Góðan daginn,
Ég hef verið að nota gamlan router í mörg ár og ekkert verið að pæla sérstaklega í að skipta. Þessi router semsagt:
https://www.tp-link.com/us/home-network ... /tl-wr841n
Ég er með 500 Mbit ótakmarkað heimanet hjá Hringdu. Það mun uppfærast sjálfkrafa í 1000 Mbit 1. desember.
Fór bara allt í einu að pæla að ég er kannski ekki að fá full afköst fyrir þessa áskrift sem ég er að borga fyrir á meðan ég er með svona gamlan router. Væri ráð að uppfæra í nýrri router? Hef ekkert fylgst með tækniframförum í router málum lengi. Er eitthvað sérstakt sem ég ætti að hafa í huga? Þetta er bara venjuleg heimilisnotkun á netinu.
Uppfæra wifi router?
Re: Uppfæra wifi router?
Hvað má hann kostar og hvað er húsið þitt stórt og hvað mörg tæki á heimilinu ?
[url]<a href="https://www.passmark.com/baselines/V10/display.php?id=130428749474"><img src="https://www.passmark.com/baselines/V10/images/130428749474.png" alt="PassMark Rating" border="0" /></a>[/url]
Re: Uppfæra wifi router?
Ef þú kíkir undir specifications flipan sérðu að ethernet portin á þessum router eru öll 100Mbps, þrátt fyrir að WiFi hraðinn styðju allt að 300Mbps. Væntanlega er ljósleiðaraboxið tengt í WAN portið og því er routerinn að takmarka þig við 100Mbps.
Það væri algerlega ráð að uppfæra í nýjan router.
Það væri algerlega ráð að uppfæra í nýjan router.
AMDip boii
Jarðeldsneytis- og koníaklaust Ísland 2030
Jarðeldsneytis- og koníaklaust Ísland 2030
Re: Uppfæra wifi router?
snakkop skrifaði:Hvað má hann kostar og hvað er húsið þitt stórt og hvað mörg tæki á heimilinu ?
Kannski 20 þúsund plús / mínus. Er bara einn í lítilli 56 m2 íbúð. Þetta eru svona 5 tæki sem eru tengd wifi
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6354
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 161
- Staða: Ótengdur
Re: Uppfæra wifi router?
ibs skrifaði:snakkop skrifaði:Hvað má hann kostar og hvað er húsið þitt stórt og hvað mörg tæki á heimilinu ?
Kannski 20 þúsund plús / mínus. Er bara einn í lítilli 56 m2 íbúð. Þetta eru svona 5 tæki sem eru tengd wifi
Ég hef sett upp nokkra svona hjá vinum og vandamönnum í 80-150fm2 húsum og drægni og hraði bæði með besta móti - sérstaklega fyrir verðið.