkin ddr3 1600Mhz | force3d HD 4870 | 750GB | Realtek ALC883 (7.1)


siggik
spjallið.is
Póstar: 409
Skráði sig: Mið 07. Feb 2007 18:53
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Elkó: Hærra Verð á Kassa en á Heimasíðu/Verslun

Pósturaf siggik » Fim 17. Nóv 2022 20:27

kallikukur skrifaði:Ég myndi halda að elko séu með netverslunina beintengda við birgðakerfið (líkt og flestar verslanir sem eru örlítið inni í nútímanum), líklegast bara verðbreytingar sem hafa ekki náð að skila sér til allra anga eða einhver böggur. Það væri markaðslegt sjálfsmorð að fara að stunda eitthvað svona svindl og stjórnunarteymi elko er nú líklegast ekki með það á dagskránni ;)


það sem hann sagði