4k skjár með 4090 - Vantar aðstoð


Höfundur
olisnorri
Græningi
Póstar: 43
Skráði sig: Sun 05. Apr 2020 12:24
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

4k skjár með 4090 - Vantar aðstoð

Pósturaf olisnorri » Fim 10. Nóv 2022 14:58

Sæl öllsömul

Ég er að fá 4090 núna í nóvember og current rig er :
Ryzen 5800x - 32 gb ram 3733mhz - 850w corsair - 3080ti - B550m mobo.

Er að uppfæra í 4090 og 1200w psu. Pælingin er sú að ég er með 32” Rog Strix 1440p 170hz skjá sem er frábær. Enn langar að hámarka afkastagetuna með 4090 og fara í 4k skjá. Mest fyrir gaming og spila Hell let loose og fl kröfuharða leiki og langar að upplifa i hæstu mögulegu gæðum.

Hvaða skjá á maður að fara í fyrir 4k og að auki er ekki mikið úrval hér á landi. Sá Samsung neo g8 32” á 250k hja elko.

Allar ábendingar vel þegnar



Skjámynd

kornelius
Gúrú
Póstar: 553
Skráði sig: Þri 09. Jan 2018 09:15
Reputation: 113
Staða: Ótengdur

Re: 4k skjár með 4090 - Vantar aðstoð

Pósturaf kornelius » Fim 10. Nóv 2022 15:08

Mundi skoða þetta 120Hz Oled tæki "NVIDIA G-Sync og AMD FreeSync stuðningur" https://ht.is/lg-42-oled-evo-sjonvarp.html

Þessi tæki taka flest alla leikja skjái í nefið í responce time - get sent þér gröf yfir það ef þú vilt.

Held að þetta sé komið á tilboð hjá HT, en kannski á þetta eftir að lækka meira?

Er sjálfur með 48" LG C1 sem er 2021 árgerðin og er mjög ánægður.

K.
Síðast breytt af kornelius á Fim 10. Nóv 2022 15:10, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1262
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 384
Staða: Ótengdur

Re: 4k skjár með 4090 - Vantar aðstoð

Pósturaf Njall_L » Fim 10. Nóv 2022 15:12

kornelius skrifaði:Mundi skoða þetta 120Hz Oled tæki "NVIDIA G-Sync og AMD FreeSync stuðningur" https://ht.is/lg-42-oled-evo-sjonvarp.html

Tek undir þetta, geggjað tæki sem ég færi sjálfur í ef ég væri að endurnýja skjá í dag


Löglegt WinRAR leyfi

Skjámynd

DaRKSTaR
Geek
Póstar: 800
Skráði sig: Þri 08. Apr 2003 04:01
Reputation: 76
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: 4k skjár með 4090 - Vantar aðstoð

Pósturaf DaRKSTaR » Fim 10. Nóv 2022 15:17

Odyssey 32 skjárinn örugglega besta sem þú færð fyrir þessa upphæð, mini Led 4k 240hz, engar áhyggjur af burn in.


I9 10900k | Gigabyte RTX 3060 TI | Samsung Odyssey G7 32" | Corsair H100x | Gigabyte Z490 Aorus Elite | G.SKILL Trident Z 32GB @ 3600mhz | Lian-Li O11 XL ROG | XPG Pro 512GB | Seasonic Focus 850W Gold | Corsair K95 Platinum | Logitech G502 Hero | Steelseries Arctis Pro Wireless

Skjámynd

Drilli
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 356
Skráði sig: Þri 24. Sep 2013 21:31
Reputation: 19
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: 4k skjár með 4090 - Vantar aðstoð

Pósturaf Drilli » Fim 10. Nóv 2022 15:21

Eini gallinn við þennan skjá sem þeir eru að mæla með er að hann er rosalega stór á skrifborðið. Ég gæti ekki þessa stærð, en myndi taka hann í 32" hiklaust, frábært tæki.

Persónulega er ég að bíða aðeins með 4k, ætla að fara í það þegar fleiri 4k skjáir detta inn á markaðinn á næsta ári og 4090 verða búin að fá smá prufukeyrslu.


