Hæjó.
Ég ætla reyna versla jólaseríur til að hafa bæði bæði innan - og utandyra, fallegar og endingargóðar - en ég þekki ekki hvað er best af því sem í boði er.
Þetta er hugsað utan um stór og smá tré í garðinum, runna, meðfram þakkanti á húsi og bílskúr t.d. og í flesta glugga inni.
Eruð þið með lausnina eða reynslu af þessu, hvað virkar best og er fallegast?
Er aðallega að skoða eitthvað sem er annaðhvort marglitt eða þá amk hægt að stilla litina á.
Búinn að sjá svo margt t.d. Twinkly og annað slíkt en vantar reynslusögur af íslenskum aðstæðum.
Jólaseríur - Hvað er best?
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1775
- Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
- Reputation: 141
- Staða: Ótengdur
Re: Jólaseríur - Hvað er best?
Ég er amk búinn að vera með Frost seríu frá Húsasmiðjunni á litlum kofa úti í garði síðan 2017, aldrei tekin niður og í gangi alla daga ársins með birtuskynjara. Ljósin hafa aðeins dofnað/gulnað en ég var það impressed með þessi ljós að ég tók stærri gerðina og setti á þakskeggið.
Húsfélög hafa svo oft verið að taka samtengjanlegu ljósin sem Garðheimar eru með.
Húsfélög hafa svo oft verið að taka samtengjanlegu ljósin sem Garðheimar eru með.
Síðast breytt af blitz á Mið 16. Nóv 2022 10:51, breytt samtals 1 sinni.
PS4
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2277
- Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
- Reputation: 20
- Staðsetning: Grafarvogur
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Jólaseríur - Hvað er best?
blitz skrifaði:Ég er amk búinn að vera með Frost seríu frá Húsasmiðjunni á litlum kofa úti í garði síðan 2017, aldrei tekin niður og í gangi alla daga ársins með birtuskynjara. Ljósin hafa aðeins dofnað/gulnað en ég var það impressed með þessi ljós að ég tók stærri gerðina og setti á þakskeggið.
Húsfélög hafa svo oft verið að taka samtengjanlegu ljósin sem Garðheimar eru með.
Vandamálið við Frost seríurnar hjá Húsasmiðjunni er að það vantar allar myndir af þeim uppsettum í raunverulegum aðstæðum.
Vörumyndirnar eru eingöngu af kössunum og seríunum í kuðli eða liggjandi í glerkrukku þannig ég átti mig ekki á því hvernig það kæmi til með að líta út.
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2277
- Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
- Reputation: 20
- Staðsetning: Grafarvogur
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Jólaseríur - Hvað er best?
dadik skrifaði:Kemstu ekki í búðina?
Eru þau með sýningarhús með áföstum seríum til að hægt sé að skoða hvernig þær kæmu út við hefðbundnar aðstæður?
-
- Vaktari
- Póstar: 2553
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 475
- Staða: Ótengdur
Re: Jólaseríur - Hvað er best?
Keyptu bara það sem þér líst best á.
Það er enginn jólaseríu sérfræðingar til, nema þá besserwisserar.
Varla ætlaru að hafa þetta úti allt árið?
Það er enginn jólaseríu sérfræðingar til, nema þá besserwisserar.
Varla ætlaru að hafa þetta úti allt árið?
-
- Stjórnandi
- Póstar: 2852
- Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
- Reputation: 217
- Staðsetning: Á þessu spjalli
- Staða: Tengdur
Re: Jólaseríur - Hvað er best?
Nýju led perurnar sem hafa verið að koma frá kína síðustu ár og eru í Byko og Húsasmiðjunni/Garðheimum lýsa alveg sáralítið. Þið eruð aldrei að fara lýsa neitt upp af viti með þeim. Ég er búinn að prófa síðustu 3 jól nýjar seríur frá þeim og skila, þetta varla lýsir upp pallinn. Ef þið ætlið í þessar perur, þá eru komnar útskiptanlegar perur í seríur. Það er eina vitið í dag ef þið viljið að þetta endist 2 jól eða lengur
Re: Jólaseríur - Hvað er best?
Plushy skrifaði:Ég keypti nokkrar gerðir og er að prófa
endinlega láttu vita hvað þér lýst best á og mátt alveg segja með linkum hvað þú t.d. keyptir
kv
Re: Jólaseríur - Hvað er best?
Sænsku útiseríurnar í Bauhaus eru virkilega góðar, en kaplarnir eru mjög þykkir og vandaðir. Ekki einnota eins og er á flestum öðrum stöðum. Búinn að henda endalaust af seríum keyptar í Byko og öðrum stöðum.
