HP Pavilion Gaming - 15-dk0902no Skjákortsvesen


Höfundur
Alliat
Nýliði
Póstar: 11
Skráði sig: Sun 18. Nóv 2012 23:49
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

HP Pavilion Gaming - 15-dk0902no Skjákortsvesen

Pósturaf Alliat » Mán 07. Nóv 2022 10:49

Halló!

Sonur minn keypti sér þessa tölvu,HP Pavilion Gaming - 15-dk0902no, í Elkó fyrir tæpum tveimur árum með aðstoð frá fjölskyldunni. Hann er einhverfur og mjög hændur að borðtölvunni sinni. Þetta var ráð til þess að auðvelda honum að gista annars staðar en heima (ferðalög, sumarhús...). En svo fannst honum tölvan bara alls ekki nógu góð til þess að spila leikina sem hann er að spila (MineCraft, CS Go og Roblox) og hefur eiginlega ekkert notað hana.

Svo var hann að gaufa í henni um daginn og sér að það er eins og skjákortið sé ekki fullvirkt. Þegar maður fer í Nvidia settings þá eru bara 3D options virkir, en það vantar Video og upplausnarstillingar. Við erum búnir að prófa að afvirkja innbygða Intel skjádriverinn og setja inn Nvidia driverana upp á nýtt. Allt uppfært eins langt og það fer (líka Bios). Við erum líka búnir að strauja vélina án árangurs.

Sonur minn tók líka eftir því að skjárinn var alltaf stilltur á 60Hz, en strákurinn segir að hún hafi verið seld sem tölva með 144Hz á Elkó.

Ég fór með vélina í viðgerð til Elkó og fékk hana til baka daginn eftir þar sem sagt var að svona væri þetta alltaf í HP tölvum. Þ.e. að integrated Intel driverinn væri alltaf virkur þar til maður opnaði einhvern tölvuleik og þá myndi Nvidia kortið hrökkva í gang. Er þetta rétt? Hann sagði líka að tölvan væri bara með 60Hz skjá en ekki 144Hz og þess vegna gætum við ekki komið henni ofar.

Þegar heim var komið fór ég á WayBack Machine og sá þar að tölvan var í raun og veru auglýst með 144Hz skjá á vefsíðunni þeirra (skrolla neðst): https://web.archive.org/web/20201127031 ... afartolvur

Þannig að ég fer aftur með hana í Elkó í gær og hitti þar annan tæknimann sem gat reyndar ekkert fyrir mig gert varðandi það að tölvan hafi verið seld á röngum forsemdum, en hann er ósammála fyrri tæknimanni hvað varðar skjákortið og finnst þetta voðalega skrítið að það komi bara upp 3D settings. Hann bendir mér á að tala við verslunarstjóra á virkum degi og bætir við að hann muni líklega benda á 30 daga skilafrestinn sem er auðvitað löngu liðinn.

-Er einhver sem þekkir HP leikjafartölvur hér og getur skorið úr um hvort það eigi bara að vera 3D settings í Nvidia stillingunum?
-Ég þigg líka góðfúslega öll ráð varðandi komandi samtal mitt við verslunarstjórann vegna þess að tölvan var seld sem 144Hz þegar hún var bara 60Hz, þetta er algjör dealbreaker fyrir strákinn minn.