CPU: i9-13900K | CPUC: Aorus Waterforce x 360 | GPU: Gigabyte RTX 4090 24GB | MOB: Gigabyte Z790 Aorus Master | PSU: Corsair RM1000i | RAM: Corsair Dominator DDR5 6400MHz (2x32GB) | SDD M.2: Samsung 990 + 980 PRO 2 TB(4Gen) & 970 PRO 500GB & 970 EVO 500GB | SDD: Samsung 840 EVO 120GB & 500GB | PCC: Lian Li O11 Dynamic XL | Monitor: Philips 279M1RV (4K)

Skjámynd

DaRKSTaR
Geek
Póstar: 800
Skráði sig: Þri 08. Apr 2003 04:01
Reputation: 76
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: 4k skjár með 4090 - Vantar aðstoð

Pósturaf DaRKSTaR » Fim 10. Nóv 2022 15:44

Drilli skrifaði:Eini gallinn við þennan skjá sem þeir eru að mæla með er að hann er rosalega stór á skrifborðið. Ég gæti ekki þessa stærð, en myndi taka hann í 32" hiklaust, frábært tæki.

Persónulega er ég að bíða aðeins með 4k, ætla að fara í það þegar fleiri 4k skjáir detta inn á markaðinn á næsta ári og 4090 verða búin að fá smá prufukeyrslu.


Það er enginn tilgangur að fara úr 3080 í 4090 í 1440p.


I9 10900k | Gigabyte RTX 3060 TI | Samsung Odyssey G7 32" | Corsair H100x | Gigabyte Z490 Aorus Elite | G.SKILL Trident Z 32GB @ 3600mhz | Lian-Li O11 XL ROG | XPG Pro 512GB | Seasonic Focus 850W Gold | Corsair K95 Platinum | Logitech G502 Hero | Steelseries Arctis Pro Wireless


absalom86
Fiktari
Póstar: 56
Skráði sig: Mán 28. Jan 2019 15:32
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: 4k skjár með 4090 - Vantar aðstoð

Pósturaf absalom86 » Fim 10. Nóv 2022 16:06

G8 Neo klárlega, seldir í Elko.



Skjámynd

kornelius
Gúrú
Póstar: 553
Skráði sig: Þri 09. Jan 2018 09:15
Reputation: 113
Staða: Ótengdur

Re: 4k skjár með 4090 - Vantar aðstoð

Pósturaf kornelius » Fim 10. Nóv 2022 16:45

Ég myndi reyna að semja við þá í Elko um að setja LG C2 42" og Neo 8 32" hlið við hlið til að bera saman.
Mig grunar það að ætla að fara úr 32" 1440p í 32" 2160p verði sjokk fyrir þig hvað allt verður mikið smærra heldur en þú átt að venjast.
Þess vegna held ég að það sé mjög gott að stækka um 10" í leiðinni.

K.




Trihard
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 303
Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
Reputation: 57
Staða: Ótengdur

Re: 4k skjár með 4090 - Vantar aðstoð

Pósturaf Trihard » Fös 11. Nóv 2022 10:54

Mæli með að prófa að tengja tölvu við 4K sjónvarp fyrst og sjá hversu mikill hausverkur það er að sitja 1-1.5m frá 42'' 16:9 sjónvarpi.
Ég myndi aldrei fara í það að setja sjónvarp á skrifborðið mitt, þau eru gerð fyrir stofugláp á sófa, miklu frekar að spá í ultrawide tölvuskjáum frá Samsung.

Þarft heldur ekki að splæsa í top of the line Neo skjáinn, þessi hérna frá 2019 er sá sem ég á og hef notað síðastliðinn 2 ár er 49'' 32:9 og HDR1000:
https://elko.is/vorur/samsung-49-tolvus ... RG90SSUXEN
Hann er illa umskrifaður af Elko, þetta er enginn 1440p skjár né 5K skjár heldur 5120x1440 upplausn sem er 3840x2160 - 5120x1440 = 921600 pixlum fyrir neðan 4K. Svo er hann með 1000 nits peak ekki 600 nits eins og þeir segja. Þeir lýsa honum svona því þeir eru að reyna að selja G9 skjáina frekar sem eru mikið dýrari.

