Rafhlaða í reiðhjóli orðin léleg – hvað skal gera

Allt utan efnis

Höfundur
elri99
has spoken...
Póstar: 170
Skráði sig: Þri 05. Apr 2011 16:45
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Rafhlaða í reiðhjóli orðin léleg – hvað skal gera

Pósturaf elri99 » Þri 25. Okt 2022 15:08

Félagi minn er með rafhjól sem er með lélegri rafhlöðu. Hvað er hagstæðast að gera? Hvar fær maður nýtt? Er þess virði að reyna að byggja gamla uppá nýtt með nýjum cellum?




TheAdder
Geek
Póstar: 821
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 225
Staða: Tengdur

Re: Rafhlaða í reiðhjóli orðin léleg – hvað skal gera

Pósturaf TheAdder » Þri 25. Okt 2022 17:14

Ef þér er annt um eigin líf og limi og ert ekki kunnugur þessum málum, þá myndi ég mæla sterklega gegn því að fikta í Li sellum.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo


codemasterbleep
Nörd
Póstar: 138
Skráði sig: Lau 19. Des 2020 11:05
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: Rafhlaða í reiðhjóli orðin léleg – hvað skal gera

Pósturaf codemasterbleep » Þri 25. Okt 2022 18:39

elri99 skrifaði:Félagi minn er með rafhjól sem er með lélegri rafhlöðu. Hvað er hagstæðast að gera? Hvar fær maður nýtt? Er þess virði að reyna að byggja gamla uppá nýtt með nýjum cellum?


Hvernig rafkerfi?

Eins og TheAdder segir og svo ég bæti við, ef þig langar ekki að kveikja í húsinu þínu heldur þá sleppir þú eða félagi þinn öllum pælingum um að tjasla saman rafhlöðu sjálfir.



Skjámynd

Snorrlax
Fiktari
Póstar: 61
Skráði sig: Sun 30. Des 2012 22:04
Reputation: 6
Staðsetning: ísland
Staða: Ótengdur

Re: Rafhlaða í reiðhjóli orðin léleg – hvað skal gera

Pósturaf Snorrlax » Mið 26. Okt 2022 18:31

Þið gætuð prufað að hafa samband við Rafborg. Ég veit að þeir hafa áður búið til batterí pack fyrir vinnuna hjá mér. En ég get engan veginn lofað því að það muni borga sig fyrir einstakling með rafmagnshjól :)

Hvernig batterí pack er þetta? Er hægt að kaupa nýtt einhversstaðar? Gæti líka verið að það sé hægt að kaupa tilbúinn 18650 sellupakka og setja hann í staðinn. Fer eftir því hvernig rafhlöður eru í þessum pakka.


i5 4670K//R9 290//Gigabyte GA-Z87-D3HP//Crucial Ballistix Sport (4x8GB)-----HD650//Mad Dogs//Porta Pro//CX 5.00// HD 4.30//M-Audio BX8


Höfundur
elri99
has spoken...
Póstar: 170
Skráði sig: Þri 05. Apr 2011 16:45
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Rafhlaða í reiðhjóli orðin léleg – hvað skal gera

Pósturaf elri99 » Mið 26. Okt 2022 19:25

Takk fyrir ábendingarnar. Ég er meðvitaður um hætturnar sem fylgja fikti við li-ion rafhlöður.
Þetta er gamalt El-Bike Merlin hjól með 8FUN 24volta hub mótor. Finn ekkert um hjólið eða rafhlöðuna á netinu. Ætla að athuga með Rafborg.




codemasterbleep
Nörd
Póstar: 138
Skráði sig: Lau 19. Des 2020 11:05
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: Rafhlaða í reiðhjóli orðin léleg – hvað skal gera

Pósturaf codemasterbleep » Mið 26. Okt 2022 22:30

Spurning bara hvað þarf margar rafhlöður til að búa til 400-500 Wh. 6 stykki í hverja röð til að búa til 24 V og 8 raðir til þess að ná upp í 400 Wh ef stærðfræðin er ekki að bregðast mér. 48 stk lágmark. Gefum okkur að rýmdin sé 2000 mAh og spennan 4V (3.7-4.2 V)

Veit svo sem ekkert hvað stykkið kostar en get ímyndað mér að það sé á 2000 kall í þessum rafhlöðum.