Nánari uppl: https://markslojd.com/en-se/outdoor-lighting/chrissline
Nánari uppl: https://markslojd.com/en-se/outdoor-lighting/chrissline
Re: Jólaseríur - Hvað er best?
Keypti þessi á húsið mitt frá Húsasmiðjunni (er á 25% afslætti núna):
Frost Partý 20 LED hlý hvítt samtengjanleg
Fín lýsing af þessu og kemur ágætlega út (setti krók fyrir hvert ljós)
Frost Partý 20 LED hlý hvítt samtengjanleg
Fín lýsing af þessu og kemur ágætlega út (setti krók fyrir hvert ljós)
5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 663
- Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
- Reputation: 61
- Staðsetning: 107
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Jólaseríur - Hvað er best?
jericho skrifaði:Keypti þessi á húsið mitt frá Húsasmiðjunni (er á 25% afslætti núna):
Frost Partý 20 LED hlý hvítt samtengjanleg
Fín lýsing af þessu og kemur ágætlega út (setti krók fyrir hvert ljós)
Settiru allan hringinn á húsinu?
Kassinn talar um að serían sé 20 ljós...þannig að á myndinni eru þá amk 2 kassar, hvað þarftu marga kassa til að covera allt húsið, og er "endinn" daufari?
Mkay.
Re: Jólaseríur - Hvað er best?
natti skrifaði:Kassinn talar um að serían sé 20 ljós...þannig að á myndinni eru þá amk 2 kassar, hvað þarftu marga kassa til að covera allt húsið, og er "endinn" daufari?
Dæmigert einbýlishús er með um 50-100 metra ummál á þakkannti, eftir því hversu stórt húsið er, hvernig það er í laginu, hvort það sé með gafl, hvort bílskúr sé sér bygging, og svo framvegis. Það er 25 sm milli ljósa, þannig það þarf kannski 200-400 perur sirkabát, þ.e. 10-20 kassa.
AMD Ryzen 5 5600X | 2x16GB DDR4 | 1TB Sata SSD | AMD Radeon RX 580
Re: Jólaseríur - Hvað er best?
Keypti System Led samtengjanlegu seríuna í Byko í fyrra og var með á háu tré úti í garði.
Hver sería er 5m og ég var með 7-8 seríur í tréinu.
Var með þetta uppi frá desember og fram undir lok feb ef ég man rétt.
Birtan var fín (cool white) og þær sem ég er búinn að prófa að setja í samband virðast OK.
Væri gaman að heyra reynslusögur frá fleirum.
Hver sería er 5m og ég var með 7-8 seríur í tréinu.
Var með þetta uppi frá desember og fram undir lok feb ef ég man rétt.
Birtan var fín (cool white) og þær sem ég er búinn að prófa að setja í samband virðast OK.
Væri gaman að heyra reynslusögur frá fleirum.
-
- Vaktari
- Póstar: 2409
- Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
- Reputation: 156
- Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
- Staða: Ótengdur
Re: Jólaseríur - Hvað er best?
Frágangurinn á samtengjunum og straumbreytinum er það sem skiptir mestu máli uppá endingu.
Ég keypti suðuteip í Kemi, vef nokkra hringi utanum tengið. Svo set ég herpihólk og hita. Set svo einangrunarteip yfir það. Smá overkill, eflaust en enginn raki í tengjunum
Og já er að nota 2x10m af frost seríu úr húsasmiðjunni. Set hana upp í þriðjaskipti núna.
Ég keypti suðuteip í Kemi, vef nokkra hringi utanum tengið. Svo set ég herpihólk og hita. Set svo einangrunarteip yfir það. Smá overkill, eflaust en enginn raki í tengjunum
Og já er að nota 2x10m af frost seríu úr húsasmiðjunni. Set hana upp í þriðjaskipti núna.
Síðast breytt af Black á Þri 22. Nóv 2022 15:09, breytt samtals 1 sinni.
CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:3080ti | RAM: 64gb Corsair | PSU: Seasonic 1000w | Case:Corsair 275R |
Re: Jólaseríur - Hvað er best?
natti skrifaði:Settiru allan hringinn á húsinu?
Kassinn talar um að serían sé 20 ljós...þannig að á myndinni eru þá amk 2 kassar, hvað þarftu marga kassa til að covera allt húsið, og er "endinn" daufari?
Já, setti allan hringinn. Allt húsið voru 16 kassar. Ég sé engan mun á birtustigi ljósanna þar sem endarnir mætast á einu húshorninu.
5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q