AMD Freesync stendur á honum sem virkar með Nvidia kortum, þarft ekkert að spá í G-Sync, freesync og G-sync virkar nákvæmlega eins, eini munurinn er markaðs talmálabull.
Síðast breytt af Trihard á Fös 11. Nóv 2022 11:18, breytt samtals 4 sinnum.



Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1860
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 219
Staða: Ótengdur

Re: 4k skjár með 4090 - Vantar aðstoð

Pósturaf Nariur » Fös 11. Nóv 2022 17:21

Trihard skrifaði:Mæli með að prófa að tengja tölvu við 4K sjónvarp fyrst og sjá hversu mikill hausverkur það er að sitja 1-1.5m frá 42'' 16:9 sjónvarpi.
Ég myndi aldrei fara í það að setja sjónvarp á skrifborðið mitt, þau eru gerð fyrir stofugláp á sófa, miklu frekar að spá í ultrawide tölvuskjáum frá Samsung.

Þarft heldur ekki að splæsa í top of the line Neo skjáinn, þessi hérna frá 2019 er sá sem ég á og hef notað síðastliðinn 2 ár er 49'' 32:9 og HDR1000:
https://elko.is/vorur/samsung-49-tolvus ... RG90SSUXEN
Hann er illa umskrifaður af Elko, þetta er enginn 1440p skjár né 5K skjár heldur 5120x1440 upplausn sem er 3840x2160 - 5120x1440 = 921600 pixlum fyrir neðan 4K. Svo er hann með 1000 nits peak ekki 600 nits eins og þeir segja. Þeir lýsa honum svona því þeir eru að reyna að selja G9 skjáina frekar sem eru mikið dýrari.

AMD Freesync stendur á honum sem virkar með Nvidia kortum, þarft ekkert að spá í G-Sync, freesync og G-sync virkar nákvæmlega eins, eini munurinn er markaðs talmálabull.


Ég get sagt af persónulegri reynslu að þú hefur áhyggjur af engu. Ég er búinn að vera með LG CX 48" á skrifborðinu mínu og það er æðislegt.
Þú færð MIKLU MIKLU meira fyrir peninginn með LG OLED en með einhverjum "fancy" ultrawide.


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED


Frussi
Tölvutryllir
Póstar: 625
Skráði sig: Lau 26. Ágú 2006 19:45
Reputation: 130
Staða: Ótengdur

Re: 4k skjár með 4090 - Vantar aðstoð

Pósturaf Frussi » Fös 11. Nóv 2022 20:17

Nariur skrifaði:Ég get sagt af persónulegri reynslu að þú hefur áhyggjur af engu. Ég er búinn að vera með LG CX 48" á skrifborðinu mínu og það er æðislegt.
Þú færð MIKLU MIKLU meira fyrir peninginn með LG OLED en með einhverjum "fancy" ultrawide.


Ég get sagt akkúrat öfugt af persónulegri reynslu, var með 42" skjá og þoldi það ekki


Ryzen 9 5900x // X470 Aorus Gaming // RTX4080 Super // 48 GB 3200MHz // 32" G5 165hz

Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1860
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 219
Staða: Ótengdur

Re: 4k skjár með 4090 - Vantar aðstoð

Pósturaf Nariur » Fös 11. Nóv 2022 20:40

Frussi skrifaði:
Nariur skrifaði:Ég get sagt af persónulegri reynslu að þú hefur áhyggjur af engu. Ég er búinn að vera með LG CX 48" á skrifborðinu mínu og það er æðislegt.
Þú færð MIKLU MIKLU meira fyrir peninginn með LG OLED en með einhverjum "fancy" ultrawide.


Ég get sagt akkúrat öfugt af persónulegri reynslu, var með 42" skjá og þoldi það ekki


Þá finnst mér frekar fyndið að þú mælir með skjá sem er enn breiðari en 42" oled.
Annars er oled betra í alla staði en hvaða LCD skjár sem þú getur bent á.


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED


Frussi
Tölvutryllir
Póstar: 625
Skráði sig: Lau 26. Ágú 2006 19:45
Reputation: 130
Staða: Ótengdur

Re: 4k skjár með 4090 - Vantar aðstoð

Pósturaf Frussi » Fös 11. Nóv 2022 21:35

Nariur skrifaði:Þá finnst mér frekar fyndið að þú mælir með skjá sem er enn breiðari en 42" oled.
Annars er oled betra í alla staði en hvaða LCD skjár sem þú getur bent á.