Var þetta hjól ekki keypt hérna heima? Mér finnst ég hafa séð nógu mörg svona til þess að það hljóti einhver að hafa flutt þetta inn í magni.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Rafhlaða í reiðhjóli orðin léleg – hvað skal gera

Pósturaf dori » Mið 26. Okt 2022 23:19

codemasterbleep skrifaði:Spurning bara hvað þarf margar rafhlöður til að búa til 400-500 Wh. 6 stykki í hverja röð til að búa til 24 V og 8 raðir til þess að ná upp í 400 Wh ef stærðfræðin er ekki að bregðast mér. 48 stk lágmark. Gefum okkur að rýmdin sé 2000 mAh og spennan 4V (3.7-4.2 V)

Veit svo sem ekkert hvað stykkið kostar en get ímyndað mér að það sé á 2000 kall í þessum rafhlöðum.

Held að þetta sé það ódýrasta sem ég hef séð á 18650 sellum hérna heima, 1390kr. fyrir 3500mAh sellu.

Væri þá hægt að kaupa sellur fyrir 6s6p pakka á ~50 þúsund kall sem væri ~450Wh eða fara í 6s4p á ~35 þúsund sem væri ~300Wh.

Veit svo reyndar ekki hvað það kostar að byggja pakka úr þessu sem væri hægt að smella í þetta hjól sem er talað um hérna.




Peacock12
Fiktari
Póstar: 70
Skráði sig: Fim 17. Des 2020 13:25
Reputation: 22
Staða: Ótengdur

Re: Rafhlaða í reiðhjóli orðin léleg – hvað skal gera

Pósturaf Peacock12 » Fim 27. Okt 2022 09:53

Er þetta ekki bara 24v power-source? Það er til fullt af kittum til að breyta hjóli í rafhjól, og nokkrar síður sem selja slík kitt. Myndi skoða þær með það í huga að fá nýtt batterý og festingar fyrir það.



Skjámynd

Snorrlax
Fiktari
Póstar: 61
Skráði sig: Sun 30. Des 2012 22:04
Reputation: 6
Staðsetning: ísland
Staða: Ótengdur

Re: Rafhlaða í reiðhjóli orðin léleg – hvað skal gera

Pósturaf Snorrlax » Fim 27. Okt 2022 21:15

elri99 skrifaði:Takk fyrir ábendingarnar. Ég er meðvitaður um hætturnar sem fylgja fikti við li-ion rafhlöður.
Þetta er gamalt El-Bike Merlin hjól með 8FUN 24volta hub mótor. Finn ekkert um hjólið eða rafhlöðuna á netinu. Ætla að athuga með Rafborg.


Svona á að horfa, var eitthvað að skoða þetta á síðunni þeirra. Þá nota þeir Bosch batterí pökk. Gæti vel verið að þú getir fundið eins batterí pakk frá Bosch.

https://www.merlincycles.com/bosch-powe ... 93912.html er þetta eitthvað svipað batterípakk og þú ert með?


i5 4670K//R9 290//Gigabyte GA-Z87-D3HP//Crucial Ballistix Sport (4x8GB)-----HD650//Mad Dogs//Porta Pro//CX 5.00// HD 4.30//M-Audio BX8


codemasterbleep
Nörd
Póstar: 138
Skráði sig: Lau 19. Des 2020 11:05
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: Rafhlaða í reiðhjóli orðin léleg – hvað skal gera

Pósturaf codemasterbleep » Fim 27. Okt 2022 22:31

Snorrlax skrifaði:
elri99 skrifaði:Takk fyrir ábendingarnar. Ég er meðvitaður um hætturnar sem fylgja fikti við li-ion rafhlöður.
Þetta er gamalt El-Bike Merlin hjól með 8FUN 24volta hub mótor. Finn ekkert um hjólið eða rafhlöðuna á netinu. Ætla að athuga með Rafborg.


Svona á að horfa, var eitthvað að skoða þetta á síðunni þeirra. Þá nota þeir Bosch batterí pökk. Gæti vel verið að þú getir fundið eins batterí pakk frá Bosch.

https://www.merlincycles.com/bosch-powe ... 93912.html er þetta eitthvað svipað batterípakk og þú ert með?


Allt annar framleiðandi.

Spyrjandi er að öllum líkindum að tala um svona hjól: https://imgur.com/a/rJNyJ8n

Mögulega lítur það svona út : https://e-motionevc.co.uk/store/product ... id237.html

El-bike Merlin ekki Merlin Cycles, sem ég held að sé hjólabúð en ekki framleiðandi en það er önnur saga.
Síðast breytt af codemasterbleep á Fim 27. Okt 2022 22:36, breytt samtals 1 sinni.