Ég var nú ekki að mæla með einu eða neinu, bara að benda á að smekkur manna er mismunandi...


Ryzen 9 5900x // X470 Aorus Gaming // RTX4080 Super // 48 GB 3200MHz // 32" G5 165hz

Skjámynd

kornelius
Gúrú
Póstar: 553
Skráði sig: Þri 09. Jan 2018 09:15
Reputation: 113
Staða: Ótengdur

Re: 4k skjár með 4090 - Vantar aðstoð

Pósturaf kornelius » Fös 11. Nóv 2022 21:41

Segi það sama og Nariur

Er búinn að vera með LG C1 48" nú í 1 og hálft ár, fékk mér einfaldlega stærra og dypra skrifborð til að sitja lengra frá.
Þeir sem ekki hafa prófað OLED vita ekki af hverju þeir eru að missa.
Það besta sem til er á markaðnum.



Skjámynd

Templar
Kerfisstjóri
Póstar: 1221
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 414
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: 4k skjár með 4090 - Vantar aðstoð

Pósturaf Templar » Lau 12. Nóv 2022 09:42

OLED rústar öllu , eins og að spila leikina uppá nytt.


--
|| Core Ultra 9 - Z890 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||


Trihard
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 303
Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
Reputation: 57
Staða: Ótengdur

Re: 4k skjár með 4090 - Vantar aðstoð

Pósturaf Trihard » Lau 12. Nóv 2022 14:44

Þessir OLED fanbois vita ekki hverju þeir eru að missa af með HDR1000 skjá þá er contrastið mjög gott, mikið þægilegra að vera með vítt field of view í hvaða leik sem er en með neckpain af því að reyna að sjá allt sem er að gerast uppi og niðri á sjónvarpi. Þú getur físískt ekki processað allt sem er að gerast með háu sjónvarpi 1-1.5m frá þér, nema ef þú spilar allt liggjandi uppi í rúmi þá er ekkert að því að festa bara sjónvarp á vegginn, alveg sammála því.




Höfundur
olisnorri
Græningi
Póstar: 43
Skráði sig: Sun 05. Apr 2020 12:24
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: 4k skjár með 4090 - Vantar aðstoð

Pósturaf olisnorri » Lau 12. Nóv 2022 15:59

Takk fyrir frábær svör,

Hafði hugsað um LG c2, ég sit tæpum metra frá skjánum sem gerir 42” í stærri kantinum. Aðalatriðið sem stoppar mig í LG c2 er 120hz. Ég var með 27”240hz og for í 32”170hz og er búinn að sjá að 4090 er að fara létt í 150-200fps í 4k sem er galið og það gerir mig smà smeykan við c2.

Ég er farinn að hallast að neo g8 32” 4k enn veit að samsung er ekki með gott orðspor í gaming monitors hva varðar cosmetic gæði og þeir geta klikkað.

Alienware er með flotta skjái líka einsog þessi, sem ég hef lesið mjög jákvæða hluti. https://elko.is/vorur/alienware-34-aw34 ... 1/AW3423DW

enn ef ekki neo g8 og lg c2.

Ég þarf yfir 144hz og helst 4k

Hvað annað er í boði ?
Síðast breytt af olisnorri á Lau 12. Nóv 2022 16:07, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

kornelius
Gúrú
Póstar: 553
Skráði sig: Þri 09. Jan 2018 09:15
Reputation: 113
Staða: Ótengdur

Re: 4k skjár með 4090 - Vantar aðstoð

Pósturaf kornelius » Lau 12. Nóv 2022 16:35

Hér er 3. mánaða gamalt myndband sem kannski hjálpar þér að ákveða þig þ.e.a.s. ef þú ert ekki nú þegar búinn að sjá það?

https://www.youtube.com/watch?v=gw7f6d7iFgI&t=1225s

K.



Skjámynd

Templar
Kerfisstjóri
Póstar: 1221
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 414
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: 4k skjár með 4090 - Vantar aðstoð

Pósturaf Templar » Lau 12. Nóv 2022 16:45

Trihard skrifaði:Þessir OLED fanbois vita ekki hverju þeir eru að missa af með HDR1000 skjá þá er contrastið mjög gott, mikið þægilegra að vera með vítt field of view í hvaða leik sem er en með neckpain af því að reyna að sjá allt sem er að gerast uppi og niðri á sjónvarpi. Þú getur físískt ekki processað allt sem er að gerast með háu sjónvarpi 1-1.5m frá þér, nema ef þú spilar allt liggjandi uppi í rúmi þá er ekkert að því að festa bara sjónvarp á vegginn, alveg sammála því.

OLED HDR1000 hér og true Ultra HD, allt annað fölnar í samanburði.


--
|| Core Ultra 9 - Z890 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||


braudrist
</Snillingur>
Póstar: 1051
Skráði sig: Mán 06. Sep 2004 13:22
Reputation: 58
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: 4k skjár með 4090 - Vantar aðstoð

Pósturaf braudrist » Lau 12. Nóv 2022 16:50

HDR 1400 skjár ef þú ert ekki með neitt budget. En það eru fáir þannig skjáir og þeir kosta 400 - 500 þús.


Intel Core-i9 9900k @ 5GHz :: ASUS ROG Maximus XI Formula :: Corsair Vengeance 3200MHz - 32GB DDR4 :: ASUS ROG STRIX RTX 2080 Ti OC :: 1TB Samsung 970 Pro m.2-NVMe :: 27" Acer Predator XB271HU :: Corsair RM850x :: Cooler Master C700m

Skjámynd

kornelius
Gúrú
Póstar: 553
Skráði sig: Þri 09. Jan 2018 09:15
Reputation: 113
Staða: Ótengdur

Re: 4k skjár með 4090 - Vantar aðstoð

Pósturaf kornelius » Lau 12. Nóv 2022 17:22

Svo má alltaf velta því fyrir sér afhverju öll dýrustu skjáir/sjónvörp eru OLED hvort sem þau heita Sony, Panasonic, Hicense, TCL, LG og jafnvel Samsung.
Jú það er af því að þau kaupa alla OLED panela af LG panels.
Sú var tíðin í gamla dag a að Japanir voru lang bestir í þessum bransa, en Suður-Kórea með LG í fararbroddi hafa svo sannarlega tekið alla forustu með OLED. PUNKTUR
Síðast breytt af kornelius á Lau 12. Nóv 2022 17:23, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1860
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 219
Staða: Ótengdur

Re: 4k skjár með 4090 - Vantar aðstoð

Pósturaf Nariur » Lau 12. Nóv 2022 18:00

Trihard skrifaði:Þessir OLED fanbois vita ekki hverju þeir eru að missa af með HDR1000 skjá þá er contrastið mjög gott, mikið þægilegra að vera með vítt field of view í hvaða leik sem er en með neckpain af því að reyna að sjá allt sem er að gerast uppi og niðri á sjónvarpi. Þú getur físískt ekki processað allt sem er að gerast með háu sjónvarpi 1-1.5m frá þér, nema ef þú spilar allt liggjandi uppi í rúmi þá er ekkert að því að festa bara sjónvarp á vegginn, alveg sammála því.


Það er nokkuð ljóst að þú hefur ekki prófað þetta. OLED er með miklu betri contrast en nokkuð annað á markaðnum. Það er sláandi hversu vel fullkomlega svart lítur út beint við hliðina á einhverju björtu. Ég sit rúma armslengd frá 48" og ég sé allan skjáinn án þess að hreyfa höfuðið. Ég var með ultrawide fyrir og fannst hann alveg nógu breiður, en hann var langt frá því að fylla upp í hæðina.


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED


Trihard
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 303
Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
Reputation: 57
Staða: Ótengdur

Re: 4k skjár með 4090 - Vantar aðstoð

Pósturaf Trihard » Lau 12. Nóv 2022 20:29

Nariur skrifaði:
Trihard skrifaði:Þessir OLED fanbois vita ekki hverju þeir eru að missa af með HDR1000 skjá þá er contrastið mjög gott, mikið þægilegra að vera með vítt field of view í hvaða leik sem er en með neckpain af því að reyna að sjá allt sem er að gerast uppi og niðri á sjónvarpi. Þú getur físískt ekki processað allt sem er að gerast með háu sjónvarpi 1-1.5m frá þér, nema ef þú spilar allt liggjandi uppi í rúmi þá er ekkert að því að festa bara sjónvarp á vegginn, alveg sammála því.


Það er nokkuð ljóst að þú hefur ekki prófað þetta. OLED er með miklu betri contrast en nokkuð annað á markaðnum. Það er sláandi hversu vel fullkomlega svart lítur út beint við hliðina á einhverju björtu. Ég sit rúma armslengd frá 48" og ég sé allan skjáinn án þess að hreyfa höfuðið. Ég var með ultrawide fyrir og fannst hann alveg nógu breiður, en hann var langt frá því að fylla upp í hæðina.

Ég geri mér grein fyrir hversu mikið betra contrastið er á OLED sjónvörpum, er með eitt svoleiðis frá Costco bara inni í stofu, ég prófaði jú að tengja tölvuna við það og gat ekki lesið neinn texta í 4k upplausn.

Ég hef bæði reynslu af OLED og samsung ultrawide skjánum og ég myndi allan daginn fara í Samsung ultrawide skjáinn, sjónvörp eru líka bara með eitt HDMI port ekki einu sinni displayport svo þú ert fastur á 4k 60Hz, meðan að Samsung skjáirnir fara í 120Hz+ með displayport, ert með nokkur USB A port á Samsung, engin á sjónvarpi etc.



Skjámynd

Templar
Kerfisstjóri
Póstar: 1221
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 414
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: 4k skjár með 4090 - Vantar aðstoð

Pósturaf Templar » Lau 12. Nóv 2022 20:35

OLED gamer sjónvörpin eru öll með HDMI 2.1 sem er 4k 120Hz.


--
|| Core Ultra 9 - Z890 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||

Skjámynd

kornelius
Gúrú
Póstar: 553
Skráði sig: Þri 09. Jan 2018 09:15
Reputation: 113
Staða: Ótengdur

Re: 4k skjár með 4090 - Vantar aðstoð

Pósturaf kornelius » Lau 12. Nóv 2022 20:38

Trihard skrifaði:
Nariur skrifaði:
Trihard skrifaði:Þessir OLED fanbois vita ekki hverju þeir eru að missa af með HDR1000 skjá þá er contrastið mjög gott, mikið þægilegra að vera með vítt field of view í hvaða leik sem er en með neckpain af því að reyna að sjá allt sem er að gerast uppi og niðri á sjónvarpi. Þú getur físískt ekki processað allt sem er að gerast með háu sjónvarpi 1-1.5m frá þér, nema ef þú spilar allt liggjandi uppi í rúmi þá er ekkert að því að festa bara sjónvarp á vegginn, alveg sammála því.


Það er nokkuð ljóst að þú hefur ekki prófað þetta. OLED er með miklu betri contrast en nokkuð annað á markaðnum. Það er sláandi hversu vel fullkomlega svart lítur út beint við hliðina á einhverju björtu. Ég sit rúma armslengd frá 48" og ég sé allan skjáinn án þess að hreyfa höfuðið. Ég var með ultrawide fyrir og fannst hann alveg nógu breiður, en hann var langt frá því að fylla upp í hæðina.

Ég geri mér grein fyrir hversu mikið betra contrastið er á OLED sjónvörpum, er með eitt svoleiðis frá Costco bara inni í stofu, ég prófaði jú að tengja tölvuna við það og gat ekki lesið neinn texta í 4k upplausn.

Ég hef bæði reynslu af OLED og samsung ultrawide skjánum og ég myndi allan daginn fara í Samsung ultrawide skjáinn, sjónvörp eru líka bara með eitt HDMI port ekki einu sinni displayport svo þú ert fastur á 4k 60Hz, meðan að Samsung skjáirnir fara í 120Hz+ með displayport, ert með nokkur USB A port á Samsung, engin á sjónvarpi etc.


Mitt LG C1 48" er með fjögur HDMI port version 2.1 120Hz